Grafík

Að vera eða vera ekki innherji

Hverjir vissu meira en aðrir fyrir bankahrunið? Hvað gerðu þeir við þær upplýsingar? Komu þeir fjármunum undan? Og ef svo er, hafði það einhverjar afleiðingar? Kjarninn hefur undir höndum skýrslur, fundargerðir og önnur gögn vegna rannsóknar á því hvort að innherjasvik hafi átt sér stað í viðskiptum innan Glitnis dagana fyrir bankahrun.

Eftir að íslensku bank­arnir féllu haustið 2008 var öllum skila­nefnd­unum sem skip­aðar voru yfir þá gert að ráða óháða sér­fræð­ingar til að rann­saka hvort að vikið hafi verið frá innri reglum þeirra, lögum og regl­um um starf­­semi fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja, lög­­um um verð­bréfa­við­skipti, al­­menn­um hegn­ing­­ar­lög­um, svo og öðrum rétt­­ar­heim­ild­um við hrun bank­anna.

Skila­nefnd Glitnis réð KPMG til verks­ins og var skoð­un­ar­tíma­bilið 1. sept­em­ber 2008 til 15. októ­ber 2008. Áherslan var lögð á óeðli­legar til­færslur eigna í aðdrag­anda inn­grips rík­is­ins í Glitni.

Í þeirri vinnu voru tvær mis­mun­andi dag­setn­ingar sér­stak­lega not­aðar til við­mið­un­ar. Önnur var 25. sept­em­ber 2008, en þann dag fór Þor­steinn Már Bald­vins­son, þáver­andi stjórn­ar­for­maður Glitn­is, á fund Dav­íðs Odds­son­ar, þáver­andi seðla­banka­stjóra til að lýsa fyrir honum áhyggjum sínum af þeirri stöðu sem upp var komin í rekstri Glitn­is. Bank­inn átti ekki fyrir gjald­daga láns sem var 15. októ­ber. Sama dag fóru tveir fram­kvæmda­stjórar hjá Glitni, Jóhannes Bald­urs­son og Vil­helm Már Þor­steins­son, á annan fund í Seðla­bank­anum þar sem meðal ann­ars var rætt um þá óvissu með getu Glitnis til að geta staðið við greiðslu þann 15. októ­ber 2008. Til­gangur beggja fund­anna var sá að óska eftir fyr­ir­greiðslu frá Seðla­bank­anum til að fleyta bank­anum yfir umræddan gjald­daga og koma í veg fyrir að hann færi í greiðslu­þrot. Þessir fund­ir, og sú staða sem Glitnir var kom­inn í, leiddi af sér af sér að íslenska ríkið ákvað að taka 75 pró­sent hlut í Glitni 29. sept­em­ber 2008 gegn því að leggja bank­anum til nýtt hluta­fé.

Hin dag­setn­ingin sem miðað var við var svo auð­vitað 6. októ­ber 2008, dag­ur­inn sem neyð­ar­lög voru sett á Íslandi. Dag­inn eftir féll Glitnir og Fjár­mála­eft­ir­litið skipti honum upp í gamlan og nýjan banka.

Skipt um hest í miðri á

KPMG rann­sak­aði til­færslur innan Glitnis í rúman mán­uð. Frá byrjun nóv­em­ber og fram eftir des­em­ber­mán­uði. Rann­sókn­inni var þá ekki lokið en KPMG þurfti að segja sig frá verk­inu „af sér­stökum ástæðum sem aðilum er kunn­ugt um“. Ástæðan voru hags­muna­á­rekstrar sem komu til vegna þess að Sig­­urður Jóns­­son, þá for­­stjóri KPMG, er faðir Jóns Sig­­urðs­son­­ar, þá fram­­kvæmda­­stjóra Stoða/FL Group, sem var kjöl­­fest­u­fjár­­­fest­ir Glitn­­is. KPMG skil­aði skýrslu þann 12. des­em­ber 2008 um þá vinnu sem fyr­ir­tækið var þegar búið að vinna. Skýrslan er kyrfi­lega merkt „trún­að­ar­mál“.

Við vinnu KPMG tók end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tækið Ernst & Young, sem fékk sér­fræð­inga frá Ernst & Young í Nor­egi til að aðstoða sig við vinn­una. Teymið skil­aði af sér skýrslu árið 2009. Lít­ill hluti henn­ar, sem snéri að milli­færslum tveggja síð­ustu banka­stjóra Glitn­is, Bjarna Ármanns­sonar og Lárusar Weld­ing, á fé út úr landi, rataði í fréttir á Íslandi í júlí 2009. Annað inni­hald skýrsl­unn­ar, sem er á ensku og merkt „con­fidenti­al“, hefur hins vegar aldrei komið fyrir augu almenn­ings.

Þegar leið á árið 2009 fékk Glitnir íslensku lög­manns­stof­una LEX og alþjóð­lega fjár­mála­rann­sókn­ar­fyr­ir­tækið Kroll til að vinna áfram með nið­ur­stöður KPMG og Ernst & Young. Til­gang­ur­inn var að kanna hvort hægt yrði að ráð­ast í ein­hver rift­un­ar­mál eða ann­ars konar gjörn­inga til að end­ur­heimta fé. Sam­hliða rann­sóknum end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tækj­anna voru öll mál sem grunur var um að brytu í bága við lög send til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Það sendi þau eftir atvikum áfram til emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara.

Lárus Welding var síðasti bankastjóri Glitnis.

Kjarn­inn er með undir höndum skýrslu KPMG, skýrslu Ernst & Young, skýrslur frá Kroll og sam­an­tekt frá LEX um vinnu stof­unnar fyrir Glitni þar sem fjallað er um óeðli­legar til­færslur eigna í aðdrag­anda inn­gripa rík­is­ins í Glitni.

Auk þess er Kjarn­inn með undir hönd­unum fund­ar­gerðir Fjár­mála­eft­ir­lits­ins af fundum starfs­manna þess með lyk­il­fólki frá þeim end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tækjum sem ráðin voru til að fara í gegnum föllnu bank­ana. Þeir fundir fóru fram síðla árs 2008. Umfjöll­unin sem fylgir hér eftir byggir á þessum gögnum og sam­tölum við aðila sem að málum komu.

Búnir til listar yfir þá sem bjuggu yfir upp­lýs­ingum

Hverjir vissu hvað um banka­hrun­ið? Og gátu þeir nýtt sér það í fjár­hags­legum til­gangi? Þessar spurn­ingar hafa ómað nán­ast lát­laust frá banka­hruni. Af þeim gögnum sem Kjarn­inn hefur undir höndum er nokkuð ljóst að þeir aðilar sem rann­sök­uðu fall bank­anna: skila­nefnd­ir, end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæki, Fjár­mála­eft­ir­litið og emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara hafa verið að velta því sama veru­lega fyrir sér í kjöl­far hruns­ins. Og að uppi hafi verið umfangs­miklar grun­semdir um að slíkt hafi átt sér stað.

Sam­kvæmt fund­ar­gerðum af fundum rann­sak­enda með Fjár­mála­eft­ir­lit­inu frá októ­ber og nóv­em­ber­mán­uði 2008 var ákveðið að búa til inn­herj­a­lista sem á voru stjórn­end­ur, starfs­menn, aðrir vensl­aðir og tengdir aðilar ásamt stjórn­mála­mönn­um, starfs­mönnum Seðla­bank­ans, starfs­mönnum ráðu­neyta og fleir­um. Í raun allir sem gátu mögu­lega búið yfir meiri upp­lýs­ingum um stöðu bank­anna en almenn­ing­ur. Þessir listar voru síðan mát­aðir við þær fjár­magns­hreyf­ingar sem áttu sér stað í sept­em­ber og októ­ber 2008.

Ýmsar mis­mun­andi teg­undir af óeðli­legum fjár­magns­hreyf­ingum voru skoð­aðar á umræddu tíma­bili. Hjá Glitni skoð­aði KPMG til að mynda við­skipti með verð­bréf sem töld­ust óeðli­leg, fram­virka samn­inga sem gerðir voru, gjald­eyr­is­stýr­ingu og með­ferð afleiðu­samn­inga. Þá var farið yfir stærstu útlán sem áttu sér stað á tíma­bil­inu, yfir útlán til starfs­manna og farið var var yfir inn­lausnir úr hinum fræga pen­inga­mark­aðs­sjóði, Sjóði 9.

Tímalína atburða haustið 2008

24. september

Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, biður um fund með seðlabankastjóra, Davíð Oddssyni.

25. september

Um hádegisbil hittust Davíð og Þorsteinn Már á fundi í Seðlabankanum. Á fundinum lýsti Þorsteinn þeirri stöðu sem upp var komin í rekstri Glitnis og áhyggjum sínum af gjalddaga láns 15. október sama ár. Sama dag fóru tveir framkvæmdastjórar hjá Glitni, Jóhannes Baldursson og Vilhelm Már Þorsteinsson, á annan fund í Seðlabankanum þar sem meðal annars var rætt um þá óvissu með getu Glitnis til að geta staðið við greiðslu þann 15. október.

26. september

Þorsteinn Már og Lárus Welding, bankastjóri Glitnis, funduðu með Davíð Oddssyni. Síðar sama dag fundaði Davíð með Árna M Mathiesen fjármálaráðherra þar sem hann frétti fyrst af f beiðni Glitnis um lán.

29. september

Tilkynnt að ríkið ætlaði sér að taka 75 prósent eignarhlut í Glitni vegna þess að bankinn gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Sjóði 9 var lokað tímabundið sama dag.

1.október

Sjóður 9 var loks opn­aður aftur. Þá var búið að kaupa öll skulda­bréf Stoða/FL Group út úr þeim. Virði eigna hans lækk­aði um sjö pró­sent vegna þessa.

2-3. október

Stjórn­endur Glitnis létu kaupa hlut­deild­ar­skír­teini í Sjóði 9 fyrir 33 millj­arða króna til að mæta útflæði.

6. október

Neyðarlög sett á Íslandi, Sjóði 9 lokað og Geir H. Haarde forsætisráðherra bað guð að blessa Ísland.

7. október

Glitnir tekin yfir af Fjármálaeftirlitinu og sérstök skilanefnd skipuð yfir bankann.

Ernst & Young, sem tók við skoðun á Glitni af KPMG, skoð­aði allar óeðli­legar fjár­magns­hreyf­ingar frá 1. sept­em­ber til 15. októ­ber 2008. Í skýrslu fyr­ir­tæk­is­ins er meðal ann­ars fjallað um úttekt Lárusar Weld­ing, þá banka­stjóra Glitn­is, á 318 millj­ónum króna, og milli­færslu eig­in­konu hans á 325 millj­ónum króna till Bret­lands sem átti sér stað í kjöl­far­ið. Milli­færslur á fénu til Bret­lands áttu sér stað 19. sept­em­ber, 25. sept­em­ber og 3. októ­ber. Lárus kom tví­vegis fram í íslensku sjón­varpi á þessum tíma, dag­anna, 21. og 22. sept­em­ber, og sagði þar að staða Glitnis væri traust.

Ernst & Young fjall­aði einnig um milli­færslu sem Einar Sveins­son, sem hafði áður verið stjórn­ar­for­maður Glitnis og var lengi stór hlut­hafi í bank­an­um, fram­kvæmdi 25. sept­em­ber 2008. Einar milli­færði þá 168 millj­ónir króna inn á banka­reikn­ing í Nor­egi. Sú milli­færsla fór fram sama dag og þáver­andi stjórn­ar­for­maður Glitnis fór á fund seðla­banka­stjóra vegna stöðu bank­ans.

Ernst & Young vakti athygli á alls 89 útlánum upp á sam­tals 60 millj­arða króna sem veitt voru á þessu tíma­bili. Þorri þeirra lána voru til fyr­ir­tækja sem töld­ust tengd aðilum sem gætu búið yfir inn­herj­a­upp­lýs­ing­um. Á sama tíma og þessi lán voru veitt var Glitnir í miklum fjár­hags­legum vanda, sem leiddi á end­anum til falls bank­ans í októ­ber 2008.

Þá mælti Ernst & Young með því að mál tengd félag­inu Kristni ehf., sem er í eigu Guð­bjargar Matth­í­as­dóttur eig­andi Ísfé­lags­ins í Vest­manna­eyj­um, yrði skoðað bet­ur. Félagið seldi hluta­bréf í Glitni dag­anna 26. sept­em­ber fyrir tæpa fjóra millj­arða króna. Bréfin hafði það eign­ast árið áður þegar Glitnir keypti tæp­lega 40 pró­sent hlut í Trygg­inga­mið­stöð­inni. Þá átti einnig að hafa verið gert sam­komu­lag um sölu­rétt ári síð­ar.

For­svars­menn Krist­ins sögð­ust síðar ein­fald­lega hafa verið að nýta þann rétt og að til­viljun hafi ráðið því að það gerð­ist nokkrum dögum fyrir banka­hrun. Sér­stakur sak­sókn­ari rann­sak­aði þetta mál en lét þá rann­sókn síðar niður falla. Slita­stjórn Glitnis höfð­aði hins vegar mál og vildi rifta við­skipt­un­um. Hún taldi sig hafa tapað millj­örðum króna á við­skipt­unum og taldi að eng­inn skrif­legur samn­ingur hefði verið til um sölu­rétt. Sátt náð­ist þó á milli aðila og málið var látið niður falla. Krist­inn ehf. er feiki­lega vel statt félag í dag. Um síð­ustu ára­mót átti félagið eigið fé upp á 17,4 millj­arða króna.

Ekk­ert ofan­greindra mála rataði í ákæru­með­ferð þrátt fyrir upp­haf­legar grun­semdir þeirra aðila sem rann­sök­uðu það sem gerð­ist innan Glitnis síð­ustu dag­anna fyrir hrun. Og því er ekk­ert sem bendir til þess að þau við­skipti sem lýst er hafi verið að nokkru leyti ólög­leg.

Ein­beittu sér að Sjóði 9

Mik­ill þungi í þeim rann­sóknum sem ráð­ist var í á óeðli­legum fjár­magns­hreyf­ingum og við­skiptum var þó á inn­lausnum úr verð­bréfa­sjóðum sem Glitnir rak. Og sér­stak­lega pen­inga­mark­aðs­sjóðnum Sjóði 9. Hægt er aðlesa allt um Sjóð 9 hér.

Líkt og áður sagði þá voru rann­sak­endur Glitnis að horfa á tvö tíma­bil. Það fyrra þegar Þor­steinn Már Bald­vins­son, þá stjórn­ar­for­maður Glitn­is, fór á fund Dav­íðs Odds­sonar þann 25. sept­em­ber 2008. Ástæða þess að ákveðið var að skoða fjár­magns­flutn­inga og við­skipti inn­herja á þessum tíma var sú að margir af lyk­il­starfs­mönnum Glitnis vissu af því að Þor­steinn Már var að fara á þennan fund.

Ljóst var að innan Glitnis höfðu stjórn­endur áhyggjur af því að þeir starfs­menn sem vissu að vanda bank­ans myndu mögu­lega gera eitt­hvað sem myndi ekki stand­ast nán­ari skoð­un. Þennan saman dag, 25. sept­em­ber, sendi reglu­vörður bank­ans póst til allra starfs­manna um „Reglur um við­skipti starfs­manna“ til að minna starfs­menn Glitnis á að reglur um við­skipti með fjár­mála­gern­inga og gjald­eyri. Þessi póstur kom ekki í veg fyrir að hluti starfs­manna átti við­skipti í kringum þessa dag­setn­ingu.

Í sam­an­tekt þar sem þau mál sem lög­manns­stofan LEX vann fyrir slita­stjórn Glitnis eru tekin saman kemur þetta skýrt fram. Á meðal þeirra gagna sem vísað er til í sam­an­tekt­inni er minn­is­blað sem LEX vann og er dag­sett 22. sept­em­ber 2011, eða tæpu einu og hálfu ári eftir að skýrsla Rann­sókn­ar­nefndar Alþingis um orsök og aðdrag­anda banka­hruns­ins kom út.

Í því minn­is­blaði er farið yfir ráð­staf­anir ýmissa aðila í kringum þann tíma þegar Þor­steinn Már fund­aði með seðla­banka­stjóra sem talið var að hafi mögu­lega búið yfir inn­herj­a­upp­lýs­ing­um.

Ráð­staf­anir Baugs­fjöl­skyld­unnar

Málin eru flest tengd því að starfs­menn Glitn­is, yfir­menn bank­ans eða lög­að­ilar tengdir Baugs­fjöl­skyld­unni, sem var ráð­andi í eig­enda­hóp Glitnis á þessum tíma, hafi inn­leyst fé úr pen­inga­mark­aðs­sjóðnum Sjóði 9 dag­anna 24-26. sept­em­ber þegar raun­veru­leg staða Glitnis var á fárra vit­orði. Sá sjóður var að jafn­aði með yfir 50 pró­sent af heild­ar­eignum sínum í bréfum frá tveimur útgef­end­um, Stoð­um/FL Group og Baugi. Í skýrslu Rann­sókn­ar­nefndar Alþingis segir að þessir tveir sjóðir hafi verið látnir kaupa upp heilu skulda­bréfa­­flokk­anna frá þessum tveimur aðil­­um. Bæði félög­in, Baugur Group og Stoð­ir/FL Group, lutu stjórn Jóns Ásgeirs Jóhann­es­­sonar og við­­skipta­­fé­laga hans. Sjóður 9 var því nokk­­urs konar rusla­­kista sem sá helstu eig­endum Glitnis fyrir lausu fé með því að kaupa af þeim skulda­bréf. Hlut­deild­ar­skír­teini í sjóðnum voru síðan seld almenn­ingi sem sparn­að­­ar­­leið með mik­illi ávöxt­un.

LEX kann­aði bæði hvort gjörn­ing­arnir væru rift­an­legir og lagði mat á hvort að um mögu­leg inn­herja­svik væri að ræða.

Hjúkr­uðu vild­ar­við­skipta­vinum úr tap­stöðum

Í skýrslu KPMG um Glitni er fjallað um sér­stak­lega um afleiðu­samn­inga í einum kafl­an­um. Þar segir að mark­aðsvirði slíkra hafi verið um 250 millj­arðar króna í lok sept­em­ber 2008. Um 500 aðilar hafi með slíka samn­inga og voru samn­ing­arnir sem sá hópur var með alls um þrjú þús­und tals­ins. Stærsti hluti þeirra var vegna fram­virkra gjald­miðla- og vaxta­samn­inga. Af þeim 500 aðilum sem voru með samn­inga sem þessa voru um 200 á lista yfir tengda aðila. Þessir 200 aðilar voru með um 1.800 samn­inga, eða meiri­hluta þeirra.

Í skýrslu KPMG segir að gjald­eyr­is­við­skipti á þessu tíma­bil hafi verið veru­leg og „eru flestir að koma inní gjald­eyr­is­við­skipti með tap út úr öðrum samn­ing­um, svo sem eins og „strúkt­úr“ samn­ing­um, en það eru skulda­bréf þar sem ávöxtun tekur mið af mark­aðs­gengi ákveð­inna hluta­bréfa.

Mark­miðið með því að beina eft­ir­far­andi við­skipta­mönnum í gjald­eyr­is­stýr­ingu var að reyna að vinna upp tap sem þeir höfðu orðið fyrir vegna ann­arra við­skipta innan bank­ans. Hér átti því að reyna að „hjúkra“ umræddum við­skipta­mönn­um.“.

Í skýrsl­unni kemur einnig fram að sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem KPMG hafi fengið hjá starfs­mönnum Glitnis „íhug­uðu nokkrir við­skipta­menn sem voru þátt­tak­endur í strúkt­úr­samn­ingum að fara í mál við bank­ann, meðal ann­ars á þeirri for­sendu að ekki hefði verið kynnt fyrir þeim hvaða áhætta fælist í samn­ing­un­um. Þar sem um umfangs­mikla við­skipta­vini bank­ans var að ræða og jafn­framt sú stað­reynd að slík mála­ferli væru óþægi­leg fyrir bank­ann, þá var ákveðið að fara með við­skipta­vin­ina yfir í gjald­eyr­is­stýr­ingu þar sem reynt yrði að vinna upp tapið vegna þátt­tök­unnar í strúktúr samn­ing­un­um.“

Vænt tap Glitn­is, að teknu til­liti til trygg­inga, var áætlað 5,7 millj­arðar króna. Í skýrsl­unni kemur fram að það gæti orðið enn hærra.

Fyrsta málið sem er talið upp á list­anum yfir mál tengd Sjóði 9 er inn­lausn Baugs Group á 289 millj­ónum krónum úr sjóðnum 25. sept­em­ber, sama dag og fundur stjórn­ar­for­manns Glitnis og banka­stjóra Seðla­banka Íslands fór fram. Baugur Group var á þessum tíma stærsti ein­staki hlut­hafi Stoð­u­m/FL Group sem var langstærsti ein­staki eig­andi Glitn­is. Í umfjöllun um þetta mál í sam­an­tekt um mál sem LEX vann fyrir slita­stjórn­ina segir að það teng­ist „fleiri ráð­stöf­unum Baugs­fjöl­skyld­unnar 25. og 26. sept­em­ber 2008.“

Þar er vísað til þess að Fjár­fest­inga­fé­lagið Gaum­ur, stærsti eig­andi Baugs Group, hefði inn­leyst fimm millj­ónir króna 26. sept­em­ber og félagið Styrkur Invest, sem áður hét BG Capi­tal hafi leyst út 472 millj­ónir króna út úr Sjóði 9. Styrk­ur, sem var að fullu í eigu Baugs Group, átti um 40 pró­sent hlut í Stoð­u­m/FL Group, stærsta eig­anda Glitn­is. Í sam­an­tek­inni um málin sem LEX vann seg­ir: „Fé­lagið tengt Baugi. Inn­herja­svik? Styrkur var hins vegar úrskurðað gjald­þrota, skiptum er lok­ið, búið eigna­laust. Því til­gangs­laust að fara í rift­un­ar­mál. Gæti hins vegar nýst til að sýna mynstur Baugs, Gaums og Styrks Invest, hvernig inn­herj­a­upp­lýs­ingar voru nýtt­ar.“

Þar fyrir neðan seg­ir: „Ath. að JÁJ var við­staddur stjórn­ar­fundi Stoða og invol­ver­aður í allt ferlið í tengslum við fund ÞMB og DO – skoða skýrslu RNA.“ JÁJ er skamm­stöfun fyrir Jón Ásgeir Jóhann­es­son og Stoðir er það nafn sem FL Group tók upp fyrr á árinu 2008.

Til við­bótar við ofan­greind mál skoð­aði LEX sölu Gaum­s-­fjöl­skyld­unn­ar, sem er Jón Ásgeir, systir hans, móðir og félagið Gaum­ur, á hlutum í Kaup­þingi til Glitnis þann 24. sept­em­ber 2008. Nið­ur­staða þeirrar skoð­unar var sú að ákveðið var að fara ekki lengra með mál­ið.

Allir sem höfðu vit­neskju um stöðu bank­ans skoð­aðir

Í skýrslu KPMG segir að farið hafi verið yfir það með reglu­verði Glitnis hvaða athug­anir hann hefði gert á við­skiptum starfs­manna bank­ans í sjóðum Glitn­is. Hann upp­lýsti starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins um að hann hefði gert skoðun á „á öllum við­skiptum aðila sem hann taldi hafa haft vit­neskju um stöðu bank­ans“ þessa síð­ustu daga áður en hann féll.

Í kjöl­farið voru til­kynn­ingar til reglu­varðar um við­skipti í sjóð­unum borin saman við skráð við­skipti. Alls níu stjórn­ar­menn og starfs­menn sjóða Glitnis ættu að hafa sótt um leyfi til reglu­varðar áður en þeir áttu við­skipti við sjóð­ina. Í skýrslu KPMG sagði að komið hefði Í ljós að sjö þeirra hefðu ekki sótt um slíkt leyfi en þeir eru ekki sér­stak­lega nafn­greind­ir.

Nokkrir starfs­menn og fram­kvæmda­stjórar Glitnis leystu líka út eignir sínar í Sjóði 9 á sama tíma.Í sam­an­tekt LEX eru fjögur við­skipti starfs­manna Glitnis sér­stak­lega nefnd. Þeir inn­leystu sam­tals 184 millj­ónir króna út úr Sjóði 9 dag­anna 24. til 26. sept­em­ber.

Um var að ræða Jóhann Ómars­son, þáver­andi yfir­mann einka­banka­þjón­ustu Glitn­is, sem inn­leysti 96 millj­ónir króna 24. sept­em­ber 2008. Jóhannes Bald­urs­son, þáver­andi fram­kvæmda­stjóri mark­aðsvið­skipta bank­ans, inn­leysti 18 millj­ónir króna 26. sept­em­ber. Hann fund­aði í Seðla­bank­anum dag­inn áður og sam­kvæmt sam­an­tekt LEX hafði hann vit­neskju um fund Þor­steins Más og Dav­íðs. Þennan sama dag, 26. sept­em­ber, inn­leysti félagið BK 44 ehf., í eigu Birkis Krist­ins­sonar starfs­manns Glitn­is, 30 millj­ónir króna og Eiríkur S. Jóhann­es­son, einnig starfs­maður Glitn­is, inn­leysti 40 millj­ónir króna.

Jón Ásgeir Jóhannesson var ráðandi í Glitni fyrir bankahrun.

Bræð­urnir Bene­dikt og Einar Sveins­syn­ir, sem báðir eru umsvifa­miklir við­skipta­menn og höfðu áður verið ráð­andi hlut­hafar í Glitni en voru það ekki lengur síðla árs 2008, eru einnig nefndir til sög­unnar í skjal­inu sem mál sem vert yrði að skoða. Sú skoðun var m.a. til­kom­inn vegna inn­lausnar Bene­dikts á 500 millj­ónum króna þann 26. sept­em­ber sem greiddar voru út í Banda­ríkja­dölum og milli­færðar inn á reikn­ing í Flór­ída.

Félag í eigu Ein­ars, Hró­mundur ehf., inn­leysti einn millj­arð króna úr Sjóði 9 þann 6. októ­ber 2008. Í yfir­liti LEX segir að þetta hafi gerst eftir lokun sjóðs­ins. Féð gekk til greiðslu ann­arra skulda Hró­mundar hjá Glitni. í skjali LEX seg­ir: „Málið var skoðað með til­liti til þess hvort Hró­mundur ehf. hefði þannig náð að greiða meira niður af skuldum sínum heldur en það hefði getað ef félagið hefði fengið greitt út úr Sjóði 9, eins og aðrir hlut­deild­ar­skír­tein­is­haf­ar.“ Málið var til­kynnt til sér­staks sak­sókn­ara en það fór ekki í ákæru­ferli.

Einar inn­leysti einnig í eigin nafni 191 milljón króna úr Sjóði 9 þennan sama dag og LEX telur að það hafi lík­lega gerst eftir lokun sjóðs­ins.

Þá er sér­stak­lega minnst á inn­lausn Sand­gerð­is­bæjar á 150 millj­ónum króna úr Sjóði 9 þann 25. sept­em­ber 2008.

„Sönn­un­ar­staðan í þessum málum verður því erf­ið“

Í sam­an­tek­inni segir að skoða eigi þessi mál sem hugs­an­leg rift­un­ar­mál, rift­an­lega gjafa­gern­inga eða jafn­vel inn­herja­svik. Þar segir hins vegar einnig að erfitt hafi reynst að nálg­ast gögn frá Íslands­sjóð­um, rekstr­ar­fé­lag­inu sem sér um sjóði Íslands­banka, þess banka sem reistur var á rústum Glitnis eftir hrun. „Sönn­un­ar­staðan í þessum málum verður því erf­ið.“

Í áður­nefndu minn­is­blaði sem LEX skil­aði til slita­stjórnar Glitnis 22. sept­em­ber 2011 er bent á að til þess að hægt sé að halda áfram með málin yrði að finna gögn sem sönn­uðu að umræddir aðilar hafi búið yfir upp­lýs­ingum sem ekki voru aðgengi­legar öðrum hlut­deild­ar­skír­tein­is­höfum á umræddu tíma­bili.

Það reynd­ist erfitt, og á end­anum ómögu­legt, að sanna að ein­hver þeirra sem fjallað var um í ofan­greindum gögnum hafi nýtt sér inn­herj­a­upp­lýs­ingar til að bjarga eigin verð­mætum áður en að Glitnir féll.

Fjár­mála­eft­ir­litið safn­aði reyndar saman miklu magni af upp­lýs­ingum um þá sem seldu hlut­deild­ar­skír­teini í pen­inga­mark­aðs­sjóðum allra bank­anna, þar á meðal í Sjóði 9, og sendi sem kæru til emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara. Í bréfi Fjár­mála­eft­ir­lits­ins vegna þessa sagði m.a.: „Fjár­mála­eft­ir­litið telur að uppi sé rök­studdur grunur um að til­teknir aðilar hafi brotið gegn ákvæðum XIII kafla laga nr. 108/2007 um með­ferð inn­herj­a­upp­lýs­inga og við­skipti inn­herja. Það er mat Fjár­mála­eft­ir­lits­ins að meint brot falli undir að vera meiri­háttar í skiln­ingi 1. mgr. 148. gr. lag­anna. Nauð­syn­legt er að upp­lýsa hverjir bjuggu yfir inn­herj­a­upp­lýs­ingum á þeim tíma sem um ræð­ir. Fjár­mála­eft­ir­litið leggur áherslu á að mál þetta hljóti skjóta með­ferð hjá sér­stökum sak­sókn­ara þar sem um mik­il­væga almanna­hags­muni er að ræða.“

Kæran þótti allt of víð­tæk. Í henni var yfir­lit yfir við­skipti fjöl­margar ein­stak­linga og lög­að­ilar með hlut­deild­ar­skír­teini í sjóðum sem talið var að mögu­lega hafi getað búið yfir inn­herj­a­upp­lýs­ing­um. Það hafði hins vegar ekki verið rann­sakað sér­stak­lega hvort þetta fólk bjó raun­veru­lega yfir slíkum og hvað þá hvort það hafi hag­nýtt sér þær. Þessi kæra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins var því kölluð „síma­skrá­ar­mál­ið“ í ljósi þess að umfangið minnti á síma­skrá.

Fjár­mála­eft­ir­litið sendi síðar sama ár aðra send­ingu af kærum vegna inn­herj­a­mála til sér­staks sak­sókn­ara. Þá hafði mál­unum fækkað gíf­ur­lega. Og ekk­ert þeirra mála sem rakin eru hér að ofan end­uðu í ákæru­ferli þótt að sum þeirra hafi verið rann­sökuð frek­ar. Í mars 2012 barst Fjár­mála­eft­ir­lit­inu bréf frá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara þar sem til­kynnt var um að rann­sókn allra mál­anna hefði verið hætt.

Erfitt að sanna inn­herja­svik

Sárafá inn­herj­a­mál tengd hrun­inu röt­uðu raunar yfir höfuð á end­anum í ákæru­ferli. Í dag hefur ein­ungis verið sak­fellt í tveimur slíkum inn­herj­a­málum í Hæsta­rétti, ein ákæra var dregin til baka og einu máli er ólok­ið. Ekk­ert þeirra mála sem ákært hefur verið í snú­ast um við­skipti í Sjóði 9.

Ólafur Þór Hauksson gegndi embætti sérstaks saksóknara. Það tilkynnti Fjármálaeftirlitinu í mars 2012 að rannsókn innherjamála væri hætt.

Málin sem sak­fellt var í voru gegn Baldri Guð­laugs­syni, fyrr­ver­andi ráðu­neyt­is­stjóra í fjár­mála­ráðu­neyt­inu, sem var hlaut tveggja ára dóm árið 2012. Baldur var dæmdur fyr­ir inn­herja­svik og brot í op­in­beru starfi þegar hann seldi hluta­bréf í Lands­­bank­an­um 17. og 18. sept­­em­ber 2008 fyrir 192 millj­ónir króna. Bald­ur var þá ráðu­neyt­is­­stjóri í fjár­­­mála­ráðu­neyt­inu og sat í sam­ráðs­hópi ís­­lenskra stjórn­­­valda um fjár­­­mála­­stöðug­­leika.

Í des­em­ber 2013 felldi Hæsti­réttur níu mán­aða fang­els­is­dóm, þar af sex mán­uði skil­orðs­bundna, yfir Frið­finni Ragn­ari Sig­urðs­syni, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri milli­banka­mark­aða Glitn­is. Hann var dæmdur fyrir inn­herja­svik með því að hafa í fimm aðskilin skipti á árinu 2008 selt hluta­bréf sín í Glitni þrátt fyrir að búa í öllum til­vikum yfir inn­herj­a­upp­lýs­ingum um lausa­fjár­stöðu bank­ans sem hann varð áskynja um í starfi sínu hjá bank­an­um.

Þriðji mað­ur­inn sem var ákærður fyrir inn­herja­svik var Erlendur Magn­ús­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri hjá Glitni. Ákæran á hendur honum var þing­fest haustið 2013 en dregin til baka nokkrum vikum síð­ar. Hann var sak­aður um að hafa nýtt sér inn­herj­a­upp­lýs­ingar þegar eign­­ar­halds­­­fé­lagið Fjár­­­sjóð­ur, sem var í eigu Er­­lend­ar og konu hans, seldi hluta­bréf í Glitni fyr­ir tíu millj­­ón­ir króna að mark­aðsvirði vorið 2008.

Eitt inn­herj­a­mál er enn til með­ferð­ar. Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings, var ákærður fyrir inn­herja­svik fyrir um ári síð­an. Því máli er ekki lokið fyrir dóm­stól­um.

Ástæðan fyrir því er sára­ein­föld: það er mjög erfitt að sanna sök í slíkum mál­um. Ef ekki liggja fyrir skýr gögn um inn­herja­svik þá er í raun erfitt að ná fram sak­fell­ingu nema við­kom­andi gang­ist hrein­lega við því að hafa nýtt sér inn­herj­a­upp­lýs­ingar til að hagn­ast. Lík­urnar á því að það ger­ist eru mjög litl­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar