Ríkið ætlar að auka fjárfestingar um tugi milljarða á næstu fimm árum

Fimm ára áætlun ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir umtalsverðri aukningu í fjárfestingu hins opinbera. Á annað hundrað milljarðar króna verður beint í ný þjóðþrifaverkefni og árlegar upphæðir hækkaðar umtalsvert. Það styttist í kosningar.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er fjármála- og efnahagsráðherra. Hann lagði fram fjármálaáætlunina í lok apríl síðastliðins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er fjármála- og efnahagsráðherra. Hann lagði fram fjármálaáætlunina í lok apríl síðastliðins.
Auglýsing

Íslenska ríkið mun auka fjár­fest­ingu sína til muna á næstu fimm árum. Alls verður fjár­fest fyrir nálægt 170 millj­örðum króna á tíma­bil­inu og árleg upp­hæð sem notuð verður í fjár­fest­ingar mun hækka umtals­vert strax á næsta ári. Á tíma­bil­inu nemur aukin fjár­fest­ing, miðað við núver­andi umfang fjár­fest­inga, tugum millj­arða króna. Pen­ing­anna á meðal ann­ars að nota í nýtt sjúkra­hús, hjúkr­un­ar­heim­ili, Vest­manna­eyja­ferju, ný jarð­göng og ýmis konar nýjar stjórn­sýslu­bygg­ing­ar. Þetta kemur fram í nefnd­ar­á­liti meiri­hluta fjár­laga­nefndar Alþingis um fjár­mála­á­ætlun áranna 2017-2021. 

Alls óljóst er reyndar hvort að stuðst verði við þær áherslur sem settar eru fram í áætl­un­inni. Kosn­ingar hafa verið boð­aðar 29. októ­ber næst­kom­andi og til­kynnt hefur verið að fjár­laga­frum­varp næsta árs verði ekki lagt fram fyrr en að þeim lokn­um. Kom­ist nýir flokk­ar, með aðrar áhersl­ur, til valda munu án efa verðar gerðar umtals­verðar breyt­ingar á ráð­stöfun fjár­muna. Það gerð­ist eftir síð­ustu kosn­ingar þegar fjár­fest­inga­á­ætlun rík­is­stjórnar Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttir fyrir árin 2013-2015, sem lögð hafi verið fram nokkrum mán­uðum fyrir kosn­ing­ar, var ýtt með öllu til hliðar þegar rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar tók við stjórn­ar­taumun­um. 

Mörg hund­ruð millj­arðar í fjár­fest­ingu

Sam­kvæmt fimm ára áætl­un­inni sem nú er unnið með á að ráð­ast í víð­fermar fjár­fest­ingar á vegum hins opin­berra á tíma­bil­inu. Hún gerir ráð fyrir því að 1,3 pró­sent af lands­fram­leiðslu fari í slíkar á næsta ári en að það hlut­verk verði hækkað í 1,5 pró­sent á árunum 2019-2021.

Auglýsing

Til að setja þessar tölur í sam­hengi þá er áætluð verg lands­fram­leiðsla í ár 2.158 millj­arðar króna. Á næsta ári er áætlað hún verði 2.233 millj­arðar króna. Það hlut­fall af henni sem áætlað að fari í opin­berar fjár­fest­ingar er því 29 millj­arðar króna. Árið 2019 ætti sú upp­hæð að hækka upp í 34,4 millj­arða króna og í lok áætl­un­ar­inn­ar, á árinu 2021, ætti hún að vera 37,4 millj­arðar króna ef miðað er við þjóð­hag­spá Hag­stofu Íslands um breyt­ingar á lands­fram­leiðslu næstu árin. Sam­tals nemur fjár­fest­ing rík­is­sjóðs á þessu fimm ára tíma­bili, sam­kvæmt áætl­un­inni, á bil­inu 165-170 millj­örðum króna. 

Um er að ræða umtals­verða hækkun á fyrri áætl­un­um, sem gerðu ráð fyrir að fjár­fest­inga­stig rík­is­ins myndi hald­ast í þeim 1,2 pró­sentum af lands­fram­leiðslu sem það er í nú.

Í nefnd­ar­á­lit­inu segir að mark­miðið með því að hækka fjár­fest­ing­ar­stig rík­is­ins feli í sér „að hægt verður að ráð­ast í marg­vís­legar fram­kvæmdir sem sumar hafa verið í bið­stöðu frá banka­hrun­inu. Þar má nefna bygg­inga­fram­kvæmdir við nýjan Land­spít­ala, smíði nýrrar Vesta­manna­eyja­ferju, fram­kvæmdir við Dýra­fjarð­ar­göng, bygg­ingu þriggja nýrra hjúkr­un­ar­heim­ila, bygg­ingu Húss íslenskra fræða og bygg­ingu skrif­stofu­hús­næðis bæði fyrir Alþingi og Stjórn­ar­ráð­ið.

Fjöl­mörg önnur verk­efni sem dregið var úr eftir hrun kom­ast á áætlun núna. Nefna má viða­mik­inn hús­næð­is­stuðn­ing með stofn­fram­lögum til upp­bygg­ingar á leigu­í­búðum og nýju hús­næð­is­bóta­kerfi. Auk þess er ætl­unin að fjár­hæðir og frí­tekju­mörk vaxta­bóta verði hækkuð árlega í sam­ræmi við auknar tekjur heim­ila. Þá er til skoð­unar sér­stakur stuðn­ingur við þá sem kaupa íbúð í fyrsta sinn.“

Vilja ein­falda skatt­kerfið

Í álit­inu er einnig hugað að ýmsu öðru en fjár­fest­ingum hins opin­bera. Þar er meðal ann­ars fjallað um sér­tæka skatta sem lagðir eru á tvo atvinnu­vegi á Íslandi: sjáv­ar­út­veg og fjár­mála­fyr­ir­tæki. Sjáv­ar­út­vegnum hefur um nokk­urt skeið verið gert að greiða veiði­gjöld fyrir afnot sín að fisk­veiði­auð­lind­inni. Þau gjöld hafa lækkað mjög á und­an­förnum árum. Á næsta fisk­veiði­ári er til að mynda áætlað að þau verði 4,8 millj­arðar króna, eða átta millj­örðum króna minna en þau voru fisk­veiði­árið 2012/2013. Á sama tíma hefur sjáv­ar­út­vegur upp­lifað sitt mesta góð­ærð­is­tíma­bil. Eigið fé sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja jókst um 265 millj­arða króna frá lokum 2008 og út árið 2014. Hagn­aður þeirra var 242 millj­arðar króna á tíma­bil­inu og arð­greiðslur til eig­enda tæp­lega 50 millj­arðar króna.

Fjár­mála­fyr­ir­tæki hafa þurft að greiða ýmis­konar við­bót­ar­skatta á und­an­förnum árum. Við­skipta­bankar þurfa að greiða banka­skatt og sér­stakan fjár­sýslu­skatt. Efna­hags­­svið Sam­­taka atvinn­u­lifs­ins áætl­aði að greiðsla þeirra hafi verið ígildi um 15 pró­­sent af þeim vaxta­mun sem bank­­arnir inn­­heimtu árið 2014. Þessum við­bót­ar­kostn­aði er velt út á útlán bank­anna. Með öðrum orðum er almenn­ingur að borga banka­skatt­inn með verri vaxta­kjör­um.

Þessu er nefndin sam­mála og segir að álögur á banka­stofn­anir muni „ til lengri tíma litið koma fram í auknum vaxta­mun sem við­skipta­vin­irnir bera og minni sam­keppn­is­hæfni miðað við erlenda keppi­nauta. Meiri hlut­inn telur efni standa til að árétta ein­kenni góðra skatt­kerfa sem leið­ar­ljóss fyrir stjórn­völd við útfærslu á fjár­mála­á­ætlun og fjár­mála­stefn­u.“

Vilja einka­væða Kefla­vík­ur­flug­völl

Meiri­hlut­inn víkur að mik­il­vægi þess að for­gangs­raða upp á nýtt í fjár­fest­ingum rík­is­ins vegna vaxtar ferða­þjón­ust­unn­ar, sem er nú orðin 34 pró­sent af útflutn­ings­tekjum þjóð­ar­bús­ins, en það hlut­fall hefur hækkað úr 18 pró­sentum árið 2010. Nú má rekja eitt af hverjum þremur störfum sem skap­ast hafa í hag­kerf­inu frá því ári beint til ferða­þjón­ustu og eru þá ótalin öll afleidd störf, svo sem í afþr­ey­ingu, smá­sölu og annarri þjón­ustu. Um þessar mundir er áætlað að einn af hverjum tíu starf­andi ein­stak­lingum vinni í ferða­þjón­ustu eða tengdum grein­um.

Meiri­hluti fjár­laga­nefndar vill því auka fjár­magn til sam­göngu­mála og inn­viða­upp­bygg­ing­ar, en hægja á bygg­ingu á skrif­stofu­hús­næði fyrir Stjórn­ar­ráð Íslands og stofn­anir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á móti.

Á meðal þeirra fjár­fest­inga í innviðum ferða­þjón­ustu sem fjallað er sér­stak­lega um í nefnd­ar­á­lit­inu er upp­bygg­ing flug­vall­ar­mann­virkja í Kefla­vík. Meiri­hluti fjár­­laga­­nefndar telur að huga eigi að því að fá einka­að­ila til að taka þátt í fjár­­­mögnun henn­ar.

Á næstu árum er gert ráð fyrir að fram­­kvæmdir við Kefla­vík­­­ur­flug­­völl muni kosta á bil­inu 70 til 90 millj­­arða króna og að flug­­­völl­­ur­inn geti tekið við um 14 millj­­ónum far­þega eftir þær ef álag dreif­ist á sama hátt og það ger­ist nú. Meiri­hlut­inn telur það „um­hugs­un­­ar­efni að á síð­­­ustu sex árum hefur þeim flug­­­völlum í Evr­­ópu sem eru í bland­aðri eigu ríkis og einka­að­ila eða alfarið í eigu eink­að­ila fjölgað hlut­­falls­­lega úr 23% í 55%. Nú fara 80% flug­­far­þega til og frá Evr­­ópu og innan Evr­­ópu um slíka flug­­velli. Á sama tíma ætlar íslenska ríkið að fjár­­­magna og taka áhætt­una alfarið af þessum stóru fram­­kvæmd­­um. Meiri hlut­inn telur að huga beri að nýjum fjár­­­mögn­un­­ar­­leiðum við fyr­ir­hug­aða upp­­­bygg­ingu flug­­vall­­ar­­mann­­virkja í Kefla­vík­­.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None