Ríkisstarfsmennirnir sem fengu gefins milljarða

Í vikunni var greint frá því að 832 starfsmenn Landsbankans hefðu selt hluti sína í honum fyrir 1,4 milljarða króna. Hlutina fengu starfsmennirnir gefins árið 2013 sem verðlaun fyrir að rukka inn tvö lánasöfn, Pegasus og Pony.

Fólk Mótmæli LAndsbanki
Auglýsing

Greint var frá því í Mark­aðnum í vik­unni að 832 núver­andi og fyrr­ver­andi starfs­menn Lands­bank­ans, sem fengu hluta­bréf í bank­anum gef­ins á árinu 2013, hefðu selt bréf sín fyrir alls 1.391 milljón króna. Bréfin seldi hóp­ur­inn bank­anum sjálfum í kjöl­far þess að banka­ráð hans hóf að kaupa eigin bréf í sam­ræmi við end­ur­kaupa­á­ætlun í sept­em­ber 2016. Sam­kvæmt áætl­un­inni bauðst bank­inn til að kaupa allt að tveggja pró­senta hlut í sjálfum sér í þremur lot­um.

Íslenska ríkið á 98,2 pró­sent í bank­anum og því ljóst að til­boðið var fyrst og síð­ast til þeirra starfs­manna sem höfðu fengið hlut í bank­anum gef­ins. Ljóst er á árs­reikn­ingi Lands­bank­ans fyrir árið 2016 að ansi margir ákváðu að selja hlut­inn og losa þar með út féð. Alls fækk­aði hlut­höfum Lands­bank­ans um 832 fram að lokum síð­asta árs. Hver starfs­maður fékk að með­al­tali 1,7 millj­ónir króna við söl­una. Fram­kvæmda­stjórar bank­ans seldu ekki. Virði þess hluta­fjár sem aðrir hlut­hafar en íslenska ríkið – fyrr­ver­andi og núver­andi starfs­menn og 430 fyrrum stofn­fjár­hafar í tveimur spari­sjóðum – áttu enn um síð­ustu ára­mót var um 844 millj­ónir króna miðað við með­al­verðið sem greitt var fyrir hluti á árinu 2016. Hlut­hafar bank­ans seldu einn­ing bréf í Lands­bank­anum í febr­úar síð­ast­lið­um, í síð­ustu end­ur­kaupa­lot­unni, fyrir rétt rúm­lega 90 millj­ónir króna. 

Kjarn­inn greindi frá því um miðjan mars að ekki fáist upp­lýs­ingum um hvort Stein­þór Páls­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans, hafi selt sína hluti eða ekki. Hann var tíundi stærsti hlut­hafi Lands­bank­ans sam­kvæmt árs­reikn­ingi 2016 með 345.228 hluti í bank­an­um. Miðað við með­al­verð í end­ur­kaupum Lands­bank­ans á hlutum er virði þess hlutar um 3,6 millj­ónir króna. Stein­þóri var sagt upp störfum í nóv­em­ber 2016 vegna Borg­un­ar­máls­ins svo­kall­aða.

Auglýsing

Afleið­ing af upp­gjöri við kröf­hafa

Þegar íslenska ríkið bjó til nýja banka í októ­ber 2008 á grund­velli neyð­ar­lag­anna voru inn­lendar inn­stæður færðar með handafli úr þrota­búum föllnu bank­anna yfir í þá. Sömu­leiðis voru teknar eignir til að mæta þeim inn­stæð­um, gegn vil­yrði um að sann­virði yrði greitt fyrir þær eignir þegar virði þeirra lægi fyr­ir, sem það sann­ar­lega gerði ekki í auga storms­ins haustið 2008.

Steingrímur J. Sigfússon var fjármálaráðherra þegar samkomulagið um að gefa starfsmönnum Landsbankans hluti í bankanum var gert. MYND: Birgir Þór HarðarsonÁrið 2009 var svo samið við kröfu­hafa gömlu bank­anna um hvernig þessi „skuld“ yrði gerð upp. Í til­felli Íslands­banka og Arion banka var það gert með því að kröfu­haf­arnir eign­uð­ust bank­ana að mestu. Staðan var hins vegar öðru­vísi hjá Lands­bank­anum. Þar var kröfu­hafa­hóp­ur­inn öðru­vísi sam­sett­ur, líkur á almennum end­ur­heimtum taldar minni, auk þess sem þáver­andi fjár­mála­ráð­herra, Stein­grímur J. Sig­fús­son, hafði engan áhuga að láta stærsta end­ur­reista bank­ann frá sér. Ríkið skyldi eiga hann áfram. Það var póli­tísk ákvörðun rík­is­stjórn­ar­innar sem sat að völd­um.

Sam­komu­lagið sem gert var með Lands­bank­ann og var und­ir­ritað í des­em­ber 2009 var þannig að ríkið hélt 81,3 pró­senta hlut í bank­anum en kröfu­haf­arnir fengu 12,7 pró­sent. Sam­hliða gaf Lands­bank­inn hins vegar út tvö skulda­bréf. Ann­að, sem var upp á 260 millj­arða króna í erlendri mynt, átti að greið­ast til baka fyrir árs­lok 2018 vegna yfir­tek­inna eigna. Hitt, sem var svo­kallað skil­yrt skulda­bréf, var bundið við virð­is­þróun eigna í tveimur eigna­söfn­um, Pegasus og Pony. Annað var safn lána til stærri fyr­ir­tækja og hitt til smærri fyr­ir­tækja.

Lána­söfnin voru færð yfir í nýja Lands­bank­ann á lágu verði. Ef virð­is­aukn­ing ætti sér stað átti nýi Lands­bank­inn að fá 15 pró­sent hennar en 85 pró­sent áttu að renna til þrota­bús gamla bank­ans. Sá hluti sem átti að fara til þrota­bús­ins átti að greið­ast með skil­yrta skulda­bréf­inu. Ef virði þess næði 92 millj­örðum króna fyrir árs­lok 2012 átti þrota­búið auk þess að afhenda eign­ar­hlut sinn í nýja bank­anum til rík­is­ins og nýja bank­ans.

Skemmst er frá því að segja að eign­irnar voru mun verð­meiri en reiknað var með í upp­hafi. Í apríl 2013 var skil­yrt skulda­bréf upp á 92 millj­arða króna gefið út til þrota­bús­ins og um 17 pró­senta hlutur var í stað­inn afhentur íslenska rík­inu, sem átti þar með um 98 pró­senta hlut í nýja Lands­bank­an­um. Það sem upp á vant­ar, tveggja pró­senta hlut­ur, rann til Lands­bank­ans

til að mynda stofn fyrir nokk­urs­konar kaupauka­kerfi fyrir starfs­menn hans.

Í yfir­lýs­ingu sem bank­inn sendi frá sér vegna kaupauka­kerf­is­ins snemma árs 2010 sagði að af „frum­kvæði kröfu­hafa var gert sam­komu­lag á milli skila­nefndar Lands­banka Íslands hf. (gamla bank­ans), fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins f.h. rík­is­sjóðs og Lands­bank­ans (NBI hf.) um að hluti hluta­bréfa í NBI hf. sem skila­nefndin heldur nú á, myndi stofn fyrir kaupauka­kerfi sem næði til allra starfs­manna“.

Rukk­un­ar­verð­laun sem Stein­grímur sætt­ist á

Það klór­uðu ansi margir sér í höfð­inu yfir þess­ari ákvörð­un. Var vinstri stjórn­in, sem hafði gagn­rýnt nýfrjáls­hyggju og hömlu­leysi fyr­ir­hrunsár­anna linnu­laust að gefa starfs­mönnum Lands­bank­ans, rík­is­starfs­mönn­um, eign sem metin var á millj­arða króna í gegnum bónus­kerfi?

Já, það var sann­ar­lega þannig. Og kaupauka­kerfið átti að verða verð­laun fyrir starfs­fólk bank­ans ef það næði að inn­heimta lánin sem voru inni í Pegasus og Pony söfn­unum með meiri ávinn­ingi fyrir þrota­bú­ið. Eins konar rukk­un­ar­verð­laun.

Líkt og áður sagði var sam­komu­lagið var gert þegar Stein­grímur J. Sig­fús­son var fjár­mála­ráð­herra. Hann fjallar um það í bók sinni, Stein­grímur J. – Frá Hruni og heim, sem kom út árið 2013. Þar segir hann að í samn­inga­við­ræðum um upp­gjör milli gamla og nýja Lands­bank­ans hafi skila­nefnd hans, að kröfu kröfu­hafa bank­ans, hafi „heimtað að yfir­menn nýja bank­ans fengju ríku­lega bónusa í sinn hlut ef þeim gengi vel að hámarka verð­mæti eigna­safns­ins.“

Þetta sagði Stein­grímur að stjórn­völdum hafi þótt óásætt­an­legt og „draugur úr þeirri for­tíð sem við vildum síst af öllu snúa aftur til“. Málið hafi þó staðið í miklu stappi og tafið upp­gjör­ið. „Að lokum var sæst á þá leið að allir starfs­menn bank­ans skyldu þá njóta góðs af í til­teknum mæli, ef vel gengi, í formi þess að eign­ast minni­háttar hlut, nálægt tvö pró­sent, í bank­anum sem þeir skiptu á milli sín. Tregur féllst ég á þetta í þágu þess að klára samn­ing­anna.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None