Eliza Reid gagnrýnir forsíðu Morgunblaðsins og spyr hvort konur séu til

Morgunblaðið birti mynd af forsetafrú Íslands taka í hönd krónprins Danmerkur á forsíðu sinni í dag, en nefndi ekki forsetafrúnna, Elizu Reid, á nafn.

Friðrik krónprins Danmerkur heimsótti forsetahjónin Guðna Th. Jóhannesson og Elizu Reid í gær.
Friðrik krónprins Danmerkur heimsótti forsetahjónin Guðna Th. Jóhannesson og Elizu Reid í gær.
Auglýsing

Eliza Reid for­seta­frú gagn­rýnir mynda­texta við mynd af sér sem birt­ist á for­síðu Morg­un­blaðs­ins í dag. Myndin sem um ræðir sýnir Elizu taka á móti Frið­riki, krón­prins Dan­merk­ur, sem kom til Íslands í gær og snæddi kvöld­verð á Bessa­stöð­u­m. 

Í mynda­text­anum er til­greint að prins­inn hafi snætt með Guðna Th. Jóhann­essyni, eig­in­manni Elizu og for­seta Íslands, og að með honum í för hafi verið utan­rík­is­ráð­herra Dan­merk­ur, Jeppe Kof­od, og sendi­nefnd danskra fyr­ir­tækja og hags­muna­sam­taka. Þar er einnig til­greint að ýmsir íslenskir og danskir áhrifa­menn og -konur hafi setið kvöld­verð­inn en þótt Eliza sé sú sem krón­prins­inn er að heilsa á mynd­inni er hún ekki nefnd á nafn.

[Eng­l­ish foll­ows] Í stuttu máli er mynda­text­inn á for­síðu blaðs­ins í dag svona: Einn karl­maður sem ber nafn kom í...

Posted by Eliza Reid on Wed­nes­day, Oct­o­ber 13, 2021

Í stöðu­upp­færslu Elizu sem birt­ist í dag segir hún: „Í stuttu máli er mynda­text­inn á for­síðu blaðs­ins í dag svona: Einn karl­maður sem ber nafn kom í kvöld­verð hjá öðrum karl­manni sem ber nafn. Með gest­inum var þriðji karl­mað­ur­inn sem heitir líka nafni [sést ekki á mynd­inn­i]. Meira var það ekki. #eru­kon­urtil“.

Auglýsing
Í til­kynn­ingu á heima­síðu for­seta­emb­ætt­is­ins er til­tekið að for­seta­hjónin hafi tekið á móti Frið­riki krón­prins og heim­sóknin hafi haf­ist með kvöld­verði honum til heið­urs á Bessa­stöð­u­m. 

Kvöld­verð­inn sóttu einnig Jeppe Kof­od, utan­rík­is­ráð­herra Dan­merk­ur, og Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra Íslands, Kirsten Geelan sendi­herra Dan­merkur á Íslandi, Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra og Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, auk full­trúa úr dönsku og íslensku við­skipta­lífi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent