Guðni Th. orðinn forseti: Vill standa vörð um fjölbreytni og frelsi

Guðni Th Jóhannesson
Auglýsing

Guðni Thor­lacius Jóhann­es­son er orð­inn for­seti Íslands, sá sjötti í lýð­veld­is­sög­unni. Guðni var settur inn í emb­ætti við hátíð­lega athöfn í Alþing­is­hús­in­u. 

Guðni hóf ræðu sína á því að þakka fyrir traustið sem honum hafi verið sýnt með kjör­inu í emb­ættið og sagð­ist taka við því með auð­mýkt í hjarta. „Ég mun og vil þiggja ráð og leið­sögn frá ykkur öll­um, fólk­inu í land­in­u.“ 

Hann sagð­ist mundu vekja máls á því sem honum búi í brjósti. Hann ræddi um ýmis mál, það að á Íslandi ætti eng­inn að líða sáran skort, og um mik­il­vægi heil­brigð­is­kerf­is­ins og þess að allir hefðu að því jafnan aðgang. Hann tal­aði um nauð­syn þess að skila land­inu áfram til næstu kyn­slóða. Jafn­rétt­is­mál og mennta­mál komu einnig við sögu og for­set­inn vitn­aði einnig í Spil­verk þjóð­anna og sagð­i: „Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálf­ir. Ein lítil býfluga afsannar það. Guð hjálpar þeim sem hjálp­ast að.“ 

Auglýsing

Guðni heldur innsetningarræðu sína. Mynd: Birgir Þór.

Hann gerði fjöl­menn­ingu einnig að umtals­efni, og það fólk sem býr á Íslandi þótt það kunni litla eða enga íslensku. Íslend­ingar séu ekki eins eins­leitir og áður fyrr hafi virst. „Við játum ólík trú­ar­brögð, ­stöndum sum utan trú­félaga, við erum ólík á hörund, við getum heitið erlendum eig­innöfn­um, þúsundir íbúa þessa lands eiga sér erlendan upp­runa og tala litla eða enga ís­lensku en láta ­samt gott af sér leiða hér. Við lifum tíma fjöl­breytni og megi þeir halda áfram þannig að hver og einn geti rækt sín sér­kenni, látið eigin drauma ræt­ast en fundið skjól og styrk í sam­félag­i ­manna og rétt­arríki hér á land­i.“

Hann sagð­ist munu víkja oft að ýmsum sam­fé­lags­málum á for­seta­stóli. Hann sagð­ist vita að stjórn­mála­menn­irnir beri þau einnig fyrir brjósti. „Þeirra er ábyrgðin og þeir setja lög­in. Þau breyt­ast í tímans rás. Það á líka við um stjórn­ar­skrá okk­ar, grunn­sátt­mála ­sam­félags­ins. Geti þingið ekki svarað ákalli margra lands­manna og yfir­lýstum vilja ­stjórn­mála­flokka um end­ur­bætur eða end­ur­skoðun er úr vöndu að ráða. Í þessum efnum minn­i ég á gildi áfanga­sigra og mála­miðl­ana.“

Þá beri for­set­anum að stuðla að ein­ingu, bera virð­ingu fyrir skoð­unum ann­arra og var­ast að setja sig á háan hest. 

Hann sagði að ólík sjón­ar­mið verði að heyr­ast og mál­efna­legur ágrein­ingur væri til vitnis um þroskað og siðað sam­fé­lag. „Ég vona einmitt að við stönd­umst það próf þegar við kjósum nýtt þing í haust. Í ­kosn­ingum er tek­ist á um ólíkar stefnur og mark­mið en að þeim loknum verða þing­menn að vinna sam­an, finna lausnir, sýna sann­girni og beita þeim aðferðum sem auka virð­ingu þeirra sjálfra og hinnar alda­gömlu stofn­un­ar, Alþing­is.“

Þá sagði hann að Íslend­ingar þurfi ekki að vera tor­tryggnir eða ótta­slegnir um hag okkar á nýrri öld. „Hún er von­björt og full af fyr­ir­heit­um. Vissu­lega geta ógnir leynst víða, það sanna ­dæmin því mið­ur. Vissu­lega er gott að vera á varð­bergi og hart þarf að mæta hörðu þeg­ar ­nauð­syn kref­ur. En trú á hið góða verðum við að varð­veita.“ 

Hann lauk ræðu sinni á því að segja: „Ég end­ur­tek að lokum þá ósk mína að við stöndum saman um fjöl­breytn­i og frelsi, sam­hjálp og jafn­rétti, virð­ingu fyrir lögum og rétti. Stöndum saman um þessi grunn­gildi góðs sam­félags, von­góð og full sjálfs­trausts. Megi sú verða gæfa okkar um alla framtíð.“ 

 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None