Ný Tesla tilbúin á næstu dögum

Fyrstu eintök Model 3 frá Teslu verða afhent í þessum mánuði. Nýi bíllinn er ætlaður almenningi.Fyrstu eintök Model 3 frá Teslu verða afhent í þessum mánuði. Nýi bíllinn á að koma á markað á viðráðanlegu verði.

Model 3 verður þriðja kynslóð rafbíla frá Tesla.
Auglýsing

Ný gerð raf­bíls­ins Teslu mun renna af færi­band­inu í þess­ari viku, sam­kvæmt því sem Elon Musk, stofn­andi og yfir­maður fyr­ir­tæk­is­ins, skrifar á Twitt­er.

Tesla Model 3 er ætlað að vera fram­lag fyr­ir­tæk­is­ins á hinn almenna bíla­mark­að. Bíll­inn á að vera sam­keppn­is­hæfur við aðra milli­stærðar fjöl­skyldu­bíla og kosta um 35.000 banda­ríska dali (rúm­lega 3,5 millj­ónir íslenskra króna). Það er helm­ingi minna en Model S-bíll­inn sem kom á markað um mitt ár 2012.

Model 3 er til­bú­inn tveimur vikum á undan áætl­unum fyr­ir­tæk­is­ins. Musk bætti við að fyrstu 30 ein­tökin af nýja bílnum verði afhent í lok þessa mán­að­ar.

Auglýsing

Fjöldi fram­leiddra ein­taka af raf­bílum Teslu eykst hratt um þessar mund­ir. Musk segir um það bil 100 bíla verða fram­leidda í ágúst og meira en 1.500 bíla í sept­em­ber. Í des­em­ber verði svo búið að smíða 20.000 Model 3-bíla. Meira en 400.000 pant­anir hafa borist.

Model 3 er þriðja kyn­slóð Tesla-raf­bíl­anna, eins og nafn­giftin ber vitni um. Síð­asta útgáfan, Model X, var gríð­ar­lega flókin í fram­leiðslu og seink­aði afhend­ingu fyrsta ein­taks­ins um 18 mán­uði. Model X er lúx­us-smá­jeppi og bauðst við­skipta­vinum Tesla að velja úr miklu úrvali auka­hluta sem flækti fram­leiðslu­ferlið gríð­ar­lega.

Nýi bíll­inn verður fyrsta bíl­gerðin undir merkjum Tesla sem fram­leiddur verður í miklu magni. Árið 2015 fram­leiddi Tesla aðeins sam­tals 84.000, miðað við keppi­nauta sína á mark­aði, eins og General Motors sem smíð­uðu meira en 10 millj­ónir ein­taka.

Með auk­inni fram­leiðslu mun álagið á þjón­ustu­hluta Tesla stækka mik­ið. Nú þegar hefur 30 pró­sent meira fjár­magni verið veitt til versl­ana og þjón­ustu­stöðva Tesla.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent