101 þingmál á leiðinni

Ríkisstjórnin er með 101 mál á þingmálaskránni. Flest er fjármálaráðherra með, en forsætisráðherra og menntamálaráðherra fæst. Mest gæti mætt á félagsmálaráðherra.

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar
Auglýsing

Rík­is­stjórn Íslands hyggst leggja fram 101 þing­mál á vor­þing­inu, sem gert er ráð fyrir að standi út maí. Flest málin hyggst fjár­mála­ráð­herr­ann Bene­dikt Jóhann­es­son leggja fram, eða sautján tals­ins, en Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra og Krist­ján Þór Júl­í­us­son mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra ætla að leggja fram fæst mál, þrjú hvor. 

For­sæt­is­ráð­herra er búinn að leggja fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sína um breytta skipan ráðu­neyta í stjórn­ar­ráð­inu. Þá á hann bara eftir að flytja þing­inu tvær skýrsl­ur, ann­ars vegar um mál­efni þjóð­lendna og hins vegar um fram­kvæmd upp­lýs­inga­laga. 

Fjár­mála­ráð­herra leggur fram ýmis mál lögum sam­kvæmt, eins og fjár­mála­stefnu og fjár­mála­á­ætlun til fimm ára. Fjár­mála­stefnan er þegar komin fram. Hann er einnig með mál eins og nið­ur­lagn­ingu Líf­eyr­is­sjóðs bænda og hjúkr­un­ar­fræð­inga á mála­skránni, sem og ýmsar inn­leið­ingar á Evr­óputil­skip­un­um. 

Auglýsing

Lík­lega er það Þor­steinn Víglunds­son félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra sem ætlar að leggja fram þau mál sem gætu orðið umdeild­ust. Hann er með þrettán mál á þing­mála­skránni, meðal ann­ars jafn­launa­vottun og heild­ar­end­ur­skoðun á lögum um mál­efni fatl­aðs fólks. Þar er ætl­unin að lög­festa not­enda­stýrða per­sónu­lega aðstoð. Þá ætlar hann að leggja fram frum­varp um almanna­trygg­ing­ar, þar sem farið verður m.a. í að taka upp ein­fald­ara greiðslu­kerfi vegna bóta og líf­eyr­is. Þá verður stuðn­ingur við öryrkja sem hafa mjög lágar eða engar tekjur bættur og kveðið verður á um að líf­eyr­i­s­töku­aldur verði hækk­aður úr 67 árum í 70 ár. Frí­tekju­mark vegna atvinnu­tekna elli­líf­eyr­is­þega verður líka hækk­að. 

Þá mun félags­mála­ráð­herra líka leggja fram breyt­ingu á fæð­ing­ar­or­lofi, með það að mark­miði að hækka hámarks­greiðslur í öruggum skrefum á næstu fjórum árum. 

End­ur­skoðar skipan ferða­mála

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferða-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra ætlar meðal ann­ars að leggja fram frum­varp um Flug­þró­un­ar­sjóð, sem á að styðja við reglu­legt milli­landa­flug til Akur­eyrar og Egils­staða. Hún ætlar líka að fara í heild­ar­end­ur­skoðun á gild­andi lögum um skipan ferða­mála og heild­ar­end­ur­skoðun á lögum um fag­gild­ingu. Umgjörð verður sett um starf­semi Ferða­mála­stofu með lögum og hún ætlar að end­ur­flytja þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um aðgerða­á­ætlun um orku­skipti fram til árs­ins 2030. 

Sig­ríður And­er­sen dóms­mála­ráð­herra ætlar að leggja fram frum­varp um þjóð­bundna mann­rétt­inda­stofn­un, og þings­á­lyktun um lög­gæslu­á­ætlun fyrir næstu árin. Hún hyggst einnig leggja fram frum­varp til laga um breyt­ingar á gjaf­sóknum og laga­frum­varp sem tengj­ast nýjum Lands­rétt­i. 

Setur lög um raf­sí­gar­ettur og stera

Ótt­arr Proppé heil­brigð­is­ráð­herra er með fimm mál á þing­mála­skrá sinni, meðal ann­ars heild­ar­end­ur­skoðun á lyfja­lög­um, sem er byggt á frum­varpi sem for­veri hans lagði fram á síð­asta þingi. Hann ætlar einnig að leggja fram frum­varp um mis­notkun vefja­auk­andi efna og stera, og setja heild­stæðan ramma utan um allt sem teng­ist raf­sí­gar­ett­um. Hann mun einnig leggja fram lyfja­stefnu fyrir næstu árin. 

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra er með sjö mál á sinni könnu. Hún ætlar að end­ur­skoða búvöru­lög­in, og þar með úthlutun toll­kvóta fyrir land­bún­að­ar­vörur og und­an­þágur frá ákvæðum sam­keppn­islaga. Hún ætlar að leggja fram frum­varp um heild­ar­lög um Mat­væla­stofn­un, stjórn­sýslu Fiski­stofu, lög um vigtun sjáv­ar­afla og um stjórn ála­veiða, svo dæmi séu tek­in. 

Ný lög um Þjóð­leik­hús og dans­flokk­inn

Krist­ján Þór Júl­í­us­son mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra hyggst leggja fram frum­varp um Lána­sjóð íslenskra náms­manna, en þó ekki sama frum­varp og for­veri hans lenti í vand­ræðum með. Frum­varp hans fjallar um lán­veit­ingar til frum­greina­náms. Hann ætlar líka að leggja fram ný heild­ar­lög um sviðs­lista­starf­semi, þar með talið Þjóð­leik­húsið og Íslenska dans­flokk­inn. Hann hyggst líka inn­leiða til­skipun frá ESB um við­ur­kenn­ingu á fag­legri menntun og hæfi fólks frá öðrum EES ríkj­u­m. 

Jón Gunn­ars­son sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­herra er með átta mál á sinni þing­mála­skrá, en eitt er reyndar tekið fram tvisvar. Hann ætlar meðal ann­ars að afnema skyldu Reykja­vík­ur­borgar til að fjölga borg­ar­full­trúum úr 15 í 23, en það var ákveðið með sveit­ar­stjórn­ar­lögum að fjöldi full­trúa skyldi auk­inn. Hann ætlar að inn­leiða reglu­gerð um net­hlut­leysi og ýmsar aðrar inn­leið­ingar eru einnig á hans könn­u. 

Björt Ólafs­dóttir umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra er með þrettán mál á þing­mála­skránni. Þar á meðal eru ýmsar inn­leið­ingar á Evr­óputil­skip­un­um, en líka heild­ar­lög um Umhverf­is­stofn­un, um land­mæl­ingar og grunn­korta­gerð, um skóg­rækt og land­græðslu. 

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra er með tólf mál á sinni skrá og flest varða EES samn­ing­inn og inn­leið­ingar honum tengd­ar. Hann ætlar þó líka að end­ur­skoða lög um Íslands­stofu og  vill stofna aðlægt belti utan land­helgi Íslands, sem felur í sér vald­heim­ildir fyrir ríkið að 24 sjó­mílum frá grunn­línum land­helg­inn­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None