Birgir Þór Harðarson Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
Birgir Þór Harðarson

Fyrrverandi dúx orðinn forsætisráðherra Íslands

Katrín Jakobsdóttir er önnur konan sem gegnir embætti forsætisráðherra en hvað eftir annað mælist hún með hvað mest persónufylgi í skoðanakönnunum af öllum starfandi stjórnmálamönnum. En hver er Kata Jak, eins og hún er gjarnan kölluð?

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, er nú orðin for­sæt­is­ráð­herra í nýrri stjórn VG, Fram­sóknar og Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Gríð­ar­legt per­sónu­fylgi Katrínar á sér fá for­dæmi og fagna margir því að hún sé orð­inn for­sæt­is­ráð­herra. Hún er þriðja yngsta mann­eskjan til að gegna þessu valda­mesta emb­ætti á Íslandi en þrátt fyrir það er hún alls eng­inn nýgræð­ingur í stjórn­mál­um. En hver er bak­grunnur Katrínar Jak­obs­dótt­ur?

Katrín er fædd í Reykja­vík þann 1. febr­úar 1976. Hún er gift Gunn­ari Erni Sig­valda­syni heim­spek­ingi og eiga þau saman þrjá syni, þá Jak­ob, Ill­uga og Ármann Áka.

Faðir hennar hét Jakob Ármanns­son en hann lést árið 1996, 57 ára að aldri. Hann var banka­maður og kenn­ari. Móðir hennar var sál­fræð­ing­ur­inn Signý Thorodd­sen en hún fædd­ist árið 1940 og lést 2011. 

Afi Katrínar var Sig­urður S. Thorodd­sen alþing­is­maður og meðal ann­arra skyld­menna hennar voru Katrín Thorodd­sen alþing­is­kona og Skúli S. Thorodd­sen alþing­is­maður og langafinn Skúli Thorodd­sen alþing­is­mað­ur.

Dúx með 9,7

Katrín útskrif­að­ist sem stúd­ent frá Mennta­skól­anum við Sund árið 1996. Hún dúxaði með 9,7 í aðal­ein­kunn, hæstu ein­kunn sem stúd­ent við MS hafði fengið fram að því. 

„Ég hef svo sem enga töfrafor­múlu fyrir dúxa, en ég lærði vel fyrir próf­in. Ég tek tarnir fyrir próf, fremur en að liggja alltaf yfir bók­unum og hef alltaf verið með góðar ein­kunn­ir,“ sagði Katrín í við­tali við Morg­un­blaðið í maí 1996.

Hún er ekki eini dúx­inn í fjöl­skyld­unni, því bræður hennar tveir, tví­burarnir Ármann og Sverr­ir, luku sínum stúd­ents­prófum frá Mennta­skól­anum við Sund með láði. Ármann dúxaði með 9,6 og Sverrir var annar sem­idúxa.

Ármann er pró­fessor í íslensku og rit­höf­und­ur. Frá því 2011 hefur hann gegnt stöðu pró­fess­ors við íslensku-og menn­ing­ar­deild Háskóla Íslands. Á mennta­skóla­árum sínum komst hann ásamt tví­bura­bróður sínum Sverri þrisvar í úrslit í Gettu betur og sigr­aði í þeirri keppni 1990. Árið 1989 var hann í ræðuliði skól­ans sem sigr­aði í Mor­fís-ræðu­keppn­inni. Árið 2001 var Ármann dóm­ari í Gettu bet­ur.

Sverrir Jak­obs­son bróðir hennar er sagn­fræð­ingur en hann útskrif­að­ist frá Mennta­skól­anum við Sund árið 1990, lauk svo BA-­prófi við Háskóla Íslands 1993 og MA-­prófi frá Háskól­anum í Leeds í Bret­landi. Hann lauk dokt­ors­prófi frá HÍ 2005. Sverrir var aðjunkt í sagn­fræði við Háskóla Íslands árin 2010 til 2013, lektor 2013 til 2014 og hefur starfað sem pró­fessor í sagn­fræði við Háskóla Íslands frá árinu 2014. Sverrir var í for­svari fyrir Sam­tök her­stöðvaand­stæð­inga og for­maður þeirra 1999 til 2000. 

Ármann og Sverrir í Gettu betur
RÚV/Skjáskot

Áhugi á glæpa­sögum

Katrín stund­aði nám við Háskóla Íslands og lauk þar BA-­prófi í íslensku með frönsku sem auka­grein árið 1999. Katrín lauk meist­ara­námi í íslenskum bók­menntum frá HÍ árið 2004.

Hún skrif­aði bók upp úr BA-­rit­gerð sinni sem nefn­ist Glæp­ur­inn sem ekki fann­st: saga og þróun íslenskra glæpa­sagna.

Í við­tali við Vísi í jan­úar árið 2002 seg­ist hún alltaf hafa haft áhuga á glæpa­sög­um. „Ég las Agöthu Christie á ung­lings­aldri og þótti hún ótrú­lega skemmti­leg. Upp­á­halds­barna­bæk­urnar voru Dul­ar­fullu-bæk­urnar og Fimm-bæk­urn­ar,“ sagði hún í við­tal­inu.

Í grein­inni segir að þegar komið hafi verið að því að skrifa BA-­rit­gerð hafi Katrín gef­ist upp á hefð­bundnum rit­gerð­ar­yrk­is­efnum og tekið að sér að skrifa sögu íslenskra glæpa­sagna. Upp­lýs­ing­arnar sem lágu fyrir um verk­efnið hafi verið um það bil fimm línur í íslensku bók­mennta­sög­unni. Hún sagði að rann­sókn­ar­vinnan hafi verið ótrú­lega skemmti­leg. „Ég gekk um bæinn og spurði fólk sem komið var til vits og ára hvort það myndi eftir glæpa­sög­um. Þessar gömlu íslensku glæpa­sögur voru mjög víð­lesn­ar. Eldra fólk las þær og hafði gaman af. Það er því nægur mark­aður fyrir glæpa­sögur á ísland­i,“ sagði hún enn fremur í við­tal­inu.

„Mér finnst þessar sögur geig­væn­lega skemmti­legar og það var mjög gaman að lesa þær og stúd­era. Þær segja mikið um ráð­andi við­horf. Glæpa­sögur brjót­ast ekki gegn ríkj­andi hefð­um; þær gera enga upp­reisn.“

Hún var mál­fars­ráðu­nautur á frétta­stofum RÚV í hluta­starfi 1999 til 2003 auk fjöl­margra sum­ar­starfa. Hún starf­aði jafn­framt í dag­skrár­gerð fyrir ljós­vaka­miðla og rit­störf fyrir ýmsa prent­miðla 2004 til 2006. Katrín kenndi í End­ur­mennt­un, símennt­un­ar­mið­stöðvum og Mími tóm­stunda­skóla 2004 til 2007 og gegndi rit­stjórn­ar­störfum fyrir Eddu - útgáfu og JPV-­út­gáfu 2005 til 2006. Einnig var hún stunda­kenn­ari við Háskóla Íslands, Háskól­ann í Reykja­vík og Mennta­skól­ann í Reykja­vík 2006 til 2007.

Katrín rökræðir í sjónvarpssal RÚV.
Birgir Þór

Byrj­aði ung í stúd­entapóli­tík

Katrín varð þing­maður Reykja­vík­ur­kjör­dæmis norður árið 2007 fyrir Vinstri hreyf­ing­una – grænt fram­boð. Hún varð mennta­mála­ráð­herra árið 2009 í stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur og mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra árin 2009 til 2013. Hún var sam­starfs­ráð­herra Norð­ur­landa 2009 til 2013.

Stjórn­mála­fer­ill hennar byrj­aði snemma en hún var í stúd­enta­ráði Háskóla Íslands og háskóla­ráði 1998 til 2000. Hún varð for­maður Ungra Vinstri grænna árið 2002 og gegndi því emb­ætti til árs­ins 2003. Katrín var full­trúi í fræðslu­ráði, síðar mennta­ráði, Reykja­víkur 2002 til 2005 og for­maður nefndar um barna­bóka­verð­laun fræðslu­ráðs Reykja­víkur 2002 til 2006.

Katrín var vara­borg­ar­full­trúi fyrir Reykja­vík­ur­list­ann 2002 til 2006 og vara­for­maður Vinstri hreyf­ing­ar­innar - græns fram­boðs 2003 til 2013. Hún var for­maður sam­göngu­nefndar Reykja­víkur árið 2004 og for­maður umhverf­is- og heil­brigð­is­nefndar Reykja­víkur 2004. Hún hefur setið í fjölda ann­arra nefnda í gegnum tíð­ina og var hún sam­starfs­ráð­herra Norð­ur­landa 2009 til 2013.

Katrín hefur verið for­maður VG síðan 2013. Hún tók við af Stein­grími J. Sig­fús­syni en hún fékk 98,4 pró­sent atkvæða á lands­fundi á sínum tíma.

Lék í mynd­bandi Bang Gang

Þess má til gam­ans geta að Katrín lék í mynd­bandi við lagið „Listen Baby“ með Bang Gang árið 1996. Lemúr­inn rifj­aði upp leik­list­ar­hæfi­leika hennar í grein fyrir þremur árum. Í henni kemur fram að hljóm­sveitin Bang Gang hafi upp­haf­lega verið tveggja manna verk­efni skóla­fé­laga úr Mennta­skól­anum í Reykja­vík. Annar þeirra var Barði en hinn var Hen­rik Björns­son, sem átti síðar eftir að gera garð­inn frægan með hljóm­sveit­inni Singa­pore Sling. Með­limir sveit­ar­innar voru rúm­lega tví­tugir og Katrín var á sama aldri.

Hér fyrir neðan má sjá mynd­bandið þar sem Katrínu bregður fyrir í hlut­verki dul­ar­fullu kon­unn­ar.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar