Bjarni og Sigmundur tala ekkert saman lengur

Formenn stjórnarflokkanna hittast ekki lengur og ræða ekki saman í síma. Þannig hafa mál staðið frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér embætti forsætisráðherra vegna Wintris-málsins. Framsóknarflokkurinn mun halda flokksþing í haust.

Formenn stjórnarflokkanna tala ekki saman.
Formenn stjórnarflokkanna tala ekki saman.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir að hann eigi ekki lengur í neinum sam­skiptum við Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins. Þeir hitt­ist ekki lengur eftir að Sig­mundur Davíð lét af emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra og tali heldur ekki saman í síma. Þetta kom fram í við­tali við Bjarna á Hrafna­þingi á sjón­varps­stöð­inni ÍNN.

Sig­mundur Davíð sagði af sér emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra 5. apríl 2016 eftir að upp komst um Wintris-­málið svo­kall­aða. Það snýst um að Sig­mundur Davíð og eig­in­kona hans áttu saman aflands­fé­lag­ið Wintris, skráð til heim­ilis á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um, fram til loka árs 2009. Félagið átti skulda­bréf á föllnu íslensku bank­anna upp á rúman hálfan millj­arð króna og lýsti kröfum í bú þeirra á meðan að Sig­mundur Davíð var eig­andi þess. Hann seldi eig­in­konu sinni sinn helm­ing í félag­inu á gaml­árs­dag 2009 á einn dal. Wintris stóð ekki í skatt­skilum í sam­ræmi við CFC-­regl­ur, líkt og erlend fyr­ir­tæki, félög eða sjóðir í lág­skatta­ríkjum í eigu, eða undir stjórn íslensks eig­enda, eiga að gera. Sig­mundur Davíð hefur sagt að félagið hafi ekki þurft að gera það og haldið því fram að öll skatt­skil hafi verið í sam­ræmi við lög. Ekki hafa feng­ist upp­lýs­ingar um hver skatt­stofn eigna Wintris er eða var og því er ekki hægt að sann­reyna hvort allir skattar hafi verið greiddir af eignum félags­ins. 

For­dæma­laus atburð­ar­rás

Bjarni var sjálfur í Panama­skjöl­unum líkt og Sig­mundur Davíð og Wintris. Þar kom fram að ­Bjarni átti 40 millj­­­óna hlut í félagi sem skráð var á Seychelles-eyj­um, Falson og Co. Hann hafði áður neitað því að eiga, eða hafa átt, pen­inga í skatta­­­skjól­­­um. Bjarni sagði í voru að félagið hefði verið stofnað í kring um félag sitt og félaga sinna til að kaupa fast­­­eign í Dubai, sem varð þó aldrei af. Hann svar­aði fyrir þetta svo að hann hafi haldið að félagið hafi verið skráð í Lúx­em­borg, en ekki á skatta­­­skjóls­eyj­un­­­um. Félagið var sett í afskrán­ing­­­ar­­­ferli 2009. 

Auglýsing

Eftir frægan Kast­ljós-þátt um Panama­skjöl­in, sem sýndur var sunnu­dag­inn 3. apr­íl, fór af stað for­dæma­laus ­at­burða­rás. Mik­ill þrýst­ingur skap­að­ist strax á Sig­mund Dav­íð, og Bjarna, að segja af sér emb­ætt­um. Eftir mikil mót­mæli mánu­dag­inn 4. apríl dró loks til tíð­inda dag­inn eft­ir. Þá reyndi Sig­mundur Davíð að sækja sér umboð til að rjúfa þing til for­seta Íslands og til­kynnti um þá fyr­ir­ætlan sína á Face­book-­síðu sinni. Hann hafði hvorki rætt málið við eigin þing­flokk né sam­starfs­flokk­inn, Sjálf­stæð­is­flokk. Þetta ætl­aði Sig­mundur Davíð að gera ef þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins treystu sér ekki til að styðja rík­is­stjórn hans við að ljúka sam­eig­in­legum verk­efn­um. Fyrr um morg­un­inn höfðu hann og Bjarni fundað og þar greindi Bjarni honum frá því að það þyrfti að bregðast við þeirri stöðu sem upp væri kom­in. ­Sig­­mundur Davíð hafi boðið sér tvo kosti í stöð­unni, annað hvort óskor­aðan stuðn­­ing við sig og á­fram­hald ­rík­­is­­stjórn­­­ar­innar eða þing­rof. Bjarni hafi hins vegar séð fleiri kosti í stöð­unni, meðal ann­ars myndun nýrrar rík­is­stjórnar Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks án Sig­mundar Dav­íðs. Sú varð raunin og rík­is­stjórn undur for­sæti Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, vara­for­manns Fram­sóknar var mynduð 5. apr­íl.  

