Topp tíu: Möguleg ný ríki

Heimsmyndin breytist sífellt. Töluverðar líkur eru á því að ný ríki verði til á næstunni. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur rýndi í myndina sem nú blasir við og raðaði upp líklegum nýjum ríkjum.

Kristinn Haukur Guðnason
skotland-sjalfsti_9954060353_o.jpg
Auglýsing

Fjöldi sjálf­stæðra ríkja í heim­inum eykst ­stöðugt. Fyrir 100 árum síðan voru u.þ.b. 60 ríki til sem höfðu fulla ­sjálf­stjórn. Í dag eru þau um 200. Aðild­ar­ríki Sam­ein­uðu þjóð­anna eru 193 en auk þeirra eru til ríki sem hafa ­tak­mark­aða alþjóð­lega við­ur­kenn­ingu, s.s. Kósóvó, Tævan og Norður Kýp­ur. Þá er ótalið sjálft Vatíkan­ið, smæsta ríki heims með íbúa­fjölda á við Stykk­is­hólm. ­Fjölgun ríkja hefur komið í bylgjum sein­ustu 100 árin. Eftir fyrri heims­styrj­öld­ina voru Evr­ópa og Mið­aust­ur­lönd teiknuð upp á nýtt og fjöldi nýrra ríkja varð til­. Á sjötta og sjö­unda ára­tugnum fengu ótal nýlendur Evr­ópustór­veld­anna ­sjálf­stæði. Við fall komm­ún­ism­ans í Evr­ópu upp úr 1990 splundr­uð­ust Sov­ét­rík­in og Júgóslav­ía. Það sem áður voru 2 ríki eru nú 22 og gæti fjöglað enn. Ein­hverjar sam­ein­ingar hafa orðið á þessum tíma, svo sem inn­limun Tíbet í Kína og sam­ein­ing Víetnam. En síðan Austur og Vestur Þýska­land voru sam­einuð árið 1990 hefur engin sam­ein­ing átt sér stað. Ann­ars konar sam­ein­ing hefur aftur á móti tekið við með stækkun og fjölgun alþjóð­legra stofn­ana og sam­taka eins og Evr­ópu­sam­bands­ins, Afr­íku­sam­bands­ins, Sam­ein­uð­u ­Þjóð­anna, Atl­ants­hafs­banda­lags­ins o.sv.frv. Nýj­ustu ríki heims­ins eru Austur Tímor (2002), Svart­fjalla­land (2006) og Suður Súdan (2011). En hver verða næstu sjálf­stæðu ríki heims?

10. ­Fen­eyjar

Gjáin milli norður og suður hér­aða Ítal­íu hefur alltaf verið tölu­verð en Feney­ingar skera sig úr. Í þess­ari forn­u versl­un­ar­borg við Adría­hafið og í hér­að­inu sem það til­heyrir (Veneto) er mik­il ­þjóð­ern­is­hyggja og and­staða við suð­ur­héröðin sem margir telja spillt og ma­fíu­vædd. Sjálf­stæð­is­hreyf­ingin í hér­að­inu er nátengd hinu svo­kall­aða Norð­ur­banda­lagi sem er einn af hin­um rísandi flokkum þjóð­ern­ispópúlista í Evr­ópu. Flokk­ur­inn, sem yfir­leitt hef­ur verið á jaðr­inum í stjórn­málum Ítal­íu, hlaut yfir 50% atkvæða í Veneto í hér­aðs­kosn­in­ungum árið 2015. Sjálf­stæð­is­hreyf­ingin hefur verið til­ ­staðar síðan á átt­unda ára­tugnum en nú fyrst er kom­inn þungi í bar­átt­una. Veneto teygir sig frá Adría­haf­inu norður að aust­ur­rísku landa­mær­unum og tel­ur um 5 millj­ónir íbúa. Ljóst er að stjórn­völd í Róm munu berj­ast með kjafti og klóm gegn sjálf­stæði hér­aðs­ins. Sjálf­stæði Veneto gæti einnig ýtt und­ir­ ­sjálf­stæð­istil­burði ann­arra auð­ugra hér­aða norður Ítalíu s.s. Lang­barða­lands og Fjalla­lands.

9. Kashmír

Þegar Ind­land fékk sjálf­stæði frá Bret­u­m árið 1947 kröfð­ust múslimar á svæð­inu þess að stofna eigið ríki, Pakistan (sem ­seinna klofn­aði í tvennt og Bangla­desh varð til). Nýstofn­uðu ríkin tvö gripu strax til vopna vegna skipt­ingar Kashmír-hér­aðs nyrst á svæð­inu. Kashmír ligg­ur við Himalaya fjöllin og þar búa um 10 millj­ónir manna, flestir múslimar, en Ind­verjar hafa ráðið stærstum hluta svæð­is­ins til þessa. Deilan hefur nú stað­ið ­yfir í tæp­lega 70 ár og sér ekki fyrir end­ann á henni. Yfir­leitt eru skærur á svæð­inu og nokkrum sinnum hefur brot­ist út eig­in­legt stríð. Deilan hefur lit­að öll sam­skipti þess­arra tveggja risa­vöxnu ríkja og valdið því að bæði ríki hafa komið sér upp kjarn­orku­vopn­um. Hvor­ugt ríki tekur það í mál að gefa eftir svæð­i til hins en upp hafa komið hug­myndir um sjálf­stætt Kashmír. Hversu stórt það ­ríki yrði er svo önnur umræða en flestir eru sam­mála um að það myndi að minnsta ­kosti spanna sjálfan Kashmír dal­inn sem mestar deil­urnar hafa staðið um. 

Auglýsing

8. Quebec

Þann 30. októ­ber árið 1995 gengu íbúar í Quebec fylki í Kanada til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um full­veldi hér­aðs­ins. ­At­kvæða­greiðslan var kosn­inga­lof­orð Part­i Quebecois flokks­ins og ljóst að ef íbúar sam­þykktu full­veldi mynd­u ­leið­togar hans lýsa yfir fullu sjálf­stæði Quebec frá Kanada. Quebec er ekki ein­göngu sér­stakt vegna franskrar tungu og menn­ingar heldur einnig vegna laga­hefð­ar. Mörgum íbúum Quebec finnst fylkið ekki passa inn í Kanada og þyk­ir það afskipt í stjórn­málum lands­ins. Fáir bjugg­ust þó við jafn spenn­and­i ­kosn­ingum og raunin varð. Full­veldi var hafnað með ein­ungis 1,16% mun, eða ­rúm­lega 50.000 atkvæð­um. Sjálf­stæð­is­sinnar í Quebec hafa náð að ­semja um tölu­verða sjálfs­stjórn í ýmsum málum en mestur vindur er úr hreyf­ing­unni í bili. Styrkur Parti Quebecois hefur dalað og flokk­ur­inn ekki náð að knýja fram aðra þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu.



7. Flæm­ingja­land og Vallónía

Það er sagt að Belgar líti fyrst á sig sem ­Evr­ópu­menn, svo sem annað hvort Flæm­ingja eða Vallóna, en aðeins í þriðja sæt­i ­sem Belga. Belgía er ekki þjóð­ríki heldur afurð deilna milli Hol­lend­inga og Frakka fyrir tæpum 200 árum síð­an. Flæm­ingja­land í norðri er auð­ugt og í­halds­samt svæði þar sem meiri­hluti fólks talar hol­lensku. Þar hafa ­sjálfs­stæð­is­sinn­arnir í Nýja Flæm­ingja­banda­lag­inu aukið fylgi sitt tölu­vert á sein­ustu árum og árið 2014 komust þeir í fyrsta skipti í rík­is­stjórn Belg­íu. Hin franska Vallónía í suðri er tölu­vert frjáls­lynd­ara svæði en þar er einnig sjálf­stæð­is­hreyf­ing, þó hún sé ekki jafn sterk og sú flæmska. Í fyrstu virð­ist auð­velt að skipta land­inu í tvennt ef það væri vilji íbú­anna, en það sem flækir málið er höf­uð­borg­in Brus­sel. Hún er stað­sett í Flæm­ingja­landi en tölu­verður meiri­hluti borg­ar­bú­a eru Vallón­ar. Það yrði und­ar­legt fyr­ir­komu­lag ef höf­uð­borg Evr­ópu­sam­bands­ins yrði nokk­urs konar eyja í öðru ríki líkt og Vest­ur­-Berlín var í kalda stríð­inu.

6. Pa­lest­ína

Staða Palest­ínu hefur verið ein heitasta kartafla alþjóða­stjórn­mála um ára­tuga skeið. Við stofnun Ísra­els­ríkis árið 1948 braust út stríð milli Gyð­inga og Araba á svæð­inu sem lauk með því að Egyptar nernumdu Gaza svæðið og Jórdan­íu­menn Vest­ur­bakk­ann. Í sex-daga stríð­inu árið 1967 lentu svæðin undir yfir­ráðum Ísra­ela og eru þar enn. Stans­laus styr hef­ur ­staðið um svæðið síð­an. Árið 1988 lýstu Palest­ínu­menn yfir sjálf­stæði og ­meiri­hluti ríkja heims við­ur­kennir til­vist ríkis þeirra. Þeir hafa meira að ­segja áheyrn­ar­full­trúa hjá Sam­ein­uð­u ­Þjóð­unum. Sjálf­stæði þeirra er þó meira í orði en á borði því að landið er hernumið og getur því ekki stýrt sér sjálft. Með fjölgun land­nema­byggða Ísra­els­manna, veg­tálma og veggja sem aðskilja svæði verður staða Palest­ínu­manna sí­fellt þrengri með hverju árinu. Margoft hefur verið reynt að leysa deil­una án nokk­urs árang­urs en ljóst er að núver­andi þróun getur ekki haldið áfram að ei­lífu.

5. ­Bosníu Serbar

Það eru fáir staðir í Evr­ópu þar sem rík­ir ­jafn mikil fátækt, eymd og gremja og í Lýð­veldi Serbanna. Lýð­veldið sem hef­ur ­mikla sjálf­stjórn er hluti af Bosníu Herzegóvínu og afsprengi Dayton frið­ar­samn­ing­anna árið 1995 þegar bund­inn var endir á blóð­baðið þar í land­i. ­Miklar þjóð­ern­is­hreins­anir höfðu átt sér stað og reynt var að draga lín­urn­ar milli svæð­anna á þeim for­send­um. Bosníu Serbum hefur að mestu leyti verið kennt um styrj­öld­ina og leið­togar þeirra, Radovan Kara­dzic og Ratko Mla­d­ic, eru ein­hverjir alræmd­ustu stríðs­glæpa­menn heims. Þjóð­arstolt Bosníu Serba er því ­sært en engu að síður er mik­ill vilji til að slíta sig frá Bosníu og mynda eigið ríki. Mil­ora­d Dodik, for­seti Bosníu Serba, hefur harka­lega gagn­rýnt allt sam­starf við ­Bosn­íu­menn og heimtað þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um sjálf­stæði hér­aðs­ins. Bosn­íu­menn hafa aftur á móti svarað honum með því að þá yrðu frið­ar­samn­ing­arnir fyrir bý og mögu­leiki á nýju stríði. Ástandið á Balkanskaga er því enn mjög eld­fimt, 20 árum eftir blóð­baðið mikla.

4. Kúr­distan

Kúr­distan er fjalla­svæði sem nær yfir hluta Tyrk­lands, Sýr­lands, Íraks og Írans og íbú­arnir eru um 30 millj­ón­ir. ­Sjálf­stæð­istil­burðir Kúrda hafa að mestu leyti farið fram í gegnum Verka­manna­flokk Kúrda, sem stofn­aður var á átt­unda ára­tugnum af Abdullah Öcal­an. Sá flokkur hefur beitt vopna­vald­i, verið skil­greindur sem hryðju­verka­sam­tök og Öcalan sjálfur situr nú í fang­elsi. Um helm­ingur Kúrda býr innan landamæra Tyrk­lands en þar hefur and­staðan við rétt­indi þeirra verið mest. Ólík­legt er að nokkuð breyt­ist í þeim efnum með­an Recep Erdogan er við völd en hann hefur beitt sér af hörku gegn Kúr­dum, bæð­i innan landamæra Tyrk­lands og utan. Kúrdar hafa notið meiri sjálf­stjórnar í hinum ríkj­unum og nú meðan vargöld ríkir í Írak og Sýr­landi stjórna þeir stóru land­svæði þar. Það mun velta á fram­vindu stríðs­ins hvort Kúrdar nái jafn­vel að mynda ­sjálf­stætt ríki til fram­tíð­ar.

3. Græn­land

Það virð­ist meit­lað í stein að Græn­land hljóti fullt sjálf­stæði frá Dan­mörku á kom­andi árum. Landið fékk heima­stjórn­ árið 1979 og yfir­ráð yfir lög­reglu, dóm­stólum og fleiru árið 2009. Bæði var ­sam­þykkt í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu með yfir 70% atkvæða og flokkar sem stefna að ­auk­inni sjálf­stjórn lands­ins eru með ríf­legan meiri­hluta á græn­lenska þing­in­u. D­anir fara ennþá með varnir og utan­rík­is­mál Græn­lands en það sem hefur hindr­að ­fullt sjálf­stæði lands­ins hingað til eru efna­hags­mál­in. Danir greiða Græn­lend­ingum um 58 millj­arða íslenskra króna árlega en sú upp­hæð mun lækk­a þegar Græn­lend­ingar ná betri nýt­ingu á auð­lindum sín­um. Með hlýrra lofts­lagi er ­bú­ist við að það verði fyrr en seinna og ljóst er að Græn­lend­ingar sitja á miklum auði í formi málma og olíu. Bjart­sýn­ustu menn segja að Græn­land gæt­i orðið sjálf­stætt innan 5 ára.

2. Kata­lónía

Eins og mörg önnur svæði á Spáni hef­ur Ka­ta­lónía tak­mark­aða sjálf­stjórn en óánægjan kraumar í hér­að­in­u. ­Þjóð­ern­is­vit­undin nær langt aftur í ald­ir, menn­ingin er sterk og tungu­mál­ið nokkuð frá­brugðið spænsku. Kata­lónía er efna­hags­lega mik­il­væg­asta svæði Spán­ar og íbú­arnir um 7,5 millj­ón. Stjórn­völd í Madríd hafa því barist með kjafti og klóm gegn sjálf­stæð­istil­burðum hér­aðs­ins því ef Kata­lónía fær sjálf­stæði gæt­u t.d. Baskar fylgt á eft­ir. Þetta er helsta ástæða þess að Spán­verjar eru treg­ir að við­ur­kenna nýstofnuð ríki. Árið 2014 var haldin þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla í Ka­ta­lóníu þar sem sjálf­stæði var sam­þykkt með yfir 80% atkvæða en hún var hins ­vegar ekki bind­andi og stjórn­völd í Madríd höfn­uðu henni. Auk­inn þungi hefur þó færst í sjálf­stæð­is­hreyf­ing­una und­an­farin ár og í hverri ein­ustu götu má sjá fána Kata­lóníu hanga niður úr svölum eða gluggum íbúða. Það er lík­legra en ekki að hér­aðið verði sjálf­stætt á kom­andi árum.

1. Skotland

Árið 1603 erfði skoski kon­ung­ur­inn Jakob VI Eng­land en vita­skuld færð­ust völdin þá frá Edin­borg til Lund­úna. Skotar hafa þó aldrei litið á sig sem nýlendu og sjálf­stæði hefði þótt óhugs­andi fyr­ir­ ein­ungis nokkrum árum síð­an. Sjálf­stæð­is­sinnar í Skoska Þjóð­ar­flokknum mæld­ust varla þar til um 1970 en síðan þá hefur fylgið rokkað milli 10 og 20%. Á und­an­förnum árum hefur flokk­ur­inn þó alger­lega ­sprungið út. Þjóð­ern­is­vit­und hefur vaxið gríð­ar­lega en þó með jákvæðum for­merkj­u­m, þ.e. laus við útlend­inga­hatur og and­stöðu við minni­hluta­hópa. Skotar hafa lag­t á­herslu á jafn­ara, frið­sam­ara og sann­gjarn­ara þjóð­fé­lag en nágrannar þeirra ­fyrir sunn­an. Skoski Þjóð­ar­flokk­ur­inn hefur nú yfir­burða­stöðu í skoskum stjórn­málum og nán­ast alla þing­menn lands­ins á breska þing­inu. Flokk­ur­inn náði að knýja fram þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um ­sjálf­stæði lands­ins haustið 2014 en það var fellt með um 10% mun. En eftir að Bretar sam­þykktu að ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu nú í sumar er lík­legt að Skotar haldi aðra atkvæða­greiðlu, jafn­vel á næsta ári. Hver ein­asta sýsla Skotlands vildi vera áfram í Evr­ópu­sam­band­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None