Repúblikanar og móðgaðir tónlistarmenn

Hvað lag er best spila fyrir stuðningsmennina? Ekki gott að segja. En tónlistarmennirnir verða að samþykkja notkunina á laginu. Svo mikið er víst.

Kristinn Haukur Guðnason
Donald Trump
Auglýsing

Á seinni hluta 20. ald­ar­innar fóru kosn­inga­bar­áttur í Banda­ríkj­unum að fara fram í sí auknum mæli á sjón­varps­skjáum lands­manna. Til að lífga upp á boð­skap­inn gripu fram­boðs­stjór­arnir til þess að nota vin­sæl dæg­ur­lög í aug­lýs­ing­um, helst með ein­földum texta sem fólk þekk­ir. Einnig hafa útsend­ingar frá sam­komum, fram­boðs­fundum og lands­fundum aukist, sér­stak­lega með til­komu inter­nets­ins. Þar eru einnig notuð vin­sæl lög, bæði við inn­komu og útgöngu fram­bjóð­enda. Fyrir þetta borga fram­boðin ákveðna upp­hæð til ASCAP, sam­taka banda­rískra laga­höf­unda, eða eiga a.m.k. að gera það. Engu að síður hafa margir tón­list­ar­menn verið ósáttir við hvernig tón­list þeirra er notuð á póli­tískan hátt og í lang­flestum til­fellum þegar um fram­bjóð­endur Repúblíkana­flokks­ins er að ræða.

Ron­ald Reagan

Fyrir 1984 vissu fáir hvaða skoð­anir rokk­ar­inn­Bruce Springsteen­hefði á þjóð­mál­un­um. Ein­hverjir hjá Repúblíkana­flokknum töldu þó lík­legt að hann væri á þeirra línu og styddi vænt­an­lega for­set­ann Ron­ald Reagan til end­ur­kjörs þá um haust­ið. Reagan not­aði því lagið „Born in the USA“ um stund sem inn­komu­lag á sam­komum áður en tals­menn Springsteen bönn­uðu notk­un­ina og Springsteen sjálfur hædd­ist að for­set­anum á tón­leik­um. „Born in the USA“ er eitt mis­skildasta lag sem til er og notkun Reagan á því bendir til þess að fólk hlusti ein­fald­lega ekki á text­ann. Text­inn fjallar nefni­lega um það hversu illa banda­ríska rík­is­stjórnin kom fram við þá her­menn sem börð­ust í Víetna­m-­stríð­inu en ekki hversu frá­bært land Banda­ríkin séu. Springsteen varð mun póli­tísk­ari eftir þennan atburð og hefur lýst yfir stuðn­ingi og tekið þátt í kosn­inga­bar­áttu ýmissa Demókrata, s.s. John Kerry, Barack Obama og Bernie Sand­ers.

Auglýsing


George W. Bush

Bush verður fyrst og fremst minnst fyrir það rask sem hann olli í Mið­aust­ur­lönd­um. En fyrir þann tíma hafði hann raskað friði nokk­urra tón­list­ar­manna, nefni­lega Tom Petty og Sting. Margir stjórn­mála­menn hafa nýtt sér lag Petty „I Won´t Back Down“, þar á meðal bæði Clinton hjónin og Ron Paul, guð­faðir Teboðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Þegar Bush yngri not­aði lagið reidd­ist Petty og krafð­ist þess að fram­boðið myndi hætta að nota það. Á kjör­dag spil­aði Petty lagið á heim­ili Al Gore, mót­fram­bjóð­anda Bush. Sting gerði athuga­semdir við notkun Bush á lag­inu „Brand New Day“, sem Al Gore hafði reyndar einnig not­að. Sem Breti sagð­ist Sting ekki vilja taka þátt í banda­rísku stjórn­málakarpi og Bush fram­boðið hætti því að nota lag­ið. Sting bað Al Gore hins vegar aldrei um að hætta að nota það.



John McCain

Fyrrum her­mað­ur­inn og stríðs­fang­inn John McCain fékk það ómögu­lega verk­efni að reyna að halda for­seta­emb­ætt­inu í höndum Repúblíkana­flokks­ins eftir valda­tíð George W. Bush, í miðju efna­hags­hrun­inu haustið 2008. Tón­list­ar­menn voru einnig mis­sáttir við notkun hans á verkum þeirra í kosn­inga­bar­átt­unni. Með­limir hljóm­sveit­anna Foo Fighters og ABBA urðu sár­móðguð þegar þau komust að því að lögin „My Hero“ og „Take a Chance on Me“ höfðu verið not­uð. Þá ákvað country-rokk­ar­inn og Demókrat­inn Jackson Browne að lög­sækja McCain og Repúblíkana­flokk­inn fyrir notkun á lag­inu „Runn­ing on Empty“. Browne og McCain sömdu um bætur og sá síð­ar­nefndi baðst opin­ber­lega afsök­unar á athæf­inu. Notkun McCain á lag­inu „Right Now“ klauf aftur á móti hljóm­sveit­ina Van Halen í tvennt. Hinir hol­lensku bræður Eddie og Alex Van Halen reidd­ust en fyrrum söngv­ar­inn Sammy Hagar varð hálf hrærð­ur.



Sarah Palin

Fyrir kosn­ing­arnar 2008 fékk Repúblíkana­flokk­ur­inn teboðs­drottn­ing­una Söru Palin sem vara­for­seta­efni til að lífga upp á fram­boð John McCain. Það gerði hún svo sann­ar­lega en komst þó aðal­lega í frétt­irnar fyrir mis­heppuð við­töl og umdeild ummæli. Palin lenti í deilum við tón­list­ar­fólk vegna notk­unar á lögum á fram­boðs­fund­um. Má þar nefna country-­söng­kon­una Gretchen Pet­ers vegna lags­ins „Independence Day“ sem fjallar um heim­il­is­of­beldi gegn kon­um. Pet­ers sagði boð­skap lags­ins alger­lega ósam­rým­an­lega stefnu Palin í jafn­rétt­is­mál­um. Palin not­aði einnig lagið „Who Says You Can´t Go Home“ með rokk­hljóm­sveit­inni Bon Jovi. For­sprakk­inn Jon Bon Jovi var ekki sáttur þar sem hann studdi og tók virkan þátt í for­seta­fram­boði Barack Obama. Reið­ust var samt söng­konan Nancy Wil­son úr hljóm­sveit­inni Heart eftir að Palin tók upp á því að nota lag þeirra „Barracuda“ sem inn­komu­lag á sam­kom­um. 

Mér finnst ég alger­lega tekin í bólinu. Skoð­anir og gildi Söru Palin standa á engan hátt fyrir okkur sem banda­rískar kon­ur.



Mitt Rom­ney

For­seta­fram­boð morm­ón­ans Mitt Rom­ney gegn Barack Obama árið 2012 þótti ákaf­lega lit­laust. Hann náði þó að rugga bátnum nokkrum sinnum þegar kom að laga­vali fyrir aug­lýs­ingar og sam­kom­ur.  Soul-tón­list­ar­mað­ur­inn Al Green sig­aði lög­fræð­ingum sínum á fram­bjóð­and­ann þegar hann not­aði lagið „Let´s Stay Together“ í aug­lýs­ingu gegn Obama, sem Al Green studdi í kosn­ing­un­um. Það sama gerði Kanada­mað­ur­inn K´naan þegar lag hans „Wa­vin´ Flag“ var notað á sam­komu hjá Rom­n­ey. K´naan sagði aftur á móti að Obama mætti nota lagið frítt ef hann kysi að gera það. Und­ar­leg­asta lagið sem olli Rom­ney vand­ræðum í kosn­inga­bar­átt­unni var „Panic Switch“ með rokk­hljóm­sveit­inni Sil­ver­sun Pickups. Texti lags­ins virk­aði í raun sem satýra á fram­boð Rom­ney og því íhug­uðu með­limir hljóm­sveit­ar­innar að leyfa honum að nota það. Þeir báðu þó um að lagið yrði tekið úr umferð sem var og gert.



Don­ald Trump

Trump hefur nú slegið öll met hvað varðar and­styggð tón­list­ar­fólks. Hann hefur fengið fleiri hót­anir og beiðnir um af láta af spilun en nokkur annar fram­bjóð­andi í sög­unni. Hér eru helstu dæm­in.

Queen

Lagið „We Are the Champ­ions“ er orðin hálf­gerð klisja þegar kemur að ýmsum íþrótta­við­burðum og með­limir hljóm­sveit­ar­innar Queen hafa ekki amast við því. Lagið hefur einnig verið notað í póli­tískum til­gangi í nokkur skipti án þess að mót­mælt væri. En þegar að Don­ald Trump byrj­aði að nota lagið steig hinn dag­far­sprúði gít­ar­leik­ari Brian May fram og bað hann að hætta. Trump neit­aði og lét spila lagið á lands­fundi Repúblík­ana í júlí. Eftir það birtu með­limir Queen til­kynn­ingu um að þeir væru á móti notk­un­inni en jafn­framt að þeir myndu ekki beita lög­fræð­ingum sínum í mál­inu



Adele

Fram­boð Trump hefur notað lögin „Sky­fall“ og „Roll­ing in the Deep“ eftir bresku söng­kon­una Adele við nokkur til­efni. Adele var ekki par sátt við þetta og ákvað að banna alla notkun tón­listar sinnar á póli­tískum vett­vangi. Hún gekk þó ekki svo langt að lýsa yfir fyr­ir­litn­ingu sínu á fram­bjóð­and­an­um. Það verður þó að telj­ast lík­legt því að hún hefur áður lýst yfir stuðn­ingi við Verka­manna­flokk­inn í Bret­landi



Neil Young

Trump not­aði lagið „Rock­in´ in the Free World“ þegar hann kynnti atvinnu­mála­stefnu sína í próf­kjöri Rep­búlík­ana og einnig í nokkur skipti síðan þá. Kanadíski rokk­ar­inn mót­mælti notk­un­inni til að byrja með en dró svo í land og sagði að það væri í lagi svo lengi sem Trump borg­aði fyrir leyf­ið. Young not­aði aftur á móti tæki­færið til þess að lýsa sinni sýn á þjóð­fé­lags­málin sem er tölu­vert öðru­vísi en sýn Trump. Þá lýsti Young einnig ein­dregið yfir stuðn­ingi við Bernie Sand­ers í próf­kjöri Demókrata....­sem byrj­aði í kjöl­farið að nota lagið umrædda



The Roll­ing Sto­nes

Trump er mik­ill aðdá­andi bresku rokk­hljóm­sveit­ar­innar og hefur notað mörg af þeirra lögum við ýmis til­efni. Má þar nefna lögin „Sympathy for the Devil“ og „You Can´t Always Get What You Want“. Þá hefur lagið „Start Me Up“ heyrst sér­lega oft í fram­boð­inu. Með­limir hljóm­sveit­ar­innar eru aftur á móti ekki jafn miklir aðdá­endur Don­ald Trump og hafa ítrekað beðið hann opin­ber­lega að hætta að nota lögin



Twi­sted Sister

Lagið „We´re Not Gonna Take It“ var aðal bar­áttu­söngur Don­ald Trump þegar hann gaf fyrst kost á sér í próf­kjöri Repúblík­ana sum­arið 2015. Dee Snider, söngv­ari þung­arokks­hljóm­sveit­ar­inn­ar, og Trump voru miklir mátar eftir að þeir tóku saman upp þætt­ina Celebrity App­rent­ice. En þegar Trump viðr­aði þá hug­mynd að meina öllum múslimum að koma til Banda­ríkj­anna og fram­boð hans fór almennt að anga af útlend­inga­andúð þá sagði Snider stopp og bað Trump að hætta að nota lagið. Snider sagð­i: Minn Don­ald Trump er Demókrati, minn Don­ald Trump styður rétt­inn til fóst­ur­eyð­inga. Hann er það sem þeir kalla norð­aust­ur-Repúblík­ana, félags­lega frjáls­lynd­ann en efna­hags­lega íhalds­sam­ann.



REM

Trump hefði varla getað valið sér verri hljóm­sveit til að abb­ast upp á og banda­rísku rokksveit­ina REM. Með­limir REM eru ákaf­lega frjáls­lyndir og þekktir yfir aktí­visma á ýmsum svið­um. Þá hefur Mich­ael Stipe, söngv­ari og for­sprakki hljóm­sveit­ar­inn­ar, ítrekað lýst yfir stuðn­ingi við fram­bjóð­endur Demókrata í for­seta­kosn­ing­um. Trump hefur notað REM lagið „It´s the End of the World as We Know It (And I Feel Fine)“ marg­sinnis, bæði í aug­lýs­ingum og sam­komum og þá aðal­lega í hræðslu­á­róðri. Stipe vand­aði Trump ekki kveðj­urn­ar: Fokkið ykkur allir sam­an, þið sorg­legu, athygl­is­sjúku, vald­sjúku litlu karlar. Ekki nota okkar tón­list eða mína rödd í ykkar heimsku­legu og far­sa­kenndu her­ferð.



Aer­osmith

Trump reitti Steven Tyler, söngv­ara banda­rísku rokk­hljóm­sveit­ar­innar Aer­osmith, til reiði fyrir notkun á lag­inu „Dr­eam On“. Tyler lýsti þó ekki van­þóknun sinni á fram­bjóð­and­anum eða stefnu hans heldur kvart­aði yfir því að Trump væri að stela tón­list­inni. Söngv­ar­inn kjaft­stóri not­aði tæki­færið til að flytja erindi í Huffington Post um höf­und­ar­rétt og stöðu tón­list­ar­fólks í dag.



Allee Willis

Willis hefur samið mikið af þekktum lögum fyrir kvik­myndir og sjón­varps­þætti. Don­ald Trump hefur notað eitt af hennar lög­um, „You´re the Best“ úr kvik­mynd­inni The Karate Kid, sem inn­göngu­lag á sam­kom­um. Willis á reyndar ekki rétt­inn á lag­inu sem Joe Esposito söng á sínum tíma en hún full­yrðir að Trump sé svo sann­ar­lega ekki „sá best­i“. Þá segir hún einnig að Hill­ary Clinton megi nota lagið kjósi hún að gera það. 



Luci­ano Pavarotti

Pavarotti lést árið 2007 en ekkja hans, Nicoletta Mantovani, hefur kraf­ist þess að Don­ald Trump hætti að nota útgáfu hins mikla ten­órs af arí­unni „Nessun Dor­ma“ eftir Puccini. Mantovani seg­ir: Við viljum minna á það að þau gildi bræðra­lags og sam­stöðu sem ein­kenndu feril Luci­ano Pavarotti eru ósam­rým­an­leg heims­sýn Don­ald Trump.



Bítl­arnir

Nánar til­tekið var það fjöl­skylda Bít­ils­ins George Harri­son sem mót­mælti notkun fram­boðs Trump á lag­inu „Here Comes the Sun“. Harri­son, sem lést árið 2001, bæði samdi lagið og söng það. Lagið var notað við inn­komu Ivönku Trump, dóttur Don­alds, þegar hún kynnti hann til leiks á lands­fundi Rep­búblíkana­flokks­ins í júli. Fjöl­skyldan sagði þó að þau hefðu senni­lega leyft notk­un­ina á Harri­son lag­inu „Beware of Dark­ness“ við þetta tæki­færi. 





Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None