Þegar Hitler bauð Íslendingum í sundknattleik

Íslendingar sendu sundknattleikslið til leiks á Ólympíuleika nasistana í Berlin 1936. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur rýndi í magnaða sögu íslenska sundknattleikslandsliðsins.

Kristinn Haukur Guðnason
Ól
Auglýsing

Um 80 ár eru síðan lands­lið Íslands í sund­knatt­leik keppti á ólymp­íu­leik­unum í Berlín í Þýska­landi nas­ism­ans. Þátt­taka liðs­ins orsak­að­ist af áhuga þýskra stjórn­valda á hinum nor­ræna kyn­þætti en að­stæður hér­lendis til sund­knatt­leiks voru lítið betri en þær þegar Jamaíku­menn kepptu í bobbs­leða­keppn­inni á vetr­ar­ólymp­íu­leik­unum í Cal­gary 1988. Þetta er ­saga af tíma þegar Íslend­ingar voru fyrst að kynn­ast stóra sviði íþrótt­anna. 

Hand­bolt­i í vatni

Sund­knatt­leikur á rætur sínar að rekja til­ Bret­lands á 19. öld og þar voru fyrst skrif­aðar sam­ræmdar reglur fyrir leik­inn árið 1877. Átta árum síðar var leik­ur­inn við­ur­kenndur af breska sund­sam­band­inu. Leik­ur­inn náði strax mik­illi útbreiðslu og var tek­inn inn á aðra sum­ar­ólymp­íu­leik­ana, árið 1900 í Par­ís. Síðan þá hef­ur verið keppt í greinni á hverjum ein­ustu ólymp­íu­leikum í karla­flokki og árið 2000 var kvenna­flokknum bætt við. Íþróttin er Íslend­ingum nokkuð fram­andi í dag og flestir sjá hana aldrei nema rétt bregða fyrir í sjón­varps­yf­ir­liti á ólymp­íu­leik­un­um. Fæstir þekkja regl­urnar utan þess að liðin eiga að reyna að koma knett­inum í mark and­stæð­ings­ins.

Sumir hafa sagt sund­knatt­leik vera nokk­ur­s ­konar „hand­knatt­leik í vatn­i“. Sjö leik­menn eru inná hjá hvoru liði, þar af einn mark­vörð­ur, og bæði sókn­ar­leikur og varn­ar­leikur spil­ast svipað í báðum ­í­þrótt­um. Líkt og í hand­knatt­leik er mikið návígi í sund­knatt­leik og leik­irn­ir ­geta orðið mjög grófir og jafn­vel ofbeld­is­full­ir. Leik­menn klæð­ast sér­stök­um sund­hettum sem vernda eyrun því sárs­auka­fullt getur verið að fá knött­inn í höf­uð­ið. Dæmi eru um að menn tak­ist á, sparki, klípi, gefi oln­boga­skot, togi í og kaf­færi hvorum öðrum í leikn­um. Sund­knatt­leikur er ákaf­lega lík­am­lega krefj­andi íþrótt. Hún útheimtir bæði að kepp­endur séu færir sund­menn og leikn­ir ­með knött­inn. Leik­menn eru alltaf annað hvort á sundi eða að troða mar­vaða. Auk þess má aldrei taka bolt­ann með báðum höndum og aldrei dýfa honum undir vatns­yf­ir­borð­ið.

Auglýsing

Skotið að marki.

Þó að Bretar hafi skapað leik­inn og haft ­yf­ir­burði fyrstu ára­tug­ina þá hellt­ust þeir fljótt úr lest­inni. Seinust­u gull­verð­laun þeirra komu árið 1924 og frá árinu 1956 hafa þeir ein­ungis ein­u sinni kom­ist á leik­ana. Þjóðir suður og austur Evr­ópu tóku við kefl­inu og eru þær lang­sterk­ustu í dag. Ung­verjar eru sig­ur­sælasta liðið á ólymp­íu­leik­unum með 9 gull­verð­laun, þeir voru sam­fleytt á verð­launa­palli á árunum 1928-1980. Júgóslav­nesku ríkin hafa svo unnið flest verð­laun á heims­meist­ara­mót­um. Auk þeirra hafa Sov­ét­menn, Spán­verjar og Ítalir verið sig­ur­sælir í gegnum tíð­ina.

Áhug­i nas­ist­anna á Íslandi

Sú hóp­í­þrótt sem Íslend­ingar hafa náð bestum árangri í er vita­skuld hand­knatt­leik­ur. Sjö sinnum hefur karla­lands­lið­ið kom­ist á ólymp­íu­leik­ana og meira að segja unnið silf­ur­verð­laun á leik­unum í Pek­ing 2008. Fjöldi ein­stak­linga hafa kom­ist á leik­ana í hinum ýmsu greinum en ekk­ert annað keppn­islið hefur keppt, hvorki á sumar né vetr­ar­leik­um, nema ­ís­lenska sund­knatt­leiksliðið árið 1936. Sum­ar­leik­arnir árið 1936 voru eins og frægt er orðið haldnir í Berlín í Þýska­landi nas­ism­ans og því mjög umdeildir í ljósi kyn­þátta og hern­að­ar­stefnu Hitlers. En Berlín var valin árið 1931, t­veimur árum áður en nas­ist­arnir komust til valda. Ein­hverjar þjóðir snið­geng­u ­leik­ana en Íslend­ingar ákváðu að taka þátt þrátt fyrir deilur hér á landi og nokkurar tregðu rík­is­stjórn­ar­inn­ar, t.d. við að útvega gjald­eyr­is­leyf­i. ­Leik­arnir voru ákaf­lega þýð­ing­ar­miklir fyrir Íslend­inga þar sem þetta var í fyrsta skipti sem þeir kepptu sem full­valda þjóð undir eigin fána. Íslend­ing­ar höfðu áður keppt á ólymp­íu­leik­um, en þá undir fána Dan­merkur og eng­inn hafð­i keppt frá árinu 1912.

Sundknattleikskeppni.

Við­vera Íslend­inga var kær­komin fyrir þýsku nas­ista­stjórn­ina. Það var ekk­ert laum­ung­ar­mál að Hitler hugð­ist nota leik­ana til að sýna fram á yfir­burði hins germ­anska aríska kyn­stofns og þeir litu svo á að Íslend­ingar féllu vel inn í það mengi. Vanda­málið var hins vegar að á Ís­landi bjuggu ein­ungis um 115.000 sálir og lítið um íþrótta­fólk á heims­mæli­kvarða. Aðstaða til íþrótta­iðk­unar var einnig bág­borin hér sem og skortur á vel mennt­uðum þjálf­ur­um. Því var brugðið á það ráð að bjóða Ís­lend­ingum að taka þátt í sund­knatt­leik til að stækka íslenska hóp­inn til muna því það myndi líta vel út á setn­ing­ar­at­höfn­inni. Þetta stækk­aði íslenska hóp­inn úr 4 upp í 15 auk þjálf­ara og far­ar­stjóra. Alls buðu Þjóð­verjar um 50 Ís­lend­ingum að koma á leik­ana, 30 af þeim íþrótta­kenn­arar og nemar sem boð­ið var í náms­ferð af „hinni arísku íþrótta­þjóð í Mið-­Evr­ópu“. Við fyrstu sýn hefði það legið bein­ast við að bjóða hand­knatt­leiks­lands­lið­inu á leik­ana. Leik­arnir 1936 voru þeir fyrstu þar sem keppt var í hand­knatt­leik, okkar þjóð­ar­hóp­í­þrótt. En sund­knatt­leiks­mótið var mun stærra og rót­grón­ara á ólymp­íu­leik­unum og því í raun meiri heiður að vera boðið á það. En Íslend­ing­um beið þá það verk­efni að koma saman liði sem ekki yrði hlegið að.

Strák­arn­ir okkar

Nátt­úru­legar aðstæður eru ákaf­lega hag­stæðar fyrir sund­iðkun á Íslandi, vegna vatns­magns og jarð­varma. Til­bún­ar sund­laugar og nátt­úru­legar eru sam­an­lagt yfir 150 tals­ins í dag. En á fjórða ára­tug sein­ustu aldar var aðstaða kepp­enda í sundi og sund­knatt­leik ákaf­lega bág­bor­in. Mesta gróskan var í Mos­fells­sveit við Ála­foss í í Varmá. Þar stóð ull­ar­kóng­ur­inn Sig­ur­jón Pét­urs­son (í Ála­fossi) að íþrótta­skóla frá árinu 1928 og keppnum sem voru kall­aðar fána­dagar ár hvert. Sig­ur­jón, sem var mik­ill áhuga­maður um íþrótt­ir, hafði sjálfur keppt á ólymp­íu­leik­unum í Stokk­hólmi árið 1912 í grísk-róm­verskri glímu. Í heit­u stíflu­lón­inu var keppt í sundi, dýf­ingum og sund­knatt­leik. Þar kepptu íslenskir sund­knatt­leiks­menn m.a. við enska skip­verja af póst­skip­inu Ros­emary árið 1930. Sund­knatt­leikur var æfður í nokkrum sund­fé­lögum hér á landi en aug­ljós skort­ur á inni­sund­laug haml­aði iðk­un. Vand­ræði með bygg­ingu og fjár­mögnun Sund­hall­ar Reykja­víkur hjálp­aði ekki, en það tók tæp­lega ára­tug að reisa hús­ið. Fyrir utan­ Ála­foss voru laug­arnar við Sund­lauga­veg í Laug­ar­dal einn helsti æfinga­stað­ur­ ­fyrir sund­knatt­leiks­menn.

Þegar Íslend­ingar fengu boð um að senda sund­knatt­leikslið til Berlínar um ári fyrir leik­ana blasti annað vanda­mál við, ­reynslu­leys­ið. Íslend­ingar höfðu aldrei keppt erlendis áður þannig að stökkva út í djúpu laug­ina með bestu sund­knatt­leiks­þjóðum heims á stærsta sviði heims var hálf óraun­veru­legt. Á sein­ustu mán­uðum fyrir leik­ana fékk liðið þó að æfa ­sig inni í ókláraðri Sund­höll­inni (hún var opnuð árið 1937). Þrír bræð­ur, Jón, Ólafur og Erlingur Páls­syn­ir, voru fengnir til að þjálfa og sjá um far­ar­stjórn­ ­fyrir íslenska lið­ið. Allir voru þeir miklir sund­menn og Jón einn hel­sti sund­fröm­uður lands­ins sem stofn­aði m.a. sund­fé­lagið Ægir árið 1927. Erling­ur, sem var fyrsti yfir­lög­reglu­þjónn Íslands, sá um far­ar­stjórn og frétta­flutn­ing fyrir lið­ið.

Liðið var valið úr þremur sund­fé­lögum í Reykja­vík, Ægi, K.R. og Ármanni. Margir af lands­liðs­mönn­unum áttu það sam­eig­in­legt að hafa bæði reynslu úr sundi og ­ís­lenskri glímu sem þótti einkar hent­ugt fyrir lík­am­lega návígið í sund­knatt­leikn­um. Margir bestu sund­menn lands­ins voru valdir í lið­ið, þar á meðal Jón Ingi Guð­munds­son, Jón D. Jóns­son og Jónas O. Hall­dórs­son. Með­al­ald­ur liðs­ins var ekki hár og leik­menn á aldr­inum 18-28 ára. Sund­menn­irnir urð­u ­sam­rýmdur hópur og færri komust á leik­ana en vildu. Ein­ungis 11 leik­menn komust í hóp­inn og því urðu sund­kapp­arnir Har­aldur Sæmunds­son og Ragnar Þor­gríms­son eftir í landi en þeir höfðu æft með lið­inu í und­ir­bún­ingn­um. Þegar liðið lagð­i af stað í ólymp­íu­för­ina með skip­inu Detti­fossi þann 16. júlí heiðr­uðu þeir félag­ana tvo. „Lifi Halli Sæm og lifi Ragnar Þor­gríms­son!“ Þá var hrópað fer­falt húrra fyrir þeim. Svo lagði fyrsta ólymp­íulið Íslands af ­stað yfir hafið.Skömm og hróður í Berlín

Ferðin tók viku með við­komu í Vest­manna­eyjum og enska bænum Hull. Um borð í skip­inu var hvergi slegið slöku við og íþrótta­menn­irnir stund­uðu kast-, göngu- og hlaupa­æf­ingar á þil­far­in­u. Þar var einnig heit laug og gufu­bað sem nýtt­ist vel. Detti­foss kom að höfn í Ham­borg þann 22. júlí og þar tók á móti þeim Lutz Koch, trún­að­ar­maður Íslands á leik­un­um. Þá var tek­inn lest til Berlínar og í ólymp­íu­þorp­ið. Setn­ing­ar­at­höfn ­leik­anna þann 1. ágúst var notuð sem áróð­urstæki fyrir Hitler. Eins og alræmt er orðið heils­aði íslenski hóp­ur­inn að nas­istasið á athöfn­inni, með útrétt­an lófa. Fáar aðrar þjóðir gerðu þetta og t.a.m. engin önnur Norð­ur­landa­þjóð. Menn hafa velt vöngum yfir því af hverju þetta var gert. En það var að und­ir­lagi far­ar­stjór­anna. Ann­ars vegar dr. ­Björns Björns­son­ar, aðal­far­ar­stjóra sem hallur var undir þriðja rík­ið, og hins ­vegar Ásgeirs Ein­ars­son­ar. Íþrótta­mönn­unum var í raun fyr­ir­skipað að heilsa að nas­istasið allan tím­ann ­meðan þeir voru í ólymp­íu­þorp­inu og voru margir þeirra ósáttir við það. Fregn­ir af athæf­inu voru birtar hér á landi við mis­jafnar und­ir­tekt­ir.

Fyrir leik­ana fengu Íslend­ingar tæki­færi til að reyna sig gegn alvöru sund­knatt­leikslið­um. Þeir kepptu við ýmis­ sund­fé­lög frá Berlín s.s. Spandau, Schöneberg, Hellas og Weis­senn­see. Mótherj­arn­ir voru sterkir og íslenska lið­inu gekk illa í upp­hafi. Spila­mennska þeirra fór þó batn­andi með hverjum leiknum og í sein­asta leiknum náðu þeir jafn­tefli. Þetta var ­góður und­ir­bún­ingur fyrir keppn­ina sjálfa sem hófst þann 8. ágúst í Olymp­i­ap­ark Schwimmstadion, glæsi­leg­um sund­leik­vangi sem hafði verið byggður fyrir leik­ana.

Keppt var í fjórum riðlum og Íslend­ing­ar voru í riðli númer 4. Fyrsti leik­ur­inn var gegn Sviss­lend­ing­um. Íslend­ing­ar höfðu lent í því að missa besta leik­mann sinn, Jónas O. Hall­dórs­son, í hita­sótt ­þremur dögum fyrir leik. Hann hafði legið rúm­fastur en að morgn­i ­upp­haf­s­leiks­ins var ákveðið að Jónas skildi spila. Snemma færð­ist harka í leik­inn og menn tók­ust heift­ar­lega á. Tveir voru reknir upp úr laug­inni og Ís­lend­ingum fannst dóm­ar­inn mjög vil­hallur Sviss­lend­ing­um. Sviss­lend­ingar höfð­u ­yf­ir­hönd­ina en Íslend­ingar náðu að skora eitt mark og það var sjálfur Jónas sem ­náði því. Loka­tölur 7-1 fyrir Sviss. Annar leik­ur­inn var dag­inn eftir gegn Sví­þjóð en Jónas spil­aði þá ekki með. Nú var allt annað upp á ten­ingnum og ­leik­ur­inn þótti ein­stak­lega prúð­mann­lega leik­inn af beggja hálfu. En yfir­burð­ir Sví­anna voru algjörir og leik­ur­inn end­aði 11-0. Loka­leik­ur­inn var þann 10. ágúst gegn Aust­ur­ríki. Mik­ill áhugi var fyr­ir­ ­leiknum og leik­vang­ur­inn troð­full­ur. Ekki nóg með það þá var leik­ur­inn ­kvik­mynd­aður í heild sinni. Þetta var best spil­aði leik­ur­inn af hálf­u Ís­lend­inga en mun­ur­inn var þó tölu­verður á lið­un­um. Loka­tölur 6-0 fyr­ir­ Aust­ur­ríki en Íslend­ingar fengu mikla athygli og hrós fyrir leik sinn.

Þetta reynd­ist sein­asti leikur íslenska sund­knatt­leiksliðið á ólymp­íu­leik­unum og þeir end­uðu mótið neðstir í riðl­in­um ­með marka­töl­una 1-24. Þeir voru þó ekki slakasta liðið á mót­inu því að Malt­verjar voru með verri marka­tölu. Ung­verjar unnu keppn­ina eftir að hafa mætt ­Þjóð­verjum í úrslita­leik en Belgar hlutu brons­verð­laun. Þrátt fyrir léleg úr­slit íslenska liðs­ins vöktu þeir athygli og menn höfðu skiln­ing á stöðu íþrótt­ar­inn­ar hér á landi. Lutz Koch sagði

Íslend­ingar geta og kom­ist langt í sund­i. Það sýndi hinn mikið umtal­aði sund­knatt­leikur þeirra í Berlín. Þeir hafa til­ þess góða lík­ams­hæfi­leika. Með góðri þjálfun gætu þeir jafn­ast á við sund­flokka ann­ara þjóða. Í Berlín tóku menn til­lit til að íþrotta­grein þessi er aðeins tveggja ára gömul á Íslandi, svo hún er þar á byrj­un­ar­stig­i.“ 

Fram­tíð sund­knatts­leiks á Íslandi

Áhugi lands­manna á sund­knatt­leik dó ekki al­veg strax út eftir leik­ana 1936. Ólymp­íu­far­arnir sýndu íþrótt­ina á næstu árum bæði að Ála­fossi og í nýopn­aðri Sund­höll Reykja­vík­ur. Íslend­ingar gátu séð „Bestu sund­menn lands­ins leika listir í vatn­inu.“ Síðan þá hefur áhugi á sund­knatt­leik minnkað og á köflum legið í algerum dvala. Sund­knatt­leiks­fé­lag Reykja­víkur og Sund­fé­lag Hafn­ar­fjarðar hafa þó hald­ið ­uppi ein­hverri starf­semi á und­an­förnum árum og stór hluti iðk­enda hafa ver­ið út­lend­ing­ar. Óvíst er hvort að greinin nái nokkurn tím­ann vin­sældum hér á land­i aftur en hún á vissu­lega sinn sess í íþrótta­sögu Íslands. Hefð­bundn­ar sund­greinar lifa þó mjög góðu lífi hér á landi og það sýnir frá­bær árang­ur Hrafn­hildar Lúth­ers­dóttur og Eyglóar Gúst­afs­dóttur á ólymp­íu­leik­unum í Ríó svo um mun­ar.

Íslenska sund­knatt­leiksliðið 1936

Mark­verðir

 • Jón Ingi Guð­munds­son (1909-1989) – Sund­kóngur og sund­kenn­ari
 • Pétur Snæ­land (1918-2002) – Iðn­fröm­uður

Úti­leik­menn

 • Jón D. Jóns­son (1908-1973) – Sund­kenn­ari og mál­ara­meist­ari
 • Jónas O. Hall­dórs­son (1914-2005) – Sund­kóng­ur, Sund­kenn­ari og eig­andi gufu­baðs­stofu
 • Magnús B. Páls­son (1912-1990) – Gler­slíp­un­ar­meist­ari
 • Úlfar Þórð­ar­son (1911-2002) – Augn­læknir
 • Þor­steinn Hjálm­ars­son (1911-1984) – Sund­þjálf­ari og hús­gagna­smíða­meist­ari
 • Þórður Guð­munds­son (1908-1988) – Skó­kaup­maður

Vara­menn

 • Logi Ein­ars­son (1917-2000) – Hæstar­rétt­ar­dóm­ari
 • Rögn­valdur K. Sig­ur­jóns­son (1918-2004) – Píanó­leik­ari
 • Stefán Jóns­son (1918-2011) – Sýn­ing­ar­stjóri í Aust­ur­bæj­ar­bíói

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gosið í Eyjum notað til þess að sýna áhrif fólksflótta
Börnum sem fluttu frá Vestmannaeyjum vegna gossins árið 1973 og afkomendum þeirra vegnaði að meðaltali betur vegna flutninganna, samkvæmt rannsókn íslenskra hagfræðinga.
Kjarninn 24. september 2020
Rúmlega þrjátíu ný smit í gær – Minnihluti í sóttkví
Alls greindust þrjátíu og þrír einstaklingar með COVID-19 hér á landi í gær. Nítján þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu.
Kjarninn 24. september 2020
Aðstæður dýra sem búa við þauleldi „eru forkastanlegar“
Að hafa varphænur í búrum er slæmt en að bregðast við með því að stafla þeim á palla í sama þrönga rýminu er „aumkunarverð tilraun til málamynda,“ segir í athugasemd um áformaða framleiðsluaukningu Stjörnueggja. Sex þauleldibú eru starfrækt á Kjalarnesi.
Kjarninn 24. september 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Foreldralaust partý: Leikjatölvur og Facebook-hótanir
Kjarninn 24. september 2020
Magnús Hrafn Magnússon
Síðustu dómar Ruth Bader Ginsburg
Kjarninn 24. september 2020
Yfir 25 þúsund manns hafa ritað undir kröfu um nýja stjórnarskrá – Markmiðinu náð
Markmið undirskriftasöfnunar, þar sem þess er krafist að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort tillögur stjórnlagaráðs eigi að liggja til grundvallar nýrri stjórnarskrá, hefur náðst tæpum mánuði áður en söfnuninni lýkur.
Kjarninn 24. september 2020
Frá fundi KVH fyrr í dag. Frá vinstri: Björn Brynjúlfur Björnsson, Már Guðmundsson, Konráð S. Guðjónsson og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Vilja sértækan stuðning til ferðaþjónustunnar
Fyrrverandi seðlabankastjóri og yfirhagfræðingur SA velta upp hugmyndum um sértæka styrki til þeirra sem hafa beðið tjón af sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda.
Kjarninn 23. september 2020
Sema Erla Serdar
Opið bréf til ríkisstjórnar Íslands
Kjarninn 23. september 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None