Hygge

Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?

Hygge
Auglýsing

Það lætur ekki mikið yfir sér þetta fimm stafa danska orð: hygge. Þegar kemur að því að útskýra nákvæmlega hvað í því felst vandast málið. Þótt við Íslendingar segjum stundum, með tilvitnun í Einar Benediktsson, að til sé á Íslandi orð yfir allt sem er hugsað á jörðu gengur okkur ekki sérlega vel að lýsa merkingu þessa einfalda orðs. Reyndar er þessi vandi ekki bundinn við íslenskuna, Danir eiga sjálfir í mesta basli með það.

Við eigum nokkur orð sem byrja á hugg, líklega komin úr dönsku en ekkert þeirra nær merkingu danska orðsins. Hugga (ég reyni að hugga barnið) huggun (mér er nú ekki mikil huggun í því) þetta þekkja allir. Huggari er ekki mikið notað nú til dags þótt margir þekki merkinguna. huggulegt (hér er aldeilis huggulegt) huggulegur eða hugguleg (það var þarna mjög hugguleg stúlka) var algengt mál en þó á undanhaldi eins og huggulegheit (þarna voru nú aldeilis huggulegheitin maður minn). Næs, kúl og kósí hafa að einhverju leyti komið í staðinn.  

Hvað er hygge 

Í einu dönsku dagblaðanna mátti fyrir skömmu lesa að „Frakkar eigi l´amour, Bretar hafi unnið slaginn um heimstungumálið og Kínverjar séu góðir í stærðfræði. En við eigum hygge“ sagði blaðamaðurinn sem hafði sjálfur verið að lesa umfjöllum Le MondeThe GuardianNew York Times og kínverska netmiðilsins Jing Daily um þetta danska fyrirbæri (eða hvað sem á að kalla það). Skoðun erlendu blaðamannanna væri sú að hygge sé einmitt það sem nútímamaðurinn þyrfti mest á að halda nú um stundir. 

Auglýsing

The little book of Hygge  

Árið 2016 sendi Daninn Meik Wiking frá sér „The little book of Hygge“. Meik Wiking er framkvæmdastjóri rannsóknasetursins „Institut for Lykkeforskning sem kannski mætti kalla „Stofnun hamingjurannsókna“. Stofnunin, sem er sjálfseignarstofnun, var sett á laggirnar árið 2013 og hefur aðsetur á Friðriksbergi við Kaupmannahöfn.

„The little book of Hygge“ hefur selst í meira en einni milljón eintaka og verið þýdd á 33 tungumál. Hún hefur náð inn á metsölulista í Evrópu og Bandaríkjunum. Breska bókaforlagið Penguin hafði samband við Meik Wiking og spurði hvort hann gæti kannski skrifað bók um „þetta þarna hygge“.

Meik Wiking segir að síðan bókin kom út hafi hann nánast ekki sinnt öðru en viðtölum, um bókina og innihald hennar, og sér berist fjölmargar beiðnir í hverri viku um að flytja erindi. „Sumir halda að ég sé með einhverja allsherjar uppskrift að hygge. Það kemur mörgum á óvart, sérstaklega Bandaríkjamönnum og fólki frá Suður-Kóreu, þegar ég segi að maður geti ekki keypt sér uppskrift af hygge en hún sé hinsvegar nokkuð sem allir geti öðlast.“

„Sú staðreynd að fólk víða um heim hefur svona mikinn áhuga á hygge sýnir ákveðinn hörgul á notalegheitum og ró í sálinni og líkamanum“ sagði danski mannfræðingurinn Jeppe Trolle Linnet, sem hefur skrifað doktorsritgerð um hygge, í viðtali við danskt dagblað.   

Hygge í þekktri breskri orðabók

Hrifningin yfir hygge byrjaði í Bretlandi fyrir um það bil tveimur árum. Þá birtist á vefsíðu BBC, breska ríkisútvarpsins grein um hygge og orðið hefur nú verið tekið upp í hina þekktu orðabók Oxford English Dictionary. Orðabókin segir þetta orð lýsandi fyrir danska menningu,  það merki notalega samveru, sem auki vellíðan og ánægju.  

Áhugi á Dönum og öllu því sem danskt er hefur aukist mikið í Bretlandi á allra síðustu árum, danskir sjónvarpsmyndaflokkar, til dæmis Borgen og Forbrydelsen hafa notið mikilla vinsælda meðal Breta. Auk „The little book of Hygge“ komu á síðasta ári út í Bretlandi að minnsta kosti níu bækur um sama efni. Kjötbollur, glögg, snúðar, sælgæti, rauðvínstár, kaldur bjór og kertaljós er meðal þess sem höfundar þessara bóka telja að skapi hina eftirsóknarverðu hygge. Breska dagblaðið Evening Standard sagði í umfjöllun um hygge að Danir hafi þekkt þetta fyrirbæri árum saman og það sé ein ástæða þess að þeir séu meðal hamingjusömustu þjóða heims „þótt þar sé dimmt, kalt og úrkomusamt.“ Breska dagblaðið Guardian sendi einn blaðamanna sinna til Kaupmannahafnar til að leita að hygge. Blaðamaðurinn sagðist vissulega hafa skynjað þessa hygge þótt hann gæti ekki lýst henni með orðum og enn síður útskýrt hvernig hún yrði til. Tiltók sérstaklega að hann hefði borðað tebirkes vínarbrauð með remonce (smjör og sykurkrem), það hefði bragðast prýðilega en blaðamaðurinn treysti sér ekki til að fullyrða að vínarbrauðið væri eitt og sér hygge aukandi.  

Hygge Hygge Hygge

Hygge er ekki komið í franskar orðabækur en þar í landi seljast bækur um þetta óskilgreinanlega fyrirbæri, hygge, í stórum stíl. Í Bandaríkjunum má finna Hygge- bakarí, kínverskir ferðamenn sem streyma til Danmerkur segjast koma til að upplifa hygge. Í Þýskalandi er víða að finna veitinga- og kaffistaði sem kenna sig við hygge, í Berlín er til dæmis að finna Café Hygge. Í Hamborg er fyrir skömmu farið að gefa út tímarit sem heitir Hygge.

Í fyrsta tölublaðinu notaði ritstjórnin 162 blaðsíður til að skilgreina „þessa dönsku heimspeki“ eins og það er orðað. Einkunnarorð blaðsins eru „gerðu líf þitt huggulegra“ og með fyrsta tölublaðinu fylgdu framburðarleiðbeiningar þannig að enginn þurfi að fara flatt á framburðinum. Í þessu fyrsta tölublaði er líka „topp tíu hygge listi“ einskonar leiðbeiningar um það hvernig hægt sé að upplifa hygge. Maður á til dæmis að njóta matarins í stað þess að telja hitaeiningarnar, rækta sambandið við vinina, vera þakklátur fyrir það sem maður hefur og ganga í ullarfatnaði!  Þetta fyrsta tölublað er ríkulega myndskreytt en það vekur athygli að margar myndanna eru frá Svíþjóð. 

Skilgreingarvandi

Í nýjasta tölublaði Samvirke, félagsmannablaði Coop samtakanna, er löng umfjöllun um hygge. Enginn þeirra fjölmörgu sem þar var rætt við treysti sér til að skilgreina orðið. „Njóta þess sem maður hefur, frekar að eiga notalega stund með fjölskyldu og vinum en að vinna fyrir örfáum viðbótarkrónum“ nefndu margir sem einskonar skilgreiningu. Það er kannski ekki skrýtið að útlendingar eigi erfitt með að átta sig á og skilgreina þetta fyrirbæri, hygge, fyrst heimamenn geta það ekki sjálfir. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar