Segir ummæli í Vigdísarskýrslunni vera atvinnuróg, meiðyrði og svívirðingar

Þorsteinn Þorsteinsson, aðalsamningamaður Íslands við endurskipulagningu bankanna, er harðorður út í skýrslu meirihluta fjárlaganefndar sem birt var á mánudag. Í bréfi hans til nefndarinnar segir hann vegið að starfsheiðri sínum með niðrandi ummælum.

Guðlaugur Þór Þórðarson og Vigdís Hauksdóttir kynntu skýrsluna á mánudag.
Guðlaugur Þór Þórðarson og Vigdís Hauksdóttir kynntu skýrsluna á mánudag.
Auglýsing

Þor­steinn Þor­steins­son, aðal­samn­inga­maður íslenska rík­is­ins við end­ur­reisn við­skipta­bank­anna, segir að skýrsla meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar, „Einka­væð­ing bank­anna hin síð­ar­i“, vegi alvar­lega að starfs­heiðri sínum með ýmsum niðr­andi ummæl­um. „Sem leik­mað­ur geri ég mér þó ekki grein fyrir hvort þau ummæli, sem að mínu mati eru atvinnuróg­ur, meið­yrði og sví­virð­ing­ar, varði við lög.“ Þetta kemr fram í bréfi sem Þor­steinn sendi fjár­laga­nefnd og for­seta Alþingis í dag. 

Vig­dís Hauks­dótt­ir, for­maður fjár­laga­nefnd­ar, og Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, vara­for­maður nefnd­ar­inn­ar, kynntu skýrsl­una fyrir frétta­mönnum á mánu­dag. Í henni eru lagðar fram fjöl­margar ásak­anir gagn­vart þeim stjórn­mála­mönn­um, emb­ætt­is­mönnum og sér­fræð­ingum sem unnu að end­ur­reisn banka­kerf­is­ins á árinu 2009. Á einum stað hennar segir m.a. að skjölin sem skýrslan byggi á sýni „und­ar­legan ótta samn­inga­manna við kröfu­haf­ana og van­meta­kennd gagn­vart hátt laun­uðum lög­fræð­inga­her þeirra. Þau sýna sér­kenni­lega áráttu íslenska samn­inga­fólks­ins til að gæta hags­muna við­semj­enda sinna og tryggja að þeir bæru ekki skarðan hlut frá borð­i.“

Jóhannes Karl Sveins­son, hæsta­rétt­ar­lög­maður sem kom að samn­ings­gerð­inni,sagði við RÚV ígær að hann teldi að ávirð­ing­arnar sem settar séu fram í skýrsl­unni séu sví­virði­leg­ar. „ Þarna er vikið orðum að ­samn­inga­mönn­um og ­samn­inga­fólki, þarna er undir fjöldi fólks, ráðu­neyt­is­fólks, emb­ætt­is­manna og ann­arra sér­fræð­inga þarna komu að. Mér fannst þetta algjör sví­virða og sér í lagi vegna þess að það var ekki talað við einn ein­asta mann sem að þessu hafði komið og hefði getað útskýrt málið fyrir þeim sem sömdu þessa skýrslu,“ sagði Jóhannes Karl.

Auglýsing

Guð­laugur Þór  baðst í gær afsök­unar á því að orða­lag í skýrsl­unni sé þannig að hægt sé að skilja það sem „árásir eða gagn­rýni á emb­ætt­is­­menn og sér­­fræð­inga sem komu að málum og sinntu verkum sínum af sam­visku­­sem­i“. Hann boð­aði einnig að orða­lag skýrsl­unnar verði end­­ur­­skoð­að. „Gild­is­hlaðin orð eða annað sem valdið getur mis­­skiln­ingi verður fjar­lægt þannig að efn­is­­leg umræða fari fram.“ Aldrei hafi verið ætlun meiri­hluta fjár­­laga­­nefndar að vega að starfs­heiðri ein­stak­l­inga sem eiga ekki annað skilið en þakkir fyrir sín störf. Vig­dís hefur ekki beðist afsök­unar á orða­lagi skýrsl­unn­ar.

Kjarn­inn fjall­aði ítar­­lega um skýrsl­una í frétta­­skýr­ingu á þriðju­dag.

Fjöl­margar ásak­anir

Fjöl­margar ásak­­anir eru settar fram í skýrsl­unni. Í henni seg­ir  að rík­­­is­­­stjórn Jóhönnu Sig­­­urð­­­ar­dótt­­­ur, og sér­­­stak­­­lega fjár­­­­­mála­ráðu­­­neytið undir stjórn Stein­gríms J. Sig­­­fús­­­son­­­ar, í sam­­­starfi við emb­ætt­is­­­menn og Seðla­­­banka Íslands, hafi ákveðið að hefja aðför gegn neyð­­­ar­lög­unum í febr­­­úar 2009 með það að mark­miði að færa kröf­u­höfum föllnu bank­anna betri end­­­ur­heimt­­­ir. Í þess­­­ari aðför var ákveðið að hundsa þau drög að stof­­­nefna­hags­­­reikn­ingum nýju bank­anna þriggja sem birt voru á heima­­­síðu Fjár­­­­­mála­eft­ir­lits­ins (FME) 14. nóv­­­em­ber 2008. Í skýrsl­unni er síðan reiknað út að rík­­­is­­­sjóður hafi tekið á sig 296 millj­­­arða króna í áhættu í þágu kröf­u­hafa með þessum aðgerð­­­um.

Í frétta­til­kynn­ingu vegna útkomu skýrsl­unnar sagði að skýrslan taki „af allan vafa um áhættu skatt­greið­enda sem átti sér stað við afhend­ingu bank­anna til kröf­u­hafa.[...]Ekki verður önnur ályktun dregin en að samn­inga­­­gerðin afi að stórum hluta gengið út á að frið­­­þægja kröf­u­haf­ana með því að afhenda þeim eign­­­ar­hald á bönk­­­un­­­um.“

Lyk­il­at­riði í kynn­ingu á skýrsl­unni, sem notað var til að draga þessa álykt­un, er fund­­ar­­gerð stýrinefndar rík­­is­­stjórn­­­ar­innar og ráð­gjafa henn­­ar, Hawk­point, frá 10. mars 2009. Í frétta­til­kynn­ingu sem send var út vegna útkomu skýrsl­unnar segir að í þess­­ari fund­­ar­­gerð megi finna „sér­­stakt við­horf samn­inga­­manna rík­­is­ins t.d. má nefna orð ráðu­­neyt­is­­stjóra í fjár­­­mála­ráðu­­neyt­inu á fundi eftir að samn­ingar við kröf­u­hafa voru komnir þangað inn á borð. Þar sagði hann „mik­il­vægt að trufla ekki sam­­band skila­­nefnd­anna og kröf­u­haf­anna. Ríkið vill frið­­þægja kröf­u­hafa eins og mög­u­­legt er.““ 

Fund­­ar­­gerð­­irnar voru rit­aðar á ensku en meiri­hluti fjár­­laga­­nefnd­ar fékk að sögn lög­­gilta skjala­þýð­endur til að þýða þær. Þeir komust að þeirri nið­­ur­­stöðu að setn­ing­in: „The state wants to app­e­ase the creditors to the extent possi­ble þýði „Ríkið vill frið­­þægja kröf­u­hafa eins og mög­u­­legt er“.

Sam­­kvæmt orða­­bók þýðir orðið „app­e­a­­se“ hins vegar ekki frið­­þæg­ing, heldur að friða, róa, stilla eða sefa. Enska orðið fyrir frið­­þæg­ingu er „ato­­nem­ent“.

Ráðu­­neyt­is­­stjór­inn sem um ræðir er Guð­­mundur Árna­­son, sem er enn í dag ráðu­­neyt­is­­stjóri í fjár­­­mála­ráðu­­neyt­inu.

Sýnd­ar­rétt­ar­höld

Þor­steinn segir í bréfi sínu að hann myndi ekki mæta á fund fjár­laga­nefndar til að ræða sinn þátt í mál­inu. „Eins og meiri­hluti Fjár­laga­nefndar hefur lagt málið upp verður að telja að slíkur fundur verði ekki annað en ein­hvers­konar sýnd­ar­rétt­ar­höld og tel ég mér ekki skylt að mæta til þeirra.“ Ef Alþingi þætti henta að kalla til óháða erlenda aðila til að fara yfir end­ur­reisn við­skipta­bank­anna þriggja á árinu 2000 væri honum þó ljúft að fara yfir málið með þeim. „Ég tek þó fram að aðili sem ráð­inn yrði af meiri­hluta Fjár­laga­nefndar væri ekki óháður í mínum huga.“

Bréf Þor­steins í heild sinni:

Reykja­vík, 16. sept­em­ber 2016

Til Fjár­laga­nefndar Alþingis

Á árinu 2009 vann ég und­ir­rit­aður að end­ur­reisn við­skipta­bank­anna þriggja sem starfs­maður Fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins og leiddi vissa þætti þeirrar vinnu. Ég hef sem slíkur kynnt mér efni skýrslu meiri­hluta Fjár­laga­nefndar sem nefnd er Einka­væð­ing bank­anna hin síð­ari. Ég tel að í skýrsl­unni  sé með ýmsum niðr­andi ummælum vegið alvar­lega að starfs­heiðri mín­um. Sem leik­maður geri ég mér þó ekki grein fyrir hvort þau ummæli, sem að mínu mati eru atvinnuróg­ur, meið­yrði og sví­virð­ing­ar, varði við lög. 

Við sem unnum að end­ur­reisn við­skipta­bank­anna á árinu 2009  lögðum nótt við nýtan dag við að koma upp traustu banka­kerfi sem gæti tekið til við fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu atvinnu­lífs og heim­ila en jafn­framt lögðum við áherslu á að verja hag rík­is­sjóðs. Allt sem lagt var upp með gekk eft­ir, bæði hvað varðar styrk fjár­mála­kerf­is­ins og getu þess til að end­ur­skipu­leggja fjár­hag fyr­ir­tækja og heim­ila og enn­fremur fjár­hag rík­is­sjóðs. Því sætir það nokk­urri furðu að nú, sjö árum síð­ar, komi fram aðilar sem telja að allt hafi þetta verið illa gert og að mestu und­ir­lægju­háttur við erlenda kröfu­hafa.  

Ég heyrði í fjöl­miðlum eftir birt­ingu skýrsl­unnar að for­maður nefnd­ar­innar teldi að næstu skref yrðu ann­að­hvort að kalla aðila máls­ins, sem túlka má sem eins­konar sak­born­inga, á fund nefnd­ar­innar sem væri þá opinn fjöl­miðlum eða þá að fá óháða aðila til að leggja mat á mál­ið.

Í þessu sam­bandi vil ég taka fram að eins og meiri­hluti Fjár­laga­nefndar hefur lagt málið upp verður að telja að slíkur fundur verði ekki annað en ein­hvers­konar sýnd­ar­rétt­ar­höld og tel ég mér ekki skylt að mæta til þeirra. 

Hins­vegar ef Alþingi þætti henta að kalla til óháða erlenda aðila til að fara yfir end­ur­reisn við­skipta­bank­anna þriggja á árinu 2009 væri mér ljúft að fara yfir málið með þeim aðil­um. Ég tek þó fram að aðili sem ráð­inn yrði af meiri­hluta Fjár­laga­nefndar væri ekki óháður í mínum huga.

Ég vil einnig taka fram að ekki hefur verið leitað til mín eða borin undir mig nein efn­is­at­riði hinnar svoköll­uðu skýrslu.

Virð­ing­ar­fyllst,

Þor­steinn Þor­steins­son  

Afrit af bréfi þessu verður sent til for­seta Alþing­is.

Afrit af bréf­inu verður einnig afhent fjöl­miðlum til að mín afstaða til þessa máls verði lýðum ljós.   

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None