Fjársvikamál gegn Björgólfi og Landsbanka í Lúxemborg fyrir dómi í París

Fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans, Björgólfur Guðmundsson, er á meðal níu manns sem er ákærður í fjársvikamáli sem er fyrir frönskum dómstólum. Aðalmeðferð hófst í dag og stendur yfir til 24. maí. Allt að fimm ára fangelsi er við brotunum.

Björgólfur Guðmundsson var stjórnarformaður og einn aðaleiganda Landsbanka Íslands fyrir bankahrunið.
Björgólfur Guðmundsson var stjórnarformaður og einn aðaleiganda Landsbanka Íslands fyrir bankahrunið.
Auglýsing

Aðal­með­ferð í máli gegn Björgólfi Guð­munds­syni, fyrr­ver­andi for­manni banka­ráðs Lands­banka Íslands, Gunn­ari Thorodd­sen, fyrr­ver­andi yfir­manni Lands­bank­ans í Lúx­em­borg, og sjö öðrum ein­stak­lingum sem störf­uðu beint eða óbeint fyrir bank­ann hófst fyrir í saka­dómi í París í dag. Þeir sem eru ákærðir í mál­inu er gefið að hafa brotið gegn grein í frönskum hegn­ing­ar­lögum sem fjallar um lof­orð um áhættu­laus við­skipti.

Málið hefur verið í und­ir­bún­ingi og rann­sókn árum sam­an. Einn þekkt­asti rann­sókn­ar­dóm­ari Frakk­lands, Renaud Van Ruym­beke, rann­sak­aði það og skil­aði nið­ur­stöðu síðla árs 2014. Skömmu síðar voru níu ein­stak­lingar og lög­að­il­inn Lands­bank­inn í Lúx­em­borg ákærðir í mál­inu. Sam­kvæmt frönskum fjöl­miðlum geta brotin sem um ræðir leitt að sér allt að fimm ára fang­els­is­dóma og sekt upp á 375 þús­und evr­ur, um 43,4 millj­ónir króna á gengi dags­ins í dag.

Málið er mjög umfangs­mikið og er gert ráð fyrir því að aðal­með­ferð þess, sem hófst líkt og áður sagði í dag, standi til 24. maí.

Auglýsing

Keyptu skulda­bréf íslensku bank­anna

Í mál­inu er Lands­bank­anum í Lúx­em­borg, Björgólfi Guð­munds­syni, Gunn­ari Thorodd­sen og sjö öðrum gefið að hafa blekkt um eitt hund­rað aðila á árunum 2006 til 2008. Á meðal ann­arra sem eru ákærðir eru þrír fyrr­ver­andi yfir­menn hjá Lands­bank­anum í Lúx­em­borg; Dan­inn Torben Bjer­regaard Jen­sen, Sví­inn Olle Lind­fors og Belg­inn Failly Vincent. Flestir þeir aðilar sem telja sig hafa verið blekktir af Lands­bank­anum eru elli­líf­eyr­is­þegar og 22 meint fórn­ar­lömb bank­ans hafa lát­ist frá því að málið kom upp.

Einn þeirra sem telur sig blekktan vegna þess sem kallað er í frönskum fjöl­miðlum svika­mylla Lands­bank­ans er Enrico Maci­as, 78 ára gam­all söngv­ari sem er þjóð­þekktur í Frakk­landi. Í máls­gögnum sem Kjarn­inn hefur undir höndum segir að Macias hafi verið boðið að fá 35 millj­ónir evra að lán til 20 ára og að vext­irnir á lán­inu yrðu 9,69 pró­sent. Hann átti að fá níu millj­ónir evra útgreiddar en afgangur láns­ins yrði settur í fjár­fest­ingar hjá Lands­bank­anum í Lúx­em­borg sem átti að skila nægj­an­legri ávöxtun til að borga vaxt­ar­kostn­að­inn af lán­inu hið minnsta. Macias var því í raun boðið að losa um níu millj­ónir evra, um einn millj­arð króna, í gengum þann strúktúr sem honum var boð­inn. Á móti þurfti hann hins vegar að setja raun­veru­leg veð í fast­eign­um. Í máls­gögn­unum segir Macias að hann hafi verið blekktur og að Lands­bank­inn í Lúx­em­borg hafi mis­notað umboð sitt til fjár­fest­inga fyrir láns­féð með því t.d. að kaupa skulda­bréf á Lands­bank­ann á Íslandi og Kaup­þing skömmu áður en bank­arnir tveir féllu haustið 2008. Þau skulda­bréf féllu gríð­ar­lega í verði við banka­hrun­ið, enda kröfu­hafaröð breytt og inn­lán gerð að for­gangs­kröf­um. Auk þess er því haldið fram að rangar upp­lýs­ingar hafi verið gefnar um sterka stöðu Lands­banka Íslands.

Virði fast­eigna blásið upp til að hækka lánin

Svika­myllan sem fólkið heldur fram að það hafi verið blekkt til að taka þátt í snýst því um að Lands­bank­inn hafi fjár­fest lánin sem það veitti fólk­inu með öðrum hætti en því hafði verið sagt og að staða bank­ans hafi verið mun verri en þeir sem seldu fólk­inu aðkomu að við­skipt­unum höfðu haldið fram.

Slitabú Lands­bank­ans í Lúx­em­borg hélt hins vegar áfram að reyna að inn­heimta lánin sem veitt voru með þessum hætti og það hefur sett þá sem þau tóku í mik­inn fjár­hags­vanda.

Lang­flestir sem tóku þátt í þessum við­skiptum Lands­bank­ans í Lúx­em­borg eru ekki jafn efnað fólk og Macias og ekki er um jafn háar upp­hæðir að ræða. Og hluti hóps­ins fékk ekki greitt út 25 pró­sent láns­ins sem var veitt heldur setti það allt í fjár­fest­ingu hjá Lands­bank­an­um.

Á heima­síðu sem hóp­ur­inn heldur út, og kall­ast www.lands­banki­vict­ims .co.uk, segir að hóp­ur­inn hafi „tekið þátt í þess­ari hræði­legu svika­myllu eftir að gengið var á eftir okk­ur. Til­gang­ur­inn var að hagn­ast á fjár­fest­ing­unni og veita okkur áhyggju­laust ævi­kvöld og vernda börnin okk­ar.“ Þar segir enn fremur að virði húsa fólks­ins hafi verið blásin upp svo þau gætu fengið hærri lán gegn hærri veð­um. Þannig gat Lands­bank­inn bók­fært hærri upp­hæð sem útlán og fékk hærri upp­hæð til að fjár­festa fyrir í nafni elli­líf­eyr­is­þeg­anna. „Við vorum blekkt,“ segir á heima­síð­unni.

Lög­maður Björg­ólfs Guð­munds­sonar sagði við RÚV í sept­em­ber 2014 að búið hefði verið að koma því á fram­færi við rann­sókn­ar­dóm­ar­ann í Frakk­landi að Björgólfur hefði ekki haft nein yfir­ráð yfir Lands­bank­anum í Lúx­em­borg. Hann var samt sem áður ákærður í mál­inu.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None