Tíðinda að vænta af orkusamningi Alcoa 2028

Samningurinn sem er á milli Landsvirkjunar og Alcoa varðar almenning miklu. Ef samið er upp á nýtt gæti hagnaður Landsvirkjunar aukist um marga milljarða.

Ketill Sigurjónsson
hvalfjorur_17819112229_o.jpg
Auglýsing

Álver Alcoa á Reyð­ar­firði er stærsti raf­orku­kaup­and­inn á Íslandi. Vís­bend­ingar eru um að Lands­virkjun og Alcoa muni end­ur­semja um raf­orku­verðið til álvers­ins ekki síðar en 2028. Þá kann orkuverðið til Fjarða­áls sem sagt að hækka veru­lega. Sú verð­hækkun ein og sér gæti aukið hagnað Lands­virkj­unar um 8-10 millj­arða króna. For­senda verð­hækk­un­ar­innar er sú breyt­ing sem er að verða – og er þegar hafin – á íslenskum raf­orku­mark­aði. Hér verður fjallað um þetta tæki­færi.

Stærsti raf­orku­samn­ingur á Íslandi

Samn­ingur Lands­virkj­unar og Alcoa vegna álvers Fjarða­áls á Reyð­ar­firði er langstærsti raf­orku­samn­ingur á Íslandi. Þessi samn­ingur nær til um þriðj­ungs af allri raf­orku sem Lands­virkjun fram­leiðir og um fjórð­ungs allrar raf­roku sem fram­leidd er á Íslandi. Umræddur samn­ingur hefur þess vegna grund­valla­r­á­hrif á arð­semi  Lands­virkj­unar og líka mikil áhrif á með­al­-arð­semi í raf­orku­fram­leiðslu á Íslandi.

Ál­verið á Reyð­ar­firði tók til starfa um mitt ár 2007 og náði fullum afköstum nokkru síð­ar. Raf­orku­samn­ing­ur­inn var und­ir­rit­aður 2003, en gild­is­tíma­bil hans er 40 ár frá umsömdum föstum afhend­ing­ar­degi orkunn­ar. Hann rennur því út um 2048. En þrátt fyrir að samn­ing­ur­inn gildi til árs­ins 2048 er mögu­legt að Lands­virkjun eigi góða von um að raf­orku­verðið hækki mjög veru­lega tutt­ugu árum fyrr, þ.e. strax árið 2028.

Lágt raf­orku­verð en end­ur­skoð­un­ar­á­kvæði verður virkt um 2028

Þó svo umræddur raf­orku­samn­ingur Lands­virkj­unar og Alcoa hafi ekki verið birtur opin­ber­lega er unnt að reikna orku­verðið út af tölu­verðri nákvæmni. Þess vegna er t.a.m. vitað að raf­orku­verðið skv. þessum samn­ingi er mjög lágt í alþjóð­legu sam­hengi. Verðið er reyndar svo lágt og að Fjarðaál er að greiða eitt lægsta raf­orku­verðið af öllum álverum heims­ins, en þau eru á þriðja hund­rað tals­ins.

Þetta lága orku­verð til Fjarða­áls heldur aftur af arð­semi Lands­virkj­un­ar, enda býr fyr­ir­tækið við mik­inn fjár­magns­kostnað vegna Kára­hnjúka­virkj­un­ar. Lang­tíma­skuldir Lands­virkj­unar eru hátt í tveir millj­arðar USD og stór hluti þeirra skulda er vegna Kára­hnjúka­virkj­un­ar. Sem einmitt var reist vegna álvers Alcoa og er stærsta vatns­afls­virkjun í Evr­ópu utan Rúss­lands.

Vitað er að í orku­samn­ingi Lands­virkj­unar og Alcoa segir að á miðjum samn­ings­tím­an­um, þ.e. þegar líður að 2028, skuli aðilar taka raf­orku­verðið til end­ur­skoð­un­ar. Þetta kemur t.a.m. fram í skjölum sem sjá má á vef Alþing­is. Stóra spurn­ingin er bara hversu mikið svig­rúm þetta samn­ings­á­kvæði veitir til að hækka raf­orku­verðið þarna á miðju samn­ings­tíma­bil­inu.

Auglýsing

Tæki­færi 2028 til veru­legrar tekju­aukn­ingar Lands­virkj­unar

Fram til þessa hafa flestir sem hafa tjáð sig um þennan raf­orku­samn­ing Lands­virkj­unar og Alcoa talið ólík­legt að end­ur­skoð­un­ar­á­kvæði samn­ings­ins um raf­orku­verðið opni á veru­legar breyt­ingar á verð­inu. Sá sem þetta skrifar hefur einnig lengst af verið á þess­ari skoð­un. En vegna mik­il­vægra breyt­inga sem eru að verða á íslenska raf­orku­mark­aðnum er senni­lega til­efni til að end­ur­meta slíkar álykt­an­ir.

Það er sem sagt mögu­legt að Lands­virkjun geti náð fram veru­legri hækkun á raf­orku­verði til Fjarða­áls strax árið 2028. Þar með gæti árlegur hagn­aður Lands­virkj­unar auk­ist mjög. Slíkt yrði mik­il­vægur þáttur í því að Lands­virkjun geti farið að skila við­un­andi og jafn­vel góðri arð­semi.

Þróun raf­orku­verðs gæti rétt­lætt mikla verð­hækkun

Í skjölum Alþing­is, þar sem á sínum tíma var fjallað um raf­orku­samn­ing Lands­virkj­unar og Alcoa, kemur fram að þegar 18 ár verða liðin frá upp­hafi orku­af­hend­ing­ar, skuli samn­ings­að­il­arnir „taka upp samn­ings­við­ræður um end­ur­skoðað orku­verð með hlið­sjón af aðstæðum á þeim tíma“. Og umsamið nýtt raf­orku­verð skal þá „ gilda hin síð­ari 20 ár samn­ings­tím­ans“.

Ekki er aug­ljóst hversu mikið svig­rúm þarna skap­ast til að hækka raf­orku­verðið til Fjarða­áls strax árið 2028. Af orða­lag­inu „með hlið­sjón af aðstæðum á þeim tíma“ má þó ráða, að þarna skipti máli hvernig raf­orku­mark­að­ur­inn þró­ast á tíma­bil­inu frá því samn­ing­ur­inn var stað­festur árið 2003 og fram til 2028. Í því ljósi er mögu­legt og jafn­vel lík­legt að raf­orku­verðið til Fjarða­áls kunni að hækka um allt að eða jafn­vel meira en 100% - ekki síðar en 2028.

Slíkt myndi að sjálf­sögðu hafa geysi­lega jákvæð áhrif á hagnað og arð­semi Lands­virkj­un­ar. Verð­hækkun af þessu tagi yrði ein mik­il­væg­asta for­sendan að baki marg­földum á arð­greiðslum fyr­ir­tæk­is­ins til eig­anda síns; íslenska rík­is­ins. Að þetta gangi eftir er þó háð ýmsum fyr­ir­vörum og t.a.m. myndi svo mikil hækkun kannski ekki ganga eftir ef álverð verður mjög lágt.

Greining á orkuverðinu hjá Landsvirkjun.

Raf­orku­mark­að­ur­inn er að breyt­ast

Á síð­ustu árum hefur raf­orku­verð til nýrra iðn­að­ar- og stór­iðju­verk­efna, svo og vegna end­ur­nýj­aðra orku­samn­inga eldri stór­iðju hér, hækkað veru­lega. Þetta er nokkuð skýr vís­bend­ing um breyttan íslenskan raf­orku­mark­að. Og sá mark­aður mun að öllum lík­indum breyt­ast ennþá meira á kom­andi árum, eins og skýrt kom fram á nýlegum morg­un­fundi á vegum Lands­virkj­unar.

Til að skilja breyt­ing­una er gott að hafa í huga að á liðnu ári (2016) var með­al­verð Lands­virkj­unar til stórra iðn­fyr­ir­tækja ein­ungis um 24 USD/MWst. Flutn­ings­kostn­aður er inni­fal­inn í þessu verði. Sjálft raf­orku­verðið til iðn­fyr­ir­tækj­anna, þ.e. þegar flutn­ings­kostn­aður hefur verið dreg­inn frá, var því að með­al­tali nokkuð undir 20 USD/MWst. Raf­orku­verðið til Fjarða­áls var svo miklu lægra eða nálægt 15 USD/MWst. Þá er átt við með­al­verð til  ál­vers­ins yfir árið 2016 og flutn­ings­kostn­að­ur­inn ekki tal­inn með.

Á síð­ustu árum og miss­erum hefur raf­orku­verð í nýjum og end­ur­nýj­uðum samn­ingum við stórnot­endur raf­orku aftur á móti verið miklu hærra, eða nálægt 30-35 USD/MWst  (flutn­ings­kostn­aður ekki tal­inn með). Þannig slagar t.d. raf­orku­verðið í nýlegum samn­ingi Lands­virkj­unar við RTA/ÍSAL, vegna álvers­ins í Straums­vík, nú hátt í 30 USD/MWst (verð án flutn­ings­kostn­að­ar). Og skv. sam­tölum grein­ar­höf­undar við fólk í orku­geir­an­um, er algengt byrj­un­ar­verð á raf­orku í nýlegum samn­ingum við nýja stórnot­endur hér nálægt 35 USD/MWst. Sem er ansið mikið hærra verð en „gamla“ verð­ið.

Nýja almenna við­mið­unin er að lág­marki 35 USD/MWst

Umrædd ný við­miðun um raf­orku­verð hér er ekki algild. T.a.m. er vafi um að umsamið verð við öll kís­il­verin hér nái umræddri fjár­hæð. Engu að síður eru sterkar vís­bend­ingar um að algengt byrj­un­ar­verð til flestra stórnot­enda sé nálægt 35 USD/MWst.

Verðið fer svo hækk­andi þegar líður á starf­semi hinna nýju fyr­ir­tækja. Og stefnir þá lík­lega í átt að 40 USD/MWs og jafn­vel rúm­lega það (enda aug­lýsir Lands­virkjun verð í nýjum samn­ingum upp á 43 USD/MWst). Við upp­hæð­ina bæt­ist svo flutn­ings­kostn­aður Lands­nets. Af þessum sökum má tala um að þessa dag­ana sé við­mið­un­ar­verð raf­orku í nýjum samn­ingum til stórra not­enda senni­lega almennt að lág­marki nálægt 35 USD/MWs - og hækki þegar líður á samn­ings­tím­ann.

Nýjar virkj­anir kalla á hærra raf­orku­verð

Hækk­andi raf­orku­verð er ekki bara ein­hver hug­detta hjá Lands­virkj­un, heldur kemur hærra verð til af ýmsum mark­aðs­drifnum ástæð­um. Svo sem þeirri að hér er raf­orku­mark­að­ur­inn orð­inn sam­keppn­is­mark­aður og þar með hefur dregið úr póli­tískum áhrifum á raf­orku­verð. Önnur mik­il­væg ástæða hækk­andi raf­orku­verðs er sú að búið er að virkja flesta ódýr­ustu kost­ina í vatns­afli og nýjar virkj­anir því að verða sífellt dýr­ari m.v. upp­sett afl og fram­leiðslu. Þetta þýðir að ekki er raun­hæft að unnt verði að fjár­magna hér nýjar virkj­anir nema raf­orku­verð hækki umtals­vert.

Þetta sést vel þegar litið er til virkj­un­ar­kosta í nýt­ing­ar­flokki Ramma­á­ætl­un­ar. Þar verða fæstar virkj­an­anna reistar nema raf­orku­verðið verði a.m.k. á bil­inu 35-45 USD/MWst. Þetta er mik­il­vægur drif­kraftur í því að raf­orku­verð hér fari hækk­andi; að lág­markið í nýjum samn­ingum sé nálægt 35 USD/MWst og að almennt stefni verð til iðn­fyr­ir­tækja í nýlegum samn­ingum í um 40 USD/MWst. Og jafn­vel eitt­hvað hærra. Til aðeins lengri fram­tíðar má hugsa sér að tíma­bundið jafn­vægi myndi nást nálægt 45 USD/MWst. Enda yrði við þær aðstæður unnt að fjár­magna mikið nýtt afl og nýta sam­spil vatns­afls og vinda­fls í veru­legum mæli með við­un­andi arð­semi.

Margs­konar áhrifa­þættir þrýsta raf­orku­verði á Íslandi upp

Þró­unin er sem sagt sú að eftir um ára­tug er lík­legt að raf­orku­verð hér til almenns iðn­aðar verði í flestum til­vikum orðið a.m.k. 35 USD/MWst (að núvirð­i). Svo bæt­ist flutn­ings­kostn­að­ur­inn við, þ.a. að algengt orku­verð til iðn­aðar ásamt flutn­ingi verður þá vænt­an­lega nokkuð yfir 40 USD/MWst. Verð til almennra not­enda verður svo senni­lega eitt­hvað hærra og stefnir í eða yfir 40 USD/MWst án flutn­ings. Með auk­inni eft­ir­spurn eftir raf­orku myndi verðið svo hækka meira.

Þessar tölur eru vissu­lega óviss­ar, enda eru margir þættir sem geta haft áhrif á þróun orku­verðs. Verðið gæti orðið lægra og það gæti orðið hærra! Miðað við aðstæð­urnar í dag eru umrædd verð senni­lega fremur van­mat en ofmat, enda fer Íslend­ingum fjölg­andi og mögu­lega mun ferða­mönnum einnig fjölga tals­vert áfram. Þetta merkir aukna eft­ir­spurn eftir raf­orku, sem mun vænt­an­lega  þrýsta verð­inu upp; jafn­vel nokkru hærra upp en hér hefur verið rak­ið.

Alcoa frá um 15 USD/MWst núna í a.m.k. 30 USD/MWst árið 2028

En snúum okkur aftur að kjarna grein­ar­inn­ar; raf­orku­verð­inu til Fjarða­áls. Fram­an­greind þróun veldur því að þegar Lands­virkjun og Alcoa taka upp samn­ings­við­ræður „um end­ur­skoðað orku­verð með hlið­sjón af aðstæð­u­m“, sbr. áður­nefnt orða­lag í skjölum Alþing­is, má telja lík­legt að raf­orku­verðið til iðn­fyr­ir­tækja á Íslandi verði þá að með­al­tali nálægt 35 USD/MWst að núvirði.

Stærstu not­end­urnir munu mögu­lega vera að greiða aðeins lægra verð og ýmsir af smærri stórnot­endum munu vænt­an­lega vera að greiða nokkru hærra verð. Þetta þýðir að eftir u.þ.b. ára­tug muni raf­orku­verð á Íslandi almennt liggja á bil­inu 30-40 USD/MWst (og svo bæt­ist flutn­ings­kostn­að­ur­inn við). Enn og aftur skal minnt á að allar þessar tölur eru mið­aðar við núvirði. Þess­ari þróun allri er lýst á mynd­rænan hátt á graf­inu hér að ofan.

Eðli­legt kann að vera að allra stærstu stór­iðju­fyr­ir­tækin njóti ein­hvers afslátt­ar. Af þeim sökum má gera ráð fyrir að við end­ur­samn­ingu á raf­orku­verð­inu, þegar líður að 2028, muni Fjarða­áli bjóð­ast orku­verð upp á um 30-35 USD/MWst (m.v. núvirð­i). Þar með færi raf­orku­verðið þarna sem sagt úr núver­andi u.þ.b. 15 USD/MWst (m.v. 2016) og í um 30-35 USD/MWst. Sem aug­ljós­lega yrði kær­komið fyrir Lands­virkj­un. Flutn­ings­kostn­aður bæt­ist svo að sjálf­sögðu við orku­verð­ið.

Þróun álverðs getur mögu­lega haldið aftur af verð­hækk­un­inni

Þetta nýja verð til Alcoa kæmi lík­lega til fram­kvæmda ekki síðar en í árs­byrjun 2028. Umsamið nýtt orku­verð myndi svo „gilda hin síð­ari 20 ár samn­ings­tím­ans“, líkt og segir í skjölum Alþing­is. Hafa má í huga að umsamið nýtt verð til Fjarða­áls yrði ekki endi­lega tengt við þróun álverðs, líkt og núver­andi verð. Þarna gæti samist um að tengja verðið við t.d. banda­ríska neyslu­vísi­tölu, líkt og í nýlegum samn­ingi við ÍSAL/RTA, eða við orku­verð á nor­ræna raf­orku­mark­aðn­um, líkt og gert var í nýjum samn­ingi við Norð­urál.

Sem fyrr segir eru margir þættir sem geta brenglað þessa fram­tíð­ar­mynd sem hér hefur verið kynnt. T.d. er mik­il­vægt að þróun álverðs verði með þeim hætti að fram­leiðsla Fjarða­áls geti staðið undir verð­hækk­un­inni. En ef ekki verður uppi meiri­háttar heimskreppa þarna eftir um ára­tug, eða af öðrum ástæðum offram­boð af áli, ætti þetta að geta gengið upp, þ.e. að raf­orku­verðið til Fjarða­áls hækki um 100% eða jafn­vel rúm­lega það strax árið 2028.

Árleg tekju­aukn­ing upp á um 8-10 millj­arða króna

Fram­an­greind verð­breyt­ing til Fjarða­áls myndi leiða til þess að árlegar tekjur Lands­virkj­unar af raf­orku­sölu til álvers­ins myndu senni­lega hækka um u.þ.b. 8-10 millj­arða króna frá því sem var 2016. Og það sem sagt strax árið 2028. Til sam­an­burðar má nefna að tekjur Lands­virkj­unar vegna raf­orku­sölu til Fjarða­áls árið 2016 námu senni­lega tæpum 8 millj­örðum króna. Og heild­ar­tekjur Lands­virkj­unar af raf­orku­sölu á því ári námu nálægt 40 millj­örðum króna. Þarna gætu tekjur Lands­virkj­unar sem sagt auk­ist um fimmt­ung á einu bretti.

Umrædd tekju­aukn­ing myndi að öllum lík­indum auka árlega arð­greiðslu­getu Lands­virkj­unar um u.þ.b. 6,5-8 millj­arða króna. Til sam­an­burðar má hafa í huga að und­an­farin ár hefur arð­greiðslan verið 1,5 millj­arður króna og líkur eru á að eftir um þrjú til fjögur ár geti arð­greiðslan verið farin að nálg­ast 10 millj­arða króna. Með verð­hækk­un­inni til Fjarða­áls um 2028 er raun­hæft að þá geti árleg arð­greiðsla Lands­virkj­unar orðið nálægt 20 millj­örðum króna eða jafn­vel rúm­lega það. Það væru góð tíð­indi fyrir eig­anda fyr­ir­tæk­is­ins.

-------------------------------------



Ítrekun á nokkrum mik­il­vægum fyr­ir­vörum: Þegar settar eru fram tölur um það hversu mikil verð­hækkun er mögu­leg frá núver­andi raf­orku­verði til Fjarða­áls þarf að hafa í huga að tekjur af raf­orku­sölu til Fjarða­áls eru síbreyti­leg­ar, því raf­orku­verðið er tengt þróun álverðs. Þegar settar eru fram tölur um hagnað og arð­greiðslur í fram­tíð­inni þarf að hafa í huga að lög um skatt­hlut­fall orku­fyr­ir­tækja og arð­greiðslur þeirra geta breyst. Þegar settar eru fram tölur um raf­orku­verð Lands­virkj­un­ar, hagnað og/eða arð­greiðsl­ur, þarf að hafa í huga að geng­is­þróun getur haft áhrif á þær töl­ur. Þegar settar eru fram tölur um hversu hátt raf­orku­verð Fjarðaál myndi þola þarf að hafa í huga að það ræðst m.a. af þróun álverðs sem er óviss stærð. Þetta er ekki tæm­andi taln­ing á óvissu­þátt­un­um. Loks þarf að hafa í huga, að sú ályktun að veru­leg end­ur­skoðun á raf­orku­verð­inu til Fjarða­áls geti orðið strax um 2028 byggir á því sem segir um end­ur­skoð­un­ar­á­kvæði orku­samn­ings­ins í skjölum Alþing­is. Það er ekki eitt og hið sama og sjálfur samn­ing­ur­inn og því ekki unnt að full­yrða hversu mikið svig­rúm er til að end­ur­semja um raf­orku­verðið á miðju samn­ings­tíma­bil­inu. Af þessu öllu leið­ir, að taka verður þeim álykt­unum sem fram koma í grein­inni með marg­vís­legum fyr­ir­vara.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None