Af þeim 16 þingmönnum sem ætla að róa á önnur mið í haust eru tveir ráðherrar og fjórir fyrrverandi ráðherrar.
Mynd: Birgir Þór
#stjórnmál #kosningar2016

Fjórðungur þingmanna ætlar að hætta

Einn af hverjum fjórum sitjandi þingmönnum ætlar að hætta á þingi í haust. Þar af eru tveir ráðherrar, forseti Alþingis, tveir nefndarformenn, tveir þingflokksformenn og fjórir fyrrverandi ráðherrar. Allir þingmenn hafa nú gefið út ákvörðun sína.

Sextán þingmenn af 63 ætla að róa á önnur mið eftir Alþingiskosningarnar 29. október næstkomandi. Þar af eru tveir núverandi ráðherrar, þau Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, og Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra. Fjórir fyrrverandi ráðherrar ætla að hætta; Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins og innanríkisráðherra, Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar og fjármálaráðherra, Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar og fyrrverandi samgönguráðherra, og Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi innanríkisráðherra. 

Helmingur þingmanna Bjartrar framtíðar ætlar að hætta, þrír af sex. Tveir af níu þingmönnum Samfylkingar hættir, Píratar og VG missa einn hvor og fjórir þingmenn Framsóknarflokks ætla að hætta. Sjálfstæðisflokkurinn missir líka fjóra; þingflokksformanninn, forseta Alþingis, menntamálaráðherrann og fyrrverandi varaformanninn. Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, er eini þingmaðurinn sem á eftir að gefa út ákvörðun sína um framhaldið. 

Ásmundur Friðriksson
Birgir Ármannsson
Bjarni Benediktsson
Brynjar Níelsson
Einar K. Guðfinnsson Nei
Elín Hirst
Guðlaugur Þór Þórðarson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Nei
Haraldur Benediktsson
Illugi Gunnarsson Nei
Jón Gunnarsson
Kristján Þór Júlíusson
Ragnheiður Elín Árnadóttir
Ragnheiður Ríkharðsdóttir Nei
Sigríður Á. Andersen
Unnur Brá Konráðsdóttir
Valgerður Gunnarsdóttir
Vilhjálmur Árnason
Vilhjálmur Bjarnason
Ásmundur Einar Daðason
Elsa Lára Arnardóttir
Eygló Harðardóttir
Frosti Sigurjónsson Nei
Gunnar Bragi Sveinsson
Haraldur Einarsson Nei
Höskuldur Þórhallsson
Jóhanna María Sigmundsdóttir Vill ekki svara
Karl Garðarsson
Líkeik Anna Sævarsdóttir
Páll Jóhann Pálsson Nei
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigrún Magnúsdóttir Nei
Sigurður Ingi Jóhannsson
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Vigdís Hauksdóttir Nei
Willum Þór Þórsson
Þorsteinn Sæmundsson
Þórunn Egilsdóttir
Ásta Guðrún Helgadóttir
Birgitta Jónsdóttir
Helgi Hrafn Gunnarsson Nei
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
Katrín Jakobsdóttir
Lilja Rafney Magnúsdóttir
Steingrímur J. Sigfússon
Steinunn Þóra Árnadóttir
Svandís Svavarsdóttir
Ögmundur Jónasson Nei
Árni Páll Árnason
Helgi Hjörvar
Katrín Júlíusdóttir Nei
Kristján L. Möller Nei
Oddný G. Harðardóttir
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
Valgerður Bjarnadóttir
Össur Skarphéðinsson
Björt Ólafsdóttir
Brynhildur Pétursdóttir Nei
Guðmundur Steingrímsson Nei
Óttarr Proppé
Páll Valur Björnsson
Róbert Marshall Nei

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar