Hugh Hefner - Skúrkur eða hetja?

Misjöfn viðbrögð hafa verið við fregnum af andláti stofnanda Playboy-tímaritsins. Sumir dásama arfleifð hans og aðrir fordæma hana. Hann mun hvíla við hlið konunnar sem kom honum á toppinn án þess að hafa nokkurn tímann hitta hann í lifanda lífi.

Hugh Hefner keypti gamla nektarmynd af Marilyn Monroe og birti í fyrsta eintaki tímaritsins Playboy án hennar samþykkis. Hann mun nú vera lagður við hlið hennar hinstu hvílu.
Hugh Hefner keypti gamla nektarmynd af Marilyn Monroe og birti í fyrsta eintaki tímaritsins Playboy án hennar samþykkis. Hann mun nú vera lagður við hlið hennar hinstu hvílu.
Auglýsing

Hinn umdeildi Hugh Hefner, stofn­andi tíma­rits­ins Play­boy, dó 27. sept­em­ber síð­ast­lið­inn 91 árs að aldri. Hann græddi á tá og fingri á útgáfu sinni og skildi eftir sig mikið veldi. Eftir and­lát hans hafa margir dásamað hann sem hálf­gerða frels­is­hetju. Hann á að hafa frelsað hinn vest­ræna heim úr viðjum gam­al­dags sið­ferðis sem var gegn­um­sýrt af hræsni og bæl­ingu.

Á hinn bóg­inn hefur alda radda risið sem for­dæmir það sem hann stóð fyr­ir, þar á meðal kven­fyr­ir­litn­ingu og að hafa nýtt sér kven­lík­amann til að upp­fylla eigin fantasíur og græða í leið­inni. Ganga margir svo langt að segja að hann hafi verið hór­mang­ari. Einnig hafa fjöl­margir mót­mælt síð­ustu fréttum eftir and­lát Hefners en hann keypti graf­ar­stæði við hlið­ina á fyrstu fyr­ir­sæt­unni sem birt­ist á for­síðu Play­boy-­tíma­rits­ins árið 1953; sjálfri Mari­lyn Mon­roe. 

Ólst upp á íhalds­ömu heim­ili

Hugh Mar­ston Hefner fædd­ist í Chicago í Banda­ríkj­unum árið 1926. Í heim­ilda­mynd­inni Hugh Hefner Play­boy Act­i­vist and Rebel seg­ist hann sjálfur hafa alist upp á heim­ili þar sem honum var sýndur lít­ill kær­leikur og hafi hann ekki verið faðmaður sem barn. For­eldrar hans voru hrein­trú­ar­fólk og telur hann þess vegna að hann hafi leitað í fantasíu­heim­inn sem hann sá í kvik­myndum og tón­list. Hann hafi verið mjög með­vit­aður um bæl­ing­una í Banda­ríkj­unum og tabúin enda var landið mjög íhaldsamt um miðja 20. öld­ina. 

Auglýsing

„Verður líf mitt aðeins end­ur­tekn­ing á lífi for­eldra minna? Er þar ekk­ert meira,“ spurði hann sig eftir að hann gifti sig, átti börnin og vann í vinnu sem hann kunni ekki við. Hann tók ákvörðun um að breyta lífi sínu og láta drauma sína ræt­ast. Þá ákvað hann að stofna karla­tíma­ritið Play­boy. 

Til­eink­aði sér líf glaum­gos­ans

Fyrsta ein­takið kom út í des­em­ber 1953. Hann tók 600 doll­ara banka­lán, safn­aði frek­ari fjár­fest­ingum og stofn­aði sitt eigið tíma­rit. Upp­haf­lega átti það að heita Stag Party sem þýð­ist sem steggjap­artí á íslensku. 

Hann gift­ist Mildred Willi­ams árið 1949 og eign­að­ist með henni tvö börn. Þau skildu 10 árum seinna. Eftir skiln­að­inn lifði hann eins og sönnum glaum­gosa sæm­ir, hann skemmti sér og varð einn eft­ir­sótt­asti pip­ar­sveinn­inn í Chicago. Hann gaf út tíma­rit sitt við miklar vin­sældir og stýrði sjón­varps­þátt­um. Nær und­an­tekn­ing­ar­laust svaf hann hjá fyr­ir­sæt­unum sem birt­ust í Play­boy.

Hugh Hefner með kærustum sínum árið 2009. Mynd: EPA

Breytti lífi sínu eftir hjarta­á­fall

Þetta líf­erni hefur frá upp­hafi verið mér ástríðu­fólg­ið. Það er auð­velt fyrir mig að segja því ef þú elskar ekki þetta allt þá ertu flón


Árið 1985 fékk hann minni­háttar hjarta­á­fall og end­ur­skoð­aði lífstíl sinn í kjöl­far­ið. Þá var hann orð­inn 59 ára gam­all og fjórum árum seinna gift­ist hann Kimberley Con­rad. Þau eign­uð­ust tvo syni en skildu að borði og sæng 1998 og flutti hún í hús við hlið­ina á Play­boy-­setr­inu. Tólf árum seinna gekk skiln­að­ur­inn síðan end­an­lega í gegn.  

Hefnar flutti til Las Ang­eles um miðjan átt­unda ára­tug­inn í stór­hýsi sitt sem varð frægt fyrir stór­feng­leg og til­komu­mikil partý. Á Play­boy-­setr­inu bjuggu oft og tíðum margar konur með Hefner, iðu­lega mun yngri en hann. Hann gift­ist í þriðja sinn Crys­tal Harris árið 2012 og var giftur henni til dauða­dags. 

Karl­menn frels­aðir frá kyn­ferð­is­legri kúgun

Auk þess að gefa út tíma­ritið Play­boy þá lifði hann líka undir ímynd­inni og varð fyrir vikið gríð­ar­lega vin­sæll. Hann er af sumum tal­inn hafa víkkað út landa­mæri hins sið­lega og verið mest öfund­að­asti karl­mað­ur­inn í Banda­ríkj­un­um. Hann sé þannig hið mikla popp­menn­ing­ar-­goð sem frelsað hefur karl­menn undan því að vera kyn­ferð­is­lega kúg­að­ir. 

Hann er líka sagður hafa komið af stað bylt­ingu og að konur væru með­taldar í henni, þ.e. að hún kæmi þeim einnig til góða. Konur færu sjálf­vilj­ugar í hlut­verk kan­ín­unnar með eyrun á höfð­inu og dind­il­inn á rass­inum en það er eitt aðals­merki Play­boy. Konan fengi vissu­lega borgað og væri það henni í sjálfs­vald sett að taka þátt; eng­inn neyddi hana í eitt­hvað sem hún vildi ekki. 

George Lucas lýsti því þannig í heim­ilda­mynd um kapp­ann að allir hafi fantasí­ur, lang­anir og þrár. Það sem Hefner gerði var að draga þessar fantasíur fram: opin­bera þær. Hefner sagði sjálfur að sitt við­horf væri heil­brigð­ara við­horf til kyn­lífs.

Fantasían ein­ungis fyrir karla

Ekki allir líta arf­leifð Hefners þessum augum og hefur fólk bent á að hann hafi byggt upp og við­haldið óheil­brigðri sýn á kven­lík­amann. Að lík­ami kon­unnar væri ein­ungis eitt­hvað fyrir karl­mann­inn að njóta. Blaða­mað­ur­inn Suzanne Moore lenti í vand­ræðum fyrir að kalla Hefner hór­mang­ara en að hennar mati lá það í augum uppi. Hefner hót­aði að lög­sækja hana fyrir meið­yrði. Hún seg­ist hálft í hvoru hafa viljað að hann myndi láta verða af því. Þá hefðu dóm­stólar þurft að taka afstöðu til gjörða hans. 

Ég fékk aldrei þakkir frá þeim sem græddu millj­ónir á Mari­lyn-nekt­ar­ljós­mynd­inni. Ég þurfti meira segja að kaupa ein­tak af tíma­rit­inu til að sjá sjálfa mig í því


Hún segir að það hefði verið áhuga­vert að rök­ræða hvort maður sem græðir á kon­um, sem selja kyn­líf, væri hór­mang­ari. Hún segir að fantasían sem hann seldi væri ekki fyrir konur heldur ein­ungis karla. Hlut­verk hans hafi verið að gera ljós­blátt klám aðgengi­legt og að við­tek­inni venju. 

Nýtti sér gamla nekt­ar­mynd

Eins og áður segir og fjallað hefur verið um í fjöl­miðlum úti um allan heim þá keypti Hefner graf­ar­stæði við hlið­ina á fyrstu for­síðu­fyr­ir­sætu sinni, Mari­lyn Mon­roe, árið 1992 fyrir 75 þús­und doll­ara. 

Grafarstæði Marilyn Monroe. Mynd: EPA

Mikil reiði­alda hefur risið í kjöl­farið en Hefner hitti Mon­roe aldrei og líta margir svo á að hann hafi mis­notað hana og frægð hennar þegar hann setti hana á for­síðu fyrsta tíma­rits­ins. Hann keypti nekt­ar­mynd af henni, sem var tekin áður en hún varð fræg, og birti hana í blað­inu. Hún var aldrei spurð og fékk hún aldrei borgun fyr­ir. „Ég fékk aldrei þakkir frá þeim sem græddu millj­ónir á Mari­lyn-nekt­ar­ljós­mynd­inni. Ég þurfti meira segja að kaupa ein­tak af tíma­rit­inu til að sjá sjálfa mig í því,“ greindi hún frá í ævi­sögu sinni.Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar