Ríkisstjórn Pírata og Sjálfstæðisflokks möguleg?

Aðeins Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn gætu myndað tveggja flokka meirihluta á þingi ef gengið yrði til alþingiskosninga nú. Kosningaspáin krufin.

alþingi þing
Auglýsing

Miðað við nýj­ustu kosn­inga­spá verður flókið mál að mynda rík­is­stjórn án aðkomu fleiri flokka en tveggja. Í kosn­inga­spánni sem gerð var í gær, 23. sept­em­ber, er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn enn stærstur en með 25,1 pró­sent fylgi. Píratar eru næst stærsti flokk­ur­inn en hafa ekki mælst minni allt þetta ár og eru með 24,1 pró­sent fylgi.

Fylgið heldu áfram að jafn­ast út meðal fram­boð­anna því Vinstri hreyf­ingin grænt fram­boð mælist nú með 13,3 pró­sent á lands­vísu, Við­reisn mælist með 11,0 pró­sent, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn með 10,1 pró­sent og Sam­fylk­ingin með 8,4 pró­sent. Björt fram­tíð mælist með 3,2 pró­sent og önnur fram­boð sam­an­lagt með 4,8 pró­sent.



Sam­an­lagt munu tveir stærstu flokk­arnir fá minna en helm­ing atkvæða ef gengið yrði til kosn­inga nú. Sam­an­lagt eru þeir með 49,2 pró­sent atkvæða. Í grófum útreikn­ingum Kjarn­ans kemur hins vegar í ljós að flokk­arnir muni hafa sam­an­lagðan meiri­hluta þing­manna eða 34. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mun, sam­kvæmt útreikn­ing­un­um, fá 17 þing­menn og Píratar 17.



Þeir fyr­ir­varar eru þó gerðir á útreikn­ing­unum að hér er um beina hlut­falls­tölu af heild­ar­fjölda þing­manna að ræða. Til þess að fá hlut­falls­legan fjölda þing­manna á hvert fram­boð þurfa fram­boðin að njóta minnst fimm pró­sent fylgis í nýj­ustu kosn­inga­spánni til þess að „ná kjöri“. Þeir flokkar sem eftir standa deila þá með sér 63 þing­sætum í réttu hlut­falli við fylgi sitt í kosn­inga­spánni.

Auglýsing

Þær skekkjur sem aug­ljós­lega eru á útreikn­ing­unum eru til dæmis að fjöldi þing­manna úr hverju kjör­dæmi er mis­mun­andi og það er fylgi flokk­anna líka eins og sést ef rýnt er í kosn­inga­úr­slit síð­ustu ára. Þá eiga jöfn­un­ar­þing­menn eftir að koma til en það er aðferð sem notuð er til þess að vega upp á móti misvægi atkvæða milli kjör­dæma. Kjarn­inn treystir sér ekki til þess að spá fyrir um fjölda þing­manna eftir fylgi í hverju kjör­dæmi enda liggja ekki fyrir nógu ítar­legar og margar kann­anir á sund­ur­lið­uðu fylgi fram­boða eftir kjör­dæm­um.

Mögu­leg stjórn­ar­mynstur

Ef eitt­hvað er að marka þessar nið­ur­stöður munu Sjálf­stæð­is­menn verða 17 á kom­andi kjör­tíma­bili og þing­menn Pírata 17. Sam­an­lagt gætu engir aðrir tveir flokkar myndað tveggja flokka meiri­hluta á þing­inu. Hvorki Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn né Píratar gætu tekið annan með sér í meiri­hluta­stjórn. Vilji þeir ekki vinna saman mun þurfa þrjá eða fleiri flokka í sam­steypu­stjórn.

Fylgi í kosn­inga­spá, hlut­fall þing­sæta og fjöldi þing­manna

Fram­­boðFylgi% AlþingiÞing­­menn
Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn (D)25.1%25.127.3%17
Píratar (P)24.1%24.126.2%17
Vinstri hreyf­­ingin - grænt fram­­boð (V)13.3%13.314.5%9
Við­reisn (C)11.0%1112.0%8
Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn (B)10.1%10.111.0%7
Sam­­fylk­ingin (S)8.4%8.49.1%6
Björt fram­­tíð (A)3.2%3.20.0%0
Aðr­ir*4.8%4.80.0%0
Sam­tals100.0%100100.0%63

Sex minni­hluta­stjórnir hafa verið mynd­aðar hér á landi, þar af fjórar á lýð­veld­is­tím­an­um. Þær hafa yfir­leitt verið mynd­aðar til bráða­birgða og hafa þá ekki verið lang­líf­ar. Þessar minni­hluta­stjórnir eiga það allar sam­eig­in­legt að hafa verið mynd­aðar eftir að ósætti milli stjórn­ar­flokka sprengdi meiri­hluta­sam­starf. Alltaf hefur það verið einn af flokkum frá­far­andi stjórnar sem myndað hefur minni­hluta­stjórn­ina. Síð­asta minni­hluta­stjórnin var fyrra ráðu­neyti Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur sem varð til í jan­úar 2009 og brú­aði bilið á milli rík­is­stjórnar Geirs H. Haarde og kosn­ing­anna í apríl 2009. Sú stjórn var varin falli af Fram­sókn­ar­flokkn­um. Verði til minni­hluta­stjórn eftir kosn­ing­arnar í haust verður sú minni­hluta­stjórn merki­leg í þessu til­liti.

Hér verður hins vegar reynt að púsla saman meiri­hluta­sam­starfi og koma nokkur mynstur til greina. Þetta er allt gert án þess að taka til greina hugs­an­leg ágrein­ings­mál sem hamlað gætu sam­starfi.

Sam­an­lagður fjöldi þing­sæta miðað við kosn­inga­spá 23. sept­em­ber *

Til að ráða meiri­hluta þing­sæta þá þarf 32 þing­sæti. Í sam­steypu­stjórn tveggja flokka myndi aðeins sam­starf Sjálf­stæð­is­flokks og Pírata duga.

+ DPVCBS
D3426252423
P3426242322
V2626171615
C2524171413
B2423161413
S2322151313
* Reiknað út frá fylgi fram­boða á lands­vísu. Fram­boð með minna en fimm pró­sent fylgi fengu ekk­ert vægi, enda er miðað við að fram­boð nái kjöri sé hann með meira en fimm pró­sent fylgi á lands­vísu.

Búið er að nefna mögu­leik­ann á sam­starfi Sjálf­stæð­is­flokks og Pírata sem hefði 34 þing­manna meiri­hluta. Það verður hins vegar að telj­ast nokkuð tæpur meiri­hluti á þing­inu, sér­stak­lega með Pírata inn­an­borðs, í sam­an­burði við sterkan meiri­hluta rík­is­stjórn­ar­innar sem nú situr með 38 þing­menn gegn 25 þing­mönnum stjórn­ar­and­stöð­unn­ar. Innan beggja flokka (Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks) er mikil hefð fyrir því að ganga eftir flokkslínum og styðja mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Píratar verða að telj­ast ólík­legir til þess að styðja mál jafn skil­yrð­is­laust.

Rík­is­stjórn­ar­sam­starf Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks er nokkuð örugg­lega fall­ið. Sam­an­lagt njóta þessir flokkar aðeins 35,2 pró­sent fylgis í kosn­inga­spánni. Eftir grófa útreikn­ing­ana verður sam­an­lagður þing­manna­fjöldi þeirra aðeins 24 (D + B); minni en minni­hlut­inn á þing­inu ræður yfir nú. Ef stjórn­ar­flokk­arnir kippa Við­reisn með sér um borð verður til eins tæpur meiri­hluti og hægt er með akkúrat 32 þing­menn (D + B + C).

Píratar gætu ekki myndað meiri­hluta með vinstri­flokk­unum Vinstri grænum og Sam­fylk­ing­unni (P + V + S) en ef Við­reisn er skipt út fyrir Sam­fylk­ing­una verður til eins manns meiri­hluti (P + V + C).

Sé vilji til þess að meiri­hluta­sam­starf verið myndað yfir miðj­una og til vinstri í hinu póli­tíska lit­rófi er hægt að mynda sterkan 39 þing­manna meiri­hluta með sam­starfi Pírata, Vinstri grænna, Sam­fylk­ing­ar­innar og Við­reisnar (P + V + S + C). Sam­an­lagt njóta þessir fjórir flokkar 56,8 pró­sent fylgis á lands­vísu sam­kvæmt kosn­inga­spánni.

Sam­starfs­mögu­leik­ar, fylgi og þing­sæta­fjöldi

Sam­­starfSam­an­lagt fylgi31 < 32Til að ná meiri­hluta
P + V + S45.8%31-1
P + V + C48.4%331
P + C + S43.5%30-2
D + B35.2%24-8
D + B + C46.2%320
P + V + S + C56.8%397
D + P49.2%342

Hvar lendir „stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­ið“?

Guðni Th. Jóhann­es­son tók við emb­ætti for­seta Íslands í sumar og mun þess vegna takast á við stjórn­ar­myndun í fyrsta sinn eftir kosn­ing­arnar í haust. Spenn­andi verður að sjá hvaða hlut­verk Guðni vill taka sér í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­un­um. For­veri hans í emb­ætti sá for­seta­emb­ættið sem mik­il­vægan hlekk milli leið­toga stjórn­mála­flokk­anna og taldi sig þurfa að veita flokkum „stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð“. 

Það eru hins vegar ekki allir sam­mála um að for­set­inn þurfi að leiða stjórn­mála­leið­toga í gegnum stjórn­ar­mynd­anir eins og leiks­skóla­börn; sér­stak­lega ef það liggur beint fyrir hvaða flokkar eru að fara að ræða saman um hugs­an­legt sam­starf. Þannig var það eftir kosn­ing­arnar 2013, þegar Bjarni Bene­dikts­son og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son ræddu saman um stjórn­ar­mynd­un.

Þá fór Sig­mundur Davíð á Bessa­staði og þáði stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð af Ólafi Ragn­ari. Þá þótti Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafa unnið kosn­inga­sigur og var þess vegna rétt­mætur hand­hafi þessa umboðs. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hlaut hins vegar fleiri atkvæði í kosn­ing­un­um.

Guðni Th. Jóhann­es­son, nýr for­seti, á þess vegna vanda­samt verk­efni fyrir höndum ef nið­ur­stöður kosn­ing­anna verða eins og kosn­inga­spáin sýn­ir. Munu Píratar fá stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð í krafti „kosn­inga­sig­urs“ eða munu Sjálf­stæð­is­menn fá að ráða ferð­inni? Hvað með nýja flokka á borð við Við­reisn sem mæl­ast með tölu­vert fylgi á lands­vísu?

Sem sagn­fræð­ingur rann­sak­aði Guðni for­seta­emb­ættið. Hann hefur því nokkra inn­sýn í hvaða for­dæmi eru til staðar ef stjórn­ar­kreppa verður eftir kosn­ing­arn­ar.

Um kosn­inga­spána

Nýjasta kosn­inga­spáin tekur mið af þremur nýj­ustu könn­unum sem gerðar hafa verið á fylgi fram­boða í alþing­is­kosn­ing­unum í haust. Í spálík­an­inu eru allar kann­anir vegnar eftir fyr­ir­fram ákveðnum atrð­in­um. Þar vega þyngst atriði eins og stærð úrtaks, svar­hlut­fall, lengd k-nn­un­ar­tíma­bils og sögu­legur áreið­an­leiki könn­un­ar­að­ila. Í kosn­inga­spánni 16. sept­em­ber er það næst nýjasta könn­unin sem hefur mest vægi. Helg­ast það aðal­lega af lengd könn­un­ar­tíma­bils­ins og fjölda svar­enda í könn­un­inni, miðað við hinar tvær sem vegnar eru. Kann­an­irnar sem kosn­inga­spáin tekur mið af eru:

  • Skoð­ana­könnun MMR 12. sept­­em­ber – 19. sept­­em­ber (vægi 31,8%)
  • Þjóð­­ar­púls Gallup 31. ágúst – 14. sept­­em­ber (vægi 50,3%)
  • Skoð­ana­könnun Frétta­­blaðs­ins 6.-7. sept­­em­ber (vægi 17,9%)

Kosn­­­­­­­­­inga­­­­­­­­­spálíkan Bald­­­­­­­­­urs Héð­ins­­­­­­­­­sonar miðar að því að setja upp­­­­­­­­­lýs­ing­­­­­­­­­arnar sem skoð­ana­kann­­­­­­­­­anir veita í sam­hengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­­­­­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­­­­­­­inga. Kjarn­inn birti Kosn­­­­­­­­­inga­­­­­­­­­spá Bald­­­­­­­­­urs fyrir sveit­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­stjórn­­­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­kosn­­­­­­­­­ing­­­­­­­­­arnar og reynd­ist sú til­­­­­­­­­raun vel. Á vefnum kosn­­­­­­­­­inga­­­­­­­­­spá.is má lesa nið­­­­­­­­­ur­­­­­­­­­stöður þeirrar spár og hvernig vægi kann­ana var í takt við frá­­­­­­­­­vik kann­ana miðað við kosn­­­­­­­­inga­úr­slit­in.

Áreið­an­­­­­­­­­leiki könn­un­­­­­­­­­ar­að­ila er reikn­aður út frá sög­u­­­­­­­­­legum skoð­ana­könn­unum og kosn­­­­­­­­­inga­úr­slit­­­­­­­­­um. Einnig hefur það vægi hversu langt er síðan könn­unin var fram­­­­­­­­­kvæmd og svo hversu margir svara í könn­un­un­­­­­­­­­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None