Pútín með öll trompin

Rússar valda stöðugum pólitískum skjálftum í Washington DC.

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Auglýsing
Putin og Trump

Segja má að póli­tíska kerfið í Banda­ríkj­unum (les: Was­hington) leiki á reiði­skjálfi þessa dag­ana. Ekki aðeins vegna fundar Trump eldri með for­seta Rúss­lands, Vla­dimír Pútín, heldur vegna gjörða Trumps yngri.

Það var stór­blaðið New York Times sem afhjúpaði upp­lýs­ingar um fund Trump yngri með kven­kyns lög­fræð­ingi frá Rúss­landi sem heitir Natalia Ves­elnit­ska­ya. Af hverju öll þessi læti útaf hon­um?

Hvaða ,,skít“ áttu?

Mark­mið fund­ar­ins, sem hald­inn var um mitt síð­asta ár (júní 2016), var að fá afhentan ,,skít“ um Hill­ary Clint­on, en þá var bar­áttan á milli hennar og Don­ald Trump eldri, um fos­eta­emb­ætti USA að nálg­ast hámark. Öllu var tjaldað til, til þess að grafa undin ,,crooked Hill­ary“ (svikulu Hill­ar­y), eins og Trump eldri hamr­aði stöðugt á.

Það er s.s. ekk­ert nýtt að menn reyni að grafa upp skít um sína póli­tísku and­stæð­inga. En það er kannski ekki á hverjum degi sem full­trúar for­seta­fram­bjóð­enda, opin­berir eða ekki, láti glepjast af útsend­urum höf­uð­and­stæð­ings­ins. Aug­ljós­lega hafa Rússar sett upp snilld­ar­fléttu og lagt gildru fyrir Trump og kompaní, sem þeir hafa aug­ljós­lega ekki áttað sig á.

Áður­nefnd Natalía var s.s. á fund­in­um, sem fram fór í Trump-­turn­inum (,,Kreml­in“ Don­alds Trumps eldri) og á honum voru Trump yngri, Paul Mana­fort, þá kosn­inga­stjóri Trumps og einnig er talið að tengda­sonur Trumps og helsti ráð­gjafi, Jared Kus­hner hafi ,,droppað inn“.

En sam­kvæmt Trump yngri kom eng­inn skítur um Clinton fram á fund­in­um, heldur þró­að­ist fund­ur­inn út í eitt­hvað snakk um ætt­leið­ing­ar(!) Hvers­vegna ætt­leið­ing­ar?

Donald Trump jr. sonur Trumps Bandaríkjaforseta.

Flækju­stigið magn­ast

Hér flæk­ist málið tölu­vert. Árið 2012 setti banda­ríska þingið lög sem nefn­ast ,,The Magnist­sky Act“. Sam­kvæmt þeim má hópur rúss­neskra auð­manna ekki stunda við­skipti utan Rúss­lands. Þeir eru ,,fryst­ir“ á aljþóða­vett­vangi. Vitað er að margir þess­ara manna hafa náin tengsl við Kreml og Pútín, sem vill sjá þessi lög ,,hverfa“.

Lögin bera hins­vegar nafn lög­fræð­ings­ins Sergei Magnit­sky, sem lést árið 2009 í haldi rúss­neskra yfir­valda og úr hverju hann lést hefur aldrei kom­ist á hreint. Hann hafði vakið athygli á gríð­ar­legri spill­ingu og þjófn­aði á rík­is­r­eigum í Rúss­landi og þar með kom­ist í ónáð yfir­valda. Hægt er að lesa um þetta í frá­bærri bók eftir Bill Browder, Eft­ir­lýst­ur, sem er eins­konar hryll­ings­saga úr heimi rúss­neskra við­skipta. Hér lýsir hann þessu einnig á Youtube.  Browder stjórn­aði á sínum tíma risa­stórum fjár­fest­inga­sjóði (Hermitage Founda­tion) í Rúss­landi og Magnit­sky sá um skatta­málin fyrir hann.

Þannig að fund­ur­inn í turni Trumps fyrir um ári síð­an, hefur að öllum lík­indum allt annan til­gang en gefið hefur verið upp og hefur einnig lík­lega mun lengri og dýpri teng­ing­ar. Frétta­skýrendur hafa sagt að raun­veru­legi til­gang­ur­inn með ,,fund­in­um“ hafi verið að reyna að hafa áhrif á Trump og co til þess að afnema Magnit­sky-lög­in, kæm­ist hann til valda.

En ætt­leið­ing­arn­ar? Jú, sam­kvæmt rúss­neskum lög­um, sem sett voru í byrjun 2012 og eru talin vera ,,hefnd“ Pútíns vegna Magnist­ky-lag­anna, er banda­rískum fjöl­skyldum ekki heim­ilt að ætt­leiða rúss­nesk börn. Sam­kvæmt frétt á CNN hefur Natalía sett upp sér­stakan hóp (HRAG­I), sem hefur það að mark­miði (að sagt er) að létta ætt­leið­ing­ar­lög­un­um, þá mögu­lega gegn því að Magnist­sky-lög­unum yrði aflétt. Fléttan er því sú að í skjóli ætt­leið­inga koma því í kring að aflétta hömlum á rúss­neska auð­jöfra og áhrif­menn. Skapa þannig reyk­mökk.

Auglýsing

Stóru málin sitja á hak­anum

Mál þetta er allt hið und­ar­leg­asta. Í við­tali á Fox News þann 11.júlí í þætt­inum Hannity, sagð­ist Trump yngri að hann hefði kannski gert þetta öðru­vísi í dag. Hann sagði að ekk­ert hefði komið út úr þessum fundi og þetta hefðu verið ,,20 mín­útur til einskis“. Kannski var það einmitt til­gang­ur­inn hjá hini rússnsesku Natal­íu. Að gefa ekki upp neitt, en kom­ast inn í hjarta Trump-veld­is­ins og þar með skaffa Rússum spil á hendi. Því það verður að segj­ast eins og er að Rússar hafa á und­an­förnum mán­uðum leikið sér að Banda­ríkja­mönn­um, með öllu því sem kallað er ,,hakk­ið“ og meintri inn­blöndun Rússa í for­seta­kosn­ing­arnar í Banda­rík­un­um. Banda­rískir fjöl­miðlar hafa var talað um annað í marga mán­uði! Á meðan sitja stóru málin á hak­an­um, eins og t.d. heil­brigð­is­mál­in, skatta­mál, inn­viðir og fleira.

Það má í raun segja að banda­ríska stjórn­kerfið sé hálf lamað vegna aðgerða Rússa, sem verður að segja þeim til hróss, hafa verið ótrú­lega snjall­ar. Þar kemur kannski reynsla ,,hæsta han­ans“ úr KGB sér að góðu. En hvernig gátu Trump-liðar verið svona hrika­lega barna­leg­ir? Jú, eins og Trump yngri sagði á Fow; ...,,svona gengur þetta fyrir sig í biss­ness.“ Þeir voru sem sagt bara að beita sömu nálgun á hlut­ina og þeir gera í við­skiptum til þess að fá ,,skít“ til að klína á Clint­on. Þá vitum við hvernig þau viðksipti ganga fyrir sig. Svo segj­ast þessir kallar vera nýgræð­ingar í póli­tík. En er þetta ekki sama aðferðin og þar?

Rússa­bangs­inn bara hress

Og fundur Pútíns og Trumps, hver vann hann? Jú, Pútín, ekki nokkur spurn­ing. Í fyrsta lagi gaf hann sér 2.5 klst í fund­inn og hann slapp mjög vel undan spurn­ingum Trumps um mögu­lega inn­blöndun Rússa í for­seta­kosn­ing­arnar í fyrra. Trump spurði Pútín að sögn tvisvar um inn­blönd­un, en Pútín sagði bara nei í bæði skipt­in. Og þar við sat.

Staðan er ein­fald­lega þessi: Pútín hefur öll tromp á hendi, en Trump, ,,hinn mikli samn­inga­mað­ur“, eng­in. Ekki eitt einasta! Rúss­neski björn­inn er því bara hress þessa dag­ana og glottir við tönn.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ingur og MA í stjórn­málum A-Evr­ópu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar