Engar upplýsingar fást um áhugasama kaupendur ríkiseigna

Ríkið vinnur að því að selja eignir sem komu í hlut þess með stöðugleikaframlagi slitabúa föllnu bankanna.

Fjármálaráðuneytið
Auglýsing

Ekki er hægt að fá upplýsingar um hvaða aðilar hafa sýnt áhuga á því að kaupa Lyfju af íslenska ríkinu, samkvæmt opinberum svörum félagsins Lindarhvols, sem ríkið á, en það heldur utan um safn eigna sem kom í skaut þess með stöðugleikaframlagi slitabúa föllnu bankanna.

Kjarninn spurðist fyrir um hverjir hefðu sýnt því áhuga að kaupa Lyfju, en í svari Lindarhvols segir að ekki sé hægt að upplýsa um það, á þessari stundu.

Lyfja rekur um 30 apótek um allt land og hjá fyrirtækinu starf um 300 manns.

Auglýsing

Hversu mörg tilboð hafa borist í Lyfju, og hvaða aðilar eru það sem hafa fengið að skoða gögn um efnahag fyrirtækisins?

„Eins og kemur nánar fram á heimasíðu Lindarhvols ehf. þá var Lyfja hf. sett í opið söluferli og var söluferlinu skipt upp í tvennt, annars vegar fyrsta stig þar sem áhugasamir aðilar gátu sent inn óskuldbindandi tilboð og síðan annað stig sem felur í sér áframhaldandi ferli sem á að skila sér í skuldbindandi tilboðum áhugasamra fjárfesta. Þar sem niðurstaðan af söluferlinu liggur ekki fyrir á þessari stundu og söluferlið áfram í vinnslu er því ekki hægt að upplýsa nánar um stöðu söluferlisins opinberlega á þessu stigi þess en upplýst verður um niðurstöðu þess þegar nær dregur,“ segir í svari Lindarhvols.

Hvaða eignir eru í söluferli núna?

Með vísan til nánari upplýsinga á heimasíðu Lindarhvols ehf., þar sem söluferli eigna er tilkynnt en söluferli þeirra er hagað í samræmi við samþykktar reglur þess um söluferli eigna í umsýslu félagsins, þá eru eftirfarandi eignir í söluferli núna: Lyfja hf., Vörukaup ehf. og kröfur á Glitni ehf., Klakka ehf. og Gamla Byr eignarhaldsfélag ehf,“ segir í svari Lindarhvols.

Þá er einnig tekið fram í svarinu að ekki sé hægt að upplýsa um á hvaða einstaklinga eða einkahlutafélög Lindarhvoll eigi kröfu, þar sem slíkt samræmist ekki persónuverndarsjónarmiðum upplýsingalaga.Félaginu er ekki heimilt að upplýsa opinberlega um kröfur á tiltekna einstaklinga og einkahlutafélög,“ segir í svarinu, og einnig tekið fram að ekki sé hægt að upplýsa um upphæðir sem um ræðir.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.

Búið að selja hluti í skráðum félögum

Lind­ar­hvoll hefur á und­an­förn­um vikum selt 6,38 pró­sent hlut í Reitum fyrir 3,9 millj­arða og 13,93 pró­sent hlut í Sjóvá fyrir 2,8 millj­arða. Kaup­endur voru fjár­festar á mark­að­i, líf­eyr­is­sjóð­ir, bankar og trygg­ing­ar­fé­lög þar á með­al. Lands­bank­inn ann­að­ist ­söl­una sem fór fram í opnu sölu­ferli á mark­aði.

Hinn 5. októ­ber næst­kom­andi rann út frestur til að skila inn­ óskuld­bind­andi til­boðum í Lyfju hf. sem ríkið á að fullu.

Þeim sem áttu hag­stæð­ustu til­boð­in er boðin áfram­hald­andi þátt­taka í ferl­inu og fá aðgang að raf­ræn­u ­gagna­her­bergi með ítar­legri gögn­um, kynn­ingu á félag­inu frá stjórn­endum Lyfju hf.  og gef­st kostur á að fram­kvæma áreið­an­leika­könnun á félag­inu.

Það er Virð­ing hf. sem sér um söl­una.

Hinn 29. sept­em­ber síð­ast­lið­inn aug­lýsti ríkið svo eign­ar­hluti sína í Glitni Holdco ehf., Klakka ehf., ogGamla Byr Eign­ar­halds­fé­lagi ehf.

Sölu­ferlið byggir á sam­þykktum reglum um sölu eigna ­rík­is­sjóðs sem eru í umsýslu Lind­ar­hvols ehf., þar sem kemur fram að við sölu ­eigna skuli leggja áherslu á gagn­sæi, hlut­lægni, jafn­ræði og hag­kvæmni. Með­ hag­kvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða mark­aðs­verðs fyrir eign­irn­ar, eins og segir á vef Linda­hvols.

Sölu­ferlið er opið öllum aðilum gegn und­ir­ritun þeirra á trún­að­ar­yf­ir­lýs­ingu og skil­mála­bréfi.

Fjár­festar sem þess óska verður boðið að taka þátt í sölu­ferl­inu gegn und­ir­ritun þeirra á trún­að­ar­yf­ir­lýs­ingu og skil­mála­bréf þar að lút­andi.

Áhuga­sömum bjóð­endum var boðið að skila inn­ skuld­bind­andi til­boðum með sér­stak­lega til­greindum fyr­ir­vörum fyr­ir kl. 16.00, föstu­dag­inn 14. októ­ber 2016, að því er sagði í auglýsingu.

Miklar eignir

Verð­mæt­in, sem slitabú við­skipta­bank­anna þriggja auk minni slita­búa lögðu fram í tengslum við gerð nauða­samn­inga, má í meg­in­at­rið­u­m ­flokka í laust fé, fram­sals­eignir og fram­lag vegna við­skipta­banka.

Þar á meðal var eign­ar­hlutur í Íslands­banka og skulda­bréf sem Kaup­þing gaf út með veði í Arion banka hf. Skulda­bréfið verð­ur­ greitt upp við sölu Arion banka hf. en rík­is­sjóður fær vaxta­tekjur af bréf­in­u fram að því. Með öðrum orðum þá fær rík­is­sjóður sölu­and­virði Arion banka.

Banka­sýsla rík­is­ins fer með eign­ar­hlut rík­is­sjóðs í Ís­lands­banka og einnig í Lands­bank­an­um. Lind­ar­hvoll ann­ast umsýslu, fulln­ust­u og sölu ann­arra eigna og hafa eft­ir­lit með svo­nefndum fjár­sóps­eign­um.

Meðal þeirra eigna sem fóru í umsýslu hjá Lind­ar­hvoli voru hlutir í eft­ir­töldum félögum og sjóð­um: ALMC eign­ar­halds­fé­lag ehf., AuЭur I fag­fjár­fest­inga­sjóð­ur, Bru II Venture Capi­tal Fund, DOHOP, Eim­skip hf., Eyr­ir­ In­vest hf., Inter­net á Íslandi, Klakki ehf., Lyfja hf., Nýi Norð­ur­turn­inn ehf., Reitir hf., S Hold­ing ehf., SAT eign­ar­halds­fé­lag hf., SCM ehf., ög Sím­inn hf.

Loks eru í flokki fram­sals­eigna ýmsar kröfur á ein­stak­linga og kröfur á 38 félög, sem falla undir per­sónu­vernd­ar­á­kvæð­i ­upp­lýs­inga­laga, og gefur Lind­ar­hvoll ekki upp hvaða eignir þetta eru ­ná­kvæm­lega.

Verð­mæti þess­ara eigna, sam­tals, hleypur á tugum millj­arða króna.

Í stjórn Lind­ar­hvols eru Þór­hall­ur ­Ara­son úr fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ingu, sem jafn­framt er stjórn­ar­for­maður, Ása Ólafs­dótt­ir, með­stjórn­andi, og Haukur C. Bene­diks­son, með­stjórn­andi, en hann hefur farið fyr­ir­ ­Eigna­safni Seðla­banka Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None