Sendur úr landi vegna dugnaðar

Dönsk yfirvöld þurfa nú að svara fyrir það hvers vegna fólk er sent úr landi fyrir of mikinn dugnað. Borgþór Arngrímsson, fréttaritari Kjarnans í Danmörku, kynnti sér sérstöðu ungs manns sem heldur upp á Michael Laudrup.

Úr landi
Auglýsing

Dönsk stjórn­völd ætla að vísa Ger­ardo José Lopez Rodrig­uz, 26 ára gömlum nem­anda við Við­skipta­há­skól­ann í Kaup­manna­höfn, CBS, úr landi. Ástæða brott­vís­un­ar­innar er óvenju­leg: Ger­ardo hefur verið of vinnu­sam­ur.

Ger­ardo er frá Venes­ú­ela. Á mennta­skóla­ár­unum fór hann ­sem skiptinemi til Evr­ópu. Félagar hans, sem fóru í skipti­nám á sama tíma, árið 2007, völdu allir að fara til Þýska­lands en Ger­ardo valdi Dan­mörku. Ástæða þess var að hann hélt mikið uppá knatt­spyrnu­mann­inn Mich­ael Laudrup sem gerð­i ­garð­inn frægan með spænsku stór­lið­unum FC Bar­selona og Real Madrid. Í Dan­mörku ­gekk Ger­ardo í mennta­skól­ann í smá­bænum Törr­ing á Jót­landi og bjó, eins og ­regl­urnar mæltu fyrir um, hjá þremur fjöl­skyld­um. Hann var eini útlend­ing­ur­inn í skól­anum og lagði sig fram um að læra dönsk­una. Hann sagði í við­tali við dag­blaðið Politi­ken að dvölin í Törr­ing hafi verið frá­bær. „Ég eign­að­ist marga vini, og var stað­ráð­inn í að snúa aftur til Dan­merkur þegar ég hefði lokið námi heima í Venes­ú­ela."

Aftur til Dan­merkur

Ger­ar­do lét ekki sitja við orðin tóm. Eftir að hafa lokið grunn­námi heima í Venes­ú­ela og sparað saman lá leiðin aftur til Dan­merk­ur. Að þessu sinni til­ ­Kaup­manna­hafn­ar. Hann komst inn í Við­skipta­há­skól­ann og hóf þar nám haust­ið 2015. Skóla­gjöldin sam­svara um það bil 1800 þús­und krónum íslenskum á ári. Til­ við­bótar þurfti Ger­ardo að hafa sem svarar einni milljón íslenskra króna á banka­bók­inni til að sýna að hann gæti klárað sig fyrsta kast­ið, án aðstoð­ar­ d­anska rík­is­ins.

Auglýsing

Nem­andi og næt­ur­vörður

Ger­ar­do er af efn­uðu fólki kom­inn. For­eldrar hans hafa alla tíð sagt honum að hann get­i ekki treyst á að þau haldi honum uppi, hann verði sjálfur að sjá fyrir sér­. ­Ger­ardo vissi að það sem hann hefði skrapað saman áður en hann kom til Kaup­manna­hafn­ar ­myndi ekki end­ast lengi og þess vegna fór hann strax að leita sér að vinnu með­ ­nám­inu. Fljót­lega bauðst honum starf sem næt­ur­vörður á hót­eli. Sam­kvæmt dönskum ­reglum mega erlendir náms­menn vinna eins og þá lystir yfir sum­ar­ið, júní, júlí og ágúst. Hina níu mán­uði árs­ins mega stúd­entar aðeins vinna 87 tíma á mán­uð­i. ­Ger­ardo var að sögn hót­el­stjór­ans ein­stak­lega sam­visku­samur starfs­maður og alltaf til­bú­inn að hlaupa í skarðið þegar á þurfti að halda. Það átti eftir að koma honum í koll.

Sex­tíu og þrír og hálfur tími umfram

Í sept­em­ber, októ­ber, nóv­em­ber og des­em­ber í fyrra vann Ger­ardo sam­tals 411.5 ­klukku­stund­ir. Það er 63.5 klukku­stundum meira en regl­urnar heim­ila, sem­sag­t tæpar þrjár klukku­stundir á viku umfram það sem leyfi­legt er. Ekki kom þessi vinna niður á nám­inu því Ger­ardo var í hópi efstu nem­enda að loknu fyrsta ár­inu. Fyr­ir­komu­lag náms­ins er með þeim hætti að þegar fyrsta árinu er lok­ið eiga nem­endur að fara í „praktík” eins og það er kall­að. Siem­ens fyr­ir­tæk­ið bauð Ger­ardo vinnu. Hann er altalandi á ensku, dönsku og portú­gölsku, auk ­móð­ur­máls­ins spænsku. Hjá Siem­ens átti hann að byrja fyrsta sept­em­ber ­síð­ast­lið­inn. En þá kom skyndi­lega babb í bát­inn.

Lars Lökke stendur í ströngu vegna stranra laga um innflytjendur.

Dval­ar­leyfið aft­ur­kallað

Fyr­ir­ nokkrum vikum fékk Gera­dro bréf frá skrif­stofu inn­flytj­enda­mála, und­ir­stofn­un inn­flytj­enda­ráðu­neyt­is­ins. Í bréf­inu stóð að dval­ar­leyfi hans væri hér­með­ aft­ur­kallað og honum gert skylt að hverfa frá Dan­mörku eigi síðar en 2. októ­ber næst­kom­andi. Í bréf­inu kom fram að hann hefði unnið meira en lögin heim­ila og það þýddi ein­fald­lega aft­ur­köllun dval­ar­leyfis í land­inu. 

Ger­ar­do við­ur­kennir að hann hafi vissu­lega unnið meira en regl­urnar heim­ili. Hann hafi ein­fald­lega verið alltof sam­visku­samur og ekki sagt nei þegar vinnu­veit­and­inn hringdi og vant­aði mann á vakt­ina. „Ég er búinn að safna fyrir skóla­gjöld­um næsta árs en nú veit ég ekki hvað ger­ist,” sagði Ger­ardo í við­tali.

Alltof ferköntuð lög segir lög­mað­ur­inn

Gunn­ar Hom­ann, lög­maður Ger­ar­dos, sagði í blaða­við­tali að þarna væri auð­vitað verið að ­fylgja lög­um. „en er það sann­gjarnt að manni sem hefur það eitt til saka unn­ið að vinna þremur klukku­stundum meira í viku hverri en lögin heim­ila skuli vís­að úr landi? Ég segi nei, það er ekki sann­gjarnt,” sagði lög­mað­ur­inn. Og bætti við „Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra hefur margoft sagt að Dan­mörk þurfi á að halda dug­legum og vinnu­sömum erlendum náms­mönnum sem ílend­ist í land­in­u. ­Ger­ardo er lýsandi dæmi um þetta sem Lars Lökke talar um en lögin hitta einmitt ­fyrir svona dugn­að­ar­forka sem vilja sjá fyrir sér og bjarga sér á eigin spýt­ur. Þarna eru lögin allt of ósveigj­an­leg,“ sagði lög­mað­ur­inn. Öll laun Ger­ar­dos hafi verið gefin upp til skatts og lög­mað­ur­inn sagði jafn­framt frá því að sama dag og Ger­ardo fékk bréfið um aft­ur­köllun dval­ar­leyf­is­ins fékk hann bréf frá­ skatt­in­um. Þar var til­kynnt um end­ur­greiðslu vegna ofgreiddra skatta. „Það eru einu pen­ing­arnir sem skjól­stæð­ingur minn hefur fengið frá danska rík­in­u,” sagð­i G­unnar Hom­ann lög­mað­ur.

Skól­inn getur ekk­ert gert

Stjórn­end­ur Við­skipta­há­skól­ans lýsa Ger­ardo sem dug­legum og sam­visku­sömum nem­anda sem hafi ­fallið vel inn í nem­enda­hóp­inn. Þeir segja að vissu­lega hafi hann farið yfir­ þau mörk sem lögin heim­ila hvað vinn­una varði en benda á, eins og lög­mað­ur­ ­Ger­ar­dos, að það sé einmitt svona fólk sem Danir vilji fá til lands­ins. Skól­inn ­geti hins vegar ekk­ert gert.

Þing­menn vilja breyt­ingar á lög­unum

Mál ­Ger­ar­dos hefur vakið tals­verða athygli í Dan­mörku. Stjórn­mála­menn úr öll­u­m ­flokk­um, nema Danska Þjóð­ar­flokkn­um, hafa lýst yfir að þeir vilji breyt­ingar á lög­unum um dval­ar­leyfi. Til­gangur lag­anna sé að tryggja að til Dan­merkur kom­i ­fólk ekki undir fölsku flaggi, þyk­ist ætla í nám en sé í raun komið til­ lands­ins í atvinnu­leit. Þing­maður sem dag­blaðið Politi­ken ræddi við sagði að túlk­un lag­anna væri í til­felli Ger­ar­dos allt of þröng og ynni gegn til­gang­in­um. Inger Støjberg ráð­herra inn­flytj­enda­mála er sama sinnis og hefur til­kynnt að stjórn­in hygg­ist á næst­unni leggja fram frum­varp með breyttum regl­um. Þannig verði skylt að senda  dval­ar­leyf­is­höf­um, eins og til­ ­dæmis Ger­ar­do, eins­konar áminn­ing­ar­bréf, ef þeir hafi unnið meira en lög­in heim­ila. En ekki að aft­ur­kalla dval­ar­leyfið án við­vör­unar eins og nú er gert. Dug­i slík áminn­ing ekki verði dval­ar­leyfið fellt úr gildi. Ekki kom fram í máli ráð­herr­ans hvenær frum­varpið verði lagt fram.

Vonar hið besta

Eins og áður sagði á Ger­ardo Rodriguez að fara frá­ D­an­mörku eigi síðar en 2. októ­ber næst­kom­andi. Þótt lög­maður hans vinn­i öt­ul­lega að því að fá þeirri ákvörðun breytt er óvíst að það tak­ist. Sjálf­ur ­seg­ist Ger­ardo að óbreyttu fara úr landi í lok þessa mán­aðar þótt hann von­ist eftir krafta­verki eins og hann orð­aði það í blaða­við­tali. Ef hann verður að ­yf­ir­gefa landið segir hann að þetta ár sem hann hefur lokið í Við­skipta­há­skól­anum sé tap­að. „Ég bíð og vona hið besta”.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – AMD svarar NVidia og Airpods-lekar
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None