Gífurleg aukning í fjölda nýskráðra rafbíla

Fjöldi nýskráðra rafbíla eftir mánuðum hefur aukist um nær 200% á einu ári. Útlit er fyrir frekari fjölgun meðfram uppbyggingu fleiri hleðslustöðva, en hægt verður að keyra hringinn á þeim fyrir árslok, gangi spár eftir.

Fjöldi hraðhleðslustöðva um landið hefur aukist töluvert á síðustu árum.
Fjöldi hraðhleðslustöðva um landið hefur aukist töluvert á síðustu árum.
Auglýsing

Vin­sældir raf­bíla hafa vaxið hratt á Íslandi, en mán­að­ar­legar nýskrán­ingar slíkra bíla hafa nær þre­fald­ast á einu ári. Sam­hliða mik­illi aukn­ingu mun hrað­hleðslu­stöðvum fjölga um allt land, en útlit er fyrir því að hægt verði að keyra hring­veg­inn á raf­bíl fyrir ára­mót. Búist er við því að hlut­deild raf­-og tvinn­bíla í bíla­flot­anum muni aukast enn frekar í fram­tíð­inni þar sem hag­kvæmni þeirra á eftir að aukast.

Í lok júní voru hreinir raf­bílar orðnir rúm­lega 1400 á meðan fjöldi tengil-t­vinn­bíla er 1700. Þannig eru bílar sem nota hleðslu­stöðvar á Íslandi (hér nefndir tengi­bíl­ar) sam­tals orðnir fleiri en þrjú þús­und, sem er um það bil 1,5% af virkum bíla­flota Íslend­inga. Mikil aukn­ing hefur átt sér stað í nýskrán­ingum slíkra bíla, en að sögn Sig­urðar Inga Frið­leifs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Orku­set­urs, má vænta enn frek­ari aukn­ingar á næstu mán­uðum með komu fjölda nýrra raf­bíla­teg­unda, þar á meðal nýjar gerðir af E-Golf og Nissan Leaf. Einnig er beðið eftir raf­bílnum Tesla 3 með mik­illli eft­ir­vænt­ingu, en Kjarn­inn greindi frá því fyrir stuttu.

Auglýsing

Vax­andi hlut­deild

Alls voru 252 tengi­bílar nýskráðir í júní, en það er 186% aukn­ing milli júní­mán­aða 2016 og 2017. Mynd hér að neðan sýnir hvernig þróun nýskráðra tengi­bíla hefur verið frá því árið 2012, en heild­ar­fjöldi á því ári var 17. Til sam­an­burðar voru yfir þús­und tengi­bílar nýskráðir á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2017.

Einnig kom fram í síð­ustu árbók bíl­greina­sam­bands­ins að fleiri öku­menn hyggj­ast kaupa næst raf­magns­bíl en bens­ín­bíl, sam­kvæmt nýrri könnun Gallup. Því má vænta að nýskráðum raf­bílum muni halda áfram að fjölga hratt í fram­tíð­inn­i. 

Nýskráning tengibíla eftir mánuðum 2012 til júní 2017. Heimild:Orkusetur

Rétt er að minn­ast á að heild­ar­fjöldi nýskráðra bíla á Íslandi hafi stór­auk­ist frá árinu 2012 og er það að miklu leyti vegna batn­andi efna­hags­á­stands og upp­gangs bíla­leigu­fyr­ir­tækja fyrir ferða­menn. Hins vegar hefur hlut­deild tengi­bíla í nýskrán­ingum öku­tækja einnig auk­ist jafn og þétt sam­hliða fjölgun bíla í umferð. Það sem af er árs 2017 eru tæp 10% nýskráðra öku­tækja annað hvort raf­magns- eða tvinn­bíl­ar.

Ísland virð­ist standa sig vel í alþjóð­legum sam­an­burði, en sam­kvæmt evr­ópsku sam­tök­unum EAFO er mark­aðs­hlut­deild nýskráðra tengi­bíla á Íslandi næst­stærst í Evr­ópu. Þó er hlut­deildin meira en fjórum sinnum hærri í Nor­egi, eða 33% miðað við 8% hér á land­i. 

Nýskráningar tengibíla sem hlutfall af heildarfjölda nýskráðra bíla. Ekki fundust tölur fyrir árið 2015. Heimild: Samgöngustofa

Hægt að keyra hring­inn fyrir árs­lok

16 hrað­hleðslu­stöðvar hafa verið reistar af Orku Nátt­úr­unnar (ON), dótt­ur­fé­lag Orku­veitu Reykja­vík­ur, á síð­ustu árum.  Af þessum 16 hafa þrjár þeirra verið reistar það sem af er ári, en til stendur að reisa enn fleiri í við­bót víðs vegar um landið á næstu miss­er­um.

Bjarni Már Júl­í­us­son, fram­kvæmda­stjóri ON, segir í sam­tali við Kjarn­ann að stefnt sé að því að opna hring­veg­inn fyrir raf­bíla fyrir árs­lok. Verk­efnið sé hins vegar ekki ein­ungis í höndum ON, en Orku­sjóður hefur veitt ýmsum fyr­ir­tækjum styrk fyrir upp­bygg­ingu stöðva sem reisa á á 80-100 kíló­metra milli­bili hring­inn í kringum land­ið.

Upp­settar hleðslu­stöðvar ON 

Heimild: Orka Náttúrunnar

Á mynd hér að ofan má sjá upp­settar hleðslu­stöðvar ON víðs vegar um land­ið. Fjöldi nýrra stöðva er vænt­an­legur á þessu ári, meðal ann­ars mun ein rísa á Hvols­velli.

Stöðv­arnar sem ON hyggst reisa um landið eru kall­aðar hlöð­ur, en þær munu inni­halda eina hrað­teng­ingu og eina venju­lega teng­ingu fyrir bíl­ana. Bjarni Már segir kostnað við upp­setn­ingu hverrar stöðvar fara eftir atvik­um, en hún sé allt að tíu millj­ón­um. Núver­andi verk­efni muni þannig kosta á annan hund­rað millj­óna, en allt að helm­ingur þeirrar upp­hæðar verður greiddur í opin­berum styrkjum frá Orku­sjóði. Sjóð­ur­inn hefur skuld­bundið sig til þess að veita styrk að upp­hæð 67 millj­óna, árlega í þrjú ár, til upp­bygg­ingar á innviðum fyrir raf­bíla.

Að sögn Bjarna Más er upp­setn­ing hlað­ana úti á landi ekki enn orðin arð­bær fjár­fest­ing þar sem notkun þeirra sé lít­il. Hins vegar gætu þær hrint af stað jákvæðri hringrás þar sem fleiri muni kaupa raf­bíla vegna auk­ins úrvals hleðslu­stöðv­a. 

Hag­kvæmnin eykst 

Sam­kvæmt þings­á­lyktun rík­is­stjórn­ar­innar sem sam­þykkt var fyrir rúmum mán­uði síðan er stefnt að því að hlut­deild end­ur­nýj­an­legrar orku í sam­göngum á Íslandi verði 40% eftir 13 ár, en hlut­deildin er 6% núna. Ef það á að ger­ast þyrfti hag­kvæmni raf­bíla að aukast þannig að fólk sjái sér hag í að kaupa þá.

Ýmsir fjár­hags­legir hvatar eru nú þegar til staðar fyrir neyt­endur til raf­bíla­kaupa. Til dæmis þarf ekki að greiða vöru­gjöld af þeim auk þess sem þeir eru und­an­þegnir virð­is­auka­skatti að hámarki 1,4 millj­ónir króna. Einnig fylgja fríð­indi frá trygg­inga­fé­lög­un­um, en eig­endur tengi­bíla greiða jafnan lægri iðgjöld. 

­Þrátt fyrir umrædda hvata virð­ast enn vera ljón í veg­in­um. Til að mynda hefur verið bent á hversu erfitt það er að koma upp hleðslu­stöð fyrir íbúa í fjöl­býli þar sem innstungur er gjarnan ekki að finna nálægt bíla­stæðum íbú­anna. Hins vegar gæti það breyst á næstu miss­erum, en umhverf­is­ráðu­neytið vinnur nú að því að setja bind­andi ákvæði um tengi­búnað fyrir raf­bíla í bygg­ing­ar­reglu­gerð.

Að lokum er elds­neyt­is­verð bens­ín­bíla ráð­andi þáttur í hvort hag­kvæmt sé að eign­ast bíl sem knú­inn er á annarri orku. Olíu­verð á heims­mark­aði hefur verið lágt und­an­farin miss­eri, en lang­tíma­spár benda til þess að raun­virði hennar muni hækka um tæp 60% á næstu þremur árum. Sam­hliða hækkun olíu­verðs verður hag­kvæmara að kaupa raf­bíl ef raf­magns­verð mun ekki hækka jafn­mikið á sama tíma­bili.Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar