BRICS-ríkin á krossgötum

Árlegur leiðtogafundur BRICS-ríkjanna fór fram í Goa á Indlandi um helgina. Hvert er raunverulegt mikilvægi BRICS-samstarfsins í dag?

Leiðtogar BRICS-ríkjanna hittast við upphaf ráðstefnu þeirra sem fram fór um liðna helgi.
Leiðtogar BRICS-ríkjanna hittast við upphaf ráðstefnu þeirra sem fram fór um liðna helgi.
Auglýsing

Sam­starf BRICS-land­anna í núver­andi mynd á upp­haf sitt að rekja til fjár­fest­inga­bank­ans Gold­man Sachs og frægrar skýrslu Jim O'Neill frá árinu 2001 þar sem Brasil­ía, Rúss­land, Ind­land og Kína voru álitin eiga það sam­eig­in­legt að geta búist við miklum fram­tíð­ar­hag­vexti, meiri en öll G7-löndin sam­an­lögð, ásamt því að búa yfir nægri stærð - hvað varðar fólks­fjölda, landa­fræði, og auð­lindir - til að geta orðið drif­kraftur alþjóða­hag­kerf­is­ins á næstu ára­tug­um. BRIC-löndin sem O'Neill stokk­aði saman stóðu svo sann­ar­lega undir vænt­ing­um; sam­an­lögð verg lands­fram­leiðsla BRIC-landana sem hlut­fall af heims­fram­leiðslu hefur rokið upp úr rúm­um 8% árið 2001 og uppí tæp 22% árið 2015.

Hið vin­sæla, en þó umdeilda, hug­tak naut gíf­ur­legra vin­sælda á fyrsta ára­tug þess­arar aldar en þó að mestu innan fjár­fest­inga­heims­ins. Á hlið­ar­línu alls­herj­ar­þings Sam­ein­uðu Þjóð­anna árið 2006 varð breyt­ing á því þegar leið­togar BRIC-­ríkj­anna sáu sér leik á borði og hófu óform­legar við­ræður um sam­starf. Þetta ferli fékk auk­inn byr í segl í kjöl­far heimskrepp­unnar miklu árið 2008; for­sendur sam­starfs BRIC-­ríkj­anna byggð­ist mikið á því sam­eig­in­lega við­horfi ríkj­anna að hið vest­ræna alþjóða­stofn­ana­kerfi sem átti sínar rætur í upp­bygg­ing­u eft­ir­stríðs­áranna sinnti ekki hags­munum þró­un­ar­ríkja nógu vel. 

Heimskrepp­an, sem einnig átti vest­rænar ræt­ur, virt­ist und­ir­strika að hinn póli­tíski raun­veru­leiki alþjóða­sam­skipta end­ur­spegl­aði ekki hinn breytta efna­hags­lega raun­veru­leika þeirra. BRIC-­ríkin litu á sig sem leið­toga þró­un­ar­ríkja og því væri það þeirra skylda að bregð­ast við því ójafn­vægi sem aðgerð­ar­leysi alþjóða­stofn­ana hafði í för með sér. Fyrsti form­legi leið­toga­fundur þeirra var haldin í Yeka­ter­ín­burg í Rúss­landi árið 2009, og ríkin fjögur ákváðu að inn­lima Suð­ur­-Afr­íku í hóp­inn árið 2011 - hóp­ur­inn gat jú vart talist málsvari þró­un­ar­ríkja án full­trúa frá Afr­ík­u. BRIC varð þar með að BRICS og ljóst var að hug­takið hefði stökk­breyst úr vin­sælu nýyrði í fund­ar­her­bergj­um Gold­man Sachs á Fleet Street í London og tekið á sig heil­mikla alþjóða­stjórn­mála­lega þýð­ingu.

Auglýsing

Ver­öld ný og góð

Meg­in­a­frakstur sam­starfs BRICS-­ríkj­anna er mögu­lega sá að milli­landa­við­skipti á ríkj­anna á milli hafa auk­ist úr 93 í 244 millj­arða banda­ríkja­dala frá árinu 2006 til árs­ins 2015, eða 163%. Þá hefur sam­starf ríkj­anna leitt til stofn­unar Nýja Þró­un­ar­bank­ans (New Develop­ment Bank) árið 2014; sá hefur höf­uð­stöðvar sínar í Shang­hai í Kína og hefur alls veitt um 900 millj­ón­ir ­Banda­ríkja­dala í lán til „grænna“ verk­efna í aðild­ar­löndum á þessu ári og stefna lán­veit­ingar í tvær og hálfan millj­arð ­Banda­ríkja­dali á næsta ári. Þessi „BRICS-­banki“ er aðskilin frá hinum nýja Inn­viða­fjár­fest­inga­banka Asíu (AIIB) sem Kín­verjar settu á lagg­irn­ar, Ísland er stofn­að­ili að, og sem er viða­meiri og vand­aðri stofnun.

Sam­hliða því und­ir­rit­uðu ríkin árið 2015 samn­ing þess efnis að leggja saman í púkkið í hund­rað millj­arða ­Banda­ríkja­dala gjald­eyr­is­forða­sjóð bundin í aðra gjald­eyri en ­Banda­ríkja­dal­inn til þess að veita aðild­ar­löndum fleiri val­kosti við Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn, stofnun sem hefur gengið illa að umbæta atkvæða­vægi aðild­ar­landa í takt við tím­ann. Þau sóttu í sama brunn á leið­toga­fundi helg­ar­innar þegar sam­þykkt var að stofna mats­fyr­ir­tæki vegna áhyggna gagn­vart því að aðferða­fræði ráð­andi alþjóð­legra mats­fyr­ir­tækja sé óhag­stæð þró­un­ar­ríkj­um.

Þá ber að nefna BRICS-­sam­starfið einnig haft í för með sér umtals­verða aukn­ingu í sam­vinnu á milli land­anna á sviði örygg­is-, heil­brigð­is-, land­bún­að­ar-, og ­rann­sókna­mála. Til við­bótar við leið­toga­fund­inn eiga ýmsir ráð­herra­fund­ir, mál­stofur rann­sókn­ar­setra, og hring­borð vís­inda­manna sér stað árið um kring.

Fíla­hjörðin í her­berg­inu

Óhætt er þó að segja að aðeins hefur dregið úr þeirri bjart­sýni sem réði ríkjum í hag­spám BRICS-­ríkj­anna um mið­bik fyrsta ára­tug þess­arar ald­ar. Brasilía er í efna­hags­vanda og stjórn­málakrísu og það sama má segja um Suð­ur­-Afr­íku, og Rúss­land sætir enn umfangs­miklu við­skipta­banni við vest­ræn ríki eftir inn­rás sína á Krím­skaga. Þróun þess­ara landa á síð­ustu árum hefur kynt undir það við­horf að Ind­land og Kína séu einu ríkin sem gefa sam­starf­inu efna­hags­legt vægi en upp­hafs­mað­ur­inn sjálf­ur, Jim O'Neill, lét þau orð falla að það stytt­ist í að hann þyrfti að kalla hóp­inn „IC.

Þó má segja að BRICS sem sam­stíg hefð­bundin póli­tísk blokk hefur aldrei verið mjög sann­fær­andi. Þó að hinar sam­þykktu yfir­lýs­ingar leið­toga­fund­anna fara yfir víðan völl - yfir­lýs­ing fundar helg­ar­innar er rúm sjö þús­und orð að lengd - hafa þær, fyrir utan stofnun þró­un­ar­bank­ans og öðru fjár­mála­sam­starfi, haft í för með sér lítið póli­tískt vægi. Milli­landa­tengsl BRICS sín á milli trompa yfir­leitt þýð­ing­ar­mikið póli­tískt sam­starf og hefur það sýnst ber­lega í fund­ar­höldum helg­ar­inn­ar; for­sæt­is­ráð­herra Ind­lands, Nar­endra Modi, umtal­aði nágranna­land­ið Pakistan ­sem „móð­ur­skip hryðju­verka á meðan Kína umtalar tengsl sín við landið sem „sæt­ari en hun­ang“ - landið er lyk­il­banda­maður í áformum Kína um að koma á við­skipta­leiðum til hafn­ar­borg­ar­inn­ar Gwadar við Persaflóa og þannig kom­ast hjá því að reiða sig á sigl­ing­ar­leiðir um Suð­ur­-Kína­haf og Malakka­sund.

Póli­tískar for­sendur BRICS-­sam­starfs­ins hafa aldrei verið mjög sterkar enda á sam­starfið ekki upp­runa sinn að rekja til hefð­bund­inna alþjóða­stjórn­mála. Þrátt fyrir að sýnd­ar­mennska hinna árlegu leið­toga­funda skili yfir­leitt fáum bita­stæðum stefnum þá er stofnun Nýja Þró­un­ar­bank­ans og önnur sam­starfs­verk­efni á sviði fjár­mála áþreif­an­legur árangur - lík­legt er að sam­starfið haldi áfram svo lengi sem BRICS-­ríkin sjái sér fært að stíga álíka prag­mat­ísk skref.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None