Bára Huld Beck Berglind Rós Magnúsdóttir og Auður Jónsdóttir
Bára Huld Beck

Stéttaskipting í kókópöffspakka

Tvær vinkonur hittast og ræða um ólíka sýn á lífið og upplifanir. Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir spjallaði við Berglindi Rós Magnúsdóttur, dósent við menntavísindasvið Háskóla Íslands, um forréttindi, stéttavitund og hvernig ólíkur bakgrunnur hefur áhrif á hegðun fólks.

Ég var sautján ára vand­ræðaung­lingur þegar ég kynnt­ist Berg­lindi Rós Magn­ús­dótt­ur, dós­ent við mennta­vís­inda­svið Háskóla Íslands. Þá hafði ég flosnað upp úr tveimur fram­halds­skól­um, ennþá nokkuð tætt eftir líf­legan skilnað for­eldra minna og stans­laust djamm síðan ég var fjórtán ára, í ofaná­lag nýgreind með floga­veiki. Ég upp­lifði mig utan­garðs og þótt­ist hafa marga fjör­una sopið eftir sum­ar­vinnu við garð­yrkju og fisk­vinnslu. Í augum vin­konu minnar naut ég hins vegar for­rétt­inda – og ég gerði það án þess að átta mig á því, eins og oft er raunin með for­rétt­indapésa. Í augum mínum var það hún sem naut eft­ir­sókn­ar­verð­ustu for­rétt­inda heims­ins því hún var svo áber­andi sæt.

Ég hafði verið sel­flutt í Mennta­skól­ann á Akur­eyri kortéri í skóla­setn­ingu fyrir til­stilli ætt­ingja en föð­ur­afi minn hafði eitt sinn kennt við skól­ann. Og þá hvarfl­aði ekki einu sinni að mér að það gætu verið for­rétt­indi.

Okkur Berg­lindi Rós var úthlutað saman her­bergi á heima­vist­inni. Berg­lind átti að hafa góð áhrif á mig, kom­andi úr soll­inum í Reykja­vík, en hún frá afskekktum sveitabæ í Skaga­firði. Við höfðum vissu­lega áhrif hvor á aðra en kannski ekki góð að mati skóla­yf­ir­valda – þó svo í dag álíti Berg­lind að við höfum haft mik­il­væg áhrif hvor á aðra á við­kvæmu mót­un­ar­skeiði. Berg­lind Rós er nú með dokt­ors­gráðu í félags­fræði mennt­unar frá Cambridge háskóla í Bret­landi en hún stund­aði einnig nám í Corn­ell háskól­anum í Banda­ríkj­un­um.

Síð­ast­liðið sumar sátum við á ind­verskum veit­inga­stað í Berlín, búnar að drekka nógu mikið létt­vín til að vera kæru­leys­is­lega bein­skeyttar í tali þegar hún sagði: „Ég varð að klára þessi próf, ann­ars hefði ég hvorki kom­ist lönd né strönd. En þú þurftir þess ekki. Þú próf­aðir félags­lífið í nógu mörgum mennta­skólum til að ná þér í tengsla­net og til­einka þér það sem þú þurftir fyrir líf­ið.“

„Eru mennta­skólar til þess að ná sér í tengsla­net?“ fliss­aði ég. Mennta­dokt­or­inn glotti svo ögrandi að ég fuss­aði að tengsla­net hefði ekk­ert með skrifin mín að gera – búin að fá lífs­tíð­ar­skammt af aðdrótt­unum um að ég hafi fæðst með silf­ur­skeið menn­ing­arma­fíósa í munni.

„Skrifin standa fyrir sín­u,“ sagði hún, „en þú komst úr þannig umhverfi að þegar við kynnt­umst barstu enga virð­ingu fyrir valdi heldur gerðir það sem þú vildir gera. Þú tókst þér stöðu utan kerfs­ins en gast alltaf gengið að opnum dyr­um, þú vissir hvert þú ættir að leita og hvað þú ættir að segja. Það eru for­rétt­indi, ákveðið auð­magn.“

Auð­magn mennt­skæl­ings

Ég var hugsi yfir orðum henn­ar, þó að við höfum oft rætt ólíkan bak­grunn okk­ar: Berg­lind Rós alin upp hjá ömmu sinni og afa í Fljót­unum meðan ég átti nokkra þjóð­þekkta nána ætt­ingja. Á ung­lings­árum kom fyrir að hún væri húð­skömmuð en ég tekin silki­hönskum fyrir sömu heimsku­pör­in.

Við stigum báðar tættar inn í tán­ings­árin en vin­átta okkar er samt lif­andi dæmi um öll ósýni­legu lögin af for­rétt­indum sem gegn­um­sýra sam­fé­lag og hafa orðið henni ótæm­andi upp­spretta í akademískar rann­sóknir og mér hvatn­ing til að nota „Al­menn­ings­á­litið er ekki til“ eftir Bour­dieu sem kló­sett­bók svo ég hafi roð við henni í rök­ræðum sem þess­um. Eða þegar hún segir hluti á borð við: „Mennta­skólar eru stofn­anir upp­haf­lega hann­aðar fyrir emb­ætt­is­manna­stétt­ina og síðar milli­stétt­ina til að læra góða siði og öðl­ast réttu þekk­ing­una fyrir fólk í þeirri stöðu, rétta stíl­inn og tungu­málið fyrir opin­beran erind­rekst­ur. Maka­val er oft hluti af áður­nefndum félagsauði, það er vel þekkt í rann­sóknum að tengsl sem mynd­ast í þessum skólum nýt­ast oft síð­ar.“

Jú, tengslin við Berg­lindi Rós síðan í menntó nýt­ast mér ennþá í líf­inu – eins og í við­talið hér.

Reykt og ögrað

Og hún hefur frá­sögn­ina: „Heima hafði ég orðið fyrir miklum áhrifum frá frænku minni, þremur árum eldri, sem var send í sveit til okkar og ærði upp í mér upp­reisn­ar­and­ann um leið og hún gaf mér inn­sýn í nýja heima. Ein af okkar upp­reisnum fólst í að neita að vinna á sunnu­dögum því það væri óskor­aður réttur verka­fólks að eiga frí! Í sveit­inni var vinnu­harka og ég fór að vinna fullan vinnu­dag með vinnu­fólk­inu um tíu ára ald­ur. Ég hefði getað haldið stórt heim­ili tólf ára, svo mikið kunni ég til heim­il­is­verka. Við fengum þessi rétt­indi í gegn, við María frænka mín, og gátum safnað frí­dögum saman ef við neydd­umst til að heyja á sunnu­dög­um.

Í níunda bekk þótti ég svo óþekk að Páll skóla­stjóri í Varma­hlíð var alveg að gef­ast upp og varði drjúgum tíma í að kalla mig inn á skrif­stofu og reyna að aga mig með litlum árangri. Vand­inn fólst aðal­lega í að ég reykti og stimp­að­ist við að hætta því og hann var viss um að ég myndi kenna öllum skól­anum að reykja. En í tíunda bekk varð ég svo aftur „góða stelpan“ vegna ákveð­innar lífs­reynslu sum­arið á undan og hélt mínu striki í nám­inu. Það fleytti mér inn í MA.

Þú varst ekki lengi að vekja uppreisnaróværuna í mér sem hafði legið í dvala en fann sér nú öflugan bandamann.

Þegar ég byrj­aði í MA, fimmtán ára, var ég stað­ráðin í að standa mig því mér hefði hlotn­ast sú gæfa að kom­ast inn í þennan fína skóla, þrátt fyrir allt og allt. Ég bar ótta­blandna virð­ingu fyrir hon­um, alls ekki viss um að ég væri verðug alls þessa. Þetta ýtti undir nokkuð óspjall­aða ímynd fyrstu tvö árin í MA og ég var því talin heppi­legur her­berg­is­fé­lagi fyrir betr­un­ar­vist þína á heima­vist­inni. Þú varst ekki lengi að vekja upp­reisn­aró­væruna í mér sem hafði legið í dvala en fann sér nú öfl­ugan banda­mann. Þessi banda­maður hafði, ólíkt öllum öðrum óþekkt­ar­ormum sem ég hafði kynn­st, virð­ingu og enda­laust umburð­ar­lyndi hjá vald­höf­um. Svo ég byrj­aði aftur að reykja og ögra – í skjóli þín­u.“

Vissan um að vera reddað

„Það sem ég upp­lifði strax þegar ég sá þig var að þú komst úr allt öðrum menn­ing­ar­heimi og þú barst það með þér, þú varst í allt öðru­vísi fötum en flestir á Akur­eyri á þessum tíma,“ segir Berg­lind.

„Ég var í ljósum galla­buxum og nokkuð flegnum bol og þú í skræp­óttum sokka­buxum og lufsuskokki. Þér fannst mat­ur­inn í mötu­neyt­inu mjög vondur en ég var þakk­lát fyrir hann því ég hafði slæma reynslu af mötu­neyti síð­asta heima­vist­ar­skól­ans sem ég hafði verið í og var alin upp við að vera þakk­lát fyrir það sem var boðið upp á. Maður átti ein­fald­lega að vera þakk­látur og þakka fyrir sig.

Fyrsta sem þú gerðir var að fara út í búð og kaupa kókópöffs,“ rifjar Berg­lind upp og hlær við minn­ing­una.

„Fyrir mér var þetta raunar van­þakk­læti því þetta var frekar gott mötu­neyti miðað við það sem tíðk­að­ist í skól­um. Á sunnu­dögum var til dæmis heitt kakó og vöfflur – að vísu misstum við mjög gjarnan af sunnu­dags­morg­un­matnum vegna anna­samra laug­ar­dags­kvölda. En þér fannst það allt í lagi meðan ég upp­lifði það sem svo­lítið drama, að missa af þessu fína hlað­borði. Hlað­borð lífs­ins eru einnig mis­jafn­lega upp­dekk­uð. Þú barst með þér að hafa aldrei þurft að gera neitt sem þig lang­aði ekki til að ger­a.“

„Jú, reynd­ar,“ langar mig að skjóta inn í því ég hafði unnið tíu tíma á dag í bæði garð­yrkju og fisk­vinnslu síðan ég var þrettán ára – og meira að segja líka á kass­anum í Hag­kaup – en eitt­hvað svipað gerðu hvort sem er allir af þess­ari barna­vinn­u-kyn­slóð, svo ég læt það slæda og Berg­lind heldur áfram:

„Það gat hins vegar komið sér vel að geta ein­beitt sér að lær­dómi sem maður hafði engan sér­stakan áhuga á og þar skildi á milli okk­ar. Gera þarf fleira en gott þykir er máls­háttur minnar barn­æsku en lík­lega ekki þinn­ar,“ botnar hún og minnir mig eitt augna­blik á ömmu mína. Það er ekki laust við að ég blygð­ist mín við að heyra þetta – en það er hollt að hlusta.

„Fyrir fólk sem treystir á kerfið er svo mik­il­vægt að það virki og sé gott,“ útskýrir Berg­lind þegar hún tengir for­tíð okkar við fræð­in. „Að það séu gæði í kerf­inu því flestir þurfa að treysta á almennt mennta­kerfi. En þetta var þriðji skól­inn sem þú fórst í svo þú hafðir líka sam­an­burð og barst enga sér­staka virð­ingu fyrir þessum skóla umfram ann­an. Þú vissir að þér yrði reddað inn í annan skóla ef þú stæðir þig ekki. En ég vissi að ef ég myndi ekki standa mig þá væri mín veg­ferð öllu óljós­ari, ekki skrifuð í mín ætt­ar­ský, og ég færi jafn­vel bara að hreinsa dún í sveit­inni með allri þeirri félags­legu ein­angrun sem því fylgd­i.“

Auður og Berglind Rós
Bára Huld Beck

Lík­am­leg stétta­vit­und

Þetta er hræði­legt! and­varpa ég við tak­mark­aða samúð vin­konu minnar sem heldur áfram sínum vægð­ar­lausa mál­flutn­ingi: „Í lægri stéttum ber maður aðeins meiri virð­ingu fyrir því sem fyrir mann er lagt. Líka af því að maður hefur ekki yfir­sýn yfir þá mögu­leika sem fel­ast í for­rétt­indum þeirra sem eru ofar í stétta­lög­un­um. Það var svo mikið diss í þér.

Þú sást alltaf leið til að vald­efla sjálfa þig í því kerfi sem þú varst sett inn í án þess að það snerti námið á nokkurn hátt – eins og þegar við stofn­uðum Ævin­týra­fé­lagið en þannig komstu þér fyrst á fram­færi; með því að búa til félag á for­sendum þín­um. Hin félögin voru þessi hefð­bundnu; póli­tísk félög, íþrótta­fé­lög eða leik­fé­lagið sem er harla ólík­legt að þú hefðir getað sam­stundis orðið for­maður í.

Þú varst fyrsta stelpan sem ég kynnt­ist sem varst ófeimin við að taka þér rými og rödd, oft á óljósum for­send­um. Fyrir þá sem eru ekki vanir því að vera í sviðs­ljós­inu þarf það gjarnan að vera skýrt að ef stigið er inn í það ljós hafi við­kom­andi aug­ljóst erindi. En það þurfti ekk­ert svo­leið­is, þú varst viss um að þú ættir erindi og ég get skýrt það með þínum félags­lega bak­grunn­i.“

„Láttu gossa!“

„Ég ólst upp við það að konan hafði vald en það var bundið við einka­svið­ið; heim­ili og börn og í besta falli kennslu (börn) ef það snerti opin­bera svið­ið. Kon­urnar í sveit­inni höfðu nán­ast enga rödd á opin­berum vett­vangi, s.s. í gegnum stjórn­ar­set­u. ­Kon­urnar í kven­fé­lag­inu fengu að baka fyrir fund­ina og safna pen­ingum í góð­gerð­ar­starf­semi. Amma mín var mjög feimin og vakti aldrei á sér athygli á opin­berum vett­vangi en ekki vant­aði hana gáfur eða góðar til­lögur frekar en aðrar konur í sveit­inni en það var þá gjarnan afgreitt við eld­hús­borð­ið.

Þetta elst ég upp við svo það var mjög hressandi að upp­lifa þessa nálg­un. Ég man að þegar verið var að kjósa í nem­enda­fé­lagi MA–­þrátt fyrir að Ísland hefði þá átt sinn kven­for­seta og rauð­sokkur og allt það – þurftu stelp­urnar sem buðu sig fram svo­lítið að sýna að þær væru ekki bara athygl­is­sjúk­ar. Þær ættu raun­veru­legt erindi. En þér var alveg sama þó að ein­hver segði að þú værir athygl­is­sjúk.

Stétt líkamnast í okkur. Þú varst miklu frjálsari af hefðbundnum hugmyndum um kvenleika sem er haldið mjög að ungum stúlkum á öllum tímum.

Ég man meira að segja eftir til­finn­ing­unni í lík­am­anum þegar ég var að brjót­ast út úr þessu gamla hafta­kerfi upp­runa míns með þig mér við hlið. Þú stóðst keik og stundum bók­staf­lega bull­aðir í ein­hvern hljóð­nema og ég leið kvalir á meðan því ég sá hryll­ings­svip­inn á fólki: Þær, eina ferð­ina enn! Alltaf að taka rými og pláss og halda að þær séu eitt­hvað!“ Berg­lind hlær og hristir höf­uðið yfir þessum stelpum sem við vorum einu sinn­i. „Þetta er lík­am­legt minni, þetta var hræði­legt – en kómískt um leið og bráð­nauð­syn­legt. Til að breyta sög­unni sem hefur tekið sér ból­festu í lík­am­anum þarf ögrun, til­hlaup og dass af van­líðan – um stund­ar­sak­ir.

Þegar tók að vora höfðum við næstum því skrópað okkur út úr skól­anum en í raun hafði ég aldrei lært eins mikið um og verið jafn mik­ill þátt­tak­andi í sam­fé­lagi eins og þennan vet­ur.“

Hefð­bundnar hug­myndir um kven­leika

„Stétt lík­amn­ast í okk­ur. Þú varst miklu frjáls­ari af hefð­bundnum hug­myndum um kven­leika sem er haldið mjög að ungum stúlkum á öllum tím­um. Nú erum við að tala um tvær stelpur svo þetta er ekki bara kynja­kerf­ið, sem við erum að tala um, heldur sam­spil kynja- og stétta­kerf­is­ins. Þú ert alin upp við konur sem tóku sér rými og höfðu rödd og vægi í fjöl­miðlum og sviðs­ljósi sam­fé­lags­ins. Reyndu það að minnsta kosti og höfðu að mark­miði að vera hluti af vald­inu en um leið að brjóta upp karllægar valda­form­gerðir sam­fé­lags­ins. Mamma þín var ögrandi pistla­höf­und­ur, stjúp­móðir þín þing­mað­ur, móð­ur­systir leik­stjóri og amma þín „fram­kvæmda­stjóri Nóbels“ á Íslandi.

Allar þessar konur höfðu tengsl inn í valda­stétt sam­fé­lags­ins, og voru hluti af menn­ing­ar- og stjórn­mála­el­ítu lands­ins. Að hafa slík tengsl frá blautu barns­beini hefur gríð­ar­leg mót­un­ar­á­hrif, eins og hvernig þú kemur fram á kvöld­vöku í Mennta­skól­anum á Akur­eyri eða hvar sem er. Þú veist að þú hefur engu að tapa. Þú getur bara farið úr þessum skóla í ann­an, ef þú gengur of langt. Það er þessi hreyf­an­leiki sem teng­ist svo elít­u-­stétt­ar­stöð­unni; þeir sem eru neðar í stétt­ar­lögum hafa ekki þennan hreyf­an­leika og þessa yfir­sýn. Þeir eru miklu fast­ari í þeim veru­leika sem þeim er úthlut­að.

Svona virkar stétt­ar­kerf­ið. Og við þurfum að tala um menn­ing­ar­legar og félags­legar for­sendur – og afleið­ingar – stétt­skipt­ing­ar. Við þurfum að afbyggja hug­mynd­ina að Ísland sé og hafi verið stétt­laust sam­fé­lag.“

Ákveðnir skólar sinntu ákveðnum ættum

Berg­lind Rós var dug­leg í námi og ári á undan í skóla, og komst inn í MA á þeim for­send­um. Hún upp­lifði stolt yfir sjálfri sér að hafa kom­ist inn í skól­ann.

„Það voru tvær fjöl­skyldur í sveit­inni sem höfðu farið þarna. En á sama tíma upp­lifði ég að ég var nafn­laus í þessum skóla því ég var ekki dóttir eða ætt­ingi ein­hvers sem hafði verið þarna, ég var bara Magn­ús­dóttir úr afskekktri sveit. Ég átti enga sögu þarna. Þegar fyrsti fundur með nem­endum var hald­inn á heima­vist­inni var spurt: Réttið upp hönd sem hafið átt ætt­ingja hérna? Og það voru mjög marg­ir. Þetta er birt­inga­mynd af því hvernig ákveðnir skólar sinntu til­teknum ættum á Íslandi. Í til­felli þínu hafði föð­ur­ætt þín verið þarna og þess vegna hafðir þú miklu opn­ara aðgengi að skól­anum og þurftir ekki að sýna fram á til­teknar ein­kunnir til að kom­ast inn í skól­ann eða til­tekna hegðun til að fá að vera í skól­an­um. Flestir þurftu t.d. að mæta í skól­ann og ná próf­um,“ – nú flissar Berg­lind – „og á þessum árum var mikið brott­fall úr skól­anum á fyrstu og annarri önn náms­ins sem skýrð­ist af próf­nið­ur­stöð­um. Þetta er birt­ing­ar­myndin af þínum ætt­ar­auð­i.“

„Ég er með smá aum­ingja­hroll hér!“

„Æ æ,“ segir Berg­lind áður en hún heldur útskýr­ing­unum áfram: „Maður skynj­aði hjá sumum að það var gerður munur á fólki eftir tengsl­um. Síð­ar, þegar ég kynn­ist pabba mínum bet­ur, átta ég mig á að hann kemur af slekti nátengdu MR, þar sem afi minn hafði verið kenn­ari og afkom­andi Hall­dórs Kr. Frið­riks­sonar yfir­kenn­ara Lærða skól­ans og meira og minna öll föð­ur­ættin hafði verið hluti af fámennri yfir­stétt á hinu gamla Íslandi. En af því að ég elst ekki upp hjá pabba mínum er ég ekk­ert inni í því. ­Síðar meir fæ ég betri inn­sýn í þennan heim þegar ég flyt til Reykja­víkur og kynn­ist föður mínum betur og það jók enn frekar áhuga minn á stéttapæl­ing­um. Nýverið skrif­aði ég kafla um langömmur mínar í bók­ina Margar myndir ömmu um stétt­ar­fall for­mæðra minna sem voru um fer­tugt þegar konur fengu kosn­inga­rétt. Önnur þeirra gift­ist sýslu­manni og hin kaup­sýslu­manni en þær missa þessa eig­in­menn og þá tekur við mjög erfitt ástand. Það sem hefur verið að ger­ast á síð­ustu þrjá­tíu eða fjöru­tíu árum á Íslandi er að milli­stéttin hefur stækkað mjög hratt í gegnum þekk­ing­ar­hag­kerfið og háskóla­gráð­urn­ar. Margir Íslend­ingar hafa upp­lifað þetta.“

Mik­il­vægi blönd­unar

Á síð­ustu fjöru­tíu árum hafa fjöl­margir Íslend­ingar færst milli stétta og orðið fyrsta kyn­slóðin til að verða háskóla­mennt­aðir sér­fræð­ing­ar, að sögn Berg­lind­ar, en þá er hún að tala um milli­stétt­ina. Þetta hefur gerst um allan hinn vest­ræna heim. Á sama tíma, þá sér­stak­lega á síð­ustu tutt­ugu árum, hefur fjár­hags­leg stétt­skipt­ing auk­ist gríð­ar­lega. Hug­myndin um frelsi ein­stak­lings og að allir hafi sama aðgengi að frama og vel­gengni er sterk í íslensku sam­fé­lagi.

„Fólk með mjög ein­faldar hug­myndir um stétt horfir fyrst og fremst á fjár­hags­mis­mun­un,“ segir hún. „En í raun­inni erum við með tvo valda­vett­vanga sem gjarnan takast á um leik­regl­urnar á póli­tískum vett­vangi og hvað eigi að skil­greina sem raun­veru­leg verð­mæti. Ann­ars vegar höfum við við­skipta­el­ít­una (hægrið), hins vegar menn­ing­ar­el­ít­una (vinstrið) en á síð­ustu árum hafa skilin milli þess­ara póla orðið óljós­ari.

Fólk með mjög einfaldar hugmyndir um stétt horfir fyrst og fremst á fjárhagsmismunun. En í rauninni erum við með tvo valdavettvanga sem gjarnan takast á um leikreglurnar á pólitískum vettvangi og hvað eigi að skilgreina sem raunveruleg verðmæti.

Búið er að við­skipta­væða meira og minna alla vett­vanga sam­fé­lags­ins sem krist­all­ast m.a. í því að erfitt er að halda úti námi sem hefur ekki aug­ljósan efna­hags­legan hvata. Gerðar eru skýrslur til að sýna fram á efna­hags­legan gróða af menn­ing­unni. Hún má ekki lengur hafa bara gildi í sjálfu sér, þ.e. hafa það hlut­verk að gera okkur mennsk­ari. Hana, eins og allt ann­að, þarf að rétt­læta með hag­vexti. Í umræðu um stétt er gjarnan ein­blínt á fjár­hags­lega mis­skipt­ingu sem auð­vitað skiptir gríð­ar­legu máli en þá gleym­ist að skoða menn­ing­ar­lega mis­skipt­ingu – en þar komum við að skóla­kerf­inu.

Þeir sem vilja raun­veru­legan jöfnuð þurfa að móta stefnur sem ýta undir stétta- og menn­ing­ar­blöndun í skólum og að ólíkir hópar komi þar saman og kynn­ist. Skóla­ganga er nefni­lega ekki bara bundin við náms­efni og tíma­sókn. Í skólum gefst tæki­færi til að kynn­ast marg­breyti­leika sam­fé­lags­ins.“

Hún tekur breska skóla­kerfið sem dæmi: „Sjáðu Eton og þessa drengja­skóla, einka­skóla, það er beint streymi á milli þess­arar skóla og stjórn­mála­el­ít­unn­ar. Þarna eru drengir sem hafa aldrei kynnst öðru en drengjum með sams­konar silf­ur­skeiðar í munni og fá svo aðgengi að öllum helstu valda­stöðum sam­fé­lags­ins, hvort sem það er í við­skiptum eða menn­ingu.

En ef þú hefur ekki inn­sýn í líf verka­fólks eða fólk sem býr við ann­ars konar hlut­skipti en þú – ekki einu sinni í gegnum eigin skóla­göngu – þá er ólík­legt að þú skiljir veru­leika þess og getir unnið fyrir það sem stjórn­mála­mað­ur. Okkar sam­vera í MA er gott dæmi um mik­il­vægi blönd­un­ar. MA var nefni­lega ekki meiri elítu­skóli en svo að þangað komust óþekk(t)ar sveita­stúlk­ur,“ segir Berg­lind Rós að lok­um, gáfu­lega sposk, eins og alltaf.

Vafa­laust bjó vina­hugur og vel­vild að baki hjá yfir­völdum í þessum skólum þegar þau tóku við vand­ræða­barn­inu mér af því að ætt­ingjar mínir föl­uð­ust eftir greiða. Fólk vildi hjálpa vinum sín­um, líka þeim sem áttu óþekk börn. En það áttu ekki allir ætt­ingja að sem áttu vini víða í sam­fé­lag­inu sem gátu hjálpað þeim. Ekki þá frekar en nú. Sagan okkar Berg­lindar er barn síns tíma, hún myndi hafa farið öðru­vísi í dag. En við erum öll sprottin úr þess­ari ver­öld, við erum afsprengi hennar og mót­uð­umst af henni og þar með líf okkar í dag. Stétt­skipt­ing lifir góðu lífi í ýmsum myndum og á ótelj­andi gráum svæð­um. Eina sem breyt­ist er birt­inga­mynd henn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnAuður Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFólk