Aðsendar myndir

Hverjir eru ráðherrarnir í nýrri ríkisstjórn?

Fyrsta ráðuneyti Bjarna Benediktssonar tók formlega við á miðvikudag. Í því sitja ellefu ráðherrar. Kjarninn kannaði hvaða fólk þetta er.

Ell­efu ráð­herrar sitja í nýrri rík­is­stjórn Íslands sem starfar undir for­sæti Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Ráð­herr­arnir fund­uðu í fyrsta sinn með Guðna Th. Jóhann­essyni á rík­is­ráðs­fundi á Bessa­stöðum mið­viku­dag­inn 11. jan­ú­ar. Tveir ráð­herr­anna sátu í rík­is­stjórn Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar sem var veitt lausn fyrr þennan dag. Það eru Bjarni Bene­dikts­son og Krist­ján Þór Júl­í­us­son sem báðir taka að sér ný ráðu­neyti.

Þrír flokkar mynda meiri­hlut­ann á Alþingi sem veitir stjórn­inni umboð sitt. Það eru Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, Við­reisn og Björt fram­tíð. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn skipar sex ráð­herra, Við­reisn skipar þrjá og Björt fram­tíð tvo. Fjórar konur og sjö karlar hljóta ráð­herra­dóm í rík­is­stjórn­inni, þar á meðal yngsta konan til að gegna ráð­herra­emb­ætti í sögu lýð­veld­is­ins. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir fær þann heiður því hún er aðeins 29 ára göm­ul. Aðeins einn ráð­herra hefur verið yngri en hún, en Eysteinn Jóns­son var 27 ára gam­all þegar hann tók við emb­ætti fjár­mála­ráð­herra 1934.

Sjö ráð­herr­anna hafa aldrei gengt ráð­herra­emb­ætti áður. Það eru Þór­dís Kol­brún, Sig­ríður And­er­sen, Jón Gunn­ars­son, Ótt­arr Proppé, Bene­dikt Jóhann­es­son, Björt Ólafs­dóttir og Þor­steinn Víglunds­son. Þau Þór­dís Kol­brún, Bene­dikt og Þor­steinn tóku sæti á Alþingi í fyrsta sinn eftir kosn­ing­arnar í haust.

Öll þau sem taka sæti í rík­is­stjórn eru að taka við nýjum mála­flokkum sem þau hafa ekki verið ráð­herrar yfir áður. Bjarni fer úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu í for­sæt­is­ráðu­neyt­ið, Krist­ján Þór tekur við mennta­málum eftir að hafa verið heil­brigð­is­ráð­herra í síð­ustu rík­is­stjórn og Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir verður sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra en hún var mennta­mála­ráð­herra frá 2003-2009.

Þetta er jafn­framt fyrsta rík­is­stjórnin sem Guðni Th. Jóhann­es­son skipar sem for­seti Íslands en hann tók við búinu á Bessa­stöðum 1. ágúst í fyrra. Þá hafði Sig­urður Ingi Jóhanns­son stýrt ráðu­neyti sínu frá í apr­íl.

Nánar má lesa um rík­is­stjórnir Íslands á vef Stjórn­ar­ráðs­ins. Hér að neðan er stutt umfjöllun um hvern ráð­herra fyrir sig, unnin upp úr ævi­á­gripum þeirra á vef Alþingis. Mynd­ina að ofan tók Gunnar Vig­fús­son, en hann hefur myndað allar rík­is­stjórnir síðan 1973.

Forsætisráðherra Bjarni Benediktsson (D)

Bjarni er fæddur í Reykja­vík 26. jan­úar 1970. Bjarni tók fyrst sæti á Alþingi árið 2003 fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Hann var fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar og svo rík­is­stjórn Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar árin 2013-2017. Hann var for­maður alls­herj­ar­nefndar Alþingis árin 2003-2007. Bjarni hefur verið for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins síðan 2009.

Bjarni lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­anum í Reykja­vík árið 1989 og lauk lög­fræði­f­prófi í Háskóla Íslands árið 1995. Hann hlaut LL.M.-gráðu í lög­fræði frá Uni­versity of Miami School of Law í Banda­ríkj­unum árið 1997. Hér­aðs­dóms­lög­manns­rétt­indi árið 1998.

Fjármálaráðherra Benedikt Jóhannesson (C)

Bene­dikt er fæddur í Reykja­vík 4. maí 1955. Bene­dikt var fyrst kjör­inn á Alþingi eftir kosn­ing­arnar haustið 2016 fyrir nýtt fram­boð Við­reisn­ar. Hann situr sem þing­maður Norð­aust­ur­kjör­dæm­is. Þegar þing kom saman í vetur sat hann sem for­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþing­is. Áður en Bene­dikt tók sæti á Alþingi hefur hann setið í og gengt for­mennsku í stjórnum all­margra fyr­ir­tækja. Hann er fram­kvæmda­stjóri Útgáfu­fé­lags­ins Heims síðan árið 2000 og hefur stýrt ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­inu Talna­könnun sem hann stofn­aði sjálfur árið 1984. Bene­dikt varð fyrsti for­maður Við­reisnar árið 2016.

Bene­dikt lauk stúd­ents­prófi frá MR árið 1975 og B.Sc.-­prófi í stærð­fræði og hag­fræði frá Uni­versity of Wisconsin árið 1977. Hann hlaut meist­ara­próf í töl­fræði frá Florida State Uni­versity árið 1979 og dokt­ors­prófi í töl­fræði sem aðal­grein og stærð­fræði sem auka­grein frá sama skóla árið 1981.

Heilbrigðisráðherra Óttarr Proppé (A)

Ótt­arr er fæddur í Reykja­vík 7. nóv­em­ber 1968. Hann var fyrst kjör­inn á þing úr Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður árið 2013 fyrir Bjarta fram­tíð en er nú odd­viti flokks­ins í Suð­vest­ur­kjör­dæmi og er for­maður Bjartrar fram­tíðar síðan 2015. Ótt­arr var kjör­inn borg­ar­full­trúi fyrir Besta flokk­inn árið 2010 og sat í borg­ar­stjórn þar til hann sett­ist á Alþingi. Ótt­arr er einnig þekktur sem tón­list­ar­maður með hljóm­sveit­unum HAM, Dr. Spock, Rass og fleiri frá 1988. Hann hefur einnig feng­ist við fleiri list­grein­ar.

Ótt­arr lauk prófi frá Penn­ridge High School í Pennsil­vaníu í Banda­ríkj­unum árið 1986.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (C)

Þor­gerður Katrín er fædd í Reykja­vík 4. októ­ber árið 1965. Hún var fyrst kjörin á þing sem þing­maður Reyknes­inga árið 1999 og síðar sem þing­maður Suð­vest­ur­kjör­dæmis frá 2003 til 2013 fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Hún gaf ekki kost á sér í kosn­ing­unum árið 2013 og gekk til liðs við Við­reisn árið 2016 og situr nú aftur sem þing­maður Suð­vest­ur­kjör­dæm­is. Hún var mennta­mála­ráð­herra fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn árin 2003 til 2009. Þor­gerður Katrín var for­maður alls­herj­ar­nefndar Alþingis og for­maður Íslands­deildar þing­manna­nefndar EFTA árin 1999-2003.

Þor­gerður Katrín lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­anum við Sund árið 1985 og lög­fræði­prófi frá Háskóla Íslands árið 1993.

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (D)

Þór­dís Kol­brún er fædd á Akra­nesi 4. nóv­em­ber 1987. Hún var fyrst kjörin á þing í kosn­ing­unum 2016 og situr sem þing­maður Norð­vest­ur­kjör­dæm­is. Hún var aðstoð­ar­maður Ólafar Nor­dal, inn­an­rík­is­ráð­herra, 2014 til 2016 og fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins árin 2013 til 2014. Hún var lög­fræð­ingur hjá úrskurð­ar­nefnd umhverf­is- og auð­linda­mála árin 2011-2012. Þór­dís Kol­brún hefur einnig gengt fleiri trún­að­ar­störfum fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Þór­dís Kol­brún lauk stúd­ents­prófi frá Fjöl­brauta­skóla Vest­ur­lands árið 2007 og BA-­prófi í lög­fræði frá Háskól­anum í Reykja­vík árið 2010 og svo ML-­prófi árið 2012. Hún var í skipti­námi í lög­fræði í Salz­burg árið 2011.

Dómsmálaráðherra Sigríður Á. Anderssen (D)

Sig­ríður er fædd í Reykja­vík 21. nóv­em­ber 1971. Hún tók fyrst sæti á Alþingi við and­lát Pét­urs Blön­dal árið 2015. Þá hafði hún tekið sæti á Alþingi sem vara­þing­maður frá 2008. Hún hefur starfað sem lög­fræð­ingur og lög­maður hjá Versl­un­ar­ráði Íslands 1999-2005, í dóm­stóla­ráði 2004-2009 og sem hér­aðs­dóms­lög­maður hjá LEX 2007-2015. Sig­ríður var í stjórn útgáfu­fé­lags­ins And­ríkis árin 1995-2006 og í rit­stjórn Vef­þjóð­vilj­ans árin 1995-2006. Hún hefur einnig gengt trún­að­ar­störfum fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Sig­ríður lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­anum í Reykja­vík árið 1991 og lög­fræði­prófi frá Háskóla Íslands árið 1999. Hún hlaut hér­aðs­dóms­lög­manns­rétt­indi árið 2001.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Jón Gunnarsson (D)

Jón er fæddur í Reykja­vík 21. sept­em­ber 1956. Hann hefur verið Alþing­is­maður fyrir Suð­vest­ur­kjör­dæmi síðan 2007. Hann var for­maður atvinnu­vega­nefndar Alþingis og for­maður Íslands­deildar þing­manna­ráð­stefn­unnar um norð­ur­skauts­mál frá 2013 til 2016. Jón hefur starfað sem bóndi, yfir­maður aug­lýs­inga- og áskrift­ar­deildar Stöðvar 2, mark­aðs­stjóri prent­smiðj­unnar Odda og fram­kvæmda­stjóri Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar. Hann hefur einnig gengt fjöl­mörgum trún­að­ar­störfum í hinum ýmsu björg­un­ar­sveitum og fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Jón er með próf frá málm­iðn­að­ar­deild Iðn­skól­ans í Reykja­vík frá 1975 og með próf í rekstr­ar- og við­skipta­fræðum frá End­ur­menntun Háskóla Íslands árið 1996.

Mennta- og menningarmálaráðherra Kristján Þór Júlíusson (D)

Krist­ján Þór er fæddur á Dal­vík 15. júlí 1957. Hann hefur verið Alþing­is­maður Norð­aust­ur­kjör­dæmis síðan 2007 og var heil­brigð­is­ráð­herra á síð­asta kjör­tíma­bili. Hann var bæj­ar­stjóri Dal­víkur 1986-1994, bæj­ar­stjóri Ísa­fjarðar 1994-1997 og bæj­ar­stjóri Akur­eyr­ar­bæjar 1998-2007. Áður starf­aði hann sem stýri­maður og skip­stjóri á skipum frá Dal­vík og svo sem kenn­ari við Stýri­manna­skól­ann á Dal­vík. Hann hefur einnig setið í stjórnum ýmissa fyr­ir­tækja og félaga tengdum sjáv­ar­út­vegi. Krist­ján Þór hefur einnig gengt trún­að­ar­störfum fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Krist­ján Þór lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­anum á Akur­eyri árið 1977 og skip­stjórn­ar­prófi frá Stýri­manna­skól­anum í Reykja­vík árið 1978. Hann lagði stund á nám í íslensku og almennum bók­menntum við Háskóla Íslands og lauk kennslu­rétt­inda­prófi þaðan árið 1984.

