Reykjavík neðst í þjónustukönnun Gallup

Reykjavíkurborg mælist langneðst í þjónustukönnun Gallup í samanburði við önnur sveitarfélög þegar kemur að þjónustu bæði leikskóla og grunnskóla, þjónustu við eldri borgara og þjónustu við fatlaða.

ráðhús reykjavík
Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg mælist langneðst í þjón­ustukönnun Gallup í sam­an­burði við önnur sveit­ar­fé­lög þegar kemur að þjón­ustu bæði leik­skóla og grunn­skóla, þjón­ustu við eldri borg­ara og þjón­ustu við fatl­aða.

Þetta kemur fram í sam­an­burð­ar­kafla könn­un­ar­innar sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um. Reykja­vík er einnig neðst í mæl­ingu á heildará­nægju íbúa af sveit­ar­fé­lagi sínu.

Reykja­vík fær 2,8 í ein­kunn þegar spurt er um afstöðu til þjón­ustu leik­skóla sveit­ar­fé­lags­ins, hæsta ein­kunn er fimm. Þar er Garða­bær efst sveit­ar­fé­laga með 4,3 í ein­kunn.

Auglýsing

Þegar kemur að þjón­ustu grunn­skóla fær Reykja­vík 3,1 en Garða­bær, sem aftur mælist efst sveit­ar­fé­laga fær 4,2.

Reykja­vík­ur­borg fær 2,4 þegar spurt er um þjón­ustu við eldri borg­ara en þar mælist Hvera­gerði hæst með 4,2 og Reykja­vík er enn lægst þegar spurt er um þjón­ustu við fatl­aða, fær 2,5 en Fljóts­dals­hérað fær þar hæstu ein­kunn, 3,7.

Reykja­vík­ur­borg mælist ekki neðst í öllum mála­flokkum sem spurt er um í könnun Gallup, en þar stappar nærri. Borgin mælist næst neðst í skipu­lags­mál­um, þriðja neðst í menn­ing­ar­málum og fimmta neðst í sorp­hirðu­málum svo dæmi séu tek­in.

Umdeild könnun

Við­mæl­endur Kjarn­ans, sem ekki vildu koma fram undir nafni en eru kjörnir full­trúar víða um land í þeim sveit­ar­fé­lögum sem þjón­ustukönnun Gallup tekur fyr­ir, voru sam­mála um að sumt væri ósann­gjarnt í nið­ur­stöðum könn­un­ar­inn­ar.

Þannig mælist Reykja­vík­ur­borg til dæmis neðar en Sel­tjarn­ar­nes í ánægju íbúa sveit­ar­fé­lag­anna með menn­ing­ar­mál, en ljóst er að umfang menn­ing­ar­starf­semi Reykja­vík­ur­borgar er væg­ast sagt marg­föld á við umfang sama mála­flokks hjá Sel­tjarn­ar­nesi.

Stundum megi ætla að minni sveit­ar­fé­lögin græði á smæð sinni, þar sem ein­hvers konar bæj­arstolt kunni að mati við­mæl­enda Kjarn­ans í sumum til­vikum að hafa áhrif á svör íbúa þeirra.

Hins vegar sé könn­unin gott tæki fyrir sveit­ar­fé­lögin til að skoða breyt­ingu á ánægju eða óánægju íbúa ár eftir ár, til dæmis ef gerðar eru breyt­ingar á ein­stökum mála­flokk­um. Sem og hvati til að gera betur þar sem ljóst þykir að óánægja íbúa sé mikil með ákveðin mál.

Reykja­vík ekki með

Reykja­vík­ur­borg tekur ekki beinan þátt í þjón­ustukönn­un­inni og hefur ekki gert í nokkur ár. Íbúar borg­ar­innar eru þó hafðir með í úrtaki Gallup til sam­an­burðar fyrir önnur sveit­ar­fé­lög.

Í svörum borg­ar­stjóra við gagn­rýni minni­hlut­ans í borg­ar­stjórn vegna þeirrar ákvörð­unar borg­ar­innar að vera ekki með í könn­un­inni hefur komið fram að sviðs­stjórar Reykja­vík­ur­borgar hafi verið á nær einu máli um að þjón­ustukönn­unin nýt­ist þeim ekki til að bæta þjón­ustu borg­ar­inn­ar. Hún mæli fremur ímynd þjón­ust­unnar en ánægju þeirra sem nýti sér hana. Þannig væri ósam­ræmi milli könn­unar Gallup og ann­arra kann­ana. Þegar könnuð væri ánægja beinna not­enda, en ekki bæði not­endur þjón­ustu sem og þeirra sem ekki nýta sér hana, væri ánægjan meiri en þegar úrtakið væri almennt.

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri var á fundi borg­ar­stjórnar í gær og hafði ekki tök á að veita Kjarn­anum við­tal um mál­ið. Hann sagði hins vegar að þessar kann­anir þurfi að rýna vel áður en hægt sé að tjá sig um þær að ein­hverju viti. „Um það hafa reyndar verið skrif­aðar lærðar rit­gerð­ir,“ kom fram í skila­boðum frá Degi.

Þjón­ustukönnun Gallup hefur verið fram­kvæmd frá árinu 2008, þar sem við­horf og ánægja íbúa með þjón­ustu í stærstu sveit­ar­fé­lögum lands­ins er kann­að. „Nið­ur­stöður nýt­ast meðal ann­ars við for­gangs­röðun verk­efna og stefnu­mótun en gerður er sam­an­burður á nið­ur­stöðum við heild­ar­nið­ur­stöður ann­arra sveit­ar­fé­laga. Um er að ræða árang­urs­ríka leið til að fá upp­lýs­ingar um afstöðu íbúa og hvar veik­leikar og styrk­leikar liggja í þjón­ustu og starfi sveit­ar­fé­lags­ins,“ segir á heima­síðu Gallup.

Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi
Neyðarástand er víða í Sýrlandi eftir blóðuga borgarastyrjöld árum saman.
24. febrúar 2018
Líf, Elín og Þorsteinn leiða lista VG í Reykjavík.
Líf, Elín og Þorsteinn leiða hjá VG í Reykjavík
Forvali Vinstri grænna lauk í dag. Þau Líf Magneudóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir og Þorsteinn V. Einarsson skipa þrjú efstu sætin. Kosið var um fimm efstu sæti á lista og greiddu tæplega 500 atkvæði í valinu.
24. febrúar 2018
Ólafur Helgi Jóhansson
Lestur, læsi og lesskilningur – grundvallaratriði náms
24. febrúar 2018
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Varðandi stöðu Hugarafls og Geðheilsu Eftirfylgdar
24. febrúar 2018
„Þetta eru allt íslensk börn“
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það markmið sitt að börn af erlendum uppruna sem búa á Íslandi hafi sömu tækifæri í íslensku skólakerfi og önnur börn.
24. febrúar 2018
Þórður Snær Júlíusson
Höfum við ekki tíma til að sinna námi barnanna okkar?
24. febrúar 2018
Stóru málin
Stóru málin
Stóru málin – Reykvísk stjórnsýsla er eins og pítsa sem maður fær aldrei
24. febrúar 2018
Þórdís býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, býður sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram 16. - 18. mars þar sem kosið verður um forystu flokksins.
24. febrúar 2018
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiInnlent