Tákn fálkaorðunnar eru torræðari í nútímanum en 1921

Við embættistöku bera nýir forsetar gullkeðjur og stórriddarastjörnur í kjólfötum. Minnir helst á krýningar erlendra kónga. Kannski eðlilega.

Guðni og Eliza báru bæði stjörnu stórkrossriddara, lögum samkvæmt.
Guðni og Eliza báru bæði stjörnu stórkrossriddara, lögum samkvæmt.
Auglýsing

Guðni Th. Jóhann­es­son sór í gær eið að for­seta­emb­ætt­inu við hátíð­lega athöfn í Alþing­is­hús­inu. Athöfnin er ein sú form­fastasta í íslenskri stjórn­skipan enda byggir íslenska lýð­veldið að miklu leyti á þeim hefðum sem tíðk­uð­ust í herra­rík­inu Dan­mörku árið 1944. Þá var þeim köflum stjórn­ar­skrár­innar sem lutu að kon­ungi snúið svo for­seti væri hér æðsti lands­höfð­ingi.

Þannig hefur það verið allt síðan Sveinn Björns­son sór eið að emb­ætt­inu á Þing­völlum fyrstur manna 17. júní 1944, við stofnun lýð­veld­is­ins. Ver­andi rétt­kjör­inn þjóð­höfð­ingi Íslend­inga bar Guðni öll tákn þjóð­höfð­ingja Íslands; stór­kross með keðju stór­meist­ara hinnar íslensku fálka­orðu. Einnig bar hann á jakk­anum stjörnu stór­kross­ridd­ara fálka­orð­unn­ar. Eliza Reid, eig­in­kona Guðna, bar stjörn­una einnig.

Guðni bar stórkross með keðju, æðsta stig hinnar íslensku fálkaorðu, og stjörnu stórkrossriddara. Eliza Reid bar einnig stjörnuna. Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi forseti bar sinn stórkross í borða.

Sem for­seti Íslands er Guðni orð­inn stór­meist­ari hinnar íslensku fálka­orðu og ræður því hverjir á end­anum hljóta orð­urn­ar. Orðu­nefnd veitir hins­vegar til­nefn­ingnar til stór­meist­ar­ans. Sam­kvæmt hefð­inni eru orð­urnar veittar að minnsta kosti tvisvar á ári; á þjóð­há­tíð­ar­dag­inn 17. júní og á nýárs­dag. Síðan Krist­ján tíundi Dana­kon­ungur stofn­aði til orð­unnar sum­arið 1921 hefur hafa mörg­þús­und manns hlotið við­ur­kenn­ing­una á fjórum stig­um.

Auglýsing

Táknin sem Guðni bar eru þess vegna merki stór­meist­ara fálka­orð­unn­ar, fimmta og æðsta stigs fálka­orð­unn­ar. Í for­seta­bréfi um hina íslensku fálka­orðu segir að „[v]ið hátíð­leg tæki­færi“ skuli stór­meist­ar­inn bera orð­una í gull­inni keðju um hálsinn, auk stjörn­unn­ar. Þá fyrst fer orðan að verða nær ein­stök þegar hún hangir í gull­hlekkjum þar sem gullslegið skjalda­merki hangir á víxl við blá­steindan skjöld með mynd af silf­ur­fálka sem lyftir vængjum til flugs.

Stórriddarakross í keðju er æðsta stig hinnar íslensku fálkaorðu. Forseti Íslands fær að bera það einn Íslendinga.

Sig­illum ordinis falconis Islandiæ

Slíkan skrúða bera ein­ungis þjóð­höfð­ingjar og aðeins einn Íslend­ingur hverju sinni, nefni­lega sitj­andi for­seti Íslands. Erlendum þjóð­höfð­ingjum hefur einnig verið veitt keðja stór­kross fálka­orð­unn­ar. Ásgeir Ásgeirs­son veitti Frið­riki Dana­kon­ungi þennan heiður í fyrstu opin­beru heim­sókn íslensk þjóð­höfð­ingja til Dan­merkur árið 1954. Elísa­bet II Eng­lands­drottn­ing fékk einnig slíka gjöf frá Ásgeiri er hann flaug til London níu árum síð­ar, svo aðeins tvö dæmi séu tek­in.

Fyrr­ver­andi for­setar Íslands, þau Vig­dís Finn­boga­dóttir og Ólafur Ragnar Gríms­son, báru sínar orður við emb­ætt­is­töku Guðna. Glöggir áhorf­endur hafa kannski tekið eftir að þau báru bæði stór­kross­inn í borða yfir brjóstið og niður á mitti, auk silfraðrar stór­kross­stjörnu.

Hand­hafar for­seta­valds­ins, þeir Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­sæt­is­ráð­herra, Markús Sig­ur­björns­son, for­seti Hæsta­rétt­ar, og Einar K. Guð­finns­son, for­seti Alþing­is, báru sínar orður einnig. Markús var sæmdur stór­ridd­ara­krossi árið 2005 og Einar sæmdur stórr­ridd­ara­krossi árið 2014. Sig­urður Ingi var sæmdur stór­ridd­ara­krossi nýverið eftir að hafa tekið við for­sæt­is­ráðu­neyt­inu.

Handhafar forsetavaldsins með orðurnar sínar.

Aftan á öllum fálka­orðum stendur í gullslegnum stöfum „Seytj­ándi júní 1944“ til að minn­ast stofn­dags íslenska lýð­veld­is­ins. Og fálka­orðan hefur einnig eink­un­ar­orð: „Eigi víkja“, sem voru eink­un­ar­orð Jóns Sig­urðs­sonar í sjálf­stæð­is­bar­átt­unni á nítj­ándu öld­inni. Þá má geta þess að áletr­unin á inn­sigl­inu, sem er stór­kross­stjarn­an, er á lat­ínu: „Sig­illum ordinis falconis Islandiæ“ eða „Inn­sigli hinnar íslensku fálka­orð­u“.

Tor­ræð tákn í nútím­anum

Sumum kann kannski að finn­ast þetta heldur mikið í lagt; óþarfa prjál þar sem púkkað er upp á stjórn­mála­menn og valds­leikjur hverjar sem þær kunna að vera. Það er hins vegar svo að um orðu­veit­ing­arnar gilda reglur og rök­styðja þarf hverja orðu­veit­ingu vand­lega. Ekki má svo gleyma að orðu­veit­ingar eru mik­il­vægt verk­færi í utan­rík­is­mál­um. Yrði ekki hver Íslend­ingur impóner­aður ef Guðna yrði veitt ridd­ara­tign t.a.m. í Bret­landi? Það væri í það minnsta til merkis um að ein­hver væri ánægður með Íslend­inga.

Mynd­málið kann hins vegar að vera torskilj­an­legra. Við myndun sam­fé­laga, hvort sem þau eru trú­ar­leg eða ver­ald­leg, verður til mynd­mál og þar liggur rótin í allri merkja­gerð. Allir þekkja til dæmis kross­inn sem er merki krist­inna manna og Dav­íðs­stjörn­una sem er merki gyð­inga. Íslenska lýð­veldið á á sama hátt skjald­ar­merki, og það hefur Reykja­vík einnig og Kópa­vog­ur.

Orðu­veit­ingar eru í eðli sínu sprotnar af róm­an­tískum hug­sjónum nítj­ándu ald­ar; það þarf að veita þeim sem hefur látið af sér gott leiða upp­hafn­ingu, útnefna sem mik­il­menn og reka þá til æðstu met­orða. Íslend­ingar áttu þess kost að hljóta danskar orður þar til 1921 þegar Krist­ján tíundi kom í heim­sókn til Íslands og stofn­aði hina íslensku fálka­orðu, að ósk Alþing­is.

Í grein Guð­mundar Odds Magn­ús­sonar í haust­hefti tíma­rits­ins Sögu árið 2009 er fjallað um tákn­mynd­ina fálk­ann í hugum Íslend­inga. Hún var alls ekki ný þegar fálka­orðan var stofnuð heldur hafði fálk­inn verið not­aður í ýmsum inn­siglum þjóð­frels­is­sinna á síð­ari hluta 19. ald­ar. Fálk­inn kom sér einnig nota­lega fyrir á skjald­ar­merki Íslands árið 1903 í stað­inn fyrir þorskinn. Síðar var land­vætt­unum komið á skjald­ar­merkið en fálk­anum leyft að hreiðra um sig á orð­un­um.

Fálk­inn er tign­ar­legur fugl og var hugs­an­lega val­inn sem tákn­mynd fyrir Ísland vegna mik­ils fálka­út­flutn­ings Íslend­inga á nítj­ándu öld og á önd­verðri 20. öld. Fyrst þegar fálk­inn var settur á skjald­ar­merkið árið 1903 var hann teikn­aður sitj­andi, með væng­ina með hlið­un­um. Íslenskum þjóð­frels­issinnum þótti það hins vegar ekki nógu sterkt og þess vegna var ný mynd teiknuð á fálka­orð­urn­ar. Danski teikn­ar­inn Hans Christ­ian Tegner var feng­inn til verks­ins og á teikn­ingu hans býr fálki sig til flugs með útþanda vængi. Það má kannski ráða dýpra mynd­mál í þessa nýju teikn­ingu enda hafði Ísland hlotið sjálf­stæði frá Dönum 1918 og var end­an­lega flogið á brott úr danska kon­ungs­rík­inu tveimur ára­tugum síð­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None