Drög að stjórnarsáttmála ríkisstjórnar fjórflokksins lágu fyrir

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar segir að leynilegar viðræður hafi átt sér stað milli jóla og nýárs um myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Vinstri grænna og Samfylkingar. Um var að ræða háleynilegt verkefni.

Auglýsing
Kristján Guy Burgess var framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar á síðasta kjörtímabili. Grein hans birtist í vorhefti Skírnis.
Kristján Guy Burgess var framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar á síðasta kjörtímabili. Grein hans birtist í vorhefti Skírnis.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Vinstri græn voru búin að gera drög að stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar fjór­flokks­ins um síð­ustu ára­mót.

For­maður Vinstri grænna var hörð á því að fara ekki með sinn flokk einan í sam­starf við þáver­andi stjórn­ar­flokka, Sjálf­stæð­is­flokk og Fram­sókn­ar­flokk,  og því var lagt hart að Sam­fylk­ing­unni um að svara því til hvort hún vildi vera með. Um var að reyna háleyni­legt verk­efni og í við­ræðum um sam­starfið var tekið lof­orð um að ein­ungis einum öðrum en for­mönnum flokk­anna fjög­urra yrði blandað í málið í hverjum flokki.

2. jan­úar síð­ast­lið­inn lá fyrir texti sem unnin hafði verið yfir hátíð­irnar um efn­is­at­riði sam­starfs Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks, Vinstri grænna og Sam­fylk­ingar í rík­is­stjórn og mik­ill þrýst­ingur var settur á Loga Ein­ars­son, for­mann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, að vera með í sam­starf­inu. Í text­anum hafi hins vegar verið ákaf­lega fátt sem Sam­fylk­ingin gat sætt sig við og því hafi flokk­ur­inn metið það sem svo að hann hafi ekki viljað standa í vegi fyrir öðrum við­ræðum um rík­is­stjórn­ar­myndun – milli Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar og Sjálf­stæð­is­flokks – sem hefðu getað leitt til frek­ari umbóta í sjáv­ar­út­vegi og kosn­inga um Evr­ópu­mál, hvor tveggja mál sem ekki voru í boði í fjór­flokka­stjórn­inni. Þess vegna hafi voru skila­boð send um að Sam­fylk­ingin væri til við­ræðu ef leysa þyrfti stjórn­ar­kreppu en að bíða þyrfti átekta eftir því hvert sam­tal Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar myndi leiða.

Auglýsing

Þetta kemur fram í grein sem Krist­ján Guy Burgess, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hefur skrifað um stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­urnar í vetur og birt var í nýút­komnu vor­hefti Skírn­is.

Engin skýr rík­is­stjórn í kort­unum

Það fór varla fram hjá neinum að erf­ið­lega gekk að mynda rík­is­stjórn eftir kosn­ing­arnar í októ­ber í fyrra. Rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar, sem nú situr við völd, tók ekki við fyrr en 11. jan­úar 2017. Sú rík­is­stjórn sam­anstendur af Sjálf­stæð­is­flokki, Við­reisn og Bjartri fram­tíð og er með minnsta mögu­lega meiri­hluta á þingi. Hún glímir líka við for­dæma­lausar óvin­sældir ef miðað er við hvað hún hefur setið stutt. Nýleg könnun MMR sýnir að ein­ungis 31,4 pró­sent þjóð­ar­innar styður hana. Rík­is­stjórnin ber því öll merki þess að vera rík­is­stjórn sem var ekki óska­stjórn neins.

Sigurður Ingi Jóhannsson var sagður hafa óttast „að nú myndu frændurnir og Óttarr loks ná saman.“Flokk­arnir þrír höfðu enda reynt tví­vegis áður að ná saman í við­ræðum áður en það tókst. Milli þeirra við­ræðna fóru líka tví­vegis fram form­legar við­ræður milli fimm flokka – allra nema Fram­sóknar og Sjálf­stæð­is­flokks – um myndun rík­is­stjórn­ar. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, og Bjarni Bene­dikts­son hitt­ust þess utan á fundum til að sjá hvort flokkar þeirra, sem sitja sitt hvoru megin á hinum póli­tíska ás en eiga íhalds­semi sam­eig­in­lega, gætu náð saman um meiri­hluta­sam­starf. Svo reynd­ist ekki vera.

Fyrir utan hinar form­legu við­ræður áttu sér stað allskyns óform­legar við­ræð­ur. Staðan var enda flók­in. Sjö flokkar á þingi, kerf­is­varn­ar­flokk­arnir tveir (Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn), sem vanir eru að stjórnar Íslandi, fengu ein­ungis um 40 pró­sent atkvæða og Sam­fylk­ingin var við það að þurrkast út í kosn­ing­un­um. Þrír flokkar sem stofn­aðir voru eftir árið 2012 höfðu náð 21 þing­sæti, eða þriðj­ungi. Ljóst var að engin flokkur gat myndað draumarík­is­stjórn sína. Og ef það ætti yfir höfuð að takast að mynda meiri­hluta­stjórn yrði að gera ansi miklar mála­miðl­anir í lyk­il­mál­um.

Fram­sókn byrj­aði á Þor­láks­messu

Það áttu sér því stað ýmis­konar óform­legar þreif­ingar milli for­ystu­manna flokk­anna sem voru þess eðlis að þeir vildu ekki að þær spyrð­ust mikið út. Um var að ræða við­ræður sem gætu orðið afar óvin­sælar í bak­land­inu og því ríkti um þær mikil leynd.

Bjarni Bene­dikts­son fékk form­legt stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð til að mynda þá rík­is­stjórn sem nú situr að völdum skömmu fyrir síð­ustu ára­mót. Í ljósi þess að flokk­arnir þrír sem að þeim við­ræðum stóðu höfðu reynt tví­vegis áður var gengið út frá því að nú hlyti málið að standa þannig að saman myndi nást. Það væri bein­línis ábyrgð­ar­laust að sækj­ast eftir form­legu stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boði ef svo væri ekki.

Það vakti því mikla athygli þegar Morg­un­blaðið birti for­síðu­frétt 2. jan­úar um að for­ystu­menn Vinstri grænna og Fram­sókn­ar­flokks hefðu átt sam­töl dag­anna á undan um mögu­lega stjórn­ar­myndun með Sjálf­stæð­is­flokki.

Í grein Krist­jáns Guy segir reyndar í grein sinni í Skírni að sam­töl milli flokka, sem ekki urðu að form­legum við­ræð­um, hafi byrjað á ný á Þor­láks­messu 2016. Þá hafi Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, byrjað að kalla fólk til sín. Hann hafi ótt­ast að ný myndu frænd­urnir Bjarni Bene­dikts­son og Bene­dikt Jóhann­es­son og Ótt­arr Proppé loks ná sam­an.

Þrýst á Sam­fylk­ing­una

Krist­ján Guy segir að Sig­urður Ingi hafi viljað kanna hvort Vinstri græn, Fram­sókn og Sam­fylk­ingin gætu staðið að sam­eig­in­legu til­boði til Sjálf­stæð­is­flokks­ins. „Þetta var háleyni­legt prójekt og þegar þau ræddu saman for­menn­irnir milli jóla og nýárs og byrj­uðu að vinna með texta, var tekið lof­orð um að ein­ungis einum öðrum yrði blandað í málið í hverjum flokki. Þess vegna kom það flestum á óvart þegar fréttir birt­ust af mál­inu 2. jan­úar í Morg­un­blað­in­u.“

Þrátt fyrir að Bjarni hafi verið kom­inn með form­legt stjórn­mynd­ar­um­boð til að mynda stjórn með Við­reisn og Bjartri fram­tíð á þessum tíma hafi hann fengið að vita um hvað væri verið að ræða milli Fram­sókn­ar, Vinstri grænna og Sam­fylk­ingar milli jóla og nýárs, en vildi ekki blanda sér í þær við­ræður meðan hann væri enn að ræða við hina. Það hafi þó ekki breytt því, að sögn Krist­jáns Guy,  að mála­leitan um fjög­urra flokka „þjóð­stjórn” myndi freista margra Sjálf­stæð­is­manna frekar en að vinna með Bene­dikt Jóhann­essyni og Við­reisn.

Katrín Jakobsdóttir er sögð hafa viljað hafa Samfylkinguna með. Vinstri græn hafi ekki viljað fara ein með sitjandi stjórnarflokkum í ríkisstjórn.Í grein Krist­jáns Guy segir svo: „Þegar dró að úrslita­stundu á fyrsta vinnu­degi nýs árs var tím­inn að hlaupa frá þeim sem vildu nýta tæki­færið og freista Bjarna Bene­dikts­son­ar. Honum hafði þótt sam­vinna við Fram­sókn og Vinstri græn afar ákjós­an­legur kostur þessa tvo mán­uði og nú gæti hann verið á borð­inu. En Katrín var enn hörð á því að Vinstri græn færu ekki ein til sam­starfs við stjórn­ar­flokk­ana sem höfðu hrökkl­ast frá völdum og þess vegna þyrfti Sam­fylk­ingin að svara því hvort hún væri með.

Mik­ill þrýst­ingur var lagður á for­mann Sam­fylk­ing­ar­innar úr her­búðum VG að vera með með þeim orðum að ef þetta gengi ekki upp yrði til hægri­s­inn­að­asta stjórn Íslands­sög­unnar sem myndi engu skeyta um hags­muni lands­byggð­ar­inn­ar. Hvað sem Loga fannst um þá við­vör­un, þá leit hann ekki svo á að það væri á hans ábyrgð. Ef Vinstri græn vildu mynda rík­is­stjórn, þyrfti ekki á því að halda að Sam­fylk­ingin væri með, til þess væri nægur meiri­hluti á þingi.

En þarna 2. jan­úar lá fyrir texti sem unn­inn hafði verið yfir hátíð­irnar um efn­is­at­riði sam­starfs fjög­urra flokka í stjórn en í honum var ákaf­lega fátt sem Sam­fylk­ingin gat haldið sér í. Ekk­ert var nægi­lega hald­fast um umbætur í sjáv­ar­út­vegi, Evr­ópu­málin óljós og ekk­ert í gadda slegið um fjár­fest­ingar í heil­brigð­is­málum eða upp­bygg­ingu á hús­næð­is­mark­aði. Það hefði eflaust verið hægt að vinna text­ann bet­ur, en það leit ekki út fyrir að efn­is­at­riðin sem Sam­fylk­ingin hafði lagt inn í umræð­urn­ar, fengju þar mikið plás­s.“

Segir Við­reisn og Bjarta fram­tíð hafa lagt niður kröfur sínar

Það varð því mat Sam­fylk­ing­ar­innar að vilja ekki „standa að því að skemma fyrir við­ræðum sem útlit var þá fyrir að gæti leitt til umbóta í sjáv­ar­út­vegi og kosn­inga um Evr­ópu, nokkuð sem Við­reisn var stofnuð um og Björt fram­tíð hafði einnig haldið hátt á lofti alla sína tíð. Skila­boð voru gefin um að Sam­fylk­ingin yrði til við­ræðu ef leysa þyrfti stjórn­ar­kreppu en bíða yrði átekta eftir því hvert sam­tal Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar myndi leiða.“

Krist­ján Guy segir síðan að úr hafi orðið að Við­reisn og Björt fram­tíð hafi lagt niður allar kröfur sínar um raun­veru­legar umbætur í sjáv­ar­út­vegs­málum í skiptum fyrir aðild að rík­is­stjórn. Til við­bótar hafi Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn unnið fulln­að­ar­sigur í Evr­ópu­mál­um. „Flokk­arnir sem höfðu með taktískri snilld haldið sér inni í öllum við­ræð­um, gátu ekki tryggt sín helstu bar­áttu­mál þegar á hólm­inn var kom­ið. Þau van­mátu eigin samn­ings­stöðu og ofmátu getu lands­byggð­ar­arms VG til að mynda stjórn með Sjálf­stæð­is­flokki og Fram­sókn[...]Eins manns meiri­hlut­inn sem þótti alltof tæpur lengst af við­ræð­unum og hafði leitt til stjórn­ar­skipta árin 1991, 1995 og 2007, var orð­inn í lagi.  Stjórnin sem ekki var á vetur setj­andi, var orðin að veru­leika.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Ítalir hnykla vöðvana og ESB kinkar kolli
Sú ákvörðun ítalskra stjórnvalda að hindra sendingu 250 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca til Ástralíu er slagur sem afhjúpar það ljóta stríð sem gæti verið í uppsiglingu um dropana dýrmætu.
Kjarninn 5. mars 2021
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None