Tveimur dögum síðar mættu bæði Sig­mundur Davíð og Bjarni í við­töl í Íslandi í dag. Þar hélt Sig­mundur Davíð því fram að engin munur væri á málum hans og Bjarna. Bjarni hélt því hins vegar fram að grund­vall­ar­munur væri á málum þeirra tveggja. Í þætt­inum sagði hann: „Ég held að það sé óhætt að segja að það sé mik­ill grund­vall­­ar­munur á því að vera sem ráð­herra ekki með neitt slíkt félag nálægt sér og það er ekki nein uppi nein spurn­ing um hags­muna­á­­rekstra af nokkrum toga. Ég held að það sé hægt að ­segja, og nú er ég bara að lýsa minni skoð­un, þegar ég horf­i ­yfir sviðið og horfi á fréttir reyni að rýna í það hvað ­menn eru að reyna að draga út úr þessi og kannski ekki síst að ut­an, glöggt er gests augað og allt það. Þá staldra menn við það að þarna voru kröfur á slita­búin á sama tíma og ­rík­­is­­stjórnin var að vinna að lausn þeirra mála. Þetta er auð­vitað auð­vitað mik­ill grund­vall­­ar­mun­­ur.“

Kom til baka í lok júlí

Sig­mundur Davíð tók sér frí eftir afsögn sína en snéri aftur í stjórn­mál í lok júlí. Í bréfi sem hann sendi flokks­mönnum sínum sagð­ist hann enn njóta mik­ils stuðn­­ings þeirra og fjölda ann­­ars fólks sem ekki tekur þátt í stjórn­­­mála­­starfi. Það séu stað­­reyndir sem liggi fyr­­ir. Hann sagði enga ástæðu til þess að kjósa í haust en boð­aði fulla þátt­töku sína í stjórn­­­mála­bar­átt­unni. Síðar hefur hann boðið upp á ýmsar skýr­ingar á því hvað hafi legið að baki Wintris-­mál­inu. Í byrjun ágúst sagði hann í við­tali á Bylgj­unni að málið væri í raun mjög ein­falt. „Svo sér maður að það skipti engu máli, það var búið að skrifa eitt­hvað hand­­rit, und­ir­­búa það í sjö mán­uði í mörgum lönd­um, eins og kom síðar fram og margt sér­­­kenn­i­­legt í þeirri sögu all­ri.“

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Sig­­mundur Davíð ýjaði að því að Pana­ma­skjölin og umfjöllun um þau hafi verið ein­hvers konar sam­­særi gegn hon­­um. Áður hafði hann ásak­að banda­ríska auð­­mann­inn George Soros um að standa að baki því, hann hafi keypt Pana­ma­skjölin og notað þau að vild. Þess ber að geta að upp­lýs­ingar um víð­feðm­a aflands­fé­laga­eign Soros er að finna í skjöl­un­um. 

Þrátt fyrir að mán­uður sé lið­inn frá því að Sig­mundur Davíð snéri aftur í stjórn­mál hefur hann ekki verið í neinum sam­skiptum við for­mann sam­starfs­flokks Fram­sókn­ar­flokks­ins í rík­is­stjórn, Bjarna Bene­dikts­son. 

Flokks­þing verður haldið hjá Fram­sókn

Þrátt fyrir mikla and­stöðu Sig­mundar Davíð gegn kosn­ingum í haust hafa Bjarni og Sig­urður Ingi boðað slíkar 29. októ­ber næst­kom­andi. Nú stendur yfir und­ir­bún­ingur flokka fyrir þær og í gær­kvöldi kaus kjör­dæma­þing Fram­sókn­ar­flokks­ins í Suð­vest­ur­kjör­dæmi með því að halda flokks­þing fyrir kosn­ing­arn­ar. Það þýðir að þrjú af fimm kjör­dæma­þingum flokks­ins hafa kosið með slíku og þá þarf það að fara fram. Eina kjör­dæma­þingið sem hefur kosið gegn flokks­þingi, þar sem kosin er ný for­ysta, er Norð­aust­ur­kjör­dæmi, þar sem Sig­mundur Davíð sit­ur. Hann barð­ist sjálfur gegn því að flokks­þing færi fram í haust og kaus gegn ráð­stöf­un­inni. Eina kjör­dæma­þing Fram­sókn­ar­flokks­ins sem á eftir að fara fram er í Reykja­vík, en það fer fram á morg­un.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None