Af hruni fjórflokksins

Ný kosningaspá sýnir Sjálfstæðisflokk og Pírata enn stærsta. Viðreisn sækir enn í sig veðrið og er nú fjórða stærsta stjórnmálaaflið.

Á Alþingi hefur fjórflokkurinn svokallaði yfirleitt notið mikils meirihluta, aukaframboð hafa ekki hoggið stórt skarð. Nú lítur út fyrir að breyting sé að verða á einkenni íslenskrar flokkaskipan.
Á Alþingi hefur fjórflokkurinn svokallaði yfirleitt notið mikils meirihluta, aukaframboð hafa ekki hoggið stórt skarð. Nú lítur út fyrir að breyting sé að verða á einkenni íslenskrar flokkaskipan.
Auglýsing

Í sögu­legu sam­hengi hafa það einkum verið fjórir flokkar sem deilt hafa völdum hér á landi. Þessir flokk­ar, sem oft­ast eru einu nafni kall­aðir „fjór­flokk­ur­inn“ eru jafn­framt grunn­ur­inn af því sem hefur ein­kennt íslenska flokka­skipan frá stofnun lýð­veld­is­ins. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur jafnan verið stærstur og yfir­leitt átt auð­velt með að taka Fram­sókn­ar­flokk­inn með sér í stjórn­ar­sam­starf. Ef kosn­inga­úr­slitin hafa hins vegar þótt Fram­sókn­ar­flokknum í vil hefur for­mað­ur­inn oft­ast hringt í kollega sinn í Val­höll. Ef mál­efna­á­grein­ingur kom upp milli þess­ara flokka varð oft stjórn­ar­kreppa.

Hinir flokk­arnir í fjór­flokknum eru tveir vinstri­flokk­ar. Saga þeirra er mun flókn­ari en saga Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins og hafa þeir gengið undir ýmsum nöfn­um. Síðan um alda­mótin hafa þessir flokkar heitið Sam­fylk­ingin og Vinstri hreyf­ingin - grænt fram­boð. Í öllum kosn­ingum og skoð­ana­könn­unum á síð­ari hluta 20. aldar og á fyrsta ára­tug þeirrar 21. hefur fjór­flokk­ur­inn vegið þyngst og átt hið póli­tíska svið út af fyrir sig, nema þegar fimmti auka­leik­ar­inn hefur troðið sér inn í sen­urnar og jafn­vel valdið nokkrum usla áður en áhorf­endur púa hann niður af svið­inu.

Auglýsing

Á árunum sem liðin eru frá banka­hruni hafa æ fleiri fram­boð rutt sér inn á sviðið til þess að verða þessi fimmti leik­ari. Mörgum hefur mis­tek­ist þetta verk­efni en eftir standa nú þrjú fram­boð sem mæl­ast með nógu mikið fylgi til að geta verið tekið alvar­lega. Fjórir leik­arar eru þess vegna orðnir sjö.

Tveggja turna tal

Í Alþing­is­kosn­ingum síðan árið 1963 hafa Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn yfir­leitt hlotið sam­tals meira en helm­ing atkvæða. Sam­tals voru flokk­arnir með tæp­lega 70 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum 1963. Árið 1999 var það hlut­fall tæp­lega 60 pró­sent. Ára­tug síðar hlutu þessir flokkar ein­ungis 38,5 pró­sent atkvæða sam­an­lagt en fengu svo aftur meiri­hluta fjórum árum síð­ar. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son og Bjarni Bene­dikts­son hringd­ust þess vegna á eins og svo oft áður.

Í nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­son­ar, og öllum kosn­inga­spám sem gerðar hafa verið á þessu ári, eru Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Píratar lang­vin­sæl­ustu fram­boðin til Alþing­is. Í nýj­ustu kosn­inga­spánni sem gerð var 16. sept­em­ber mælist Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn með 26 pró­sent fylgi og Píratar með 24,6 pró­sent fylgi. Píratar eru einn af þessum þremur nýju leik­urum sem vilja deila svið­inu með fjór­flokknum til fram­búð­ar. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur á þessum tíma varla mælst með mikið meira en 10 pró­sent fylgi og er nú með 9,7 pró­sent sam­kvæmt kosn­inga­spánni.

Annar turn­anna virð­ist því vera fall­inn á meðan hinn stendur hálfur eft­ir, við hlið nýs turns.Annað fram­boð sem gerir veru­legt til­kall til hlut­verks í næsta leik­þætti þessa póli­tíska leik­rits er Við­reisn. Það fram­boð hefur und­an­farna mán­uði mælst með um tíu pró­sent fylgi. Í nýj­ustu kosn­inga­spánni er Við­reisn með 10,4 pró­sent og hefur aldrei mælst vin­sælli.

Þriðja fram­boðið sem hlýtur nógu mikið fylgi til þess að eftir því verði tekið er Björt fram­tíð. Und­an­farin miss­eri hafa vin­sæld­irnar ekki mælst miklar – aðeins um fjögur pró­sent – en það er hins vegar erfitt að áætla hvaðan flokk­ur­inn sækir það fylgi. Á lands­vísu er reiknað með að fram­boð þurfi um það bil fimm pró­sent atkvæða til þess að ná manni á þing en það segir auð­vitað bara hálfa sögu. Í einu kjör­dæm­inu gæti flokk­ur­inn notið mun meira fylgis en hann gerir í öllum hin­um. Í kosn­ing­unum árið 2013 hlaut flokk­ur­inn 8,2 pró­sent atkvæða og á kjör­tíma­bil­inu sem er að ljúka hefur Björt fram­tíð sex þing­menn.Hrun flokka­kerf­is­ins

Flokka­kerfið – sem við höfum hingað til kallað fjór­flokk­inn – virð­ist vera á und­an­haldi. Á fáeinum árum hafa vin­sældir rót­grónu stjórn­mála­flokk­anna fallið og svo virð­ist sem að stuðn­ingur við þá verði mun minni en nokkru sinni í kosn­ing­unum 29. októ­ber. Fylgi við Sjálf­stæð­is­flokk­inn sjaldan verið jafn lít­ið, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er krísu og Sam­fylk­ingin hefur aldrei mælst jafn illa.Sam­an­burður á nið­ur­stöðum kosn­inga við nýj­ustu kosn­inga­spána renna stoðum undir þessa til­gátu. Árið 1963 fengu flokk­arnir sem þá skip­uðu fjór­flokk­inn sam­tals 99,8 pró­sent atkvæða. Árið 1987, þegar einn vin­sæl­asti fimmti leik­ar­inn, Borg­ara­flokk­ur­inn, steig fram á sviðið hlaut fjór­flokk­ur­inn 74,6 pró­sent atkvæða. Í kosn­ing­unum árið 2009, fáeinum mán­uðum eftir banka­hrun­ið, hlaut fjór­flokk­ur­inn 90 pró­sent atkvæða. Sam­kvæmt kosn­inga­spánni í dag mun fjór­flokk­ur­inn hins vegar ein­ungis fá 58,1 pró­sent atkvæða.

Um kosn­inga­spána 16. sept­em­ber

Nýjasta kosn­inga­spáin tekur mið af fjórum nýj­ustu könn­unum sem gerðar hafa verið á fylgi fram­boða í Alþing­is­kosn­ing­unum í haust. Í spálík­an­inu eru allar kann­anir vegnar eftir fyrir fram ákveðnum atrið­um. Þar vega þyngst atriði eins og stærð úrtaks, svar­hlut­fall, lengd könn­un­ar­tíma­bils og sögu­legur áreið­an­leiki könn­un­ar­að­ila. Í kosn­inga­spánni 16. sept­em­ber er það nýjasta könn­unin sem hefur mest vægi. Helg­ast það aðal­lega af lengd könn­un­ar­tíma­bils­ins og fjölda svar­enda í könn­un­inni, miðað við hinar þrjár sem vegnar eru. Kann­an­irnar sem kosn­inga­spáin tekur mið af eru:

  • Þjóð­ar­púls Gallup 31. ágúst til 14. sept­em­ber (vægi: 42,2%)
  • Skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins 6. til 7. sept­em­ber (vægi: 15,0%)
  • Þjóð­ar­púls Gallup 26. júlí til 31. ágúst (vægi 25,6%)
  • Skoð­ana­könnun MMR 22. ágúst til 29. ágúst (vægi 17,2%)

Kosn­­­­­­­­inga­­­­­­­­spálíkan Bald­­­­­­­­urs Héð­ins­­­­­­­­sonar miðar að því að setja upp­­­­­­­­lýs­ing­­­­­­­­arnar sem skoð­ana­kann­­­­­­­­anir veita í sam­hengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­­­­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­­­­­­inga. Kjarn­inn birti Kosn­­­­­­­­inga­­­­­­­­spá Bald­­­­­­­­urs fyrir sveit­­­­­­­­ar­­­­­­­­stjórn­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­kosn­­­­­­­­ing­­­­­­­­arnar og reynd­ist sú til­­­­­­­­raun vel. Á vefnumkosn­­­­­­­­inga­­­­­­­­spá.is má lesa nið­­­­­­­­ur­­­­­­­­stöður þeirrar spár og hvernig vægi kann­ana var í takt við frá­­­­­­­­vik kann­ana miðað við kosn­­­­­­­inga­úr­slit­in.

Áreið­an­­­­­­­­leiki könn­un­­­­­­­­ar­að­ila er reikn­aður út frá sög­u­­­­­­­­legum skoð­ana­könn­unum og kosn­­­­­­­­inga­úr­slit­­­­­­­­um. Einnig hefur það vægi hversu langt er síðan könn­unin var fram­­­­­­­­kvæmd og svo hversu margir svara í könn­un­un­­­­­­­­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None