Tíu athyglisverðir punktar úr skýrslu um íbúðamarkaðinn

Íslandsbanki gaf í gær út skýrslu um íbúðamarkaðinn, þar sem fjallað er um alla landshluta og þróun á markaðnum. Útlit er fyrir áframhaldandi skarpar hækkanir á fasteignaverði víðast hvar.

Fasteignir hús
Auglýsing

Íslands­banki kynnti í gær nýja ítar­lega skýrslu um ­í­búða­mark­að­inn. Í henni er farið yfir horfur á mark­aðn­um, hvernig hann hef­ur ­þró­ast á und­an­förnum árum og hvaða þættir það eru helst sem eru að hafa áhrif á hann.

1.       Í spá sem birt­ist í skýrsl­unni er gert ráð fyr­ir­ að fast­eigna­verð muni halda áfram að hækka. Á þessu ári verði raun­verðs­hækk­un­in 7,8 pró­sent á næsta ári 9,4 pró­sent og árið 2018 verði hækk­unin 3,4 pró­sent.

2.       Ástæðan fyrir áfram­hald­andi hækk­unum er vax­and­i ­kaup­geta á mark­aðn­um, meðal ann­ars vegna batandi stöðu í efna­hags­mál­u­m ­þjóð­ar­inn­ar, mikil og vax­andi eft­ir­spurn á meðan fram­boð hefur ekki fylgt henn­i eft­ir, og síðan mikil áhrif af vexti í ferða­þjón­ust­unni.

Auglýsing

3.       Í spánni er gert ráð fyrir að kaup­máttur launa muni aukast um tíu pró­sent á þessu ári, 5,2 pró­sent á því næsta og 2,3 pró­sent á árinu 2018. Auk­inn kaup­máttur launa mun því áfram skapa þrýst­ing til hækk­un­ar á verði íbúða.

4.       Eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins, haustið 2008, má ­segja að fast­eigna­mark­að­ur­inn hafi fros­ið. Hús­bygg­ingar stöðv­uð­ust einnig. ­Segja má að mark­að­ur­inn sé nú að súpa seyðið af þessu. Árleg end­ur­nýj­un­ar­þörf á mark­aðnum er talin vera um 1.800 íbúð­ir, en bygg­ingar voru tölu­vert undir því á ár­unum eftir hrun. Þrýst­ingur á nýbygg­ingar varð því meiri fyrir vik­ið, með­ þeim áhrifum að fast­eigna­verð hækk­aði.

Bygging íbúðarhúsa hefur ekki náð þeim hæðum sem þörf er á.

5.       Í mars 2016 voru 2.278 íbúðir í eig­u fjár­mála­stofn­ana, en tæp 60 pró­sent af þeim voru í útleigu. Meira en helm­ing­ur ­í­búða er í eigu Íbúða­lána­sjóðs (56 pró­sent) en sjóð­ur­inn átti 1.287 íbúðir í mars 2016. Fjöldi íbúða í eigu fjár­mála­stofn­ana hefur minnkað síð­ustu ár, en árið 2013 áttu fjár­mála­stofn­anir að með­al­tali 3.500 íbúð­ir. Í júlí 2016 átt­i ­Í­búða­lána­sjóður 809 eignir og um 41 pró­sent þeirra voru í sölu­ferli en sala á í­búðum sjóðs­ins hefur gengið vel á árinu en seldar hafa verið um 698 íbúð­ir. ­Í­búða­lána­sjóður stefnir á að vera búinn að ljúka sölu á flest­öllum sínum íbúð­u­m undir árs­lok 2016.

6.       Þrátt fyrir að hlut­fall smærri íbúða (íbúð­ir undir 110 fer­metrum) sé hæst á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (55 pró­sent) af öll­u­m lands­hlutum bendir verð­þróun á slíkum íbúðum til þess að um sé að ræða skort á þeim og að hlut­fall smærri íbúða þurfi því að vera enn hærra. „Hefur verð s­mærri íbúða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkað umfram þeirra sem stærri eru. Þannig hefur verð íbúða í stærð­ar­flokk­unum 0-70m2 hækkað um 42 pró­sent og 70-110m2 um 32 pró­sent frá árinu 2010. Til sam­an­burðar hefur íbúða­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u í heild hækkað um 29% yfir sama tíma­bil,“ segir í skýrsl­unni.

7.       Í skýrsl­unni er vitnað til rann­sóknar sem gerð­ar­ hafa verið á við­horfi fólks til leigu og kaups. Flestir myndu vilja búa í eig­in hús­næði, sam­kvæmt þeim. „Tvær viða­miklar kann­anir á hús­næð­is­málum vor­u fram­kvæmdar á meðal eig­enda og leigj­enda á hús­næð­is­mark­að­inum af Gallup fyr­ir­ vel­ferð­ar­ráðu­neytið á tíma­bil­inu 19. nóv­em­ber til 9. des­em­ber 2015. Kom þar m.a. í ljós að um 90% leigj­enda töldu að óhag­stætt væri að leigja íbúð­ar­hús­næð­i á Íslandi um þessar mund­ir. Ef nægi­legt fram­boð væri á bæði öruggu leigu­hús­næð­i og hús­næði til kaups myndu 77% leigj­enda og 95% eig­enda frekar vilja eiga hús­næði sitt.“

Af Norðurlöndunum, er einna stærsti leigumarkaðurinn í Danmörku.

8.       Útlit er fyrir að á höf­uð­borg­ar­svæð­inu verð­i flestar íbúðir byggðar í Reykja­vík, eða 3.305 tals­ins, og fæstar á Sel­tjarn­ar­nesi, eða 104. Þetta kemur fram í skýrsl­unni. Sér­stak­lega er þó tek­ið fram að hlut­falls­leg aukn­ing íbúða verði mest í Mos­fellsbæ (25,1%) og minnst í Reykja­vík (6,5%) og á Sel­tjarn­ar­nesi (6,2%) yfir tíma­bil­ið.

9.       Hlut­fall leigj­enda á Ísland er 22,2 pró­sent. Það er fremur lágt í alþjóð­legum sam­an­burði en þó hærra en í Nor­egi, þar sem hlut­fallið er 17,2 pró­sent. Í Dan­mörku er hlut­fallið 37,3 pró­sent.

10.   Íbúða­verð á land­inu hóf að taka við sér eft­ir árið 2010 og síðan þá hefur með­al­verð á hvern fer­metra hækkað mest á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, eða um 29 pró­sent. Þar á eftir koma Norð­ur­land eystra (22 ­pró­sent), Suð­ur­land (14 pró­sent) og Vest­ur­land (9 pró­sent). Minnsta hækk­un­in hefur svo átt sér stað á Vest­fjörðum (6 pró­sent).

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None