Topp 10 – Kvikmyndir ársins 2016

Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur rýndi í kvikmyndaárið 2016. Óskarinn fer fram aðfararnótt mánudags.

Kristinn Haukur Guðnason
danske
Auglýsing

Ósk­arsverð­launin verða veitt í 89. sinn aðfar­arnótt mánu­dags­ins 27. febr­ú­ar. Sagt hefur verið að verð­launa­há­tíðin sé fyr­ir­sjá­an­leg og eina spurn­ingin sé hversu mörg verð­laun söng­leik­ur­inn La La Land fái. En hátíðin er nokkuð merki­leg í þetta skiptið í ljósi þess að flestar helstu kvik­mynd­irnar koma úr ólík­legum áttum á meðan gamlir Hollywood risar halda að sér hönd­um. Þá er met­fjöldi svartra leik­ara, leik­stjóra og hand­rits­höf­unda til­nefndir í þetta sinn og erlendu mynd­irnar ein­stak­lega sterk­ar. Þetta er fjöl­breyti­leg­asta kvik­myndaár í langan tíma.

10. En man som heter Ove

Íslend­ingar þekkja vel sög­una um hinn sænska Ove. Bók Fred­riks Back­man var met­sölu­bók hér á landi árið 2013 og nú stendur yfir sýn­ing Þjóð­leik­húss­ins á verk­inu. Kvik­myndin sænska hefur einnig slegið í gegn. Maður sem heitir Ove segir frá 59 ára gömlum ekkli sem er sífellt trufl­aður við það að reyna að fremja sjálfs­víg. Trufl­unin kemur frá fjöl­skyldu sem er nýflutt í hverfið og þá sér­stak­lega hinni óléttu Parvaneh sem lætur Ove ekki í friði. Ove er rudda­leg­ur, hisp­urs­laus, smá­muna­samur og ónær­gæt­inn með ein­dæmum og hann þolir illa þegar nágrannar hans fylgja ekki umgengn­is­regl­unum til hins ítrasta. Í mynd­inni er flakkað fram og aftur í tíma og áhorf­and­inn fær inn­sýn inn í líf og per­sónu Ove og af hverju hann er svo stað­ráð­inn í því að svipta sig lífi. Þrátt fyrir alvar­leika hennar er myndin bráð­fyndin og sér­stak­lega ein­stök ást Ove á Saab-bif­reið­um. Myndin er ein­stak­lega vel leik­in, þá sér­stak­lega af Rolf Lass­gård, sem leikur Ove í nútím­an­um, og Bahar Pars, sem leikur Parvaneh.

Auglýsing
9. Arri­val

Mál­fræð­ingar eru sjaldan sögu­hetjur á hvíta tjald­inu. Það er þó raunin í Arri­val sem fjallar um komu tólf geim­skipa frá fjar­lægri plánetu til jarð­ar. Þær dreifast vítt um jörð­ina en eru alger­lega kyrrar og geim­ver­urnar hafa ekk­ert sam­band við menn­ina. Það er því hlut­verk mál­fræð­ings­ins, sem leikin er af Amy Adams, að reyna að læra tungu­mál þeirra og koma af stað sam­tali við þær. Þegar á líður minnkar aftur á móti þol­in­mæði sumra og víg­væð­ingin hefst. Arri­val er ekki venju­leg geim­veru­mynd eða vís­inda­skáld­skap­ur. Hún er hæg og dimm og draum­kennd á köfl­um. Tón­list Jóhanns Jóhanns­sonar gerir mikið fyrir and­rúms­loft mynd­ar­innar en þetta er þriðja sam­starfs­verk­efni hans og kanadíska leik­stjór­ans Denis Vil­leneuve (Pri­soners, Sicario).  Arri­val fjallar í raun meira um mann­kynið sjálft heldur en geim­ver­urn­ar. Hvernig við getum skilið eitt­hvað svo fram­andi og hvort alþjóða­sam­fé­lagið getur tekið á stórum og flóknum mál­um.8. The Jungle Book

The Jungle Book er “leik­in” end­ur­gerð af sam­nefndri Dis­ney-teikni­mynd frá árinu 1967 og byggð á ævin­týr­inu um Mowgli frá 1894.  Leikin innan gæsalappa vegna þess að nán­ast allt mynd­inni er tölvu­gert nema Mowgli sjálf­ur. Gald­ur­inn við teikni­mynd­ina voru karakt­er­arnir og tón­list­in. Tal­setn­ing­inn í leiknu mynd­inni er með ein­dæmum góð og leik­ar­arnir vel vald­ir. Sér­stak­lega Bill Murray sem björn­inn Balli, Scar­lett Johans­son sem slangan Karún og Christopher Wal­ken sem apa­kóng­ur­inn Lúlli. Þessi mynd er hins vegar mun dekkri og spennu­þrungn­ari en teikni­myndin og sungna tón­listin verður því  svo­lítið hjá­kát­leg. Atriðið í apa­hof­inu sem var ógleym­an­legt í teikni­mynd­inni fyrir  dúndr­andi jazz og létt and­rúms­loft er nú orðið ógn­væg­legt bar­daga­at­riði og alls ekki fyrir yngstu börn­in. Þá er tíg­ur­inn Sher­e-K­han, leik­inn af Idris Elba, orð­inn að morð­óðum sósíópata. The Jungle Book er til­valin fyrir eldri börn og full­orðna því sagan er ennþá heill­andi. Hún er ótrú­legt sjón­ar­spil og tækni­brell­urnar ein­hverjar þær bestu sem sést hafa.7. Hack­saw Ridge

Það er ávallt við­burður þegar leik­stjór­inn Mel Gib­son gefur út kvik­mynd. Hack­saw Ridge er sann­sögu­leg mynd um her­lækn­inn Desmond Doss sem vann afrek þegar hann bjarg­aði 75 her­mönnum í orr­ust­unni um Okinawa undir lok seinni heim­styrj­ald­ar­inn­ar. Eins og vana­lega hjá Gib­son þá eru kvik­mynda­taka, klipp­ing, bún­ingar og fleiri tækni­leg atriði óað­finn­an­leg. Þá leikur Andrew Garfi­eld hlut­verk Doss nokkuð vel. 

En myndin er sér­stök að mörgu leyti, t.d. hversu skörp skilin eru milli fyrri og seinni hluta henn­ar. Fyrri hlut­inn fjallar um æsku Doss og þjálfun­ina (og auð­vitað smá ást­ar­saga líka) og er í frekar hefð­bundnum ævi­sögu stíl. Hinn seinni er orr­ustan sjálf sem er á köflum eins og splatt­er-­mynd. Myndin er aft­ur­hvarf til eldri stríðs­mynda þar sem óvin­ur­inn (Jap­an­ir) sjást ekki nema í orr­ust­unni sjálfri og eru ekki eig­in­legar per­sónur heldur nafn­laus og mál­laus ógn. Ólíkt eldri stríðs­myndum hefur Hack­saw Ridge þó sterkan frið­ar­boð­skap. Líkt og í fyrri verkum Gib­son þá hefur myndin sterkan trú­ar­legan tón, þ.e. hún lík­ist helst krafta­verka­sögu dýr­lings.6. Weiner

Árið 2011 sagði banda­ríski full­trúa­deild­ar­þing­mað­ur­inn Ant­hony Weiner af sér þing­mennsku vegna þess að hann sendi konu einni kyn­ferð­is­lega mynd af sér á Twitter (inn­an­brókar hold­ris). Weiner var rísandi stjarna í Demókra­ta­flokknum og taldi sig eiga aft­ur­kvæmt í stjórn­málin þrátt fyrir skandal­inn. Hann ákvað því að bjóða sig fram í borg­ar­stjóra­kosn­ingum New York borgar árið 2013 og fékk Josh Krieg­man til að mynda fram­boð­ið. En þá komu fleiri Twitter skandalar í ljós, sem inni­halda m.a. klám­mynda­leikkon­una Gin­ger Lee.  Myndin er far­sa­kennd, ákaf­lega fyndin og óbæri­lega pín­leg.  Sum atriðin eru hreint ótrú­leg og minna um margt á gervi­heim­ild­ar­myndir (mocku­ment­aries) Ricky Gervais og Christopher Guest. Erf­ið­ustu atriðin inni­halda flest eig­in­konu Wein­ers, Humu Abedin sem er einn af nán­ustu ráð­gjöfum Hill­ary Clinton. Weiner sjálfur ber þó mynd­ina. Hann er ákaf­lega líf­leg­ur,  við­kunn­an­leg­ur, beitt­ur, kjaft­for en einnig mjög aumk­un­ar­verð­ur­…….og með fyndið nafn.5. Toni Erd­mann

Toni Erd­mann hefur farið sig­ur­för um heim­inn og þykir lík­leg til að vinna ósk­arsverð­laun sem besta erlenda kvik­myndin þetta árið. Það er nokkuð merki­legt í ljósi þess að þetta er þriggja klukku­tíma löng þýsk gam­an­mynd. Myndin fjallar um feðgin sem eiga í mjög stirðu en þó ekki óvin­veittu sam­bandi. Hún ger­ist að mestu leyti í Rúm­eníu þar sem dóttirin Ines starfar sem ráð­gjafi í olíu­brans­anum en fað­ir­inn Win­fried er tón­list­ar­kenn­ari í óboð­inni heim­sókn hjá henn­i. 

Hann þyk­ist svo vera allt annar mað­ur, hinn fárán­legi Toni Erd­mann, til að hrista upp í sam­band­inu á milli þeirra. Myndin er mjög fyndin á köflum en þó á und­ar­legan og vand­ræða­legan hátt. Hún hefur mjög sér­staka atburð­ar­rás og kemur manni sífellt á óvart. Toni Erd­mann er alger­lega borin á herðum aðal­leik­ar­anna tveggja, hinnar þýsku Söndru Müller og hins aust­ur­ríska Peter Simon­ischek. Þau ná saman að mynda alveg sér­staka stemn­ingu sem hefur ekki sést í kvik­myndum áður.4. Moon­light

Moon­light er í þremur hlutum þar sem litið er stutt­lega inn í barn­æsku, ung­lingsár og full­orð­insár hins þögla Chiron. Hann er svartur og býr í fátækra­hverfi í Miami-­borg eða nágrenni henn­ar. Í upp­hafi snertir myndin á við­kvæmum málum þar sem Chiron er lagður í gróft ein­elti og ein­stæð móðir hans er krakk-fík­ill. Til að flýja hleypur hann í faðm Juan, eit­ur­lyfja­sala frá Kúbu. Seinna í mynd­inni áttar Chiron sig á því að hann er sam­kyn­hneigð­ur. Þetta er við­fangs­efni sem sjaldan ber á góma, þ.e. sam­kyn­hneigð í svörtu klíku­sam­fé­lagi. Því má segja að hinn ungi leik­stjóri mynd­ar­inn­ar, Barry Jenk­ins, ráð­ist ekki á garð­inn þar sem hann er lægst­ur. Mynd­in, sem var gerð fyrir lítið fjár­magn, er byggð á leik­rit­inu In Moon­light Black Boys Look Blue eftir Tarell McCra­ney sem sett var upp í leik­list­ar­skóla. Meg­in­þema Moon­light er útskúfun sem birt­ist sterkt í þögn Chiron. Því eru hlut­verk auka­per­són­anna veiga­mesti þáttur mynd­ar­innar og sagan er í raun sögð af þeim.3. Dead­pool

Það er algjör ofmettun í gangi í Hollywood þegar kemur að ofur­hetju­myndum byggðum á teikni­mynda­sög­um. Mar­vel og DC pumpa að jafn­aði út 5-6 fyr­ir­sjá­an­legum og til­breyt­ing­ar­lausum myndum á ári. Dead­pool er því kær­komin vegna þess að hún hristir alger­lega upp í form­inu. Myndin tekur sig mátu­lega alvar­lega, er ákaf­lega fyndin og klúr og Dead­pool sjálfur gerir sér full­kom­lega grein fyrir því að hann er karakter í bíó­mynd. Hann brýtur reglu­lega fjórða vegg­inn og talar beint til áhorf­enda. Ryan Reynolds fer með aðal­hlut­verkið og veldur því full­kom­lega. Hingað til hefur hann aðal­lega verið þekktur fyrir að leika sæta stráka í frekar lélegum myndum en hér sýnir hann á sér alger­lega nýja hlið. Veik­leiki mynd­ar­innar er ill­mennið Francis Freeman sem er síður en svo eft­ir­minni­legur karakt­er. En það skiptir litlu máli. Myndin snýst ekki um sögu­þráð­inn, heldur Dead­pool sjálfan, tækni­brell­urn­ar, klipp­ing­arn­ar, tón­list­ina og hinn frá­bæra húmor.2. Hell or High Water

Hell or High Water fjallar um tvo bræður (leikna af Chris Pine og Ben Foster) í Texas sem ræna banka til að bjarga fjöl­skyldu­bú­garð­in­um. En ein­ungis lítil útibú bank­ans sem á kröf­una í búgarð­inn verða fyrir barð­inu á þeim. Myndin minnir á vestra með byssu­bar­dög­um, elt­inga­leikjum og allt-um­lykj­andi töffara­tali. Jafn­vel minnstu karakt­erar hafa bit eins og eit­urslöng­ur.  Jeff Bridges leikur lög­reglu­mann sem hefur það hlut­verk að elta þá uppi og hann stelur mynd­inni alger­lega. Enda hefur hann mikla reynslu af því að bera kúreka­hatt og tala djúp­raddað á sjar­mer­andi hátt. Þó að Hell or High Water sé fyrst og fremst spennu­mynd þá eru einnig sterk Hró­a-hatt­ar-skila­boð í henni. Hvorki banka­ræn­ingj­arnir né lög­reglan eru ill­menn­in, heldur bank­inn og kerfið sjálft sem neyðir fólk út í örvænt­ing­ar­fullar aðgerð­ir. Myndin var ekki fram­leidd fyrir mikið fjár­magn en er ein­stak­lega vel gerð, þá sér­stak­lega kvik­mynda­takan og klipp­ing­in.1. Under sandet

Danska kvik­myndin Undir sand­inum ger­ist við lok seinni heim­styrj­ald­ar­innar og fjallar um þýska stríðs­fanga í haldi danska hers­ins. Í stríð­inu bjugg­ust Þjóð­verjar við stórri árás banda­manna á vest­ur­strönd Jót­lands og því grófu þeir um tvær millj­ónir jarð­sprengja í fjör­una þar. Sú árás kom hins vegar aldrei og stríðs­fang­arnir voru neyddir til að hreinsa fjör­una af sprengj­um, en flestir þeirra voru aðeins tán­ing­ar. Í Undir sand­inum eru Danir alls ekk­ert að fegra sinn hlut nema síður sé. Myndin er ákaf­lega vel gerð í alla staði og sér­lega fal­lega kvik­mynd­uð. En þó að danska fjaran sé fal­legt umhverfi þá veit maður að svæðið er stór­hættu­legt. Atriðin þegar drengirnir grafa upp sprengj­urnar taka því veru­lega á taug­arn­ar. Rol­and Möller fer með aðal­hlut­verk mynd­ar­innar sem verk­stjóri eins hóps­ins og gerir það af stakri snilld. Rauði þráð­ur­inn í mynd­inni er einmitt við­horf hans til drengj­anna og hvernig það breyt­ist með tím­an­um. Þó að Undir sand­inum sé dönsk þá er talið í henni að lang­mestu leyti á þýsku.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None