Tíu athyglisverðir punktar úr skýrslu um íbúðamarkaðinn

Íslandsbanki gaf í gær út skýrslu um íbúðamarkaðinn, þar sem fjallað er um alla landshluta og þróun á markaðnum. Útlit er fyrir áframhaldandi skarpar hækkanir á fasteignaverði víðast hvar.

Fasteignir hús
Auglýsing

Íslandsbanki kynnti í gær nýja ítarlega skýrslu um íbúðamarkaðinn. Í henni er farið yfir horfur á markaðnum, hvernig hann hefur þróast á undanförnum árum og hvaða þættir það eru helst sem eru að hafa áhrif á hann.

1.       Í spá sem birtist í skýrslunni er gert ráð fyrir að fasteignaverð muni halda áfram að hækka. Á þessu ári verði raunverðshækkunin 7,8 prósent á næsta ári 9,4 prósent og árið 2018 verði hækkunin 3,4 prósent.

2.       Ástæðan fyrir áframhaldandi hækkunum er vaxandi kaupgeta á markaðnum, meðal annars vegna batandi stöðu í efnahagsmálum þjóðarinnar, mikil og vaxandi eftirspurn á meðan framboð hefur ekki fylgt henni eftir, og síðan mikil áhrif af vexti í ferðaþjónustunni.

Auglýsing

3.       Í spánni er gert ráð fyrir að kaupmáttur launa muni aukast um tíu prósent á þessu ári, 5,2 prósent á því næsta og 2,3 prósent á árinu 2018. Aukinn kaupmáttur launa mun því áfram skapa þrýsting til hækkunar á verði íbúða.

4.       Eftir hrun fjármálakerfisins, haustið 2008, má segja að fasteignamarkaðurinn hafi frosið. Húsbyggingar stöðvuðust einnig. Segja má að markaðurinn sé nú að súpa seyðið af þessu. Árleg endurnýjunarþörf á markaðnum er talin vera um 1.800 íbúðir, en byggingar voru töluvert undir því á árunum eftir hrun. Þrýstingur á nýbyggingar varð því meiri fyrir vikið, með þeim áhrifum að fasteignaverð hækkaði.

Bygging íbúðarhúsa hefur ekki náð þeim hæðum sem þörf er á.

5.       Í mars 2016 voru 2.278 íbúðir í eigu fjármálastofnana, en tæp 60 prósent af þeim voru í útleigu. Meira en helmingur íbúða er í eigu Íbúðalánasjóðs (56 prósent) en sjóðurinn átti 1.287 íbúðir í mars 2016. Fjöldi íbúða í eigu fjármálastofnana hefur minnkað síðustu ár, en árið 2013 áttu fjármálastofnanir að meðaltali 3.500 íbúðir. Í júlí 2016 átti Íbúðalánasjóður 809 eignir og um 41 prósent þeirra voru í söluferli en sala á íbúðum sjóðsins hefur gengið vel á árinu en seldar hafa verið um 698 íbúðir. Íbúðalánasjóður stefnir á að vera búinn að ljúka sölu á flestöllum sínum íbúðum undir árslok 2016.

6.       Þrátt fyrir að hlutfall smærri íbúða (íbúðir undir 110 fermetrum) sé hæst á höfuðborgarsvæðinu (55 prósent) af öllum landshlutum bendir verðþróun á slíkum íbúðum til þess að um sé að ræða skort á þeim og að hlutfall smærri íbúða þurfi því að vera enn hærra. „Hefur verð smærri íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkað umfram þeirra sem stærri eru. Þannig hefur verð íbúða í stærðarflokkunum 0-70m2 hækkað um 42 prósent og 70-110m2 um 32 prósent frá árinu 2010. Til samanburðar hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu í heild hækkað um 29% yfir sama tímabil,“ segir í skýrslunni.

7.       Í skýrslunni er vitnað til rannsóknar sem gerðar hafa verið á viðhorfi fólks til leigu og kaups. Flestir myndu vilja búa í eigin húsnæði, samkvæmt þeim. „Tvær viðamiklar kannanir á húsnæðismálum voru framkvæmdar á meðal eigenda og leigjenda á húsnæðismarkaðinum af Gallup fyrir velferðarráðuneytið á tímabilinu 19. nóvember til 9. desember 2015. Kom þar m.a. í ljós að um 90% leigjenda töldu að óhagstætt væri að leigja íbúðarhúsnæði á Íslandi um þessar mundir. Ef nægilegt framboð væri á bæði öruggu leiguhúsnæði og húsnæði til kaups myndu 77% leigjenda og 95% eigenda frekar vilja eiga húsnæði sitt.“

Af Norðurlöndunum, er einna stærsti leigumarkaðurinn í Danmörku.

8.       Útlit er fyrir að á höfuðborgarsvæðinu verði flestar íbúðir byggðar í Reykjavík, eða 3.305 talsins, og fæstar á Seltjarnarnesi, eða 104. Þetta kemur fram í skýrslunni. Sérstaklega er þó tekið fram að hlutfallsleg aukning íbúða verði mest í Mosfellsbæ (25,1%) og minnst í Reykjavík (6,5%) og á Seltjarnarnesi (6,2%) yfir tímabilið.

9.       Hlutfall leigjenda á Ísland er 22,2 prósent. Það er fremur lágt í alþjóðlegum samanburði en þó hærra en í Noregi, þar sem hlutfallið er 17,2 prósent. Í Danmörku er hlutfallið 37,3 prósent.

10.   Íbúðaverð á landinu hóf að taka við sér eftir árið 2010 og síðan þá hefur meðalverð á hvern fermetra hækkað mest á höfuðborgarsvæðinu, eða um 29 prósent. Þar á eftir koma Norðurland eystra (22 prósent), Suðurland (14 prósent) og Vesturland (9 prósent). Minnsta hækkunin hefur svo átt sér stað á Vestfjörðum (6 prósent).

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Aur lumar á góðri lífslausn
Kjarninn 14. maí 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None