Hvað útskýrir vinsældir Rodrigo Duterte?

Áralöng vonbrigði gagnvart misspilltum ríkisstjórnum landins ásamt blússandi fíkniefnavanda hafa búið til grundvöll fyrir teiknimyndalega grimman karakter með mikla persónutöfra á borð við Duterte.

Rodrigo Duterte.
Rodrigo Duterte.
Auglýsing

Þótt hún sé stutt á veg komin er ólík­legt að mörgum hafi látið for­seta­tíð Rodrigo Duterte fram hjá ­sér fara. Eftir að hafa verið svar­inn í emb­ætti for­seta Fil­ipps­eyja þann 30. júní síð­ast­lið­inn hefur hann látið til sín taka en ríf­lega 3.000 manns hafa látið lífið enn sem komið er í stríði hans gegn fíkni­efnum - 2000 af þeim myrtir af óþekktum árás­ar­mönnum utan lög­regl­unn­ar. Hann hefur verið gagn­rýndur fyrir að styðja á bak við svo­kall­aðar „dauða­sveit­ir“ líkt og hann hefur verið ásak­aður um að gera í tíð sinni sem borg­ar­stjóri Davao, þriðju stærstu borg lands­ins. 

Nú á dög­unum bað hann engu að síður um sex mán­aða fram­leng­ingu; umfang fíkni­efna­starf­sem­innar var mun stærri en hann bjóst við, útskýrði Duterte, og við­ur­kenndi að hann gæti lík­lega ekki drepið alla þótt að hann að vildi, jafn­vel þó hann eigi langt í land með að efna kosn­inga­lof­orð sitt um að henda líkum hund­rað þús­und glæpa­manna í Man­ila-flóa.

Þá hefur hann látið til sín taka í utan­rík­is­málum og sóst eft­ir nán­ari tengslum við Kína meðal ann­ars í þeim til­gangi að auka flæði inn­viða­fjár­fest­inga til lands­ins ásamt því að styrkja sjálf­stæði Fil­ips­eyja frá Banda­ríkj­unum í stefnu­mót­un  í utan­rík­is­mál­um. Þessi stefna hefur vak­ið sér­staka athygli í ljósi sigri Fil­ipps­eyja ­gegn Kína í Alþjóð­lega gerð­ar­dóms­ins í Haag um yfir­ráð á stórum hluta Suð­ur­-Kína­hafs. Sam­hliða því hefur hann hreytt blóts­yrðum og sví­virð­ingum í átt að Banda­ríkja­for­seta Barack ObamaBan Ki-moon, og nú síð­ast ESB.

Auglýsing

Duterte var kos­inn for­seti með 39% atkvæða og vin­sældir hans með­al Fil­ipsey­inga virð­ast hafa farið vax­andi síð­an. Sam­kvæmt skoð­ana­könn­un Pulse Asia þann 20. júlí síð­ast­lið­inn treysta 91% Fil­ipsey­inga Duterte og leið­togi minni­hluta­flokka á þing­i, Danilo Suarezsagði í vik­unni að hann bygg­ist ekki við því að vin­sæld­ir Duterte myndu minnka í kjöl­far fjölg­andi ásak­ana um tengsl Duterte við dauða­sveit­ir. Hvað liggur á bak við ­stuðn­ingin við hin grimma Duterte?

Spill­ing­ar­dans

Ójöfn­uður í Fil­ipps­eyj­u­m er með því mesta sem ger­ist í heim­in­um. Fjöru­tíu rík­ustu fjöl­skyldur lands­ins réðu yfir um þrjá fjórðu af vergri lands­fram­leiðslu en 37.6% Fil­ippsey­inga þén­uðu undir 3,1 ­Banda­ríkja­dal á dag sam­kvæmt könn­unum frá árinu 2012. Ítök efna­mik­illa fjöl­skyldna lands­ins í stjórn­málum hefur verið stað­reynd allt frá sjálf­stæði lands­ins frá Banda­ríkj­unum 1946 og er að sjálf­sögðu ekk­ert eins­dæmi á heims­vísu. Hin gríð­ar­lega spill­ing sem hefur fylgt þessum ítökum er hins vegar vart trú­and­i. 

Þá rúma tvo ára­tugi sem Ferdin­and Marcos stjórn­aði land­inu með harðri hendi stal hann um tíu millj­arða ­Banda­ríkja­doll­ara – næst­mest af öllum þjóð­höfð­ingjum eftir seinni heims­styrj­öld – að sögn hæsta­rétti lands­ins eftir að honum var steypt af stóli í bylt­ingu árið 1986. Imelda Marcos, ekkja Ferdin­and eftir að hann lést í útlegð á Hawaii 1989 og tákn spill­ingar Marcos-­stjórn­ar­innar, var fyrst sýknuð í spill­ing­ar­máli 1990 (hún hefur síðan þá verið sýknuð í mörg hund­ruð spill­ing­ar­mála í fil­ipseyska rétt­ar­kerf­inu) og sneri aftur til Fil­ips­eyja í kjöl­far­ið, bauð sig fram og sætti ósigri í for­seta­kosn­ingum 1992, en var kjör­inn öld­unga­deild­ar­þing­mað­ur­ árið 1995. Sonur Marcos-hjón­anna, Ferdin­and „Bong­bong“ Marcos Jr., er öld­unga­deild­ar­þing­mað­ur í dag og tap­aði naum­lega vara­for­seta­kosn­ingum sem fram fóru sam­hliða for­seta­kosn­ing­unum í vor. Enn hefur ein­ungis lít­ill hluti pen­ing­anna sem var stolið verið end­ur­heimtur og eng­inn hefur hlotið fang­els­is­dóm vegna hlut­deildar í mál­un­um.

Yfir 3.500 manns hafa látist á þeim tæpu þremur mánuðum sem stríð Duterte gegn fíkniefnasölum og -neytendum hefur staðið yfir. MYND:EPAAnnað gott dæmi er Jos­eph Estrada sem var for­seti lands­ins milli 1998-2001 og náði á þeim skamma tíma að ávinna sér tíunda sætið yfir spillt­ustu þjóð­ar­höfð­ingjum eftir að hafa stolið um 80 millj­ón­um banda­ríkja­dala. Hann hlaut lífs­tíð­ar­dóm fyrir vikið árið 2007 eftir sex ára máls­með­ferð (í milli­tíð­inni varð kona hans, Luisa Pimentel-Ejér­cito kjör­inn öld­unga­deild­ar­þing­mað­ur­ árið 2001). Skömmu eftir að úrskurður kom í dóms­máli Estrada hlaut hann fulla náðun af þáver­andi for­seta lands­ins, Gloria Macapa­gal Arroyo og er Jos­eph Estrada í dag borg­ar­stjóri í Man­illa.

Það eru til grát­lega mörg svipuð dæmi úr valda­stétt­u­m Fil­ipps­eyja ­sem lýsa hringekju spill­ingar þar sem sömu ætt­ar­nöfnin skjóta upp koll­inum aftur og aft­ur.

Shabu og Sina­loa

Fíkni­efna­vandi Fil­ipps­eyja hefur farið sívax­andi und­an­farin ár. Neysla inn­an­lands hefur stór­auk­ist og sam­kvæmt skýrslu fíkni­efna- og afbrota­mála­skrif­stofu ­Sam­ein­uðu þjóð­anna (UNODC)

 er landið með hlut­falls­lega hæstu amfetamínn­eyslu í Asíu. Einna helst hefur teg­und af amfetamíni sem kölluð er „shabu“ notið vin­sælda og um 2,1% Fil­ippsey­inga á bil­inu 16-64 ára neyta efn­is­ins. 

Þá hefur landið orðið mik­il­væg mið­stöð fyrir fíkni­efna­smygli til og frá Asíu og námu and­virði um 8,4 millj­arða banda­ríkja­dala árið 2013. Mexíkósk glæpa­sam­tök á borð við hið ill­ræmda Sina­loa Car­tel hafa bæst í hóp kín­verskra og vest-a­frískra glæpa­sam­taka með starf­sem í land­inu en land­fræði­leg lega þess, mikil eft­ir­spurn inn­an­lands, ásamt spilltri og óskil­virkri lög­gæslu gera landið að til­völdum stað fyrir fíkni­efna­smygl.

Við­brögð við von­brigði

í ljósi þess­ar­ar þró­unar hefur aðkoma hins 71 árs gamla Rodrigo Duterte verið ferskur blær í fil­ippseyskum ­stjórn­mál­um. Hann stendur fyrir utan valda­klíkur lands­ins og með kosn­ingu hans hefur almenn­ingur í Fil­ipps­eyj­um fengið útrás fyrir reiði og óþol­in­mæði gagn­vart hinum hefð­bundnu ráð­andi stétt­um. Ára­löng von­brigð­i ­gagn­vart mis­spilltum rík­is­stjórn­um lands­ins á­samt blússandi fíkni­efna­vanda hafa búið til grund­völl fyr­ir­ teikni­mynda­lega grimman karakter með mikla per­sónu­töfra eins og Duter­te.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None