Hrunið kenndi Íslendingum að spara

Sparnaður heimila á Íslandi hefur haldið áfram þrátt fyrir aukna einkaneyslu. Áður fyrr skuldsettu Íslendingar sig fyrir þeim hlutum sem þá langaði í en nú spara þeir fyrir þeim. Seðlabankinn telur að hrunið og kreppan orsaki þessa hegðunarbreytingu.

Flest mótmæli sem fram hafa farið undanfarin ár tengjast með einhverjum hætti efnahagshruninu haustið 2008.
Flest mótmæli sem fram hafa farið undanfarin ár tengjast með einhverjum hætti efnahagshruninu haustið 2008.
Auglýsing

Sparn­að­ar­hneigð Íslend­inga hefur breyst í kjöl­far fjár­málakrepp­unn­ar. Þrátt fyrir kröft­ugan vöxt einka­neyslu und­an­farið og horfur á áfram­hald­andi miklum vexti hefur sparn­aður heim­ila haldið áfram að aukast, eig­in­fjár­staða og kaup­máttur auk­ist en skuldir heim­ila að lækka. Þetta kemur fram í riti Seðla­banka Íslands, Pen­inga­mál­um, sem birt var á mið­viku­dag.

Þar segir að auk breyttrar sparn­að­ar­hegð­unar þjóð­ar­innar hafi aðhalds­söm pen­inga­stefna Seðla­bank­ans einnig haft áhrif á „neyslu- og sparn­að­ar­á­kvarð­anir heim­ila.“ Þar er átt við áhrif vaxta­stefnu bank­ans, en vextir á Íslandi hafa hald­ist mjög háir þrátt fyrir lága verð­bólgu. Raunar hefur verð­bólga verið undir verð­bólgu­mark­miði Seðla­bank­ans frá því í febr­úar 2014 og mælist nú 1,1 pró­sent. Samt hafa meg­in­vextir bank­ans verið 5,75 pró­sent frá því í nóv­em­ber í fyrra. Þ.e. þangað til í dag þegar til­kynnt var að þeir verði lækk­aðir um 0,5 pró­sentu­stig niður í 5,25 pró­sent. Sú breyt­ing mun hafa áhrif til vaxta­lækk­unar á lánum þeirra sem eru með breyti­lega vexti á þeim, og lækka vexti á þeim lánum sem standa nýjum lán­tak­endum til boða. 

Íbúða­verð hækkað um 12,9 pró­sent

Í Pen­inga­málum er farið vítt og breytt yfir aðstæður í íslensku efna­hags­lífi. Þar er meðal ann­ars greint frá því að íbúða­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafi hækkað um 12,4 pró­sent á milli ára og leigu­verð um 9,1 pró­sent á sama tíma. Til að setja þær tölur i sam­hengi þá hefur íbúð sem kost­aði 30 millj­ónir króna í júlí 2015 hækkað um 3,72 millj­ónir króna í verði á einu ári. Íbúð sem leigð­ist út á 150 þús­und krónur á mán­uði fyrir ári kostar nú tæp­lega 164 þús­und krónur á mán­uði.

Auglýsing

Á sama tíma lækk­aði hluta­bréfa­verð, en Úrvals­vísi­tala Kaup­hall­ar­innar er nú tæp­lega níu pró­sentum lægri en hún var fyrir útgáfu Pen­inga­mála í maí. Í Pen­inga­málum segir að þessi lækkun end­ur­spegli að ein­hverju leyit llakari afkomu­horfur í kjöl­far mik­illar hækk­unar á inn­lendum kostn­aði og gengi krón­unn­ar.

Ferða­menn drífa áfram vöxt

Þjóð­ar­út­gjöld halda áfram að vaxa á fyrsta árs­fjórð­ungi og juk­ust um 8,3 pró­sent á milli ára, sem er meiri vöxtur en Seðla­bank­inn hafði gert ráð fyr­ir. Einka­neysla jókst um sjö pró­sent og fjár­fest­ing um fjórð­ung. Til við­bótar voru utan­rík­is­við­skipti hag­stæð­ari en áætlað var. ALlt þetta leiðir til þess að hag­vaxt­ar­spá bank­ans fyrir fjórð­ungin var gríð­ar­lega langt frá því sem síðar reynd­ist vera. Í maí hafði Seðla­bank­inn spáð því að hag­vöxtur á fyrstu þremur árum árs­ins yrði 1,7 pró­sent en hann reynd­ist vera 4,2 pró­sent. Hag­vöxtur á Íslandi hefur nú verið yfir fjögur pró­sent þrjú ár í röð. Gert er ráð fyrir áfram­hald­andi örum vexti á næsta ári.

Fjár­fest­ing heldur áfram að aukast og Seðla­bank­inn segir horfur á því að vöxtur hennar gæti orðið allt að 18 pró­sent á árinu í heild. Þá eru áfram­hald­andi horfur á því að útflutn­ingur á vöru og þjón­ustu haldi áfram að vaxi, og auk­ist um allt að 8,5 pró­sent á þessu ári. Ástæðan er ein­föld: ferða­menn. Í Pen­inga­málum seg­ir: „Vöxt­ur­inn er að tals­verðu leyti bor­inn uppi af auknum þjón­ustu- útflutn­ingi, en ferða­mönnum hefur fjölgað ört og korta­velta þeirra hér á landi jókst mikið á fyrri hluta árs­ins frá sama tíma í fyrra. Horfur um vöru­út­flutn­ing eru hins vegar svip­aðar og í maí en sam­setn­ing vaxt­ar­ins hefur breyst lít­il­lega.“

Verð­bólga áfram í kort­unum

Helsta ástæða þess að vextir Seðla­bank­ans voru lækk­aðir í vik­unni eru þær að verð­bólgu­horfur hafa batnað frá síð­ustu spá bank­ans. Í Pen­inga­málum stendur að þar muni „mestu um að gengi krón­unnar hefur hækkað tölu­vert auk þess sem horfur eru á heldur meiri fram­leiðni­vexti í ár en þá var gert ráð fyr­ir.  Eftir sem áður er spáð vax­andi verð­bólgu þegar áhrif geng­is­hækk­un­ar­innar taka að fjara út og að því gefnu að gengi krón­unnar hækki ekki frek­ar. Að gef­inni þeirri for­sendu er gert ráð fyrir að verð­bólga nái hámarki í um 3¾% á fyrri hluta árs 2018 en taki síðan að þok­ast í mark­mið á ný.“

Gert er ráð fyrir að olíu­verð á heims­mark­aði, sem er ein aðal­á­stæða lágrar verð­bólgu á Íslandi, lækki nokkru minna á þessu ári en áætlað var í maí þar sem verð­lækk­unin í sumar reynd­ist minni en búist hafði verið við. Fram­virk verð benda hins vegar til minni hækk­unar á næstu árum en gert hafði verið ráð fyrir í maí.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None