Mynd: Birgir Þór Harðarson

Skapandi eyðilegging í hægra hólfi stjórnmála

Frjálslyndir miðjuflokkar eru við það að detta út af þingi og þjóðernissinnaðir popúlistaflokkar sem sækja fylgi til hægrisinnaðra kjósenda virðast ætla að taka þeirra stað. Umrótið sem hefur verið til vinstri og á miðju á undanförnum árum er nú að eiga sér stað í hægra hólfi stjórnmála.

Kosn­inga­bar­áttan hefur hingað til ein­kennst af per­són­u­á­tökum og nýjum öngum á gömlum hneyksl­is­málum þeirra stjórn­mála­manna sem hafa stýrt þjóð­ar­skút­unni þorra síð­ustu ára. Algjör breyt­ing virð­ist ætla að verða á sam­setn­ingu Alþingis og umboði stjórn­mála­flokka miðað við skoð­ana­kann­an­ir. Síð­ustu ár hefur umrótið fyrst og síð­ast verið í vinstra hólfi stjórn­mál­anna eða á því sem hægt er að kalla hina frjáls­lyndu miðju. Þar hafa ný fram­boð, stofnuð eftir árið 2012, verið að taka af hefð­bundnu flokk­unum sem höfðu fram á und­an­farin ár haft nokkuð öruggt til­kall til atkvæða flestra kjós­enda í sínu hólfi. Píratar tóku hins vegar frá Vinstri grænum og Sam­fylk­ing­unni og bæði Björt fram­tíð og Við­reisn tóku umtals­vert frá Sam­fylk­ingu, sem var við það að hverfa á þingi í kosn­ing­unum fyrir ári.

Nú, innan við tólf mán­uðum síð­ar, er staðan gjör­breytt. Við­reisn og Björt fram­tíð munu ekki ná inn þing­mönnum sam­kvæmt skoð­ana­könn­un­um. Pírat­ar, sem um tíma mæld­ust langstærsti flokkur lands­ins, mæl­ast nú með um og undir tíu pró­sent fylgi. Vinstri­fylgið er að skila sér til Vinstri grænna sem eru auk þess að ná nær öllum öðrum kjós­endum sem geta hugsað sér að kjósa frá miðju til vinstri.

Ástæða þess virð­ist gríð­ar­legt per­sónu­fylgi Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Hún virð­ist hala að atkvæði út á það að fólk treysti henni og hafi engar áhyggjur af því að hún muni rata í fjár­mála­leg hneyksl­is­mál, standa fyrir leynd­ar­hyggju eða vald­níðslu sem það hefur upp­lifað að ýmsir stjórn­mála­menn með valdatauma hafi orðið upp­vísir að á und­an­förnum árum. Sam­fylk­ingin stefnir síðan að því að þre­falda sig að stærð. Og er á góðri leið þangað sam­kvæmt könn­un­um. Slíkur árangur yrði að telj­ast mjög góður í ljósi aðstæðna þótt flokk­ur­inn sé enn óra­fjarri því að vera að þeirri stærð sem hann einu sinni var, og var stofn­aður til að verða.

Umrótið á hægri vængnum

Umrótið nú er í hægra hólfi stjórn­mál­anna. Þar eru kerf­is­varn­ar­flokk­arnir tveir, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokk­ur, sem hafa oft­ast nær stýrt Íslandi og mótað þau kerfi sem við rekum sam­fé­lagið okkar á, báðir í feyki­lega miklum vand­ræð­um. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son er búinn að kljúfa Fram­sókn­ar­flokk­inn og nýi popúl­íski flokk­ur­inn hans, sem er fyrst og síð­ast stofn­aður í kringum per­sónu Sig­mundar Dav­íðs og hefur það mark­mið að koma honum aftur til valda og áhrifa, er ítrekað að mæl­ast með meira fylgi en Fram­sókn í könn­un­um.

Flokkur fólks­ins, annar popúl­ískur flokkur sem leggur höf­uð­á­herslu á risa­stór og kostn­að­ar­söm kosn­inga­lof­orð sem eru ekki að neinu leyti útfærð, og hefur legið undir ámæli fyrir að boða útlend­inga­andúð, hefur líka verið að rífa fylgi af þessum gömlu valda­stoðum Íslands. Staðan í dag virð­ist vera sú að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn stefna í verstu útreið sína í kosn­ingum í sög­unni. Sam­an­lagt fylgi þeirra sam­kvæmt nýj­ustu Kosn­ingspá Kjarn­ans er 28,6 pró­sent. Í kosn­ing­unum fyrir ári fengu þeir 40,5 pró­sent atkvæða. Kann­anir sýna að flokk­arnir tveir muni tapa tíu til tólf þing­mönn­um. Og að áður­nefndir popúl­ískir flokk­ar, sem líka hafa íhalds­samar þjóð­ern­isl-hneigð­ir, séu að fara að taka þá þing­menn.

Verði það nið­ur­staða kosn­inga mun það að öllum lík­indum þýða að engin flokk­anna fjög­urra muni rata í rík­is­stjórn. Slík verði mynduð frá vinstri að miðju undir for­sæti Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Það sem Andrés Jóns­son almanna­teng­ill kall­aði skap­andi eyði­legg­ingu í hægra hólfi stjórn­mál­anna í nýjasta sjón­varps­þætti Kjarn­ans verður lyk­il­breyta í að leiða til þeirrar nið­ur­stöðu. Hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinn hér að neð­an.

Það mun verða reynt að kaupa atkvæði

Það á þó margt eftir að breyt­ast á næstu vikum og lof­orða­flaumur stjórn­mála­flokk­anna mun verða umfangs­meiri en lík­ast til nokkru sinni áður. Við því má búast að Mið­flokkur Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar muni beita fyrir sig sam­bæri­legum leiðum og þegar for­mað­ur­inn vann stór­sigur í kosn­ing­unum 2013 með því að lofa að gefa hluta Íslend­inga sem voru með verð­tryggð hús­næð­is­lán pen­inga. Sig­mundur Davíð hefur þegar sýnt aðeins á spil­in. Í við­tölum sem hann veitti sama dag og hann sagði sig úr Fram­sókn­ar­flokknum sagði Sig­mundur Davíð að það þyrfti að end­ur­skipu­leggja fjár­mála­kerfið á Íslandi, gera upp við eldri borg­ara og aðra sem eigi „inni hjá okk­ur“ og að ráð­ast þyrfti í stór­sókn í byggða­mál­um. Í leið­togaum­ræð­um, sem fram fóru á RÚV í gær, boð­aði hann að kosn­inga­á­herslur flokks hans verði kynntar á föstu­dag.

Við því má búast að í end­ur­skipu­lagn­ingu banka­kerf­is­ins felist meðal ann­ars að ríkið taki yfir Arion banka. Þor­steinn Sæmunds­son, sem fylgdi Sig­mundi Davíð yfir í hinn nýja flokk sem stofn­aður var um per­sónu for­sæt­is­ráð­herr­ans fyrr­ver­andi, hefur raunar þegar opin­berað þessa stefnu flokks­ins á fundum sem hann hefur talað á. Sig­mundur Davíð stað­festi það sjálfur í ræðu á stofn­fundi Mið­flokks­ins í gær, þar sem hann sagði að ríkið ætti að nýta sér for­kaups­rétt sinn á Arion banka.

Næsta skref í end­ur­skipu­lagn­ing­unni verður síðan að „tappa af“ eigin fé bank­anna þriggja, sem er sam­an­lagt nú tæp­lega 640 millj­arðar króna. Það fé myndi nýt­ast m.a. í að greiða þeim sem Sig­mundur Davíð telur að „eigi inni hjá okk­ur“ í skiptum fyrir að þeir hinir sömu kjósi hann aftur til valda. Hvaða aðferð­ar­fræði á að beita við þetta mun koma í ljós í lok viku.

Þá vakti athygli að Sam­tök iðn­að­ar­ins, sem nú er stýrt af Sig­urði Hann­essyni, einum nán­asta sam­starfs­manni Sig­mundar Dav­íðs á und­an­förnum árum, birti í síð­ustu viku ítar­lega og grein­ar­góða skýrslu um inn­viða­fjár­fest­ing­ar. Þar kom fram að upp­söfnuð við­halds­þörf í innviðum væri 372 millj­arðar króna. Við­mæl­endur Kjarn­ans úr stjórn­mála­manna­stétt eru margir vissir á því að þetta plagg verði ein af und­ir­stöð­unum í mál­flutn­ingi Sig­mundar Dav­íðs á næstu vik­um.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn í end­ur­tek­inni kosn­inga­bar­áttu

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn á líka eftir að reyna að ná vopnum sínum á loka­spretti kosn­inga­bar­átt­unn­ar. Hingað til hefur það gengið erf­ið­lega. Flokk­ur­inn hefur sigið í könn­unum frekar en hitt og aug­ljóst að sér­fram­boð Sig­mundar Dav­íðs og Flokkur fólks­ins eru að taka af honum fylgi.

Eins og staðan er í dag eru langmestar líkur á því að Katrín Jakobsdóttir verði næsti forsætisráðherra þjóðarinnar. Það getur þó margt breyst á þeim vikum sem eru til stefnu.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Kosn­inga­bar­átta Sjálf­stæð­is­flokks­ins hingað til hefur ein­kennst af því að vera end­ur­tekn­ing á því sem flokk­ur­inn gerði í fyrra, og virk­aði þá feiki­lega vel. Þ.e. að leggja áherslu á stöð­ug­leika, vera með fók­us­inn á Bjarna Bene­dikts­son að baka kökur og keyra á hræðslu­á­róðri gegn vinstri stjórn. Í fyrra var líka lyk­il­breyta í kosn­inga­bar­áttu Sjálf­stæð­is­manna, sér­stak­lega því sem mætti kalla hinni óop­in­beru bar­áttu fylg­is­manna flokks­ins, sem fer fram í vari nafn­leysis og er mun rætn­ari en opin­ber kosn­inga­á­róður flokks­ins, að ráð­ast gegn Píröt­um. Þá voru þeir enda að mæl­ast sem vænt­an­legt risa­afl og um tíma leit út fyrir að ómögu­legt yrði að mynda rík­is­stjórn án þeirra. Staðan í dag er hins vegar gjör­breytt og Píratar virð­ast ætla að verða með í kringum tíu pró­senta fylgi. Og ekki sú ógn sem þeir voru við ríkj­andi kerfi og þeir voru fyrir ári síð­an.

Þessi taktík flokks­ins virð­ist ekki vera að virka. Það er erfitt að segj­ast vera ímynd stöð­ug­leika þegar síð­ustu þrjár rík­is­stjórnir sem flokk­ur­inn hefur átt aðild að, sem allar hafa ein­ungis átt Sjálf­stæð­is­flokk­inn sam­eig­in­legt, hafa sprungið áður en kjör­tíma­bil­inu lauk. Bjarni er líka mun laskaðri sem stjórn­mála­maður nú en fyrir ári síð­an. Ákvörðun hans um að birta ekki tvær skýrslur sem voru til­búnar fyrir síð­ustu kosn­ing­ar, og áttu skýrt erindi við kjós­end­ur, dró úr trausti til hans. Það gerði upp­reist æru-­málið sem sprengdi síð­ustu rík­is­stjórn líka. Nýleg umfjöllun Stund­ar­innar um við­skipti Bjarna í kringum hrun­ið, sem byggir á nýjum upp­lýs­ingum um þau við­skipti, er enn eitt vanda­málið fyrir flokk­inn að glíma við.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn náði mjög öfl­ugum enda­spretti í síð­ustu kosn­inga­bar­áttu. Þar hjálp­aði myndun Lækja­brekku­kvar­tetts­ins, sem sam­an­stóð af þáver­andi stjórn­ar­and­stöðu­flokkum og gaf út yfir­lýs­ingu um sam­starfsvilja að loknum kosn­ing­um, mjög til. Þá gat Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, sem býr að því að vera með mjög öfl­ugt flokka­starf og getur kallað til mikið magn af fólki til að hringja út í kjós­end­ur, bent á að það yrði vinstri stjórn ef fólk myndi ekki kjósa hann. Þetta skil­aði Sjálf­stæð­is­flokknum á end­anum 29 pró­sent atkvæða og í rík­is­stjórn.

Nú er staðan hins vegar verri en hún var í fyrra. Helsta ógnin er ekki vinstri stjórn heldur aðrir flokkar sem eru að fiska í sömu atkvæða­tjörnum og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn. Og ef flokk­ur­inn bregst ekki við þeirri stöðu gæti nið­ur­staðan í lok mán­að­ar­ins, þegar talið verður upp úr kjör­köss­un­um, orðið sú versta í sögu flokks­ins. Verri en árið 2009, þegar Sjálf­stæð­is­flokknum var refsað fyrir hrunið og ein­ungis 23,7 pró­sent þjóð­ar­innar kusu hann.

Fram­sókn fal­býður sig til vinstri

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er aug­ljós­lega í gríð­ar­legum vanda. Þótt að fyrir lægi að Sig­mundur Davíð myndi taka fylgi af flokknum þegar hann klyfi sig frá bjugg­ust fáir Fram­sókn­ar­menn við því að hann myndi mæl­ast stærri en þessi rót­grónni 100 ára gamli flokkur í hverri könn­un­inni á fætur annarri.

Fram­sókn­ar­flokkur Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar og Lilju Alfreðs­dóttur er allt öðru­vísi en sá sem Sig­mundur Davíð stýrði frá 2009 til 2016. Hann er með mild­ari yfir­sýn og í bréfi sem Sig­urður Ingi sendi flokks­mönnum nýverið kom skýrt fram að stefnan væri sett á þátt­töku í félags­hyggju­stjórn eftir kosn­ing­ar, ekki íhalds­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokki.

Endurkoma Helga Hrafns Gunnarsson í stjórnmálin breytir umtalsvert skoðun ýmissa annarra flokka um hversu stjórntækir Píratar séu.

Í bréf­inu sagði hann að kjós­­endur vilji trausta stjórn­­­mála­­menn og flokka sem sýni ábyrgð í störfum sín­­um. Helstu mál­efna­á­herslur Fram­­sóknar traust og stöð­ug­­leiki, ásamt upp­­­bygg­ingu í heil­brigð­is- og mennta­­málum og stór­bættu sam­­göng­u­­kerfi. Þá sagði Sig­urður Ingi að hann vilji að kjör þeirra sem lakast standi verði bætt og nefndi þar sér­­stak­­lega aldr­aða, öryrkja og börn. Mesta athygli vakti að Sig­urður Ingi boð­aði end­­ur­bætur á skatt­­kerf­inu með létt­­ari skatt­­byrði á fólk með milli- og lægri tekjur en hækka skatta á háar tekj­­ur. Þar var um skýra aðlögun að Vinstri grænum að ræða og til­boð um að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sé til­bú­inn að vera milli­stykkið í rík­is­stjórn undir for­ystu Katrínar Jak­obs­dóttur eftir kosn­ing­ar.

Þessi tónn var end­ur­tek­inn í leið­togaum­ræð­unum í gær. Þar virt­ist sem að Katrín Jak­obs­dóttir og Sig­urður Ingi væru að máta flokka sína saman í skatta­mál­um.

Hrædd við skipu­lag Pírata

Innan Vinstri grænna er mik­ill vilji til þess að mynda rík­is­stjórn með Sig­mund­ar-­lausum Fram­sókn­ar­flokki. Það er enda oft sagt að hluti flokks­manna Vinstri grænna, sér­stak­lega á lands­byggð­inni, séu í raun lítið annað en Fram­sókn­ar­menn sem séu í öðrum flokki. Draumarík­is­stjórn for­ystu­fólks­ins í Vinstri grænum yrði því Fram­sókn og helst Sam­fylk­ingu, sam­kvæmt við­mæl­endum Kjarn­ans. Við­reisn myndi líka ganga í stað Sam­fylk­ingar ef sá flokkur myndi ná að verða stærstur á frjáls­lyndu miðj­unni líkt og hann var í síð­ustu kosn­ing­um, en ólík­legt er að hann nái að verða núna miðað við kann­an­ir.

Draum­sýn Vinstri grænna virð­ist hins vegar ekki ætla að ganga upp eftir klofn­ing­inn í Fram­sókn. Flokk­ur­inn mun ekki, miðað við stöð­una eins og hún er í dag, ná nægi­lega mörgum þing­mönnum inn til að koma vinstri-miðju­stjórn­inni í meiri­hluta. Þess vegna þurfa Vinstri græn að horfa til Sam­fylk­ingar og Pírata eins og staðan er núna, ef flokknum er alvara um að forð­ast í lengstu lög sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn, líkt og lyk­il­fólk innan hans segir í einka­sam­tölum þótt að annar og óræð­ari tónn sé sleg­inn opin­ber­lega.

Það liðkar fyrir að Birgitta Jóns­dóttir verður ekki í fram­boði fyrir Pírata. Það er illa falið leynd­ar­mál að innan Vinstri grænna er bein­línis að finna per­sónu­lega óvild í hennar garð frá fólki í efstu lögum og lít­ill sem eng­inn vilji er fyrir því að vinna með henni. Helgi Hrafn Gunn­ars­son, sem er nú kom­inn aftur í fram­boð, er allt ann­ars eðl­is. Hann er vel lið­inn og virtur hjá stjórn­mála­mönnum þvert á flokka. Auk þess þykja aðrir í fram­varða­sveit Pirata, sér­stak­lega Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, hafa vaxið mjög sem stjórn­mála­menn á und­an­förnum miss­er­um.

Það sem Vinstri grænir hræð­ast hins vegar er skipu­lag Pírata. Sá flati strúktúr sem er til staðar gerir það að verkum að aðstæður eins og þær sem komu upp hjá Bjartri fram­tíð í haust, þar sem rík­is­stjórn­ar­sam­starfi var slitið á kvöld­fundi með atkvæða­greiðslu sem 57 manns tóku þátt í.

Það er því alls ekki úti­lokað þótt það sé ólík­legt að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, þótt að verði mjög lask­að­ur, muni eiga mögu­leika á því að setj­ast í rík­is­stjórn með Vinstri græn­um, annað hvort einn eða með einum flokki til. Einn við­mæl­andi innan úr kjarna Vinstri grænna orð­aði það þó þannig að af slíku yrði aldrei nema að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndi að öllu leyti fall­ast á skatta­stefnu Vinstri grænna og að lík­urnar á sam­starfi flokk­anna nú væru enn minni en þær voru eftir kosn­ing­arnar í fyrra, þegar þær voru þó sára­litl­ar.

Frjáls­lyndið á leið út, þjóð­ern­is­hyggjan á leið inn

Það má segja að kosn­ing­arnar í fyrra hafi verið að ein­hverju leyti verið sigr­aðar af frjáls­lyndu miðju­flokk­un­um. Við­reisn, sem bauð fram í fyrsta sinn, fengu 10,5 pró­sent atkvæða og sjö þing­menn. Björt Fram­tíð, sem mæld­ist vart inni síð­asta árið fyrir kosn­ing­arnar 2016, náði að hnoða sig til lífs með and­stöðu við búvöru­samn­inga og end­aði með 7,2 pró­sent atkvæða. Báðir flokk­arn­ir, með sína sam­an­lagt ell­efu þing­menn, komust að lokum í rík­is­stjórn og má  segja að þeir hafi við það fengið áhrif langt umfram atkvæða­vægi. Sú rík­is­stjórn varð þó fljótt sú óvin­sælasta í Íslands­sög­unni og hvert málið á fætur öðru rak á fjörur hennar sem reynd­ust frjáls­lyndu flokk­unum tveimur erf­ið. Þar má nefna áður­nefnt skýrslu­mál, skipan dóm­ara við Lands­rétt og svo upp­reist æru-­málið sem á end­anum sprengdi rík­is­stjórn­ina.

Ákvörðun Bjartrar fram­tíðar að slíta rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu hefur ekki skilað flokkn­um, né Við­reisn, neinu sam­kvæmt skoð­ana­könn­un­um. Hvor­ugur þeirra mælist með mann á þingi sam­kvæmt síð­ustu kosn­inga­spá og sam­an­lagt fylgi flokk­anna tveggja mælist 6,5 pró­sent. Það verður mjög á bratt­ann að sækja fyrir þá ef þeir ætla sér að vera áfram afl á Alþingi á næsta kjör­tíma­bili.

Flokkar Óttarrs Proppé og Benedikts Jóhannessonar koma mjög laskaðir út úr stysta meirihlutasamstarfi sem myndað hefur verið á Íslandi.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Sam­an­dregið þá virð­ist því helsta breyt­ingin frá því í fyrra vera að kjós­endur frjáls­lyndu miðju­flokk­anna eru að halla sér frekar í átt að hefð­bundnum vinstri og miðju­flokkum á borð við Vinstri græna og Sam­fylk­ingu og þjóð­ern­is-popúlista­flokkar eru að rífa fylgi af hægri íhalds­vængn­um.

Enn eru þó margir óákveðnir og eftir nægu að sækj­ast þar til talið verður upp úr kjör­köss­unum 28. októ­ber næst­kom­andi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar