Sagan af Sjóði 9 og hinum peningamarkaðssjóðunum

Sjóður 9 hringir bjöllum hjá mörgum en þeir átta sig kannski ekki á af hverju það er. Hann sneri aftur í umræðuna þegar fréttir voru sagðar af viðskiptum forsætisráðherra með eignir í sjóðnum. En hvað var Sjóður 9? Og af hverju er hann svona alræmdur?

finance-banking-iceland-glitnir_9952842843_o.jpg
Auglýsing

Sjóður 9 skaut aftur upp koll­inum í fjöl­miðlaum­fjöllun í síð­ustu viku þegar Stund­in, í sam­starfi við Reykja­vik Media og breska dag­blaðið The Guar­dian, birti umfjöllun um sölu Bjarna Bene­dikts­sonar for­sæt­is­ráð­herra á eign sinni í sjóðnum dag­anna fyrir banka­hrun­ið. Bjarni hefur síðar sagt að hann hafi ekki búið yfir neinum trún­að­ar­upp­lýs­ingum þegar hann seldi eign­ina og að um sé að ræða alvar­legar ásak­anir sem í felist dylgjur um að hann hafi mis­notað stöðu sína og stundað inn­herja­svik. Hvergi í umfjöllun umræddra fjöl­miðla er því þó haldið fram að Bjarni hafi framið lög­brot með atferli sínu.

En hvað var Sjóður 9? Og er það rétt sem Bjarni og stuðn­ings­menn hans halda fram að það hafi verið á allra vit­orði á þeim tíma sem hann seldi að Glitn­ir, sem rak sjóð­inn, hafi staðið á brauð­fót­um?

Herjað á sparnað almenn­ings

Á árunum fyrir hrun ráku allir stóru bank­arn­ir, og mörg minni fjár­mála­fyr­ir­tæki, pen­inga­mark­aðs­sjóði. Þeir fjár­festu í verð­bréf­um, að mestum hluta íslenskum skulda­bréf­um, og hart var lagt að almenn­ingi í land­inu að geyma sparnað sinn í þessum sjóð­um, oft með ræðum um að þeir væri jafn öruggir og inn­lán. Eini mun­ur­inn væri sá að ávöxtun pen­inga­mark­aðs­sjóða væri mun meiri en á inn­láns­reikn­ing­um.

Auglýsing

Sá pen­inga­mark­aðs­sjóður sem Glitnir rak hét Sjóður 9. Upp­haf­lega var eigna­sam­setn­ing hans nokkuð íhalds­söm. Árið 2005 sam­an­stóð eigna­safn hans aðal­lega af rík­is­tryggðum verð­bréfum eða bréfum útgefnum af bönkum og spari­sjóð­um. Engin verð­bréf eign­ar­halds­fé­laga voru í sjóðn­um. Það átti hins vegar eftir að breyt­ast mikið á næstu árum.

Í lok árs 2007 var verð­mæti verð­bréfa­safns sjóðs­ins orðið um 82 millj­arðar króna. Það hafði verið um 18,4 millj­arðar króna í lok árs 2005. Það hafði því marg­fald­ast að stærð á örfáum árum. Eigna­sam­setn­ingin hafði líka breyst mik­ið. Í byrjun árs 2008 voru verð­bréf eign­ar­halds­fé­laga 65 pró­sent af eignum Sjóðs 9. Þegar leið á það ár varð það hlut­fall enn hærra. Í lok ágúst, nokkrum vikum fyrir hrun­ið, voru þau 86 pró­sent af heild­ar­verð­bréfa­eign sjóðs­ins.

Keyptu heilu skulda­bréfa­flokk­anna af eig­endum bank­ans

Í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis um aðdrag­anda og orsakir falls íslensku bank­anna, sem kom út í apríl 2010, kom fram að tveir sjóðir í eigu rek­star­fé­lags Glitn­is, Sjóður 1 og Sjóður 9, voru að jafn­aði með yfir 50 pró­sent af heild­ar­eign sjóð­anna í bréfum frá tveimur útgef­end­um, Stoð­um/FL Group og Baugi. Í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar segir að þessir tveir sjóðir hafi verið látnir kaupa upp heilu skulda­bréfa­flokk­anna frá þessum tveimur aðil­um. Þegar Glitnir féll nam virði bréfa frá Baugi í Sjóði 9 til dæmis 12,9 pró­sent af heild­ar­sam­setn­ingu hans, eða 12,5 millj­arða króna. Um 22 millj­arðar voru þar í bréfum frá Stoð­um/FL Group.

Þá voru dæmi um að sjóðir innan Glitnis sjóða hafi átt við­skipti sín á milli með „óskráð og illselj­an­leg bréf“. Eitt slíkt dæmi voru við­skipti með Baugs­bréf þann 28. des­em­ber 2007, þegar Sjóður 9 var lát­inn selja bréf frá Baugi á nokkra millj­arða króna til fag­fjár­festa­sjóðs í eigu Glitn­is. Strax eftir ára­mótin keypti Sjóður 9 síðan bréfin til baka. Ástæðan var sú að sjóð­irnir birtu eign­ar­safn sitt opin­ber­lega líkt og það var í árs­lok. Til að risa­eign Sjóðs 9 í Baugs­bréfum myndi ekki sjást á yfir­lit­inu voru þau geymd í nokkra daga í öðrum sjóði en síðan færð til baka.

Bæði félögin sem minnst er á hér að ofan, Baugur Group og Stoð­ir/FL Group,  lutu stjórn Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar og við­skipta­fé­laga hans. Þessi hópur var einnig kjöl­festu­eig­andi í Glitni á þessum tíma. Stór hluti ann­arra útgef­enda skulda­bréfa sem Sjóður 9 keypti var auk þess með mikil tengsl við Glitni annað hvort í gegnum eigna­tengsl eða stórar áhættu­skuld­bind­ing­ar.

Sam­an­dregið þá var Sjóður 9 stút­fullur af skulda­bréfum útgefnum af félögum sem annað hvort tengd­ust helstu eig­endum Glitnis eða stærstu skuld­urum bank­ans. Hann var nokk­urs konar rusla­kista sem var síðan seld almenn­ingi sem sparn­að­ar­leið með mik­illi ávöxt­un.

Sjóðnum lokað þegar þjóð­nýta átti Glitni

Eftir að ríkið til­kynnti þann 29. sept­em­ber 2008 að það ætl­aði sér að taka 75 pró­sent eign­ar­hlut í Glitni var ljóst að Stoð­ir/FL Group, stærsti eig­andi félags­ins, myndi fara í þrot. Þess utan hafði verið ljóst um nokkurn tíma að stærsti eig­andi Stoða/FL Group, Baugur Group, stæði afar illa.

Þetta skap­aði gríð­ar­leg vanda­mál fyrir Sjóð 9, enda var, líkt og áður sagði, að jafn­aða yfir 50 pró­sent af heild­ar­eign hans bréf frá þessum tveimur útgef­end­um. Sjóðnum var því lokað tíma­bundið þennan sama dag, 29. sept­em­ber.

Á meðan að sjóð­irnir voru lok­að­ir, og hlut­deild­ar­skír­tein­is­hafar gátu ekki tekið eign sína út úr þeim, var ákveðið á stjórn­ar­fundi í Glitni að bank­inn myndi kaupa öll skulda­bréf útgefin af Stoð­um/FL Group úr tveimur sjóðum bank­ans, Sjóði 1 og Sjóði 9, áður en þeir myndu opna aft­ur.Bjarni Benediktsson forsætisráðherra var einn þeirra fjölmörgu sem tóku út eign sína í Sjóði 9 þegar hann var opnaður aftur í nokkra daga í aðdraganda hrunsins. MYND: Birgir Þór Harðarson

Lárus Weld­ing, þáver­andi for­stjóri bank­ans, sagði frá því í skýrsl­unni að hann hafi fundað með Geir H. Haarde, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og Árna Mathiesen, þáver­andi fjár­mála­ráð­herra, um þessi upp­kaup, enda var ríkið við það að verða eig­andi að bank­anum á þessum tíma. Hann sagði að í sím­tali við Geir „hefði komið fram að Geir teldi þetta erfitt mál en hann hefði gefið í skyn: „jú, ætli það verði ekki að gera þetta.“ Þá hefði Árni ekki sett sig upp á móti mál­inu. Bréfin voru keypt út á 10,7 millj­arða króna.

Lögð áhersla á að„þetta yrði leyst“

Lárus sagði enn­fremur að „Tryggvi Þór [Her­berts­son, þá efna­hags­ráð­gjafi for­sæt­is­ráð­herra] var búinn að sitja líka fund með okkur um dag­inn og Ill­uga [Gunn­ars­syni, þá þing­manni Sjálf­stæð­is­flokks sem sat í stjórn Sjóðs 9] stjórn­ar­manni í þessu í sjóð­un­um. Ill­ugi lagði mikla áherslu á að þetta yrði leyst og þetta er sam­þykkt af stjórn­inni og svo gert.“

Geir sagði fyrir nefnd­inni að hann hafi talið Lárus vera að kynna málið fyrir sér og Árna, ekki leita eftir sam­þykki eða neit­un, og til að kanna hvort þeir hefðu athuga­semdir við þá leið sem var far­in. Geir við­ur­kenndi þó að „Ef við hefðum sagt: Nei, við viljum þetta alls ekki, þá býst ég við að þeir hefðu hugsað sig tvisvar um áður.“

Sjóður 9 var loks opn­aður aftur 1. októ­ber 2008. Þá var búið að kaupa öll skulda­bréf Stoða/FL Group út úr þeim. Virði eigna hans lækk­aði um sjö pró­sent vegna þessa.

Nokkrum dögum síðar létu stjórn­endur Glitnis kaupa hlut­deild­ar­skír­teini í sjóðnum fyrir 33 millj­arða króna til að mæta útflæði. Það var því ljóst að ansi margir voru að taka pen­ing­anna sína út úr þessum sjóð­um, Sjóði 1 og Sjóði 9,  á þessum dögum sem þeir voru opn­aðir aft­ur. Þeirra á meðal var Bjarni Bene­dikts­son sem færði eignir upp á um 50 millj­ónir króna úr honum í aðra sjóði. Einar Sveins­son, föð­ur­bróðir Bjarna og við­skipta­fé­lagi, seldi hlut­deild­ar­skír­teini sín og félags í sinni eigu á þessum síð­ustu dögum áður en neyð­ar­lög voru sett í land­inu. Hann seldi fyrir 1.120 millj­ónir króna. Bjarni sagði í leið­toga­kapp­ræðum á RÚV í gær að hann hafi aldrei tekið pen­inga út úr bank­an­um, heldur fært eign sína yfir í aðra pen­inga­mark­aðs­sjóði. Það er ekki nákvæmt þar sem Bjarni færði eign sína yfir í Sjóði 5 og 7 hjá sjóðum Glitn­is. Þeir sjóðir voru örugg­ustu sjóðir í rekstri Glitn­is, og fjár­festu ein­göngu í rík­is­skulda­bréf­um, ekki í skulda­bréfum einka­hluta­fé­laga.

Á þessum tíma lá fyrir að ríkið ætl­aði að leggja Glitni til 84 millj­arða króna í nýtt eigið fé og eign­ast 75 pró­sent hlut í bank­an­um. Ekk­ert lá fyrir opin­ber­lega um til­urð neyð­ar­lag­anna eða að bank­arnir þrír væru allir svo illa staddir að þeir myndu falla í vik­unni á eft­ir. Það er þó það sem gerð­ist. Þann 6. októ­ber 2008 voru sett neyð­ar­lög í land­inu. Og dag­inn eftir tók Fjár­mála­eft­ir­litið yfir Glitni.

Fjár­mála­eft­ir­litið harð­lega gagn­rýnt

Í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis fær Fjár­mála­eft­ir­litið harðar ákúrur vegna eft­ir­lits­leysis með pen­inga­mark­aðs­sjóð­um. Þar var meðal ann­ars bent á að eitt til tvö stöðu­gildi hafi átt að fylgj­ast með alls 94 sjóðum bank­anna, eft­ir­litið hafi ekki beitt þeim vald­heim­ildum sem það gat og hefði ekki brugð­ist við brotum á lögum og reglum um starf­semi sjóð­anna. Einn starfs­maður Fjár­mála­eft­ir­lits­ins sagði fyrir nefnd­inni það ekki „hafa tíðkast“ að beita við­ur­lögum og að „for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins [Jónas Fr. Jóns­son] hafi verið mjög áhuga­laus um allt sem við kom eft­ir­liti með sjóð­u­m.“

Þá segir í skýrsl­unni að eini starfs­maður Fjár­mála­eft­ir­lits­ins „í eft­ir­liti með sjóðum fór í langt leyfi í nóv­em­ber 2006 [...]og fram í maí 2007. Eng­inn var ráð­inn í hans stað í heilt ár og voru sjóð­irnir því í raun sem næst án eft­ir­lits á því tíma­bili. Slíkt verður að telj­ast alvar­leg van­ræksla af hálfu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.“ Í ljós þess hversu atkvæða­lítið Fjár­mála­eft­ir­lits­ins var „gagn­vart sjóð­unum má spyrja hvort að starfs­menn stofn­un­ar­innar hafi gert sér grein fyrir þeirri áhættu sem fólst í starf­semi þeirra.“

Eina málið sem skoðað var og átti sér stað eftir hrun

Það var þó ekki bara Sjóður 9 og Glitnir sem voru á gráu svæði með starf­semi sína. Í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar segir að pen­inga­mark­aðs­sjóðum rekstr­ar­fé­laga gömlu bank­anna hafi öllum verið stýrt af stjórn­endum bank­anna sjálfra, þeir keypt heilu útgáfur verð­bréfa af félögum tengdum bönk­un­um, beitt blekk­ingum í mark­aðs­setn­ingu og end­ur­fjár­magnað nán­ast alltaf skulda­bréfa­flokka þannig að „starf­semi pen­inga­mark­aðs­sjóða virð­ist fremur hafa svipað til hefð­bund­innar útlána­starf­semi banka.“

Björg­vin G. Sig­urðs­son, þáver­andi við­skipta­ráð­herra,  og Jónas Fr. Jóns­son, þáver­andi for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, stóðu frammi fyrir þrýst­ingi um að taka ákvörðun um að nýju bank­arnir þrír, sem reistir voru á grunni þeirra gömlu, keyptu út verð­laus skulda­bréf úr pen­inga­mark­aðs­sjóð­unum þrátt fyrir að engin heim­ild væri í neyð­ar­lög­unum fyrir aðkomu rík­is­ins að upp­gjöri pen­inga­mark­aðs­sjóða. Starfs­mönnum Fjár­mála­eft­ir­lits­ins þótti afskipti við­skipta­ráðu­neyt­is­ins að upp­kaupum bréfa úr sjóð­unum „mjög óeðli­leg“, sam­kvæmt því sem fram kemur í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþing­is, en upp­kaup á bréfum úr pen­inga­mark­aðs­sjóðum eftir hrun bank­anna er eina málið sem nefndin skoð­aði sem átti sér stað eftir banka­hrun. Á end­anum voru það stjórnir nýju bank­anna sem tóku ákvarð­anir um upp­kaup­in.

Rann­sókn­ar­nefndin ákvað auk þess að vísa málum tengdum pen­inga­mark­aðs­sjóðum stóru bank­anna til athug­unar hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara. Í kjöl­farið ákvað Ill­ugi Gunn­ars­son að víkja af þingi á meðan að málin yrðu skoðuð í ljósi þess að hann hafði setið í stjórn Sjóðs 9. Um einu og hálfu ári síðar tók hann aftur sæti á þingi eftir að lög­fræði­á­lit sem unnið hafði verið fyrir Íslands­sjóði, nýtt rekstr­ar­fé­lag utan um þá gömlu sjóði Glitnis sem lifðu hrunið af, sagði að hvorki lög né reglur hefðu verið brotnar í starf­semi Sjóðs 9.

Björgvin G. Sigurðsson lýsti því yfir á blaðamannafundi 8. október 2008 að leitað yrði leiða til að tryggja peningamarkaðssjóði. MYND: EPAAð end­ingu keyptu nýju bank­arnir þrír, þá í eigu rík­is­ins, skulda­bréf úr sjóðum föllnu bank­anna þriggja fyrir um 130 millj­arða króna. Um 95 pró­sent af þeirri upp­hæð fór í að kaupa út ónýt skulda­bréf úr sjóðum Glitnis og Lands­banka. Í stað­inn fengu sjóðs­fé­lagar mun hærri end­ur­heimtur en þeir hefðu átt að fá á kostnað nýju bank­anna og að ein­hverju leyti skatt­greið­enda, sem í dag eiga Lands­bank­ann og Íslands­banka að fullu.

Vildu láta gömlu bank­anna sitja uppi með bréfin

Um þann gjörn­ing var sann­ar­lega ekki ein­ing. Neyð­ar­lögin tryggðu enda ekki eignir í pen­inga­mark­aðs­sjóðum heldur gerðu ein­ungis inn­stæður að for­gangs­kröf­um. Þeir sem höfðu fjár­fest í pen­inga­mark­aðs­sjóðum höfðu keypt hlut­deild í skulda­bréfum áhættu­sæk­inna fyr­ir­tækja sem höfðu skilað mun meiri ávöxtun en inn­stæðu­reikn­ing­ar, áður en þau brunnu upp í hrun­inu.

Allir pen­inga­mark­aðs­sjóð­irnir voru í gríð­ar­legum vanda þegar banka­hrunið varð. Og þeir sem áttu hlut­deild­ar­skír­teini í þeim, þar á meðal margt venju­legt fólk sem taldi sig hafa verið platað til að setja sparnað sinn inn í þá með röngum upp­lýs­ingum um áhættu­sækni sjóð­anna, voru brjál­að­ir. Það leiddi til þess að Björg­vin G. Sig­urðs­son lýsti því yfir á blaða­manna­fundi 8. októ­ber 2008 að leitað yrði leiða til að tryggja pen­inga­mark­aðs­sjóði.

Hug­myndin á þeim tíma var að ríkið keypti skulda­bréf banka út úr sjóð­unum til að tak­marka tjón þeirra. Að auki átti ríkið að kaupa „illselj­an­leg bréf“ sem flest voru útgefin af félögum tengdum bönk­unum sjálf­um. Þau eru nán­ast und­an­tekn­ing­ar­laust gjald­þrota eða hafa gengið í gegnum nauða­samn­inga í dag með með­fylgj­andi tapi fyrir kröfu­hafa þeirra. Jón Þór Sturlu­son, þáver­andi aðstoð­ar­maður Björg­vins og núver­andi aðstoð­ar­for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins,  kall­aði til Jón Steins­son, sem starf­aði sem ráð­gjafi við­skipta­ráð­herra,  og hófu þeir sam­skipti við starfs­menn Fjár­mála­eft­ir­lits­ins og ýmis ráðu­neyti um hvernig ætti að slíta sjóð­un­um.

Jón Þór lagði mikla áherslu á að við slit sjóð­anna yrði sama hlut­fall greitt úr þeim öllum og vildi upp­haf­lega að föllnu bank­arnir keyptu bréf úr þeim. Skila­nefndir þeirra tóku það ekki í mál enda myndi það skerða end­ur­heimt kröfu­hafa þeirra. Í skýrsl­unni segir síðan af tölvu­bréfi Jóns Þórs til starfs­manns Fjár­mála­eft­ir­lits­ins þann 15. októ­ber, en af því megi „ráða að ríkið kæmi ekki frekar að mál­inu með fjár­stuðn­ingi heldur hefði Björg­vin G. Sig­urðs­son og Jónas Fr. Jóns­son afráðið að nýju bank­arnir keyptu skulda­bréf við­skipta­bank­anna þriggja úr sjóð­un­um.“ Jón Þór vildi ekki kann­ast við þessi sam­skipti í skýrslu­tökum hjá rann­sókn­ar­nefnd­inni.

Kostar alvöru pen­inga

Í skýrsl­unni sagði einnig að ljóst hafi verið að við­skipta­ráðu­neytið hafi þrýst á skila­nefndir föllnu bank­anna til að kaupa hluta bréf­anna úr sjóð­unum en hafi ekki orðið ágengt. Eftir að það var full­reynt, þann 16. októ­ber, þá sendi Jón Þór tölvu­póst til Jóns Steins­sonar og Bolla Bolla­son­ar, þá ráðu­neyt­is­stjóra í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, þar sem sagði að „allt sem við gerum gagn­vart pen­inga­mark­aðs­sjóð­unum mun því kosta alvöru pen­inga.“

Nokkru síðar óskaði Jón Þór eftir því við Fjár­mála­eft­ir­litið að það boð­aði til fundar með nýju bönk­unum þremur til að sam­ræma útgreiðslur úr pen­inga­mark­aðs­sjóð­um. Þeirri mála­leitan hafn­aði Fjár­mála­eft­ir­litið og við skýrslu­töku sögðu starfs­menn stofn­un­ar­innar að „þeim hafi þótt þetta mjög óeðli­leg afskipti  ráðu­neyt­is­ins af mál­in­u.“

Á end­anum voru skulda­bréfin keypt út úr sjóð­unum á miklu yfir­verði. Alls greiddi Glitnir um 56,7 millj­arða króna fyrir bréf úr sínum sjóð­um, Lands­bank­inn greiddi 66,2 millj­arða króna fyrir bréf úr sínum sjóðum og Kaup­þing á sjö­unda millj­arð króna fyrir bréf úr sínum sjóð­um. Alls greiddu nýju bank­arnir um 130 millj­arða króna fyrir verð­lítil eða verð­laus skulda­bréf út úr pen­inga­mark­aðs­sjóð­un­um. Sjóðs­fé­lagar fengu eignir sínar greidd­ar, sem voru ekki með neinum hætti tryggðar með lögum eða yfir­lýs­ing­um, að mestu, en end­ur­greiðslur voru á bil­inu 60,2-85,3 pró­sent.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar