Kaupmannahöfn
Auglýsing

Dönsk stjórn­völd hafa lagt fram áætlun sem miðar að því að auka straum ferða­manna til Dan­merk­ur. Þótt ferða­mönnum sem koma til lands­ins hafi fjölgað á und­an­förnum árum þykir stjórn­völdum að betur megi gera, sér­stak­lega á svæðum við haf­ið.

Áætlun stjórn­ar­innar „Dan­mark i vækst - Den nationale stra­tegi for dansk turisme“ var birt fyrir nokkrum dög­um. Troels Lund Poul­sen ráð­herra atvinnu­mála kynnti áætl­un­ina sem nær til árs­ins 2025. Ráð­herr­ann sagði að ferða­þjón­ustan hefði sem betur fer náð sér á strik eftir mikið bakslag í kjöl­far banka­krepp­unnar en fjölgun ferða­manna væri minni en í nágranna­lönd­un­um. Við þessu þurfi að bregð­ast. 

2015 var metár í danskri ferða­þjón­ustu

Engar áreið­an­legar tölur eru til um þann fjölda ferða­manna sem heim­sækir Dan­mörku á hverju ári. Ástæða þess er að engin skrán­ing af neinu tagi fer fram þegar fólk kemur til lands­ins, enda leið­irnar marg­ar. Allar tölur um fjölda ferða­manna eru byggðar á upp­lýs­ingum gisti­staða. Gistinætur árið 2015 voru 49.1 millj­ón, fleiri en nokkru sinni fyrr. Inni í þess­ari tölu eru Danir sem ferð­ast um og gista í eigin landi. Mark­mið stjórn­valda er að árið 2025 verði gistinæt­urnar 17 millj­ónum fleiri, ­sem sé 66.1 millj­ón. Gangi þetta eftir þýðir það að veltan í danskri ferða­þjón­ustu verður 140 millj­arðar króna, 2411 millj­arðar íslensk­ir.

Auglýsing

Þjóð­verjar langstærsti hóp­ur­inn

Af íbúum ein­stakra landa, utan Dan­merk­ur, eru Þjóð­verjar lang­fjöl­menn­astir þeirra sem sækja Dan­mörku heim. Í yfir­liti danskra ferða­mála­sam­taka kemur fram að í meira en helm­ingi allra g­istinótta er­lendra gesta í land­inu, eða 56%, eiga Þjóð­verjar í hlut. Sam­tals 13.8 millj­ón­ir.  Norð­menn eru í öðru sæti með 2.6 millj­ón­ir g­istinótta, 11%. Svíar eru þriðju fjöl­menn­ustu þegar litið er til­ g­istinótta, 1.8 millj­ón­ir, 7%. Svíum sem ferð­uð­ust til Dan­merkur fækk­aði reynd­ar ­lít­ils hátt­ar í fyrra, lágt gengi sænsku krón­unnar er talin helsta ástæð­an. Rétt er að geta þess að inni í þessum tölum eru ekki ferða­menn sem koma með skemmti­ferða­skipum en fjöldi þeirra fer ört vax­andi, einkum Asíu­bú­a. 

Atvinna og tekj­ur 

Ferða­þjón­ustan er mik­il­væg atvinnu­grein í Dan­mörku, rétt eins og í mörgum öðrum lönd­um. Dönsku ferða­mála­sam­tökin telja að tals­vert á annað hund­rað þús­und Dana hafi atvinnu sína af ferða­þjón­ustu, með einum eða öðrum hætti og fari fram sem horfir stækkar sá hópur veru­lega á næstu árum. Tekjur af ferða­mönnum eru taldar hafa numið rúm­lega 100 millj­örðum króna (um 1730 millj­örðum íslenskum) á liðnu ári, sam­kvæmt yfir­liti ferða­mála­sam­tak­anna. Ýmsir telja reyndar að tekjur af ferða­mönnum séu miklu meiri. 

Verð­lagið helsta umkvört­un­ar­efnið

Dönsku ferða­mála­sam­tökin kanna reglu­lega hvað ferða­mönnum finnst um land og þjóð. Hvað það er sem þeim líkar best og einnig hvað þeim þykir miður gott hjá Dön­um. Ferða­menn eiga iðu­lega erfitt með að nefna eitt ákveðið atriði þegar spurt er um hið jákvæða. Þeir nefna t.d. sam­göng­urn­ar, mat­inn, afslappað mann­líf, Tívolí, mikið vöru­úr­val, ekki síst hönn­un­ar­vör­ur, og skemmt­ana­líf­ið. Hvað hið nei­kvæða varðar nefna lang­flestir verð­lag­ið. Það gildir um nán­ast alla hluti: mat, gist­ingu, fatn­að, hönn­un­ar­vör­ur, elds­neyti, aðgang að Tívolí og Bakk­anum svo eitt­hvað sé nefnt. Sumir nefna líka að iðu­lega sé afgreiðslu­fólk í versl­unum og þjón­ustu­fólk á veit­inga­stöðum stutt í spuna og ekki sér­lega við­móts­þýtt. Þýskir ferða­menn nefna iðu­lega að gæði veit­inga séu ekki í sam­ræmi við verð­lag­ið. Þjóð­verjarnir sem gjarna leigja sum­ar­hús á Jót­landi, gjarna við strönd­ina segja að víða sé lítil sem engin þjón­usta við þá sem vilja sleikja sól­ina og liggja á strönd­inni. Til dæmis fáir veit­inga­staðir og bar­ir.

Átak á öllum sviðum

Þeg­ar Troels Lund Poul­sen at­vinnu­mála­ráð­herra kynnti áætlun stjórn­ar­innar sagði hann að til að fjölga ferða­mönnum í Dan­mörku væri í raun allt und­ir. Það þyrfti að tryggja að ætíð væri nægi­legt gisti­rými, en sú væri ekki raunin nú, einkum í Kaup­manna­höfn og öðrum stórum bæj­um. Að mati ráð­herr­ans þarf að verja mun meiri pen­ingum í aug­lýs­ing­ar, „það veltur á stjórn­völdum að bæta þar úr“ sagði ráð­herr­ann. Hann nefndi sér­stak­lega strand­svæði lands­ins sem þyrfti að kynna miklu betur en nú er gert. Verð­lag á gist­ingu og mat ræddi ráð­herr­ann sér­stak­lega og sagði að í áætl­un­inni væri gert ráð fyrir að þeir sem leigja út hús­næði til ferða­manna geti dregið frá skatti hærri upp­hæð en lögin heim­ila nú. „þannig myndi verð á gist­ingu lækka“ sagði ráð­herr­ann. Hann nefndi einnig breyt­ingar á lögum um starfs­fólk á veit­inga­stöðum og til­tók sér­stak­lega að ung­menni, milli fimmtán ára og tví­tugs, megi vinna á veitingastöðum í eigu fjöl­skyld­unnar þótt þar sé selt áfengi. Slíkt heim­ila lögin ekki í dag. Ráð­herr­ann sagði að það hefði komið sér nokkuð á óvart að ferða­menn skyldu kvarta undan durts­hætti þjón­ustu­fólks á veit­inga­stöðum og starfs­fólks í versl­un­um. „Við teljum okkur ágæt og erum það að mörgu leyti, en við þurfum greini­lega að taka okkur á í sumu hvað varðar ferða­þjón­ust­una. Danir hafa gott orð á sér meðal þjóða heims og því þurfum að fylgja eftir og verða enn betri“.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hæfur til að meta hæfni þar til annað kemur í ljós
Eiríkur Tómasson, formaður dómnefndar um hæfni dómara, telur sig hæfan samkvæmt stjórnsýslulögum til að meta hæfni umsækjenda um embætti við Landsrétt, en árið 2017 var hann umsagnaraðili eins þeirra sem nú sækist eftir embættinu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Allir ríkisstjórnarflokkarnir tapa fylgi milli mánaða
Píratar bæta verulega við sig milli mánaða í könnunum Gallup en Vinstri græn tapa umtalsverðu. Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dala.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Frá Beirút, þar sem gríðarlega öflug sprenging olli manntjóni og gríðarlegum skemmdum síðdegis í gær.
Rauði krossinn hefur neyðarsöfnun fyrir Beirút
Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna sprenginganna sem urðu í Beirút höfuðborg Líbanons í gær. Forseti Íslands sendi forseta Líbanons samúðarkveðju sína og þjóðarinnar í dag.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Ásta Logadóttir, Jóhann Björn Jóhannsson, Kristinn Alexandersson og Ólafur Hjálmarsson
Ísland í dag – Nærri tveimur áratugum síðar
Kjarninn 5. ágúst 2020
Áhyggjur og kvíði „eðlilegar tilfinningar við óeðlilegar aðstæður“
Á upplýsingafundi almannavarna í dag fór Agnes Árnadóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar, yfir það hvað fólk gæti gert til að takast á við kvíða. Sóttvarnalæknir sagði kúrfuna í þessari bylgju vera svipaða þeirri síðustu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
190 þúsund símtæki með smitrakningarappið virkt
Á upplýsingafundi almannavarna biðlaði Alma D. Möller landlæknir til Íslendinga um að halda áfram að nota smitrakningarappið Rakning C-19.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None