Umhverfis- og auðlindaráðherra Björt Ólafsdóttir (A)

Björt er fædd á Torfa­stöðum í Bisk­ups­tungum 2. mars 1983. Hún hefur verið Alþing­is­maður Reykja­vík­ur­kjör­dæmis norður síðan árið 2013. Áður en hún tók sæti á Alþingi starf­aði hún sem með­ferð­ar­full­trúi við Með­ferð­ar­heim­ilið Torfa­stöðum 1997 til 2004 og sem stuðn­ings­full­trúi og verk­efna­stjóri á geð­deildum Land­spít­al­ans með námi 2006 til 2009. Hún starf­aði svo við við­skipta­þróun og mannauðs­mál hjá Vinun árin 2010 og 2011 og varð svo mannauðs- og stjórn­un­ar­ráð­gjafi hjá Capacent 2011 til 2013. Hún var for­maður Geð­hjálpar árin 2011 til 2013.

Björt lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­anum við Hamra­hlíð árið 2003 og BA-­prófi í sál­fræði og kynja­fræði frá Háskóla Íslands árið 2007. Hún lauk meist­ara­prófi í mannauðs­stjórnun frá Háskól­anum í Lundi árið 2008.

Utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson (D)

Guð­laugur Þór er fæddur í Reykja­vík 16. des­em­ber 1967. Hann hefur verið þing­maður Reyk­vík­inga síðan 2003. Hann var heil­brigð­is- og trygg­inga­mála­ráð­herra 2007-2008 og heil­brigð­is­ráð­herra 2008-2009. Hann borg­ar­full­trúi í Reykja­vík 1998-2006. Áður en Guð­laugur Þór tók sæti á þingi sinnti hann ýmsum störfum hjá fjár­mála­fyr­ir­tækjum og trygg­inga­fé­lög­um. Guð­laugur Þór hefur einnig sinnt ýmsum trún­að­ar­störfum innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann var for­maður umhverf­is­nefndar Alþingis 2004-2007, for­maður Íslands­deildar þing­manna­nefndar EFTA 2003-2007, for­maður Íslands­deildar þing­manna­nefndar EFTA og EES 2013-2016 og for­maður þing­manna­nefndar Íslands og ESB 2013-2016. Guð­laugur hefur gengt for­mennsku og átt sæti í stjórnum alþjóð­legra stjórn­mála­hreyf­inga.

Guð­laugur Þór lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­anum á Akur­eyri árið 1987 og BA-­prófi í stjórn­mála­fræði frá Háskóla Íslands árið 1996.

Félags- og jafnréttismálaráðherra Þorsteinn Víglundsson (C)

Þor­steinn er fæddur á Sel­tjarn­ar­nesi 22. nóv­em­ber 1969. Hann tók sæti á Alþingi í fyrsta sinn eftir kosn­ing­arnar 2016 sem þing­maður Reykja­vík­ur­kjör­dæmis norð­ur. Hann starf­aði sem fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins 2013-2016. Áður hafði hann starfað sem fram­kvæmda­stjóri Sam­taka álf­ram­leið­enda 2010-2013, fram­kvæmda­stjóri BM Vallár hf. 2002-2010 og sem for­stöðu­maður hjá Kaup­þingi í Lúx­em­bo­urg 1998-2002. Hann hefur setið í stjórn Sam­taka iðn­að­ar­ins, Iðunn­ar, fræðslu­set­urs og Virk – starfsend­ur­hæf­ing­ar­sjóðs auk þess að hafa verið vara­for­maður og for­maður líf­eyr­is­sjóðs­ins Gildis árin 2014-2016.

Þor­steinn lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­anum í Reykjvík árið 1990 og BA-­prófi í stjórn­mála­fræði frá Háskóla Íslands 1995. Þá hefur hann AMP frá IESE Business School, Uni­versity of Navarra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar