Ný Tesla tilbúin á næstu dögum

Fyrstu eintök Model 3 frá Teslu verða afhent í þessum mánuði. Nýi bíllinn er ætlaður almenningi.Fyrstu eintök Model 3 frá Teslu verða afhent í þessum mánuði. Nýi bíllinn á að koma á markað á viðráðanlegu verði.

Model 3 verður þriðja kynslóð rafbíla frá Tesla.
Auglýsing

Ný gerð raf­bíls­ins Teslu mun renna af færi­band­inu í þess­ari viku, sam­kvæmt því sem Elon Musk, stofn­andi og yfir­maður fyr­ir­tæk­is­ins, skrifar á Twitt­er.

Tesla Model 3 er ætlað að vera fram­lag fyr­ir­tæk­is­ins á hinn almenna bíla­mark­að. Bíll­inn á að vera sam­keppn­is­hæfur við aðra milli­stærðar fjöl­skyldu­bíla og kosta um 35.000 banda­ríska dali (rúm­lega 3,5 millj­ónir íslenskra króna). Það er helm­ingi minna en Model S-bíll­inn sem kom á markað um mitt ár 2012.

Model 3 er til­bú­inn tveimur vikum á undan áætl­unum fyr­ir­tæk­is­ins. Musk bætti við að fyrstu 30 ein­tökin af nýja bílnum verði afhent í lok þessa mán­að­ar.

Auglýsing

Fjöldi fram­leiddra ein­taka af raf­bílum Teslu eykst hratt um þessar mund­ir. Musk segir um það bil 100 bíla verða fram­leidda í ágúst og meira en 1.500 bíla í sept­em­ber. Í des­em­ber verði svo búið að smíða 20.000 Model 3-bíla. Meira en 400.000 pant­anir hafa borist.

Model 3 er þriðja kyn­slóð Tesla-raf­bíl­anna, eins og nafn­giftin ber vitni um. Síð­asta útgáfan, Model X, var gríð­ar­lega flókin í fram­leiðslu og seink­aði afhend­ingu fyrsta ein­taks­ins um 18 mán­uði. Model X er lúx­us-smá­jeppi og bauðst við­skipta­vinum Tesla að velja úr miklu úrvali auka­hluta sem flækti fram­leiðslu­ferlið gríð­ar­lega.

Nýi bíll­inn verður fyrsta bíl­gerðin undir merkjum Tesla sem fram­leiddur verður í miklu magni. Árið 2015 fram­leiddi Tesla aðeins sam­tals 84.000, miðað við keppi­nauta sína á mark­aði, eins og General Motors sem smíð­uðu meira en 10 millj­ónir ein­taka.

Með auk­inni fram­leiðslu mun álagið á þjón­ustu­hluta Tesla stækka mik­ið. Nú þegar hefur 30 pró­sent meira fjár­magni verið veitt til versl­ana og þjón­ustu­stöðva Tesla.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG.
Ari Trausti ætlar ekki að bjóða sig fram aftur
Eini þingmaður VG í Suðurkjördæmi hyggst ekki ætla að bjóða sig fram aftur í næstu Alþingiskosningum.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Óskað eftir heimild fyrir ríkissjóð til að taka allt að 360 milljarða króna lán í erlendri mynt
Heildarskuldir ríkissjóðs verða 1.251 milljarðar króna um komandi áramót, eða 431 milljarði króna hærri en lagt var upp með á fjárlögum ársins 2020. Vextir hafa hins vegar lækkað mikið á árinu og vaxtagjöld hafa hlutfallslega hækkað mun minna en skuldir.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 27. þáttur: Konungdæmið í norðri
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfsstöðvum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiErlent