Tíu athyglisverðir punktar úr skýrslu um íbúðamarkaðinn

Íslandsbanki gaf í gær út skýrslu um íbúðamarkaðinn, þar sem fjallað er um alla landshluta og þróun á markaðnum. Útlit er fyrir áframhaldandi skarpar hækkanir á fasteignaverði víðast hvar.

Fasteignir hús
Auglýsing

Íslands­banki kynnti í gær nýja ítar­lega skýrslu um ­í­búða­mark­að­inn. Í henni er farið yfir horfur á mark­aðn­um, hvernig hann hef­ur ­þró­ast á und­an­förnum árum og hvaða þættir það eru helst sem eru að hafa áhrif á hann.

1.       Í spá sem birt­ist í skýrsl­unni er gert ráð fyr­ir­ að fast­eigna­verð muni halda áfram að hækka. Á þessu ári verði raun­verðs­hækk­un­in 7,8 pró­sent á næsta ári 9,4 pró­sent og árið 2018 verði hækk­unin 3,4 pró­sent.

2.       Ástæðan fyrir áfram­hald­andi hækk­unum er vax­and­i ­kaup­geta á mark­aðn­um, meðal ann­ars vegna batandi stöðu í efna­hags­mál­u­m ­þjóð­ar­inn­ar, mikil og vax­andi eft­ir­spurn á meðan fram­boð hefur ekki fylgt henn­i eft­ir, og síðan mikil áhrif af vexti í ferða­þjón­ust­unni.

Auglýsing

3.       Í spánni er gert ráð fyrir að kaup­máttur launa muni aukast um tíu pró­sent á þessu ári, 5,2 pró­sent á því næsta og 2,3 pró­sent á árinu 2018. Auk­inn kaup­máttur launa mun því áfram skapa þrýst­ing til hækk­un­ar á verði íbúða.

4.       Eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins, haustið 2008, má ­segja að fast­eigna­mark­að­ur­inn hafi fros­ið. Hús­bygg­ingar stöðv­uð­ust einnig. ­Segja má að mark­að­ur­inn sé nú að súpa seyðið af þessu. Árleg end­ur­nýj­un­ar­þörf á mark­aðnum er talin vera um 1.800 íbúð­ir, en bygg­ingar voru tölu­vert undir því á ár­unum eftir hrun. Þrýst­ingur á nýbygg­ingar varð því meiri fyrir vik­ið, með­ þeim áhrifum að fast­eigna­verð hækk­aði.

Bygging íbúðarhúsa hefur ekki náð þeim hæðum sem þörf er á.

5.       Í mars 2016 voru 2.278 íbúðir í eig­u fjár­mála­stofn­ana, en tæp 60 pró­sent af þeim voru í útleigu. Meira en helm­ing­ur ­í­búða er í eigu Íbúða­lána­sjóðs (56 pró­sent) en sjóð­ur­inn átti 1.287 íbúðir í mars 2016. Fjöldi íbúða í eigu fjár­mála­stofn­ana hefur minnkað síð­ustu ár, en árið 2013 áttu fjár­mála­stofn­anir að með­al­tali 3.500 íbúð­ir. Í júlí 2016 átt­i ­Í­búða­lána­sjóður 809 eignir og um 41 pró­sent þeirra voru í sölu­ferli en sala á í­búðum sjóðs­ins hefur gengið vel á árinu en seldar hafa verið um 698 íbúð­ir. ­Í­búða­lána­sjóður stefnir á að vera búinn að ljúka sölu á flest­öllum sínum íbúð­u­m undir árs­lok 2016.

6.       Þrátt fyrir að hlut­fall smærri íbúða (íbúð­ir undir 110 fer­metrum) sé hæst á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (55 pró­sent) af öll­u­m lands­hlutum bendir verð­þróun á slíkum íbúðum til þess að um sé að ræða skort á þeim og að hlut­fall smærri íbúða þurfi því að vera enn hærra. „Hefur verð s­mærri íbúða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkað umfram þeirra sem stærri eru. Þannig hefur verð íbúða í stærð­ar­flokk­unum 0-70m2 hækkað um 42 pró­sent og 70-110m2 um 32 pró­sent frá árinu 2010. Til sam­an­burðar hefur íbúða­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u í heild hækkað um 29% yfir sama tíma­bil,“ segir í skýrsl­unni.

7.       Í skýrsl­unni er vitnað til rann­sóknar sem gerð­ar­ hafa verið á við­horfi fólks til leigu og kaups. Flestir myndu vilja búa í eig­in hús­næði, sam­kvæmt þeim. „Tvær viða­miklar kann­anir á hús­næð­is­málum vor­u fram­kvæmdar á meðal eig­enda og leigj­enda á hús­næð­is­mark­að­inum af Gallup fyr­ir­ vel­ferð­ar­ráðu­neytið á tíma­bil­inu 19. nóv­em­ber til 9. des­em­ber 2015. Kom þar m.a. í ljós að um 90% leigj­enda töldu að óhag­stætt væri að leigja íbúð­ar­hús­næð­i á Íslandi um þessar mund­ir. Ef nægi­legt fram­boð væri á bæði öruggu leigu­hús­næð­i og hús­næði til kaups myndu 77% leigj­enda og 95% eig­enda frekar vilja eiga hús­næði sitt.“

Af Norðurlöndunum, er einna stærsti leigumarkaðurinn í Danmörku.

8.       Útlit er fyrir að á höf­uð­borg­ar­svæð­inu verð­i flestar íbúðir byggðar í Reykja­vík, eða 3.305 tals­ins, og fæstar á Sel­tjarn­ar­nesi, eða 104. Þetta kemur fram í skýrsl­unni. Sér­stak­lega er þó tek­ið fram að hlut­falls­leg aukn­ing íbúða verði mest í Mos­fellsbæ (25,1%) og minnst í Reykja­vík (6,5%) og á Sel­tjarn­ar­nesi (6,2%) yfir tíma­bil­ið.

9.       Hlut­fall leigj­enda á Ísland er 22,2 pró­sent. Það er fremur lágt í alþjóð­legum sam­an­burði en þó hærra en í Nor­egi, þar sem hlut­fallið er 17,2 pró­sent. Í Dan­mörku er hlut­fallið 37,3 pró­sent.

10.   Íbúða­verð á land­inu hóf að taka við sér eft­ir árið 2010 og síðan þá hefur með­al­verð á hvern fer­metra hækkað mest á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, eða um 29 pró­sent. Þar á eftir koma Norð­ur­land eystra (22 ­pró­sent), Suð­ur­land (14 pró­sent) og Vest­ur­land (9 pró­sent). Minnsta hækk­un­in hefur svo átt sér stað á Vest­fjörðum (6 pró­sent).

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca kærir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur kært Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None