Helgi Magnússon og aðrir bakhjarlar gáfu Viðreisn milljónir

Fjárfestirinn Helgi Magnússon og félög honum tengd gáfu Viðreisn 2,4 milljónir króna í framlög í fyrra. Sigurður Arngrímsson og Þórður Magnússon voru einnig fyrirferðamiklir styrktaraðilar.

Benedikt Jóhannesson er fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Viðreisnar. Hann var á meðal þeirra sem gaf flokknum fé í fyrra.
Benedikt Jóhannesson er fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Viðreisnar. Hann var á meðal þeirra sem gaf flokknum fé í fyrra.
Auglýsing

Helgi Magn­ús­son og félög tengd honum gáfu Við­reisn sam­tals 2,4 millj­ónir króna á árinu 2016. Sig­urður Arn­gríms­son, við­skipta­fé­lagi Helga og aðal­eig­andi sjón­varps­stöðv­ar­innar Hring­braut­ar, gaf 1,2 millj­ónir króna í eigin nafni og í gegnum tvö félög sín. Þá gaf Þórður Magn­ús­son, stjórn­ar­for­maður Eyris Invest stærsta eig­anda Mar­el, stjórn­mála­flokknum 950 þús­und krónur í eigin nafni og í gegnum félag sitt. Þetta kemur fram í útdrætti úr árs­reikn­ingi Við­reisnar sem skilað var inn til Rík­is­end­ur­skoð­unar nýver­ið.

Þar kemur fram að Við­reisn hafi alls fengið fram­lög upp á 29,8 millj­ónir króna á rekstr­ar­ár­inu 2016. Alls komu 16,4 millj­ónir króna frá lög­að­il­um, 10,3 millj­ónir frá ein­stak­lingum og þrjár millj­ónir króna í formi rík­is­fram­laga. Rekstur flokks­ins á árinu, en það var fyrsta árið sem Við­reisn bauð fram í kosn­ing­um, kost­aði alls 41,1 milljón króna. Rúm­lega tíu millj­óna króna tap var á rekstri flokks­ins.

Til að setja þessa upp­hæð í sam­hengi þá námu fram­lög til Við­reisnar frá ein­stak­lingum og fyr­ir­tækjum á árinu 2016 rétt rúmum helm­ingi þess sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk frá slíkum árið 2015 og voru um sjö millj­ónum krónum hærri en fram­lög til Fram­sókn­ar­flokks­ins á sama ári. Við­reisn er fyrsti stjórn­mála­flokk­ur­inn til að skila útdrætti úr árs­reikn­ingi sínum til Rík­is­end­ur­skoð­unar vegna árs­ins 2016, en kostn­aður við rekstur stjórn­mála­flokka er oft­ast nær mestur á kosn­inga­ári, líkt og því síð­asta.

Auglýsing

Átti alltaf að vera vel fjár­magnað

Við­reisn spratt upp úr óánægju með slit á aðild­ar­við­ræðum við Evr­ópu­sam­bandið í febr­úar 2014. Þá klauf hópur alþjóða­sinn­aðra sjálf­stæð­is­manna sig frá flokknum og fór að und­ir­búa nýtt stjórn­mála­afl. Á meðal þeirra voru Bene­dikt Jóhann­es­son, nú for­maður Við­reisn­ar. Aðrir sem til­heyrðu hópnum voru meðal ann­ars Þor­steinn Páls­son, Jór­unn Frí­manns­dóttir og Vil­hjálmur Egils­son.

Helgi Magnússon fjárfestir.Í þessum hópi voru líka fjár­sterkir áhrifa­menn úr íslensku atvinnu­lífi og víðar sem hafði fylgt Sjálf­stæð­is­flokknum að málum allt sitt líf. Til þess hóps töld­ust til að mynda Helgi Magn­ús­son, Sig­urður Arn­gríms­son og Þórður Magn­ús­son. Hluti hóps­ins hóf að hitt­ast reglu­lega til að ræða mögu­leik­ann á nýju fram­boði og annar hópur stofn­aði lok­aða grúppu á Face­book undir nafn­inu „Nýi Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn“.

Eitt af því sem rætt var um voru fjár­mál hins nýja fram­boðs. Kjarn­inn greindi frá því í apríl 2014, tveimur og hálfu ári áður en að Við­reisn bauð fram í fyrsta sinn, að stefnt yrði að því að fram­boðið yrði vel fjár­magn­að.  Það átti ekki að vera vand­kvæðum bundið þar sem margir mjög fjár­sterkir aðilar höfðu þegar tengt sig við það. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans var lögð áhersla á að ein­stak­lingar myndu greiða fyrir til­vist fram­boðs­ins úr eigin vasa. Einn við­mæl­anda Kjarn­ans sagði að þar myndi ekki verða beðið „um hund­rað þús­und kalla, heldur millj­ón­ir“.

Fyrsti form­legi stefnu­mót­un­ar­fundur hins nýja stjórn­mála­afls var hald­inn 11. júní 2014. Um svipað leyti var til­kynnt að flokk­ur­inn myndi heita Við­reisn, eftir Við­reisn­ar­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Alþýðu­flokks sem sat við völd á Íslandi frá 1959 og fram til árs­ins 1971. Tæpu ári síð­ar, 17. mars 2015, var hald­inn fyrstu fundur stuðn­ings­manna flokks­ins. Flokk­ur­inn var loks form­lega stofn­aður á fundi í Hörpu 24. maí 2016 sem um 400 manns mættu á. Þar var Bene­dikt Jóhann­es­son kjör­inn for­maður hans. Fram­lögin sem þarf að gefa upp til Rík­is­end­ur­skoð­unar eru ein­ungis þau sem Við­reisn fékk eftir að flokk­ur­inn var form­lega stofn­að­ur. Því liggur ekk­ert fyrir um hversu mikið fé var sett inn í Við­reisn áður en af þeim form­lega tíma­punkti kom.

Nokkrir styrkt­ar­að­ilar fyr­ir­ferða­miklir

Vana­lega mega stjórn­mála­flokkar ein­ungis fá 400 þús­und krónur frá hverjum og einum aðila sem gefur þeim pen­ing. Und­an­tekn­ing er frá þeirri reglu ef um er að ræða stofn­fram­lög sem greidd eru á fyrsta starfs­ári flokks­ins. Þá má gefa tvö­falt, og því má hver kennitala gefa 800 þús­und þegar þannig ber und­ir. Fimm ein­stak­lingar gáfu Við­reisn 800 þús­und krón­ur. Þeir Páll Kr. Páls­son, Thomas Möller, Páll Jóns­son, Helgi Magn­ús­son og Þórður Magn­ús­son. Sig­urður Arn­gríms­son gaf flokknum 400 þús­und krónur og Guð­mundur Örn Jóhanns­son, sjón­varps­stjóri Hring­braut­ar, gaf 310 þús­und krón­ur.

Félög tengd Helga Magn­ús­syni gáfu einnig umtals­verðar fjár­hæð­ir. Hof­garðar og Varð­berg, eign­ar­halds­fé­lög hans, gáfu 400 þús­und krónur hvort og bæði Bláa Lónið og N1, þar sem Helgi er á meðal hlut­hafa (hann er stjórn­ar­for­maður Bláa lóns­ins og vara­for­maður stjórnar N1), gáfu 400 þús­und krónur hvort. Alls gaf Helgi því 1,6 millj­ónir króna beint og í gegnum eign­ar­halds­fé­lög sín og fyr­ir­tæki þar sem hann er stór hlut­hafi og stjórn­ar­maður gáfu 800 þús­und krónur til við­bót­ar.

Sig­urður Arn­gríms­son gaf 800 þús­und krónur í gegnum tvö félög, Saffron Hold­ing (fé­lag sem á m.a. 99,18 pró­sent hlut í Hring­braut) og Ursus Maritimus, auk þess sem hann gaf 400 þús­und krónur í eigin nafni. Þórður Magn­ús­son gaf 800 þús­und í eigin nafni og 150 þús­und krónur í gegnum félag sitt Th. Magn­ús­son ehf. Þá gaf félagið Þara­bakki, í eigu Dan­í­els Helga­son­ar, 800 þús­und krónur og félagið Svartá ehf., í eigu Vil­mundar Jós­efs­son­ar, sömu upp­hæð. Bene­dikt Jóhann­es­son gaf sjálfur 250 þús­und krónur og Jón Stein­dór Valdi­mars­son, nú þing­maður Við­reisn­ar, gaf 265 þús­und krón­ur.

Á meðal ann­arra sem gáfu fé til Við­reisnar má nefna Mið­eind, félag í eigu Vil­hjálms Þor­steins­son­ar, fyrr­ver­andi gjald­kera Sam­fylk­ing­ar­innar og hlut­hafa í Kjarn­an­um.

Hægt er að sjá rekstr­ar­reikn­ing­inn, og yfir­lit yfir styrkt­ar­að­ila Við­reisn­ar, hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar