Hrunið kenndi Íslendingum að spara

Sparnaður heimila á Íslandi hefur haldið áfram þrátt fyrir aukna einkaneyslu. Áður fyrr skuldsettu Íslendingar sig fyrir þeim hlutum sem þá langaði í en nú spara þeir fyrir þeim. Seðlabankinn telur að hrunið og kreppan orsaki þessa hegðunarbreytingu.

Flest mótmæli sem fram hafa farið undanfarin ár tengjast með einhverjum hætti efnahagshruninu haustið 2008.
Flest mótmæli sem fram hafa farið undanfarin ár tengjast með einhverjum hætti efnahagshruninu haustið 2008.
Auglýsing

Sparn­að­ar­hneigð Íslend­inga hefur breyst í kjöl­far fjár­málakrepp­unn­ar. Þrátt fyrir kröft­ugan vöxt einka­neyslu und­an­farið og horfur á áfram­hald­andi miklum vexti hefur sparn­aður heim­ila haldið áfram að aukast, eig­in­fjár­staða og kaup­máttur auk­ist en skuldir heim­ila að lækka. Þetta kemur fram í riti Seðla­banka Íslands, Pen­inga­mál­um, sem birt var á mið­viku­dag.

Þar segir að auk breyttrar sparn­að­ar­hegð­unar þjóð­ar­innar hafi aðhalds­söm pen­inga­stefna Seðla­bank­ans einnig haft áhrif á „neyslu- og sparn­að­ar­á­kvarð­anir heim­ila.“ Þar er átt við áhrif vaxta­stefnu bank­ans, en vextir á Íslandi hafa hald­ist mjög háir þrátt fyrir lága verð­bólgu. Raunar hefur verð­bólga verið undir verð­bólgu­mark­miði Seðla­bank­ans frá því í febr­úar 2014 og mælist nú 1,1 pró­sent. Samt hafa meg­in­vextir bank­ans verið 5,75 pró­sent frá því í nóv­em­ber í fyrra. Þ.e. þangað til í dag þegar til­kynnt var að þeir verði lækk­aðir um 0,5 pró­sentu­stig niður í 5,25 pró­sent. Sú breyt­ing mun hafa áhrif til vaxta­lækk­unar á lánum þeirra sem eru með breyti­lega vexti á þeim, og lækka vexti á þeim lánum sem standa nýjum lán­tak­endum til boða. 

Íbúða­verð hækkað um 12,9 pró­sent

Í Pen­inga­málum er farið vítt og breytt yfir aðstæður í íslensku efna­hags­lífi. Þar er meðal ann­ars greint frá því að íbúða­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafi hækkað um 12,4 pró­sent á milli ára og leigu­verð um 9,1 pró­sent á sama tíma. Til að setja þær tölur i sam­hengi þá hefur íbúð sem kost­aði 30 millj­ónir króna í júlí 2015 hækkað um 3,72 millj­ónir króna í verði á einu ári. Íbúð sem leigð­ist út á 150 þús­und krónur á mán­uði fyrir ári kostar nú tæp­lega 164 þús­und krónur á mán­uði.

Auglýsing

Á sama tíma lækk­aði hluta­bréfa­verð, en Úrvals­vísi­tala Kaup­hall­ar­innar er nú tæp­lega níu pró­sentum lægri en hún var fyrir útgáfu Pen­inga­mála í maí. Í Pen­inga­málum segir að þessi lækkun end­ur­spegli að ein­hverju leyit llakari afkomu­horfur í kjöl­far mik­illar hækk­unar á inn­lendum kostn­aði og gengi krón­unn­ar.

Ferða­menn drífa áfram vöxt

Þjóð­ar­út­gjöld halda áfram að vaxa á fyrsta árs­fjórð­ungi og juk­ust um 8,3 pró­sent á milli ára, sem er meiri vöxtur en Seðla­bank­inn hafði gert ráð fyr­ir. Einka­neysla jókst um sjö pró­sent og fjár­fest­ing um fjórð­ung. Til við­bótar voru utan­rík­is­við­skipti hag­stæð­ari en áætlað var. ALlt þetta leiðir til þess að hag­vaxt­ar­spá bank­ans fyrir fjórð­ungin var gríð­ar­lega langt frá því sem síðar reynd­ist vera. Í maí hafði Seðla­bank­inn spáð því að hag­vöxtur á fyrstu þremur árum árs­ins yrði 1,7 pró­sent en hann reynd­ist vera 4,2 pró­sent. Hag­vöxtur á Íslandi hefur nú verið yfir fjögur pró­sent þrjú ár í röð. Gert er ráð fyrir áfram­hald­andi örum vexti á næsta ári.

Fjár­fest­ing heldur áfram að aukast og Seðla­bank­inn segir horfur á því að vöxtur hennar gæti orðið allt að 18 pró­sent á árinu í heild. Þá eru áfram­hald­andi horfur á því að útflutn­ingur á vöru og þjón­ustu haldi áfram að vaxi, og auk­ist um allt að 8,5 pró­sent á þessu ári. Ástæðan er ein­föld: ferða­menn. Í Pen­inga­málum seg­ir: „Vöxt­ur­inn er að tals­verðu leyti bor­inn uppi af auknum þjón­ustu- útflutn­ingi, en ferða­mönnum hefur fjölgað ört og korta­velta þeirra hér á landi jókst mikið á fyrri hluta árs­ins frá sama tíma í fyrra. Horfur um vöru­út­flutn­ing eru hins vegar svip­aðar og í maí en sam­setn­ing vaxt­ar­ins hefur breyst lít­il­lega.“

Verð­bólga áfram í kort­unum

Helsta ástæða þess að vextir Seðla­bank­ans voru lækk­aðir í vik­unni eru þær að verð­bólgu­horfur hafa batnað frá síð­ustu spá bank­ans. Í Pen­inga­málum stendur að þar muni „mestu um að gengi krón­unnar hefur hækkað tölu­vert auk þess sem horfur eru á heldur meiri fram­leiðni­vexti í ár en þá var gert ráð fyr­ir.  Eftir sem áður er spáð vax­andi verð­bólgu þegar áhrif geng­is­hækk­un­ar­innar taka að fjara út og að því gefnu að gengi krón­unnar hækki ekki frek­ar. Að gef­inni þeirri for­sendu er gert ráð fyrir að verð­bólga nái hámarki í um 3¾% á fyrri hluta árs 2018 en taki síðan að þok­ast í mark­mið á ný.“

Gert er ráð fyrir að olíu­verð á heims­mark­aði, sem er ein aðal­á­stæða lágrar verð­bólgu á Íslandi, lækki nokkru minna á þessu ári en áætlað var í maí þar sem verð­lækk­unin í sumar reynd­ist minni en búist hafði verið við. Fram­virk verð benda hins vegar til minni hækk­unar á næstu árum en gert hafði verið ráð fyrir í maí.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Um 132 þúsund landsmenn standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim landsmönnum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Auk þess hefur henni ekki tekist að ná inn þeim tæplega 44 þúsund nýju Íslendingum sem hafa anna hvort fæðst eða flutt hafa til landsins á tímabilinu.
Kjarninn 7. desember 2019
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum afhendir sendiherra Íslands þar í landi yfirlýsingu sína.
Vilja að Samherji skili peningunum til namibísku þjóðarinnar
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum gera verulega athugasemd við ummæli Bjarna Benediktssonar um hver ástæðan fyrir Samherjamálinu sé. Þau vilja að Ísland biðji Namibíu afsökunar og að Samherji skili peningum til namibísku þjóðarinnar.
Kjarninn 7. desember 2019
Matthildur Björnsdóttir
Of mikil rómantík í kringum barneignir
Kjarninn 7. desember 2019
Mótmælendur á Möltu í lok nóvember 2019
„Við megum ekki hægja á okkur“
Íslensk kona búsett á Möltu til margra ára segir að ekki megi hægja á mótmælum þar í landi en margir krefjast þess að forsætisráherrann segi af sér nú þegar vegna spillingar.
Kjarninn 7. desember 2019
Þrír flokkar leggja til þrjár leiðir sem brjóta upp tangarhald á sjávarútvegi
Verði nýtt frumvarp að lögum verður tangarhald nokkurra hópa á íslenskum sjávarútvegi brotið upp. Allar útgerðir sem halda á meira en eitt prósent kvóta verða að skrá sig á markað og skilyrði um hvað teljist tengdir aðilar þrengd mjög.
Kjarninn 7. desember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það hagnast enginn á ógagnsæi nema sá sem hefur eitthvað að fela
Kjarninn 7. desember 2019
Zúistar til rannsóknar hjá héraðssaksóknara
Fjárreiður Zuism, trúfélags sem ríkið telur að sé málamyndafélagsskapur með þann tilgang að komast yfir skattfé, eru til rannsóknar hjá embætti sem rannsakar efnahagsbrot. Félagsmenn eru nú um helmingi færri en þeir voru 2016.
Kjarninn 7. desember 2019
Mikill samdráttur í innflutningi milli ára
Vöruviðskipti þjóðarbússins við útlönd eru hagstæðari nú en fyrir ári. Sé rýnt í tölurnar, sést að ástæðan er einfaldlega minni neysla heima fyrir.
Kjarninn 7. desember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None