Tíu athyglisverðir punktar úr skýrslu um íbúðamarkaðinn

Íslandsbanki gaf í gær út skýrslu um íbúðamarkaðinn, þar sem fjallað er um alla landshluta og þróun á markaðnum. Útlit er fyrir áframhaldandi skarpar hækkanir á fasteignaverði víðast hvar.

Fasteignir hús
Auglýsing

Íslands­banki kynnti í gær nýja ítar­lega skýrslu um ­í­búða­mark­að­inn. Í henni er farið yfir horfur á mark­aðn­um, hvernig hann hef­ur ­þró­ast á und­an­förnum árum og hvaða þættir það eru helst sem eru að hafa áhrif á hann.

1.       Í spá sem birt­ist í skýrsl­unni er gert ráð fyr­ir­ að fast­eigna­verð muni halda áfram að hækka. Á þessu ári verði raun­verðs­hækk­un­in 7,8 pró­sent á næsta ári 9,4 pró­sent og árið 2018 verði hækk­unin 3,4 pró­sent.

2.       Ástæðan fyrir áfram­hald­andi hækk­unum er vax­and­i ­kaup­geta á mark­aðn­um, meðal ann­ars vegna batandi stöðu í efna­hags­mál­u­m ­þjóð­ar­inn­ar, mikil og vax­andi eft­ir­spurn á meðan fram­boð hefur ekki fylgt henn­i eft­ir, og síðan mikil áhrif af vexti í ferða­þjón­ust­unni.

Auglýsing

3.       Í spánni er gert ráð fyrir að kaup­máttur launa muni aukast um tíu pró­sent á þessu ári, 5,2 pró­sent á því næsta og 2,3 pró­sent á árinu 2018. Auk­inn kaup­máttur launa mun því áfram skapa þrýst­ing til hækk­un­ar á verði íbúða.

4.       Eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins, haustið 2008, má ­segja að fast­eigna­mark­að­ur­inn hafi fros­ið. Hús­bygg­ingar stöðv­uð­ust einnig. ­Segja má að mark­að­ur­inn sé nú að súpa seyðið af þessu. Árleg end­ur­nýj­un­ar­þörf á mark­aðnum er talin vera um 1.800 íbúð­ir, en bygg­ingar voru tölu­vert undir því á ár­unum eftir hrun. Þrýst­ingur á nýbygg­ingar varð því meiri fyrir vik­ið, með­ þeim áhrifum að fast­eigna­verð hækk­aði.

Bygging íbúðarhúsa hefur ekki náð þeim hæðum sem þörf er á.

5.       Í mars 2016 voru 2.278 íbúðir í eig­u fjár­mála­stofn­ana, en tæp 60 pró­sent af þeim voru í útleigu. Meira en helm­ing­ur ­í­búða er í eigu Íbúða­lána­sjóðs (56 pró­sent) en sjóð­ur­inn átti 1.287 íbúðir í mars 2016. Fjöldi íbúða í eigu fjár­mála­stofn­ana hefur minnkað síð­ustu ár, en árið 2013 áttu fjár­mála­stofn­anir að með­al­tali 3.500 íbúð­ir. Í júlí 2016 átt­i ­Í­búða­lána­sjóður 809 eignir og um 41 pró­sent þeirra voru í sölu­ferli en sala á í­búðum sjóðs­ins hefur gengið vel á árinu en seldar hafa verið um 698 íbúð­ir. ­Í­búða­lána­sjóður stefnir á að vera búinn að ljúka sölu á flest­öllum sínum íbúð­u­m undir árs­lok 2016.

6.       Þrátt fyrir að hlut­fall smærri íbúða (íbúð­ir undir 110 fer­metrum) sé hæst á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (55 pró­sent) af öll­u­m lands­hlutum bendir verð­þróun á slíkum íbúðum til þess að um sé að ræða skort á þeim og að hlut­fall smærri íbúða þurfi því að vera enn hærra. „Hefur verð s­mærri íbúða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkað umfram þeirra sem stærri eru. Þannig hefur verð íbúða í stærð­ar­flokk­unum 0-70m2 hækkað um 42 pró­sent og 70-110m2 um 32 pró­sent frá árinu 2010. Til sam­an­burðar hefur íbúða­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u í heild hækkað um 29% yfir sama tíma­bil,“ segir í skýrsl­unni.

7.       Í skýrsl­unni er vitnað til rann­sóknar sem gerð­ar­ hafa verið á við­horfi fólks til leigu og kaups. Flestir myndu vilja búa í eig­in hús­næði, sam­kvæmt þeim. „Tvær viða­miklar kann­anir á hús­næð­is­málum vor­u fram­kvæmdar á meðal eig­enda og leigj­enda á hús­næð­is­mark­að­inum af Gallup fyr­ir­ vel­ferð­ar­ráðu­neytið á tíma­bil­inu 19. nóv­em­ber til 9. des­em­ber 2015. Kom þar m.a. í ljós að um 90% leigj­enda töldu að óhag­stætt væri að leigja íbúð­ar­hús­næð­i á Íslandi um þessar mund­ir. Ef nægi­legt fram­boð væri á bæði öruggu leigu­hús­næð­i og hús­næði til kaups myndu 77% leigj­enda og 95% eig­enda frekar vilja eiga hús­næði sitt.“

Af Norðurlöndunum, er einna stærsti leigumarkaðurinn í Danmörku.

8.       Útlit er fyrir að á höf­uð­borg­ar­svæð­inu verð­i flestar íbúðir byggðar í Reykja­vík, eða 3.305 tals­ins, og fæstar á Sel­tjarn­ar­nesi, eða 104. Þetta kemur fram í skýrsl­unni. Sér­stak­lega er þó tek­ið fram að hlut­falls­leg aukn­ing íbúða verði mest í Mos­fellsbæ (25,1%) og minnst í Reykja­vík (6,5%) og á Sel­tjarn­ar­nesi (6,2%) yfir tíma­bil­ið.

9.       Hlut­fall leigj­enda á Ísland er 22,2 pró­sent. Það er fremur lágt í alþjóð­legum sam­an­burði en þó hærra en í Nor­egi, þar sem hlut­fallið er 17,2 pró­sent. Í Dan­mörku er hlut­fallið 37,3 pró­sent.

10.   Íbúða­verð á land­inu hóf að taka við sér eft­ir árið 2010 og síðan þá hefur með­al­verð á hvern fer­metra hækkað mest á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, eða um 29 pró­sent. Þar á eftir koma Norð­ur­land eystra (22 ­pró­sent), Suð­ur­land (14 pró­sent) og Vest­ur­land (9 pró­sent). Minnsta hækk­un­in hefur svo átt sér stað á Vest­fjörðum (6 pró­sent).

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None