BRICS-ríkin á krossgötum

Árlegur leiðtogafundur BRICS-ríkjanna fór fram í Goa á Indlandi um helgina. Hvert er raunverulegt mikilvægi BRICS-samstarfsins í dag?

Leiðtogar BRICS-ríkjanna hittast við upphaf ráðstefnu þeirra sem fram fór um liðna helgi.
Leiðtogar BRICS-ríkjanna hittast við upphaf ráðstefnu þeirra sem fram fór um liðna helgi.
Auglýsing

Sam­starf BRICS-land­anna í núver­andi mynd á upp­haf sitt að rekja til fjár­fest­inga­bank­ans Gold­man Sachs og frægrar skýrslu Jim O'Neill frá árinu 2001 þar sem Brasil­ía, Rúss­land, Ind­land og Kína voru álitin eiga það sam­eig­in­legt að geta búist við miklum fram­tíð­ar­hag­vexti, meiri en öll G7-löndin sam­an­lögð, ásamt því að búa yfir nægri stærð - hvað varðar fólks­fjölda, landa­fræði, og auð­lindir - til að geta orðið drif­kraftur alþjóða­hag­kerf­is­ins á næstu ára­tug­um. BRIC-löndin sem O'Neill stokk­aði saman stóðu svo sann­ar­lega undir vænt­ing­um; sam­an­lögð verg lands­fram­leiðsla BRIC-landana sem hlut­fall af heims­fram­leiðslu hefur rokið upp úr rúm­um 8% árið 2001 og uppí tæp 22% árið 2015.

Hið vin­sæla, en þó umdeilda, hug­tak naut gíf­ur­legra vin­sælda á fyrsta ára­tug þess­arar aldar en þó að mestu innan fjár­fest­inga­heims­ins. Á hlið­ar­línu alls­herj­ar­þings Sam­ein­uðu Þjóð­anna árið 2006 varð breyt­ing á því þegar leið­togar BRIC-­ríkj­anna sáu sér leik á borði og hófu óform­legar við­ræður um sam­starf. Þetta ferli fékk auk­inn byr í segl í kjöl­far heimskrepp­unnar miklu árið 2008; for­sendur sam­starfs BRIC-­ríkj­anna byggð­ist mikið á því sam­eig­in­lega við­horfi ríkj­anna að hið vest­ræna alþjóða­stofn­ana­kerfi sem átti sínar rætur í upp­bygg­ing­u eft­ir­stríðs­áranna sinnti ekki hags­munum þró­un­ar­ríkja nógu vel. 

Heimskrepp­an, sem einnig átti vest­rænar ræt­ur, virt­ist und­ir­strika að hinn póli­tíski raun­veru­leiki alþjóða­sam­skipta end­ur­spegl­aði ekki hinn breytta efna­hags­lega raun­veru­leika þeirra. BRIC-­ríkin litu á sig sem leið­toga þró­un­ar­ríkja og því væri það þeirra skylda að bregð­ast við því ójafn­vægi sem aðgerð­ar­leysi alþjóða­stofn­ana hafði í för með sér. Fyrsti form­legi leið­toga­fundur þeirra var haldin í Yeka­ter­ín­burg í Rúss­landi árið 2009, og ríkin fjögur ákváðu að inn­lima Suð­ur­-Afr­íku í hóp­inn árið 2011 - hóp­ur­inn gat jú vart talist málsvari þró­un­ar­ríkja án full­trúa frá Afr­ík­u. BRIC varð þar með að BRICS og ljóst var að hug­takið hefði stökk­breyst úr vin­sælu nýyrði í fund­ar­her­bergj­um Gold­man Sachs á Fleet Street í London og tekið á sig heil­mikla alþjóða­stjórn­mála­lega þýð­ingu.

Auglýsing

Ver­öld ný og góð

Meg­in­a­frakstur sam­starfs BRICS-­ríkj­anna er mögu­lega sá að milli­landa­við­skipti á ríkj­anna á milli hafa auk­ist úr 93 í 244 millj­arða banda­ríkja­dala frá árinu 2006 til árs­ins 2015, eða 163%. Þá hefur sam­starf ríkj­anna leitt til stofn­unar Nýja Þró­un­ar­bank­ans (New Develop­ment Bank) árið 2014; sá hefur höf­uð­stöðvar sínar í Shang­hai í Kína og hefur alls veitt um 900 millj­ón­ir ­Banda­ríkja­dala í lán til „grænna“ verk­efna í aðild­ar­löndum á þessu ári og stefna lán­veit­ingar í tvær og hálfan millj­arð ­Banda­ríkja­dali á næsta ári. Þessi „BRICS-­banki“ er aðskilin frá hinum nýja Inn­viða­fjár­fest­inga­banka Asíu (AIIB) sem Kín­verjar settu á lagg­irn­ar, Ísland er stofn­að­ili að, og sem er viða­meiri og vand­aðri stofnun.

Sam­hliða því und­ir­rit­uðu ríkin árið 2015 samn­ing þess efnis að leggja saman í púkkið í hund­rað millj­arða ­Banda­ríkja­dala gjald­eyr­is­forða­sjóð bundin í aðra gjald­eyri en ­Banda­ríkja­dal­inn til þess að veita aðild­ar­löndum fleiri val­kosti við Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn, stofnun sem hefur gengið illa að umbæta atkvæða­vægi aðild­ar­landa í takt við tím­ann. Þau sóttu í sama brunn á leið­toga­fundi helg­ar­innar þegar sam­þykkt var að stofna mats­fyr­ir­tæki vegna áhyggna gagn­vart því að aðferða­fræði ráð­andi alþjóð­legra mats­fyr­ir­tækja sé óhag­stæð þró­un­ar­ríkj­um.

Þá ber að nefna BRICS-­sam­starfið einnig haft í för með sér umtals­verða aukn­ingu í sam­vinnu á milli land­anna á sviði örygg­is-, heil­brigð­is-, land­bún­að­ar-, og ­rann­sókna­mála. Til við­bótar við leið­toga­fund­inn eiga ýmsir ráð­herra­fund­ir, mál­stofur rann­sókn­ar­setra, og hring­borð vís­inda­manna sér stað árið um kring.

Fíla­hjörðin í her­berg­inu

Óhætt er þó að segja að aðeins hefur dregið úr þeirri bjart­sýni sem réði ríkjum í hag­spám BRICS-­ríkj­anna um mið­bik fyrsta ára­tug þess­arar ald­ar. Brasilía er í efna­hags­vanda og stjórn­málakrísu og það sama má segja um Suð­ur­-Afr­íku, og Rúss­land sætir enn umfangs­miklu við­skipta­banni við vest­ræn ríki eftir inn­rás sína á Krím­skaga. Þróun þess­ara landa á síð­ustu árum hefur kynt undir það við­horf að Ind­land og Kína séu einu ríkin sem gefa sam­starf­inu efna­hags­legt vægi en upp­hafs­mað­ur­inn sjálf­ur, Jim O'Neill, lét þau orð falla að það stytt­ist í að hann þyrfti að kalla hóp­inn „IC.

Þó má segja að BRICS sem sam­stíg hefð­bundin póli­tísk blokk hefur aldrei verið mjög sann­fær­andi. Þó að hinar sam­þykktu yfir­lýs­ingar leið­toga­fund­anna fara yfir víðan völl - yfir­lýs­ing fundar helg­ar­innar er rúm sjö þús­und orð að lengd - hafa þær, fyrir utan stofnun þró­un­ar­bank­ans og öðru fjár­mála­sam­starfi, haft í för með sér lítið póli­tískt vægi. Milli­landa­tengsl BRICS sín á milli trompa yfir­leitt þýð­ing­ar­mikið póli­tískt sam­starf og hefur það sýnst ber­lega í fund­ar­höldum helg­ar­inn­ar; for­sæt­is­ráð­herra Ind­lands, Nar­endra Modi, umtal­aði nágranna­land­ið Pakistan ­sem „móð­ur­skip hryðju­verka á meðan Kína umtalar tengsl sín við landið sem „sæt­ari en hun­ang“ - landið er lyk­il­banda­maður í áformum Kína um að koma á við­skipta­leiðum til hafn­ar­borg­ar­inn­ar Gwadar við Persaflóa og þannig kom­ast hjá því að reiða sig á sigl­ing­ar­leiðir um Suð­ur­-Kína­haf og Malakka­sund.

Póli­tískar for­sendur BRICS-­sam­starfs­ins hafa aldrei verið mjög sterkar enda á sam­starfið ekki upp­runa sinn að rekja til hefð­bund­inna alþjóða­stjórn­mála. Þrátt fyrir að sýnd­ar­mennska hinna árlegu leið­toga­funda skili yfir­leitt fáum bita­stæðum stefnum þá er stofnun Nýja Þró­un­ar­bank­ans og önnur sam­starfs­verk­efni á sviði fjár­mála áþreif­an­legur árangur - lík­legt er að sam­starfið haldi áfram svo lengi sem BRICS-­ríkin sjái sér fært að stíga álíka prag­mat­ísk skref.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None