Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra situr sannarlega ekki á friðarstóli um þessar mundir.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Stríð í Framsóknarflokknum

Framsóknarflokkurinn logar stafna á milli. Tvær fylkingar hafa myndast vegna komandi formannsframboðs og ásakanir um óheiðarleika og svikabrigsl ganga á víxl. Allir aðalleikendurnir verða í þinglokki Framsóknar eftir kosningar. Verður hann starfhæfur?

Inn­an­flokks­deilur Fram­sókn­ar­flokks­ins voru opin­ber­aðar um helg­ina. Þótt flestum sem fylgj­ast náið með stjórn­málum hafi verið það full ljóst í lengri tíma að ekki væri ein­ing innan flokks­ins um for­mennsku Sig­mundar Davíð Gunn­laugs­sonar þá kemur sú mikla harka sem færst hefur í slag­inn á milli fylk­inga und­an­farna daga á óvart. Sér­stak­lega í ljósi þess að rúmur mán­uður er til kosn­inga og við blasir að flestir aðal­leik­ar­arnir í hinu dramat­ísku upp­gjöri munu þurfa að starfa saman í þing­flokki Fram­sókn­ar­flokks­ins að þeim lokn­um.

Miðað við skoð­ana­kann­anir - Fram­sókn mælist með um tíu pró­sent fylgi - þá mun sá þing­flokkur verða mun minni en hann er í dag. Flokk­ur­inn hefur nú 19 þing­menn en gæti setið uppi með sjö eða átta þing­menn eftir kom­andi kosn­ingar taki fylgið ekki við sér. Þeir þing­menn sem eru lík­leg­astir að ná þeim sætum skipt­ast á milli þeirra fylk­ingar sem takast nú hat­ram­lega á, og eru kenndar við Sig­urð Inga Jóhanns­son for­sæt­is­ráð­herra ann­ars vegar og Sig­mund Davíð hins veg­ar.

Hófst allt með bréfi

Sú atburða­rás óein­ingar sem mun ná hápunkti um kom­andi helgi á flokks­þingi Fram­sókn­ar­flokks­ins virð­ist hafa haf­ist í lok júlí, þegar Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son sendi flokks­mönnum bréftil að boða end­ur­komu sína í stjórn­mál eftir sjálf­skip­aða útlægð í kjöl­far Wintris-­máls­ins, sem kost­aði hann for­sæt­is­ráð­herra­stól­inn.

Í bréf­inu gagn­rýni Sig­mundur Davíð harð­lega þá ákvörðun að flýta kosn­ing­um. Sú ákvörðun var tekin af for­svars­mönnum rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þeim Sig­urði Inga og Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Þótt að Sig­mundur Davíð hafi ein­ungis nefnt Sjálf­stæð­is­flokk­inn sem söku­dólg í bréf­inu þá tók Sig­urður Ingi gagn­rýn­ina einnig til sín. Hann stað­festi það í við­tölum um liðna helgi. Það var líka ljóst að Sig­mundur Davíð leit ekki svo á að Wintris-­málið hefði valdið honum rétt­mætum skaða. Þvert á móti telur hann sig hafa verið leiddan í gildru að ósekju og vera fórn­ar­lamb frekar en ger­anda í mál­inu.

Wintris-málið vakti heimsathygli. Og kostaði Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherrastólinn. Málið gæti líka kostað hann formennsku í Framsóknarflokknum.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Þeirri óánægju sem grass­er­aði innan hluta Fram­sókn­ar­flokks­ins með Sig­mund Davíð var þó haldið innan flokks. Það tíðkast enda ekki hjá þessum 100 ára gamla flokki að viðra óhreina þvott­inn sinn. Átökin voru þó sýni­leg að því leyti að sá hópur sem styður Sig­mund Davíð reyndi að koma í veg fyrir að boðað yrði til flokks­þings í aðdrag­anda kosn­inga, þar sem fram myndi fara for­ystu­kjör. Hann tap­aði þeirri bar­áttu. Öll kjör­dæmi utan Norð­aust­ur­kjör­dæm­is, þar sem Sig­mundur Davíð sit­ur, vildu flokks­þing.

Sóknin að Sig­mundi hefst af alvöru

Þann 10. sept­em­ber hófst síðan sóknin að Sig­mundi Davíð af alvöru. Þá var hald­inn mið­stjórn­ar­fundur Fram­sókn­ar­flokks­ins í Hofi á Akur­eyri. Þar flutti Sig­mundur Davíð rúm­lega klukku­tíma langa ræðu studdur glærum með sterku mynd­máli þar sem hann fór yfir stöðu stjórn­mála, árangur sinn og það sem hann telur vera þaul­skipu­lagða aðför að sér. Þátt­tak­endur í þeirri meintu aðför eru stórir leik­endur í alþjóða­fjár­mála­kerf­inu og fjöl­miðlar víða um heim. Aðgangur að fund­inum var opinn öllum á meðan að ræða Sig­mundar Dav­íðs stóð yfir en síðan var skellt í lás á fund­inum og ein­ungis þeir sem áttu fund­ar­setu­rétt fengu að vera áfram inni.

Ekki var gert ráð fyrir því að Sig­urður Ingi myndi taka til máls á fund­in­um, þrátt fyrir að hann væri for­sæt­is­ráð­herra. Hann kvaddi sér því hljóðs undir öðrum lið og hélt ræðu sem vakti mikla athygli. Þar til­kynnti Sig­urður Ingi að hann treysti sér ekki til að starfa áfram sem vara­for­maður flokks­ins eftir kom­andi flokks­þing vegna sam­skipta­örð­ug­leika í for­ystu Fram­sókn­ar­flokks­ins. Það duld­ist engum að þar átti hann við Sig­mund Dav­íð. Inni­haldi ræð­unnar var síðan skipu­lega lekið til nær allra fjöl­miðla. Ágrein­ing­ur­inn hafði verið opin­ber­að­ur.

Þriðju­dag­inn 13. sept­em­ber birt­ist svo viðtal við Guðna Ágústs­son, fyrr­ver­andi for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins og mik­inn áhrifa­mann innan hans í ára­tugi, á for­síðu Frétta­blaðs­ins. Þar sagði Guðni að hann vildi að Sig­mundur Davíð viki og að Sig­urður Ingi, sem er úr Suð­ur­kjör­dæmi Guðna, tæki við. Ljóst var að yfir­lýs­ing Guðna kom stuðn­ings­mönnum Sig­mundar Davíð mjög á óvart. Anna Sig­­ur­laug Páls­dótt­ir, eig­in­­kona Sig­­mundar Dav­­íðs Gunn­laugs­­son­­ar, og Gunn­laugur Sig­­munds­­son, faðir hans, gagn­rýndu bæði Guðna í kjöl­farið fyrir orð hans um Sig­mund Dav­íð.

Tíu daga svika­logn

Í kjöl­farið varð tíu daga svika­logn á undan stormi helg­ar­inn­ar. Sig­mundur Dav­íð sigr­aði með yfir­burðum í kosn­ingum á kjör­dæma­þings­kosn­ingum í Norð­aust­ur­kjör­dæmi þar sem þrír sitj­andi þing­menn buðu sig fram á móti hon­um. Alls fékk for­mað­ur­inn 72 pró­sent greiddra atkvæða. Hösk­uldur Þór­halls­son, helsti inn­an­flokksand­stæð­ingur Sig­mundar Dav­íðs, var nið­ur­lægður í kosn­ing­unni og fékk ein­ungis 24 atkvæði, eða um tíu pró­sent. Þótt Sig­mundur Davíð reyndi að mála nið­ur­stöð­una sem mikla stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við sig þá blasti við að á bak við sigur hans voru ein­ungis 170 atkvæði hörð­ustu stuðn­ings­manna hans í heima­kjör­dæm­inu. Hún sagði ekk­ert nema það að Sig­mundur Davíð var enn með ágæt­lega sterka stöðu á meðal þess hóps sem staðið hefur þétt­ast við bakið á honum frá því að hann varð for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins árið 2009.

Á fimmtu­dag, 22. sept­em­ber, fóru fram fyrstu leið­togaum­ræður RÚV vegna kom­andi kosn­inga. Þar fór Sig­mundur Davíð mik­inn þegar hann var spurður út í Wintris-­málið. Hann gerði athuga­semd við það að spyrlar þátt­ar­ins gæfu sér að kosn­ingum hefði verið flýtt vegna máls­ins, hélt því fram að hann hafi aldrei átt hlut í eignum Wintris og Tortóla á Bresku Jóm­frú­areyj­unum væri ekki skatta­skjól. Engin þess­ara full­yrð­inga stand­ast nán­ari skoð­un, líkt og Stað­reynda­vakt Kjarn­ans sýndi fram á fyrr í dag.

Ljóst var þeir þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins sem vilja skipta um mann í brúnni sáu sér leik á borði eftir þá frammi­stöðu. Boðað var til þing­flokks­fundar með skömmum fyr­ir­vara dag­inn eftir til að fara yfir mál­in. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans stóð til að leggja fram bókun á fund­inum um að þing­flokk­ur­inn styddi Sig­urð Inga gegn sitj­andi for­manni. Slík bókun var ekki sam­þykkt né lögð fram á end­anum en upp­lifun þing­manna flokks­ins af honum er svo ólík að það er lík­ara því að þeir hafi ekki verið að sitja sama fund­inn.

Þegar fund­inum lauk loks á fimmta tím­an­um, en hann hafði haf­ist klukkan klukkan eitt eftir hádegi, sagði Sig­mundur Davíð við fjöl­miðla að hann mæti stöðu sína góða. Fund­ur­inn hafi ekki verið ætl­aður til að kveða upp um for­ystu, það væri verk­efni flokks­þings.

Tveimur tímum síðar hófst kvöld­frétta­tími RÚV. Þar var Sig­urður Ingi í beinni útsend­ingu frá Akur­eyri, en hann hafði þurft að fara snemma af þing­flokks­fund­inum til að vera við­staddur ráð­stefnu um stjórn­ar­skrár­mál þar. Í við­tal­inu til­kynnti hann um for­manns­fram­boð sitt á flokks­þing­inu í byrjun októ­ber. Ákvörð­unin væri tekin vegna þeirrar ólgu sem ríkti innan Fram­sókn­ar­flokks­ins og í kringum for­ystu hans.

Átta dögum fyrir flokks­þing og tæpum mán­uði fyrir kosn­ingar hafði sprengju verið kastað inn í starf Fram­sókn­ar­flokks­ins. Í stað þess að stilla saman strengi fyrir kosn­inga­bar­áttu var flokk­ur­inn klof­inn í herðar nið­ur. Og það í beinni útsend­ingu í sjón­varpi allra lands­manna.

Sápu­óperan Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn

Sápu­óperan sem fylgdi í kjöl­farið hefði slegið öll áhorf­enda­met ef um leikna þátta­röð hefði verið að ræða. Sig­urður Ingi mætti í Viku­lokin á Rás 1 snemma morg­uns á laug­ar­dag og sagði að Sig­mundi Davíð hefði ekki tek­ist að end­ur­heimta traust flokks­manna. Eygló Harð­ar­dótt­ir, rit­ari Fram­sókn­ar­flokks­ins og ráð­herra í sitj­andi rík­is­stjórn, opin­ber­aði svo stuðn­ing sinn við Sig­urð Inga með því að segja að hún myndi sækj­ast eftir vara­for­mennsku ef hann yrði for­mað­ur.

Sig­mundur Davíð mætti síðan í beina útsend­ingu í kvöld­fréttir Stöðvar 2 og sagði Sig­urð Inga hafa svikið sig. Hann hafi beðið vara­for­mann sinn um tvennt þegar hann tók við emb­ætt­inu af hon­­um. Ann­­ars vegar að halda sér upp­­lýstum um gang mála og hins vegar að bjóða sig ekki fram gegn honum í for­­manns­­kjöri í Fram­­sókn­­ar­­flokkn­­um. Hvor­ugt hafi gengið eft­­ir.

Sig­urður Ingi náði síðan frum­kvæð­inu á ný í ótrú­legu við­tali í útvarps­þætt­inum Sprengisandi í gær­morg­un. Þar upp­lýsti hann um að þing­flokkur Fram­sókn­ar­flokks­ins hefði verið búinn að ákveða að setja Sig­mund Davíð af sem for­sæt­is­ráð­herra á fundi hans 5. apríl síð­ast­lið­inn, í kjöl­far Wintris-­máls­ins. Ástæðan hafi verið trún­að­ar­brestur milli þing­flokks­ins og Sig­mundar Dav­íðs vegna Wintris-­máls­ins og eft­ir­mála þess. Þetta voru nýjar upp­lýs­ingar þar sem að opin­ber­lega hefur alltaf verið látið að því liggja að Sig­mundur Davíð hafi sjálfur óskað eftir því við þing­flokk­inn að stíga til hliðar til að liðka fyrir áfram­hald­andi lífi rík­is­stjórnar Fram­sóknar og Sjálf­stæð­is­flokks.

Mánudaginn 4. apríl mótmæltu um 26 þúsund manns Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, öðrum stjórnmálamönnum sem áttu aflandsfélög og almennu siðleysi í landinu. Um var að ræða fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar. Daginn eftir sagði Sigmundur Davíð af sér sem forsætisráðherra.
MYND: Birgir Þór Harðarson

Sig­urður Ingi sagð­ist hafa viljað gefa for­mann­inum tæki­færi til að vinna aftur traust og trú­verð­ug­leika og koma í veg fyrir að fylk­ingar myndu skap­ast innan flokks­ins. Þess vegna hafi hann varið for­mann­inn grimmi­lega út á við. Sig­urður Ingi hafn­aði því hins vegar að hafa gefið honum nýlegt lof­orð um að bjóða sig ekki fram gegn hon­um. Það er þó í and­stöðu við það sem Sig­urður Ingi sagði á Sprengisandi í byrjun júní. Þar hafn­aði hann því að bjóða sig fram til for­manns og sagði: „Ég hef sagt að ég muni aldrei bjóða mig fram gegn honum [Sig­mundi Dav­íð].“

Bak­tjald­ar­makk og und­ir­mál

Síð­asti sól­ar­hringur hefur farið í að þing­menn og áhrifa­fólk innan Fram­sókn­ar­flokks­ins hefur raðað sér niður á fylk­ing­ar. Eygló og þing­menn­irnir Silja Dögg Gunn­ars­dóttir og Karl Garð­ars­son styðja Sig­urð Inga opin­ber­lega. 

Frá­far­andi þing­menn­irnir Vig­dís Hauks­dóttir og Þor­steinn Sæmunds­son styðja bæði Sig­mund Dav­íð. Vig­dís hefur enn fremur hafnað því að þing­flokk­ur­inn hafi ætlað að setja Sig­mund Davíð af sem for­sæt­is­ráð­herra í apr­íl. Það gera tveir ráð­herr­ar, Gunnar Bragi Sveins­son og Lilja Dögg Alfreðs­dótt­ir, líka. Bæði Gunnar Bragi og Vig­dís hafa verið harð­orð í fjöl­miðlum um ákvörðun Sig­urðar Inga. Gunnar Bragi sagði í kvöld­fréttum Stöðvar 2 í gær að það væri alveg ljóst að það hefði verið bak­tjalda­makk og und­ir­mál í flokkn­um. „Fyrir mér er alveg ljóst að það er búið að vera að plana þetta lengi og mér sýn­ist Sig­urður Ingi og Eygló vera saman í ein­hvers­konar liði. Svo þegar maður skoðar mynd­ina þá kannski hugsar maður til baka og hugsar hvers­konar kjáni maður er búinn að vera að sjá þetta ekki, hvað er búið að vera í píp­un­um.“

Óljóst er hvar margir hinna þing­manna flokks­ins standa.

Verður þing­flokk­ur­inn starf­hæf­ur?

Staðan innan Fram­sókn­ar­flokks­ins er því þannig í dag að heift­úð­leg inn­an­flokksá­tök eru að rífa flokk­inn á hol. Að öllu óbreyttu verður kosið á milli Sig­urðar Inga og Sig­mundar Dav­íðs um næstu helgi. Nið­ur­staða þess upp­gjörs mun skilja aðra hvora fylk­ing­una eftir í sárum og erfitt verður að sjá hana vinna náið með hinni þegar hjaðn­inga­víg­unum lýk­ur.

Það verður hún þó að gera. Fyrir liggur nefni­lega að fram­boðs­listar Fram­sókn­ar­flokks­ins eru til­búnir í öllum kjör­dæmum og öll kjör­dæma­þing hafa þegar kosið for­ystu­menn á lista flokks­ins. Miðað við fylgi Fram­sóknar í könn­un­um, sem mælist í kringum tíu pró­sent, getur flokk­ur­inn ekki átt von á því að fá fleiri en sjö eða átta þing­menn, hald­ist það óbreytt fram að kosn­ing­um. Í þeim hópi verði flestir þeirra sem opin­ber­lega lýst yfir stuðn­ingi við annað hvorn fram­bjóð­and­ann í for­manns­slagn­um, og auð­vitað bæði Sig­urður Ingi og Sig­mundur Dav­íð. Það verður áhuga­vert að sjá þennan hóp vinna saman í þing­flokki, eða jafn­vel rík­is­stjórn, að kosn­ingum lokn­um.

Þótt heiftin sé mikil í dag, og ásak­anir um svika­brigsl og sam­særi fyr­ir­ferða­miklar, þá er ekki úti­lokað að hægt verði að plástra yfir svöðusárin í flokknum og halda áfram. Fyrir því eru for­dæmi úr íslenskri póli­tík.

Þrettán dögum fyrir kosn­ing­arnar 2013 til­kynnti Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í þætt­inum For­ystu­sætið á RÚV að hann væri að íhuga að segja af sér. Fyrr um dag­inn hafði Við­skipta­blaðið birt nið­ur­stöðu skoð­ana­könn­unar sem sýndi að mun fleiri væru reiðu­búnir að kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn ef Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, þá vara­for­maður flokks­ins, væri for­maður í stað Bjarna.



Þegar Bjarni var spurður út í þetta komst hann við og sagð­ist hann aldrei hafa kveinkað sér undan árásum and­stæð­inga sinna og að sér hefði aldrei komið til hugar að hætta sem for­maður þess vegna. Það væri hins vegar erf­ið­ara að takast á við gagn­rýni innan flokks­ins og eins yrði hann að skoða þá stöðu sem væri komin upp. Hann sagði að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem könnun sem þessi birt­ist í Við­skipta­blað­inu, sem væri í eigu fyrr­ver­andi kosn­inga­stjóra Hönnu Birnu og starfs­menn þar sem styddu Hönnu Birnu. Fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins var á þessum tíma að mæl­ast rétt rúm­lega 20 pró­sent. Bjarni sagði þó ekki af sér, flokk­ur­inn fékk 26,7 pró­sent í kosn­ing­unum og varð stærsti flokkur lands­ins. Bjarni setti Hönnu Birnu ekki út í kuld­ann heldur gerði hana að ráð­herra í rík­is­stjórn. Hún sagði síðar af sér emb­ætti vegna leka­máls­ins og er nú að hætta í stjórn­mál­um. Staða Bjarna sem flokks­for­manns hefur á hinn bóg­inn lík­ast til aldrei verið sterk­ari.

Hvort Fram­sókn tak­ist að vinna úr inn­an­meinum sínum á sam­bæri­legan hátt verður hins vegar að koma í ljós. Og miðað við þá hörku sem er í þeim slag verður að telj­ast lík­legt að örin sem hann muni skilja eftir verði mun dýpri en um var að ræða hjá Sjálf­stæð­is­mönn­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar