Píratar sökkva mánuði fyrir kosningar en Sjálfstæðisflokkurinn fer á flug

Bjarni Benediktsson, Ólöf Nordal og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fara fyrir Sjálfstæðisflokkinum í kosningunum í lok mánaðar.
Bjarni Benediktsson, Ólöf Nordal og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fara fyrir Sjálfstæðisflokkinum í kosningunum í lok mánaðar.
Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn nýtur mest stuðn­ings í Kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­sonar með stuðn­ing 25,3 pró­sent kjós­enda. Píratar hafa tapað nokkru fylgi und­an­farið og mæl­ast nú með aðeins 21,9 pró­sent fylgi í Kosn­inga­spánni sem gerð var 28. sept­em­ber.

Til sam­an­burðar má geta þess að fyrir um hálfum mán­uði mæld­ust Píratar með 25,8 pró­sent. Stuðn­ingur við fram­boð Pírata nú er jafn­framt minni en hann hefur nokkru sinni verið á þessu ári í Kosn­inga­spánni.Síðan kosn­inga­spáin var birt síð­ast á vef Kjarn­ans, laug­ar­dag­inn 24. sept­em­ber hefur mest breyt­ing verið á fylgi stærstu fram­boð­anna; Sjálf­stæð­is­flokks og Pírata. Stuðn­ingur við önnur fram­boð er nán­ast óbreyttur frá frá því síð­ast, en tvær nýjar kann­anir liggja nýj­ustu spánni til grund­vallar síðan hún var gerð síð­ast.Vinstri græn mæl­ast nú með 12,7 pró­sent stuðn­ing, Fram­sókn með 11,2 pró­sent og Við­reisn með 11,1 pró­sent. Sam­fylk­ingin mælist með 8,2 pró­sent fylgi og Björt fram­tíð með 3,9 pró­sent. Tveir nýir lista­bók­stafir fá sína eigin súlu í Kosn­inga­spánni í þetta sinn, það er E fyrir Íslensku þjóð­fylk­ing­una og T fyrir Dög­un. Til þess að fram­boð fái sér súlu þurfa þau að hafa meira en eitt pró­sent fylgi í Kosn­inga­spánni. Önnur fram­boð eru dregin saman undir „Aðr­ir“.

Upp­lýs­ingar settar í sam­hengi

Kosn­inga­spáin er birt viku­lega hér á vef Kjarn­ans og á vefnum kosn­inga­spa.is. Hún byggir á reikni­lík­ani Bald­urs Héð­ins­sonar þar sem nýj­ustu kann­anir á fylgi fram­boða til Alþingis eru teknar saman og settar í sam­hengi við þær upp­lýs­ingar sem þegar liggja fyrir um fylgi fram­boða. Aðeins kann­anir sem stand­ast grunn­skil­yrði fag­legrar aðferða­fræði eru teknar gild­ar.

Auglýsing

Kosn­inga­spá Bald­urs Héð­ins­sonar miðar að því að setja upp­lýs­ing­arnar sem skoð­ana­kann­anir veita í sam­hengi. Fyrir alþing­is­kosn­ing­arnar í lok mán­að­ar­ins munu birt­ast fjöld­inn allur af skoð­ana­könn­unum sem byggja þó ekki allar á sömu aðferða­fræði. Sumar kann­anir eru gerðar yfir lengra tíma­bil en aðr­ar, og ein­hvers staðar eru nið­ur­stöður í könn­unum byggðar á svörum fleiri en ann­ars stað­ar. Það getur þess vegna verið rugl­ings­legt fyrir hinn almenna neyt­anda frétta af stjórn­málum að átta sig á lands­lag­inu.

Í reikni­lík­an­inu eru kann­an­irnar sem gerðar eru opin­berar settar í sam­hengi við hvor aðra á hlut­lægan hátt. Stærri könnun mun hafa meira vægi en minni könnun vegna þess að fleiri svör búa að baki. Eldri könnun mun hafa minna vægi en sú sem er nýrri enda lýsir ný könnun stjórn­mála­lands­lag­inu eflaust bet­ur. Einnig mun sú könnun sem gerð er yfir lengra tíma­bil hafa meira vægi en sú sem gerð er á styttri tíma.

Fjórar mis­mun­andi kann­anir

Kosn­inga­spáin sem er til umfjöll­unar í dag (gerð 28. sept­em­ber 2016) byggir á nið­ur­stöðum fjög­urra nýj­ustu kann­an­anna sem gerðar hafa verið á fylgi fram­boða í alþing­is­kosn­ing­un­um. Allar fá þær mis­mun­andi vægi eftir þeim breytum sem taldar voru upp hér að ofan. Kann­an­irnar eru:

Kann­an­irnar fjórar eru gerðar af þremur könn­un­ar­að­il­um; Frétta­blað­inu, MMR og Gallup. Þessir aðilar styðj­ast við mis­mun­andi aðferða­fræði við gagna­öflun og birt­ast ákveðnir þættir þess­ara ólíku hátta í kosn­inga­spánn­i. 

Ein­fald­ast er að sjá hvernig lengd könn­un­ar­tíma­bils­ins hefur áhrif á vægi kann­anna í kosn­inga­spánni. Könn­unin sem gerð er á einum degi (Frétta­blaðið 26. sept­em­ber) fær minnst vægi í hópi þess­ara fjög­urra kann­anna, jafn­vel þó hún sé nýjasta könn­un­in. 

Næst kemur næst nýjasta könn­unin (MMR 20.-26. sept­em­ber) var gerð á sjö dögum og er með mest vægi í hópi þess­ara fjög­urra kann­ana. Elsta könn­unin (Gallup 31. ágúst - 14. sept­em­ber) vegur næst þyngst, en sú könnun var gerð yfir tveggja vikna tíma­bil og í henni var fleiri svörum safnað en í hinum könn­un­um. Aðrar aðferðir við gagna­öfl­un, ss. úthring­ing­ar, net­kann­anir eða spurn­inga­list­ar, eru ekki vegnar í Kosn­inga­spánni.

Sam­an­lagt eru kann­an­irnar tvær frá MMR gerðar á svipað löngu tíma­bili og Gallup-könn­un­in. Sam­an­lagt hafa kann­anir MMR meira en helm­ings vægi í Kosn­inga­spánni eða 51,4 pró­sent. Þegar þessar kann­anir eld­ast minnkar vægi þeirra og að lokum verða þær ekki teknar með, því nýjar kann­anir liggja til grund­vallar nýjum Kosn­inga­spám.

Fyrst í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum 2014

Kosn­inga­spár­líkanið sem stuðst er við hér var fyrst keyrt fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar 2014 og reynd­ist sú til­raun vel. Á vefnum kosn­inga­spá.is má lesa nið­ur­stöður þeirrar spár og hvernig vægi kann­ana var í takt við frá­vik kann­ana miðað við kosn­inga­úr­slit­in. Í ár var kosn­inga­spáin svo gerð í aðdrag­anda for­seta­kosn­inga og nú í aðdrag­anda alþing­is­kosn­ing­anna. Lesa má um kosn­inga­spána og hverja kosn­inga­spá hér. 

Spálíkanið sem Baldur hefur útbúið byggir að veru­legu leyti á aðferðum Nate Sil­ver. Um það má lesa hér. Vef­ur­inn FiveT­hir­tyEight.com fjallar nú um for­seta­kosn­ing­arnar í Banda­ríkj­unum og dregur sam­an, á sama hátt og Kosn­inga­spáin gerir hér á landi, allar mark­tækar kann­anir stuðn­ingi fram­bjóð­enda. Í Banda­ríkj­unum eru kann­an­irnar vit­an­lega æði­margar og mis­mun­andi þannig að hægt er að varpa ítar­legri mynd af stuðn­ingi fram­bjóð­end­anna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None