Gífurleg aukning í fjölda nýskráðra rafbíla

Fjöldi nýskráðra rafbíla eftir mánuðum hefur aukist um nær 200% á einu ári. Útlit er fyrir frekari fjölgun meðfram uppbyggingu fleiri hleðslustöðva, en hægt verður að keyra hringinn á þeim fyrir árslok, gangi spár eftir.

Fjöldi hraðhleðslustöðva um landið hefur aukist töluvert á síðustu árum.
Fjöldi hraðhleðslustöðva um landið hefur aukist töluvert á síðustu árum.
Auglýsing

Vin­sældir raf­bíla hafa vaxið hratt á Íslandi, en mán­að­ar­legar nýskrán­ingar slíkra bíla hafa nær þre­fald­ast á einu ári. Sam­hliða mik­illi aukn­ingu mun hrað­hleðslu­stöðvum fjölga um allt land, en útlit er fyrir því að hægt verði að keyra hring­veg­inn á raf­bíl fyrir ára­mót. Búist er við því að hlut­deild raf­-og tvinn­bíla í bíla­flot­anum muni aukast enn frekar í fram­tíð­inni þar sem hag­kvæmni þeirra á eftir að aukast.

Í lok júní voru hreinir raf­bílar orðnir rúm­lega 1400 á meðan fjöldi tengil-t­vinn­bíla er 1700. Þannig eru bílar sem nota hleðslu­stöðvar á Íslandi (hér nefndir tengi­bíl­ar) sam­tals orðnir fleiri en þrjú þús­und, sem er um það bil 1,5% af virkum bíla­flota Íslend­inga. Mikil aukn­ing hefur átt sér stað í nýskrán­ingum slíkra bíla, en að sögn Sig­urðar Inga Frið­leifs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Orku­set­urs, má vænta enn frek­ari aukn­ingar á næstu mán­uðum með komu fjölda nýrra raf­bíla­teg­unda, þar á meðal nýjar gerðir af E-Golf og Nissan Leaf. Einnig er beðið eftir raf­bílnum Tesla 3 með mik­illli eft­ir­vænt­ingu, en Kjarn­inn greindi frá því fyrir stuttu.

Auglýsing

Vax­andi hlut­deild

Alls voru 252 tengi­bílar nýskráðir í júní, en það er 186% aukn­ing milli júní­mán­aða 2016 og 2017. Mynd hér að neðan sýnir hvernig þróun nýskráðra tengi­bíla hefur verið frá því árið 2012, en heild­ar­fjöldi á því ári var 17. Til sam­an­burðar voru yfir þús­und tengi­bílar nýskráðir á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2017.

Einnig kom fram í síð­ustu árbók bíl­greina­sam­bands­ins að fleiri öku­menn hyggj­ast kaupa næst raf­magns­bíl en bens­ín­bíl, sam­kvæmt nýrri könnun Gallup. Því má vænta að nýskráðum raf­bílum muni halda áfram að fjölga hratt í fram­tíð­inn­i. 

Nýskráning tengibíla eftir mánuðum 2012 til júní 2017. Heimild:Orkusetur

Rétt er að minn­ast á að heild­ar­fjöldi nýskráðra bíla á Íslandi hafi stór­auk­ist frá árinu 2012 og er það að miklu leyti vegna batn­andi efna­hags­á­stands og upp­gangs bíla­leigu­fyr­ir­tækja fyrir ferða­menn. Hins vegar hefur hlut­deild tengi­bíla í nýskrán­ingum öku­tækja einnig auk­ist jafn og þétt sam­hliða fjölgun bíla í umferð. Það sem af er árs 2017 eru tæp 10% nýskráðra öku­tækja annað hvort raf­magns- eða tvinn­bíl­ar.

Ísland virð­ist standa sig vel í alþjóð­legum sam­an­burði, en sam­kvæmt evr­ópsku sam­tök­unum EAFO er mark­aðs­hlut­deild nýskráðra tengi­bíla á Íslandi næst­stærst í Evr­ópu. Þó er hlut­deildin meira en fjórum sinnum hærri í Nor­egi, eða 33% miðað við 8% hér á land­i. 

Nýskráningar tengibíla sem hlutfall af heildarfjölda nýskráðra bíla. Ekki fundust tölur fyrir árið 2015. Heimild: Samgöngustofa

Hægt að keyra hring­inn fyrir árs­lok

16 hrað­hleðslu­stöðvar hafa verið reistar af Orku Nátt­úr­unnar (ON), dótt­ur­fé­lag Orku­veitu Reykja­vík­ur, á síð­ustu árum.  Af þessum 16 hafa þrjár þeirra verið reistar það sem af er ári, en til stendur að reisa enn fleiri í við­bót víðs vegar um landið á næstu miss­er­um.

Bjarni Már Júl­í­us­son, fram­kvæmda­stjóri ON, segir í sam­tali við Kjarn­ann að stefnt sé að því að opna hring­veg­inn fyrir raf­bíla fyrir árs­lok. Verk­efnið sé hins vegar ekki ein­ungis í höndum ON, en Orku­sjóður hefur veitt ýmsum fyr­ir­tækjum styrk fyrir upp­bygg­ingu stöðva sem reisa á á 80-100 kíló­metra milli­bili hring­inn í kringum land­ið.

Upp­settar hleðslu­stöðvar ON 

Heimild: Orka Náttúrunnar

Á mynd hér að ofan má sjá upp­settar hleðslu­stöðvar ON víðs vegar um land­ið. Fjöldi nýrra stöðva er vænt­an­legur á þessu ári, meðal ann­ars mun ein rísa á Hvols­velli.

Stöðv­arnar sem ON hyggst reisa um landið eru kall­aðar hlöð­ur, en þær munu inni­halda eina hrað­teng­ingu og eina venju­lega teng­ingu fyrir bíl­ana. Bjarni Már segir kostnað við upp­setn­ingu hverrar stöðvar fara eftir atvik­um, en hún sé allt að tíu millj­ón­um. Núver­andi verk­efni muni þannig kosta á annan hund­rað millj­óna, en allt að helm­ingur þeirrar upp­hæðar verður greiddur í opin­berum styrkjum frá Orku­sjóði. Sjóð­ur­inn hefur skuld­bundið sig til þess að veita styrk að upp­hæð 67 millj­óna, árlega í þrjú ár, til upp­bygg­ingar á innviðum fyrir raf­bíla.

Að sögn Bjarna Más er upp­setn­ing hlað­ana úti á landi ekki enn orðin arð­bær fjár­fest­ing þar sem notkun þeirra sé lít­il. Hins vegar gætu þær hrint af stað jákvæðri hringrás þar sem fleiri muni kaupa raf­bíla vegna auk­ins úrvals hleðslu­stöðv­a. 

Hag­kvæmnin eykst 

Sam­kvæmt þings­á­lyktun rík­is­stjórn­ar­innar sem sam­þykkt var fyrir rúmum mán­uði síðan er stefnt að því að hlut­deild end­ur­nýj­an­legrar orku í sam­göngum á Íslandi verði 40% eftir 13 ár, en hlut­deildin er 6% núna. Ef það á að ger­ast þyrfti hag­kvæmni raf­bíla að aukast þannig að fólk sjái sér hag í að kaupa þá.

Ýmsir fjár­hags­legir hvatar eru nú þegar til staðar fyrir neyt­endur til raf­bíla­kaupa. Til dæmis þarf ekki að greiða vöru­gjöld af þeim auk þess sem þeir eru und­an­þegnir virð­is­auka­skatti að hámarki 1,4 millj­ónir króna. Einnig fylgja fríð­indi frá trygg­inga­fé­lög­un­um, en eig­endur tengi­bíla greiða jafnan lægri iðgjöld. 

­Þrátt fyrir umrædda hvata virð­ast enn vera ljón í veg­in­um. Til að mynda hefur verið bent á hversu erfitt það er að koma upp hleðslu­stöð fyrir íbúa í fjöl­býli þar sem innstungur er gjarnan ekki að finna nálægt bíla­stæðum íbú­anna. Hins vegar gæti það breyst á næstu miss­erum, en umhverf­is­ráðu­neytið vinnur nú að því að setja bind­andi ákvæði um tengi­búnað fyrir raf­bíla í bygg­ing­ar­reglu­gerð.

Að lokum er elds­neyt­is­verð bens­ín­bíla ráð­andi þáttur í hvort hag­kvæmt sé að eign­ast bíl sem knú­inn er á annarri orku. Olíu­verð á heims­mark­aði hefur verið lágt und­an­farin miss­eri, en lang­tíma­spár benda til þess að raun­virði hennar muni hækka um tæp 60% á næstu þremur árum. Sam­hliða hækkun olíu­verðs verður hag­kvæmara að kaupa raf­bíl ef raf­magns­verð mun ekki hækka jafn­mikið á sama tíma­bili.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar