Kappræður ársins eru í kvöld

Mikil spenna er í Frakklandi fyrir kosningarnar um næstu helgi. Freyr Eyjólfsson, sem búsettur er í Frakklandi, hefur fylgst með spennunni magnast upp undanfarnar vikur.

Freyr Eyjólfsson
Emmanuel Macron og Marine Le Pen mætast í kappræðum í sjónvarpi í kvöld.
Emmanuel Macron og Marine Le Pen mætast í kappræðum í sjónvarpi í kvöld.
Auglýsing

Í kvöld verða kapp­ræður árs­ins í frönskum stjórn­mál­um. Þá mæt­ast for­seta­fram­bjóð­end­urnir Emmanuel Macron og Mar­ine Le Pen. Kosið verður á sunnu­dag. Öll Evr­ópa fylgist spennt með; fram­tíð Evr­ópu­sam­bands­ins virð­ist vera í húfi í þessum for­setaslag, sem end­ur­speglar einnig þróun stjórn­mála í álf­unni. Macron vill efla sam­starf Evr­ópu, en Le Pen draga úr því. Búist er við hörðum umræðum þar sem tek­ist verður á um inn­flytj­enda­mál, alþjóða­væð­ingu og ein­angr­un­ar­stefnu. Kapp­ræð­urnar verða í beinni útsend­ingu í rúma tvo tíma. Allt er lagt und­ir. Bæði tóku þau sér frí í gær til þess að und­ir­búa sig fyrir átök­in. Þetta er mik­il­væg­asti við­burður kosn­inga­bar­átt­un­ar. Áhorfið er gríð­ar­legt, margir kjós­endur gera upp hug sinn eftir þessa útsend­ingu.

Sögu­legur sjón­varps­við­burður

Frakkar hafa upp­lifað mörg dramat­ísk atvik í þess­ari mik­il­vægu sjón­varps­út­send­ingu. Það var ískalt and­rúms­loft þegar François Mitt­er­and og Valéry Giscard tók­ust á 1981. Fyr­ir­litn­ing skein úr augum þeirra, háðsk og eitruð orð féllu.  

Frægar eru sömu­leiðis harð­vít­ugar kapp­ræður Mitt­er­and og Jaques Chirac árið 1988. Þá höfðu þessir miklu mótherjar þurft að starfa saman í rík­is­stjórn, til­neydd­ir, í heil tvö ár.  Mitt­er­and ávarp­aði Chiraq stöðugt sem for­sæt­is­ráð­herra sem fór afskap­lega í pirr­urnar á Chirac og kom honum úr jafn­vægi. Hann brást við með því að kalla for­set­ann Herra Mitt­er­and (sem er ákveð­inn dóna­skap­ur) og Mitt­er­and svar­aði þá með því að kalla hann Herra for­sæt­is­ráð­herra. Chirac brást reiður við og sagð­i: „Má ég bara minna þig á að ég er ekki for­sæt­is­ráð­herra og þú ert ekki starf­andi for­seti. Við erum tveir fram­bjóð­endur á jafn­rétt­is­grund­velli.“

Auglýsing

Umræð­urnar breytt­ust hálf­part­inn í hanaslag og skít­kast og franska þjóðin var í hálf­gerðu sjokki yfir þessu öllu sam­an. Chirac var alla tíð þekktur fyrir að vera djarfur og fram­sæk­inn í kapp­ræðum en þarna svar­aði Mitt­er­and honum fullum hálsi og var end­ur­kjör­inn fyrir vik­ið.

Fræg­ustu kapp­ræð­urnar eru þó kannski þær sem fóru aldrei fram. Árið 2002 komst Jean-Marie Le Pen, faðir Mar­ine Le Pen, í seinni umferð kosn­ing­anna, en sitj­andi for­seti, Jaques Chirac, neit­aði að mæta hon­um.

Le Pen mun reyna allt til að fá byr í seglin á síðustu dögunum fyrir kosningarnar.

Öllu meira gekk á þegar Ségolène Royal, fyrsta konan til þessa að kom­ast í seinni umferð for­seta­kosn­ing­anna, mætti Nicolas Sar­kozy í sjón­varp­s­kapp­ræðum 2007. Sar­kozy, sem er þekktur ræðu­kappi, átti í vök að verj­ast fyrsta klukku­tím­ann og var kom­inn út í horn þegar Royal sak­aði hann um spill­ingu og van­rækslu í starfi. Allt stefndi í rot­högg þegar Sar­kozy spurði Royal hvort hún hefði virki­lega taug­arnar í þetta starf, hún væri stöðugt að missa stjórn á skapi sínu. Sar­kozy horfði aldrei til henn­ar, heldur til þátt­ar­stjórn­enda. Karl­rembustælar sem komu Royal úr jafn­vægi.

Í kvöld er búist við fjör­ugum umræð­um. Le Pen og Macron eru algjörar and­stæður í póli­tík, hann er frjáls­lynd­ur, evr­ópusinni; hún þjóð­ern­issinn­uð, hægri öfga­kona og and­stæð­ingur ESB. Hún hefur látið í sér heyra í vik­unni, kallað Macron elítu­strák og þjón auð­valds­ins. Hann er öllu kurt­eis­ari en lætur hana ef til vill finna til tevatns­ins í kvöld.    

Gæti dræm kjör­sókn orðið Macron að falli?

Sam­kvæmt öllum skoð­ana­könn­unum ætti Macron að hafa betur á sunnu­dag, en reynsla síð­asta árs (banda­rísku for­seta­kosn­ing­arnar og Brex­it) sýnir okkur að ekki er alltaf hægt að treysta þeim. Flestar kann­anir sýna mik­inn mun. Macron 60% og Le Pen 40%.

Macron virð­ist samt ekki geta treyst á vinstra fólk í þessum slag. Mik­ill meiri­hluti stuðn­ings­manna Jean-Luc Mélenchon ætlar ekki að kjósa Macron á sunnu­dag­inn kem­ur. Um 36% þeirra ætla að skila auðu eða ógildu, 29% ætla ekki að mæta. Ein­ungis 35% segj­ast  ætla að styðja Macron. Mélenchon, sem lenti í fjórða sæti, hefur ekki fylgt for­dæmi Francois Fillon og Ben­oît Hamon og lýst yfir stuðn­ingi á Macron. Margir hafa gagn­rýnt hann fyrir að leggja ekki sitt af mörkum til þess að halda Front National frá völdum og kalla hann sið­lausan vinstri öfga­mann. Hann ætlar samt að kjósa og hefur sagt við blaða­menn að það þurfi nú enga sér­fræð­inga til þess að giska á hvað hann kjósi að lok­um. „Heldur virki­lega ein­hver að ég muni kjósa Front National? En ég styð ekki áætlun Macron, mér lýst ekk­ert á hvað hann ætlar að ger­a.“

Þetta er því sýnd veiði en ekki gefin fyrir Emmanuel Macron, hann gæti lent í vand­ræðum ef kjör­sókn verður dræm. Til þess að Mar­ine Le Pen fari með sigur af hólmi þarf aðvitað eitt­hvað meiri­háttar að ger­ast. En reynslan hefur einmitt sýnt okkur að allt getur einmitt gerst. 

Það er allt klárt fyrir kappræðurnar í kvöld.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None