Bjarni og Sigmundur tala ekkert saman lengur

Formenn stjórnarflokkanna hittast ekki lengur og ræða ekki saman í síma. Þannig hafa mál staðið frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér embætti forsætisráðherra vegna Wintris-málsins. Framsóknarflokkurinn mun halda flokksþing í haust.

Formenn stjórnarflokkanna tala ekki saman.
Formenn stjórnarflokkanna tala ekki saman.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir að hann eigi ekki lengur í neinum sam­skiptum við Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins. Þeir hitt­ist ekki lengur eftir að Sig­mundur Davíð lét af emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra og tali heldur ekki saman í síma. Þetta kom fram í við­tali við Bjarna á Hrafna­þingi á sjón­varps­stöð­inni ÍNN.

Sig­mundur Davíð sagði af sér emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra 5. apríl 2016 eftir að upp komst um Wintris-­málið svo­kall­aða. Það snýst um að Sig­mundur Davíð og eig­in­kona hans áttu saman aflands­fé­lag­ið Wintris, skráð til heim­ilis á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um, fram til loka árs 2009. Félagið átti skulda­bréf á föllnu íslensku bank­anna upp á rúman hálfan millj­arð króna og lýsti kröfum í bú þeirra á meðan að Sig­mundur Davíð var eig­andi þess. Hann seldi eig­in­konu sinni sinn helm­ing í félag­inu á gaml­árs­dag 2009 á einn dal. Wintris stóð ekki í skatt­skilum í sam­ræmi við CFC-­regl­ur, líkt og erlend fyr­ir­tæki, félög eða sjóðir í lág­skatta­ríkjum í eigu, eða undir stjórn íslensks eig­enda, eiga að gera. Sig­mundur Davíð hefur sagt að félagið hafi ekki þurft að gera það og haldið því fram að öll skatt­skil hafi verið í sam­ræmi við lög. Ekki hafa feng­ist upp­lýs­ingar um hver skatt­stofn eigna Wintris er eða var og því er ekki hægt að sann­reyna hvort allir skattar hafi verið greiddir af eignum félags­ins. 

For­dæma­laus atburð­ar­rás

Bjarni var sjálfur í Panama­skjöl­unum líkt og Sig­mundur Davíð og Wintris. Þar kom fram að ­Bjarni átti 40 millj­­­óna hlut í félagi sem skráð var á Seychelles-eyj­um, Falson og Co. Hann hafði áður neitað því að eiga, eða hafa átt, pen­inga í skatta­­­skjól­­­um. Bjarni sagði í voru að félagið hefði verið stofnað í kring um félag sitt og félaga sinna til að kaupa fast­­­eign í Dubai, sem varð þó aldrei af. Hann svar­aði fyrir þetta svo að hann hafi haldið að félagið hafi verið skráð í Lúx­em­borg, en ekki á skatta­­­skjóls­eyj­un­­­um. Félagið var sett í afskrán­ing­­­ar­­­ferli 2009. 

Auglýsing

Eftir frægan Kast­ljós-þátt um Panama­skjöl­in, sem sýndur var sunnu­dag­inn 3. apr­íl, fór af stað for­dæma­laus ­at­burða­rás. Mik­ill þrýst­ingur skap­að­ist strax á Sig­mund Dav­íð, og Bjarna, að segja af sér emb­ætt­um. Eftir mikil mót­mæli mánu­dag­inn 4. apríl dró loks til tíð­inda dag­inn eft­ir. Þá reyndi Sig­mundur Davíð að sækja sér umboð til að rjúfa þing til for­seta Íslands og til­kynnti um þá fyr­ir­ætlan sína á Face­book-­síðu sinni. Hann hafði hvorki rætt málið við eigin þing­flokk né sam­starfs­flokk­inn, Sjálf­stæð­is­flokk. Þetta ætl­aði Sig­mundur Davíð að gera ef þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins treystu sér ekki til að styðja rík­is­stjórn hans við að ljúka sam­eig­in­legum verk­efn­um. Fyrr um morg­un­inn höfðu hann og Bjarni fundað og þar greindi Bjarni honum frá því að það þyrfti að bregðast við þeirri stöðu sem upp væri kom­in. ­Sig­­mundur Davíð hafi boðið sér tvo kosti í stöð­unni, annað hvort óskor­aðan stuðn­­ing við sig og á­fram­hald ­rík­­is­­stjórn­­­ar­innar eða þing­rof. Bjarni hafi hins vegar séð fleiri kosti í stöð­unni, meðal ann­ars myndun nýrrar rík­is­stjórnar Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks án Sig­mundar Dav­íðs. Sú varð raunin og rík­is­stjórn undur for­sæti Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, vara­for­manns Fram­sóknar var mynduð 5. apr­íl.  

Tveimur dögum síðar mættu bæði Sig­mundur Davíð og Bjarni í við­töl í Íslandi í dag. Þar hélt Sig­mundur Davíð því fram að engin munur væri á málum hans og Bjarna. Bjarni hélt því hins vegar fram að grund­vall­ar­munur væri á málum þeirra tveggja. Í þætt­inum sagði hann: „Ég held að það sé óhætt að segja að það sé mik­ill grund­vall­­ar­munur á því að vera sem ráð­herra ekki með neitt slíkt félag nálægt sér og það er ekki nein uppi nein spurn­ing um hags­muna­á­­rekstra af nokkrum toga. Ég held að það sé hægt að ­segja, og nú er ég bara að lýsa minni skoð­un, þegar ég horf­i ­yfir sviðið og horfi á fréttir reyni að rýna í það hvað ­menn eru að reyna að draga út úr þessi og kannski ekki síst að ut­an, glöggt er gests augað og allt það. Þá staldra menn við það að þarna voru kröfur á slita­búin á sama tíma og ­rík­­is­­stjórnin var að vinna að lausn þeirra mála. Þetta er auð­vitað auð­vitað mik­ill grund­vall­­ar­mun­­ur.“

Kom til baka í lok júlí

Sig­mundur Davíð tók sér frí eftir afsögn sína en snéri aftur í stjórn­mál í lok júlí. Í bréfi sem hann sendi flokks­mönnum sínum sagð­ist hann enn njóta mik­ils stuðn­­ings þeirra og fjölda ann­­ars fólks sem ekki tekur þátt í stjórn­­­mála­­starfi. Það séu stað­­reyndir sem liggi fyr­­ir. Hann sagði enga ástæðu til þess að kjósa í haust en boð­aði fulla þátt­töku sína í stjórn­­­mála­bar­átt­unni. Síðar hefur hann boðið upp á ýmsar skýr­ingar á því hvað hafi legið að baki Wintris-­mál­inu. Í byrjun ágúst sagði hann í við­tali á Bylgj­unni að málið væri í raun mjög ein­falt. „Svo sér maður að það skipti engu máli, það var búið að skrifa eitt­hvað hand­­rit, und­ir­­búa það í sjö mán­uði í mörgum lönd­um, eins og kom síðar fram og margt sér­­­kenn­i­­legt í þeirri sögu all­ri.“

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Sig­­mundur Davíð ýjaði að því að Pana­ma­skjölin og umfjöllun um þau hafi verið ein­hvers konar sam­­særi gegn hon­­um. Áður hafði hann ásak­að banda­ríska auð­­mann­inn George Soros um að standa að baki því, hann hafi keypt Pana­ma­skjölin og notað þau að vild. Þess ber að geta að upp­lýs­ingar um víð­feðm­a aflands­fé­laga­eign Soros er að finna í skjöl­un­um. 

Þrátt fyrir að mán­uður sé lið­inn frá því að Sig­mundur Davíð snéri aftur í stjórn­mál hefur hann ekki verið í neinum sam­skiptum við for­mann sam­starfs­flokks Fram­sókn­ar­flokks­ins í rík­is­stjórn, Bjarna Bene­dikts­son. 

Flokks­þing verður haldið hjá Fram­sókn

Þrátt fyrir mikla and­stöðu Sig­mundar Davíð gegn kosn­ingum í haust hafa Bjarni og Sig­urður Ingi boðað slíkar 29. októ­ber næst­kom­andi. Nú stendur yfir und­ir­bún­ingur flokka fyrir þær og í gær­kvöldi kaus kjör­dæma­þing Fram­sókn­ar­flokks­ins í Suð­vest­ur­kjör­dæmi með því að halda flokks­þing fyrir kosn­ing­arn­ar. Það þýðir að þrjú af fimm kjör­dæma­þingum flokks­ins hafa kosið með slíku og þá þarf það að fara fram. Eina kjör­dæma­þingið sem hefur kosið gegn flokks­þingi, þar sem kosin er ný for­ysta, er Norð­aust­ur­kjör­dæmi, þar sem Sig­mundur Davíð sit­ur. Hann barð­ist sjálfur gegn því að flokks­þing færi fram í haust og kaus gegn ráð­stöf­un­inni. Eina kjör­dæma­þing Fram­sókn­ar­flokks­ins sem á eftir að fara fram er í Reykja­vík, en það fer fram á morg­un.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None