Fimm myndrit: Atvinnuleysi

Atvinnuleysi mældis eitt prósent í júlí. Það er lægsta atvinnuleysi sem mælst hefur á Íslandi í fimm ár.

Atvinnu­leysi á Íslandi er nú með lægsta móti. Eftir að hafa náð hámarki í 11,9 pró­sentum í maí árið 2010 hefur atvinnu­leysi minnkað stöðugt, eða um 0,7 pró­sentu­stig að jafn­aði á ári. Árið 2015 og 2016 minnk­aði atvinnu­leysi hratt, eða um eitt pró­sentu­stig bæði árin. Það sem af er árinu 2017 (fyrstu sjö mán­uði árs­ins) hefur atvinnu­leysi minnkað um 0,2 pró­sentu­stig frá því í fyrra.

Atvinnuleysi á Íslandi 1991-2016

Atvinnuleysi var 3 prósent á síðasta ári. Minnst var atvinnuleysi á Íslandi árið 1999.
Heimild: Hagstofa Íslands.

Atvinnu­leysi sveifl­ast mikið á milli mán­aða hér á landi. Á mynd­rit­inu hér að ofan sést með­al­at­vinnu­leysi yfir heilt ár á árunum 1991 til 2016. Á mynd­rit­inu hér að neðan má svo sjá atvinnu­leysi í hverjum mán­uði frá og með jan­úar 2003 til og með júlí 2017.

Í júlí náði atvinnu­leysi lægsta punkti sínum á þessu tíma­bili sem hér er grein (2003 til júlí 2017), í 1% atvinnu­leysi. Hlut­fall atvinnu­lausra árið 2017 var hæst í maí þegar það náði 5,1 pró­senti.

Atvinnuleysi á Íslandi í hverjum mánuði janúar 2003 til júlí 2017

Atvinnuleysi í júlí 2017 var eitt prósent.
Heimild: Hagstofa Íslands.

Þessar árs­tíða­bundnu sveiflur ráð­ast ekki síst af þátt­töku ungs fólks á vinnu­mark­aði. Í júní á þessu ári voru 98,1 pró­sent fólks á aldr­inum 16 til 24 ára á atvinnu­mark­aði, miðað við 82,2 pró­sent þeirra sem eru á aldr­inum 25-74 ára. Í jan­úar var hlut­fall ungs fólks á atvinnu­mark­aði hins vegar 77,2 pró­sent.

Hærra hlut­fall atvinnu­leysis í maí skýrist að miklu leyti af atvinnu­leysi ungs fólks, sem var 17,1 pró­sent miðað við 2,4 pró­sent atvinnu­leysi meðal þeirra sem eru eldri en 25 ára. Í júní voru náms­menn svo komnir í vinnu því atvinnu­leysi meðal ungs fólks var skyndi­lega orðið 5,1 pró­sent.

Atvinnuleysi eftir aldri 2003-2017

Smelltu á skýringarnar til þess aðgreina gögnin. Færðu músarbendilinn yfir gögnin til að sjá nánar.
Heimild: Hagstofa Íslands.

Atvinnu­leysi er skil­greint í lögum um atvinnu­leys­is­trygg­ingar en allir þeir sem fá ekki vinnu þrátt fyrir leit og færni um að vinna telj­ast atvinnu­laus­ir. Fjöldi atvinnu­lausra má þess vegna skýra sem hlut­fall af atvinnu­þátt­töku. Allir þeir sem eru í vinnu eða að leita að vinnu telj­ast til þátt­tak­endur á vinnu­mark­aði.

Á Íslandi er atvinnu­þátt­taka með mesta móti, miðað við OECD-lönd­in. Síð­ast­liðin 25 ár hefur atvinnu­þátt­taka ekki farið undir 80% af mann­fjölda. Töl­urnar hér að neðan sýna atvinnu­þátt­töku 15 ára og eldri í OECD-lönd­unum árið 2016. Hæsta súlan merkir atvinnu­þátt­töku á Íslandi.

Atvinnuþátttaka í OECD-löndunum árið 2016

Færðu músarbendilinn yfir gögnin til að sjá nánar.
Heimild: OECD.

Atvinnu­leysi á Íslandi er jafn­framt það minnsta sé það borið saman við OECD-löndin.

Atvinnu­þátt­taka kvenna er að jafn­aði minni en karla. Í júlí var atvinnu­þátt­taka karla til að mynda 87,7 pró­sent en atvinnu­þátt­taka meðal kvenna 78,7 pró­sent. Ekki hefur verið mik­ill munur á atvinnu­leysi karla og kvenna und­an­farin ár, þó mun­ur­inn hafi verið tals­verður á árum efna­hags­þreng­ing­anna 2008-2012.

Atvinnuleysi eftir kynjum 2003-2017

Smelltu á skýringarnar til þess aðgreina gögnin. Færðu músarbendilinn yfir gögnin til að sjá nánar.
Heimild: Hagstofa Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar