Mun endurskipa hóp um endurskoðun búvörusamninga

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, staðfestir að hún muni skipa nýtt fólk í starfshóp um endurskoðun búvörusamninga. Gunnar Bragi Sveinsson skipaði hópinn 18. nóvember.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Auglýsing

Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga verður endurskipaður á næstunni. Þeir fulltrúar sem sæti fá í hópnum munu endurspegla betur alla þá hagsmunaaðila sem endurskoðun samninganna snertir, t.d. bændur, neytendur, verslun og vinnumarkaðinn. Þetta staðfestir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við Kjarnann.

Gunnar Bragi Sveinsson, fráfarandi ráðherra málaflokksins, lauk við að skipa í samráðshópinn 18. nóvember síðastliðinn, þremur vikum eftir kosningar og mánuði eftir að skipan hans átti upphaflega að liggja fyrir. Af þeim tólf full­trúum sem skip­aðir voru í hópinn voru átta full­trúar sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráðu­neytis eða Bænda­sam­taka Íslands, þien sömu og gerðu búvörusamninganna í febrúar 2016 sem til stendur að endurskoða. Laun­þeg­ar, atvinnu­lífið og neyt­endur áttu sam­tals fjóra full­trúa. Á meðal þeirra sem voru skip­aðir í hóp­inn af ráðu­neyt­inu var Ögmundur Jón­as­son, fyrr­ver­andi þing­maður Vinstri grænna.

Bændur hafa neitunarvald

Búvörusamningar til tíu ára voru undirritaðir í febrúar 2016 og samþykktir á Alþingi síðastliðið haust. Kostnaður ríkissjóðs vegna þeirra er 13-14 milljarðar króna á ári.

Auglýsing

Ein­ungis 19 þing­­­menn, eða 30 pró­­­sent allra þing­­­manna, greiddu atkvæði með búvöru­samn­ing­unum þegar þeir voru sam­­þykktir á Alþingi á í sept­em­ber. Sjö sögðu nei en aðrir sátu hjá eða voru ekki við­staddir atkvæða­greiðsl­una sem mun móta eitt af lyk­il­­­kerfum íslensks sam­­­fé­lags, hið rík­­­is­­­styrkta land­­­bún­­­að­­­ar­­­kerfi, næsta ára­tug­inn.

Í lok ágúst lagði meiri­hluti atvinn­u­­­vega­­­nefndar fram breyt­ing­­­ar­til­lögur á samn­ing­un­­­um. Þegar þær voru kynntar var látið að því liggja að í til­­lög­unum væri skýrt kveðið á um end­­­ur­­­skoð­un­­­ar­á­­­kvæði innan þriggja ára. Engar frek­­ari breyt­ingar voru gerðar á lögum sem gera samn­ing­anna gild­andi eftir þær breyt­inga­til­lög­­ur. Ákvæðið um end­­ur­­skoðun samn­ing­anna er þó ekki mjög skýrt. Í áliti meiri­hluta­­nefndar atvinn­u­­vega­­nefndar sagði: „Meiri hlut­inn leggur áherslu á að við sam­­þykkt frum­varps­ins nú eru fyrstu þrjú ár samn­ing­anna stað­­fest og mörkuð fram­­tíð­­ar­­sýn til tíu ára. Meiri hlut­inn leggur til ákveðna aðferða­fræði fyrir end­­ur­­skoðun samn­ing­anna árið 2019 og skal ráð­herra þegar hefj­­ast handa við að end­­ur­­meta ákveðin atriði og nýtt fyr­ir­komu­lag gæti mög­u­­lega tekið gildi í árs­­byrjun 2020. Meiri hlut­inn leggur til að end­­ur­­skoð­unin bygg­ist á aðferða­fræði sem feli í sér víð­tæka sam­still­ingu um land­­bún­­að­inn, atkvæða­greiðslu um end­­ur­­skoð­aða samn­inga meðal bænda og afgreiðslu Alþingis á laga­breyt­ingum sem sú end­­ur­­skoðun kann að kalla á.“

Í breyt­ing­­ar­til­lög­unni sjálfri sagði: „Eigi síðar en 18. októ­ber 2016 skal sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráð­herra skipa sam­ráðs­hóp um end­­ur­­skoðun búvöru­­samn­inga. Tryggja skal aðkomu afurða­­stöðva, atvinn­u­lífs, bænda, laun­þega og neyt­enda að end­­ur­­skoð­un­inni og skal henni lokið eigi síðar en árið 2019. Skulu bændur eiga þess kost að kjósa um nýjan búvöru­­samn­ing eða við­bætur við fyrri samn­inga.

Kjarn­inn beindi fyr­ir­­spurn til sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráðu­­neyt­is­ins um hvort að það bæri að skilja lögin þannig að bændur myndu alltaf fá að kjósa um þá end­­ur­­skoðun sem muni eiga sér stað eigi síður en árið 2019. Svar ráðu­­neyt­is­ins var já.

Þegar spurt var hvað myndi ger­­ast ef bændur myndu hafna þeirri end­­ur­­skoðun í atkvæða­greiðslu var svar­ið: „Ef bændur hafna þeim breyt­ingum sem hugs­an­­lega verða gerðar við end­­ur­­skoð­un­ina 2019 verður aftur sest niður og leitað frek­­ari samn­inga.“

Mikil áhersla lögð á að fá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

Björt framtíð greiddi ein stjórnmálaflokka í heild sinni atkvæði gegn samningunum. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar eru engar kollsteypur í landbúnaði. Þar segir að endurskoðun búvörusamnings verði grunnur að nýja samkomulagi við bændur, sem miðað er við að ljúki eigi síðar en árið 2019.

Í sáttmálanum segir að af hálfu stjórnvalda verði „hvatt til að vægi almennari stuðnings verði aukið, svo sem til jarðræktar, fjárfestingar, nýsköpunar, umhverfisverndar og nýliðunar, en dregið úr sértækum búgreinastyrkjum. Endurskoða þarf ráðstöfun innflutningskvóta og greina forsendur fyrir frávikum frá samkeppnislögum fyrir mjólkuriðnaðinn og gera viðeigandi breytingar.“

Viðreisn lagði hins vegar mikla áherslu á að fá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið til að geta komið á breytingum á þeim málaflokkum, þótt engar tímasettar eða útfærðar breytingar séu í stjórnarsáttmála. Endurskipun starfshóps um endurskoðun búvörusamninga er fyrsta skrefið í þá átt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None