Akstur landsbyggðarþingmanna opinberaður

Kjarninn beindi fyrirspurn til landsbyggðarþingmanna um akstur þeirra. 15 svöruðu efnislega en fimm ekki. Auk þeirra hafði Ásmundur Friðriksson áður upplýst um sína keyrslu.

Myndin af aksturskostnaði þingmanna er að skýrast.
Myndin af aksturskostnaði þingmanna er að skýrast.
Auglýsing

Vil­hjálmur Árna­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Oddný Harð­ar­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og Silja Dögg Gunn­ars­dóttir þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins eru á lista Alþingis yfir þá sem hlotið hafa hæstu end­ur­greiðslur vegna akst­urs­kostn­að­ar.

Fram hefur komið að Ásmundur Frið­riks­son hafi hlotið alls 4,6 millj­ónir króna end­ur­greiddar í fyrra vegna akst­urs­kostn­að­ar.

Í svari for­seta Alþingis við fyr­ir­spurn Björns Leví Gunn­ars­sonar um akst­urs­kostnað þing­manna kom fram að litið sé svo á að akst­ur­inn teng­ist starfi alþing­is­manna fyrir umbjóð­end­ur, varði sam­band þeirra við kjós­endur og sé því þeirra mál eins og ýmis­legur annar kostn­aður við starf þing­manna. „Þess vegna hafa almennt ekki verið veittar per­sónu­grein­an­legar upp­lýs­ingar um þessar end­ur­greiðsl­ur,“ segir í svar­inu.

Fimm þing­menn svara ekki

Kjarn­inn spurði alla þing­menn lands­byggð­ar­kjör­dæma um þeirra akst­urs­kostn­að. Spurt var hvort þing­menn hafi fengið end­ur­greiðslur vegna akst­urs­kostn­aðar á árunum 2013 til 2017, hvaða ár væri um að ræða, hversu mikil keyrslan var og hversu há end­ur­greiðslu­upp­hæð var á hverju ári fyrir sig. Fimmtán efn­is­leg svör bár­ust Kjarn­an­um.

Þessir landsbyggðarþingmenn svöruðu ekki fyrirspurn Kjarnans efnislega. Mynd: Samsett.Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins svar­aði ekki fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Það gerðu ekki heldur Sig­urður Ingi Jóhanns­son, og Ásmundur Einar Daða­son, þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Har­aldur Bene­dikts­son og Páll Magn­ús­son þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins svör­uðu fyr­ir­spurn­inni ekki efn­is­lega.

Ásmundur Frið­riks­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins var ekki spurður þar sem upp­lýs­ingar um hans akstur liggja fyr­ir.

Þeir lands­byggð­ar­þing­menn sem komu glæ­nýir inn á þing nú í vetur voru eðli máls­ins sam­kvæmt ekki spurð­ir. Né heldur þau sem duttu út af þingi í kosn­ingum í lok árs­ins 2017, þau Teitur Björn Ein­ars­son, Unnur Brá Kon­ráðs­dótt­ir, Jóna Sól­veig Elín­ar­dótt­ir, Val­gerður Gunn­ars­dótt­ir, Elsa Lára Arn­ar­dótt­ir, Bene­dikt Jóhann­es­son og Eva Pand­óra Bald­urs­dótt­ir. 

Upp­fært: Í svari Þór­dísar Kol­brúnar Reyk­fjörð Gylfa­dóttur sem barst eftir að fréttin fór í loftið kemur fram að hún hafi engar greiðslur feng­ið, 0 krón­ur.

Vil­hjálm­ur, Oddný og Silja á topp­list­unum

Vil­hjálmur Árna­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi, segir í sam­tali við Kjarn­ann að hann hafi verið flest árin í öðru sæti og að hann sé ekki feim­inn við að við­ur­kenna það. Hann gagn­rýnir ein­hliða umræðu sem að hans mati hefur verið um akst­urs­kostnað þing­manna og vill benda á að hann rukki til að mynda aldrei fyrir mat­ar­kostnað og mjög sjaldan hót­el­her­bergi og fleira í þeim dúr. Hann segir mik­il­vægt að líta á heild­ar­mynd­ina og að ann­ars konar kostn­aður eigi einnig að vera til umræð­u. Vil­hjálmur segir að þingið hafi náð góðum árangri við að minnka kostnað und­an­farið en bætir því við að alltaf hljóti að verða ein­hver kostn­aður við það að hafa lands­byggð­ar­þing­menn. Krafa sé á þá þing­menn að sinna kjós­endum sín­um, hitta og vera við­staddir hina ýmsu við­burði. Vil­hjálmur var við akstur þegar Kjarn­inn náði tali af honum og hafði því ekki aðgang að nákvæmum tölum um end­ur­greiðslur sín­ar. Sé það rétt að hann hafi fengið næst hæstu greiðsl­urnar á eftir Ásmundi fékk Vil­hjálmur í fyrra tæp­lega 3,5 millj­ónir í end­ur­greiðslu akst­urs­kostn­aðar í fyrra.

Auglýsing
Í svari Odd­nýjar Harð­ar­dótt­ur, sem er þing­maður Suð­ur­kjör­dæm­is, kom fram að akstur hennar árið 2017 hafi verið 23.469 kíló­metr­ar, þar af 17.290 kíló­metrar til og frá heim­ili. Sam­tals voru end­ur­greiðslur til Odd­nýjar það ár rétt tæp­lega 2,5 millj­ón­ir. Á árinu 2016 námu þær 3,1 milljón fyrir heildar akstur upp á 31.874 kíló­metra, þar af 28.698 kíló­metra í heimakstri. Sam­tals hefur Oddný fengið 13.269.857 krónur í end­ur­greiðslu vegna akst­urs­kostn­aðar á árunum 2013 til 2017.

Silja Dögg Gunn­ars­dóttir þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi fékk á síð­asta ári 1.929.818 krónur í end­ur­greiðsl­ur. Í heild var akstur Silju í fyrra 18.182 kíló­metr­ar, en í svari Silju var kíló­metra­fjöld­inn ekki var sér­stak­lega sund­ur­lið­aður í heimakstur og annan akst­ur. Árið 2016 voru greiðsl­urnar tæp­lega 2,8 millj­ónir og eknir kíló­metrar 27.881. Alls hafa greiðslur til Silju numið 12.250.135 krónum á árunum 2013 til 2017. Í svari Silju til Kjarn­ans kemur fram að hún telji gagn­legt að taka inn í umfjöllun af þessu tagi með­al­kostnað á þá þing­menn sem aka ekki heim til sín, þ.e. þá sem búa enn fjær þing­inu, til dæmis í Norð­vest­ur- og Norð­aust­ur­kjör­dæm­um. „Taka þá inn kostnað við bíla­leigu­bíla, elds­neyti, hús­næð­is­kostnað á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem og flug­miða. Umfjöllun um þá sem aka mest (vænt­an­lega við búum utan Reykja­víkur og ökum heim á kvöld­in) nær í raun ekki utan um umfjöll­un­ar­efn­ið. Síðan væri hægt að raða þing­mönnum upp eftir hvað þeir kosta mikið per haus. Ég held að þeir sem búi fjærst kosti mest, við „kraga­fólk“ næst­mest og ódýr­astir eru þeir þing­menn sem búa og starfa á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u,“ segir Silja Dögg.

Njáll Trausti Frið­berts­son þing­maður Sjálf­stæði­flokks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæmi fékk akst­urs­greiðslur fyrir þing­vet­ur­inn 2017. Hann tók 907 kíló­metra það árið og fékk end­ur­greiddar 99.770 krónur í akst­urs­kostn­að.

Guð­jón S. Brjáns­son þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi seg­ist fyrst hafa ekið sínum eigin bíl til vinnu eftir að hann sett­ist á þing haustið 2016. Guð­jón býr á Akra­nesi. Um og leið og kostur gafst gerði hann sam­komu­lag við Alþingi um afnot af bíla­leigu­bíl. Á árinu 2016 hafi honum því verið greiddar 220.550 kónur í end­ur­greiðslu vegna akst­urs­kostn­aðar og „síðan ekki sög­una meir“. Hann segir að um hafi verið að ræða akstur milli heim­ilis og þings, auk nauð­syn­legra ferða um kjör­dæmið en hafði ekki nán­ari upp­lýs­ingar um fjölda ekinna kíló­metra að svo stöddu.

Aðrir með minni kostnað eða engan

Aðrir þing­menn sem svör­uðu gáfu óná­kvæm­ari svör eða hafa ekki inn­heimt akst­urs­kostn­að.

Ari Trausti Guð­munds­son þing­maður Vinstri grænna, einnig í Suð­ur­kjör­dæmi, sett­ist á þing árið 2016. Eina heila árið hans á þingi er því árið 2017 og sam­kvæmt svari Ara nema end­ur­greiðslur til hans ekki einni millj­ón, þar með taldar þrjár utan­lands­ferð­ir. Ari sagði að senni­leg­ast hafi akst­urs­greiðslur verið í námunda við 300 þús­und og „þá fyrir innan við 3000 km akstur og örfáar gistinætur og flug­ferðir til Eyja og Hafnar eru inni í upp­hæð­inn­i,“ segir Ari sem boðar nán­ari upp­lýs­ingar en hann var á leið um kjör­dæmið í kjör­dæma­viku og hafði ekki aðstöðu til að skoða málið nán­ar.

Auglýsing
Í svari frá Jóhann­esi Þór Skúla­syni aðstoð­ar­manni Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, fyrr­ver­andi þing­manns Fram­sóknar og nú for­manns Mið­flokks­ins og þing­manns Norð­aust­ur­kjör­dæm­is, kemur fram að hann hafi þegið ein­hverjar greiðslur fyrir akstur á árunum sem spurt var um, en í litlum mæli. Hann hefur óskað eftir því við rekstr­ar­svið Alþingis að upp­lýs­ingar um greiðslur til hans vegna akst­urs og ann­ars starfs­kostn­aðar verði teknar saman fyrir hann.

Smári McCart­hy, þing­maður Pírata í Suð­ur­kjör­dæmi, segir í svari sínu til Kjarn­ans að hann hafi aldrei inn­heimt akst­urs­kostn­að. Hann hefur tvisvar inn­heimt kostnað vegna bíla­leigu­bíls í nokkra daga vegna ferða á vegum þings­ins. „Ann­ars keyri ég núna eigin bíl og finnst óþarfi að rukka þingið sér­stak­lega fyrir það. Nógu and­skoti mikið fá þing­menn greitt fyr­ir,“ segir Smári.

Lilja Raf­ney Magn­ús­dóttir þing­maður Vinstri grænna í Norð­aust­ur­kjör­dæmi segir kjör þing­manna liggja fyrir á vef Alþingis og nán­ari per­sónu­grein­an­leg kjör falli undir per­sónu­vernd­ar­lög. Hennar end­ur­greiddi akstur á árs­grund­velli sé ekki á „topp tíu lista og er innan eðli­legra marka“.

Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og þing­maður Norð­aust­ur­kjör­dæmis seg­ist í svari sínu til Kjarn­ans ekki hafa fengið end­ur­greiðslur vegna akst­urs­kostn­að­ar. „Ég hef nýtt mér flug og bíla­leigu­bíla, eftir atvik­um, í sam­ræmi við til­mæli skrif­stofu Alþing­is.“

Þingmenn geta fengið greiðslur vegna aksturs sem tengist starfi þeirra utan hefðbundinna þingstarfa. Mynd: Birgir Þór HarðarsonBjarkey Olsen Gunn­ars­dóttir þing­maður Vinstri grænna í Norð­aust­ur­kjör­dæmi seg­ist alla jafna taka bíla­leigu­bíl frá Akur­eyri til Ólafs­fjarðar þegar hún fer heim. Þrjú skipti hafi hún verið á einka­bíl á milli og einu sinni ekið á einka­bíl milli Reykja­víkur og Akur­eyr­ar. Hún hafi fengið þær greiðslur sam­kvæmt reglum en sam­tals hafi verið um að ræða 621 kíló­metra á árinu 2017. „En ég hef ekki yfir­lit yfir það frá árinu 2013 þar sem það var ekki raf­rænt fyrr en 2016 en það má telja á fingrum ann­arrar hand­ar,“ segir Bjarkey í svari sínu.

Líneik Anna Sæv­ars­dóttir þing­maður Fram­sóknar í Norð­aust­ur­kjör­dæmis seg­ist nær alltaf taka bíla­leigu­bíl þegar um lengri ferðir sé að ræða. Hún noti einka­bíl í styttri ferðir og fái end­ur­greiðslur vegna þeirra, en sú notkun sé mjög lít­il. Hún sat ekki á þingi þorra árs­ins 2017 en kom aftur inn í kosn­ing­unum þá um haust­ið.

Þór­unn Egils­dóttir seg­ist not­ast nær alltaf við bíla­leigu­bíla. Að öðru leyti vísar hún til vinnu for­sætis­nefndar varð­andi þessi mál.

Krist­ján Þór Júl­í­us­son sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra og þing­maður norð­aust­ur­kjör­dæmis hafði ekki tök á að taka saman umbeðnar upp­lýs­ingar með þessum fyr­ir­vara vegna kjör­dæma­viku en vakti athygli á að hann hafi frá því um mitt ár 2013 gegnt ráð­herra­emb­ætti og því séu greiðslur hans vegna akst­urs­kostn­aðar litlar ef ein­hverj­ar.

Upp­lýs­ing­arnar verði birtar

Stein­grímur J. Sig­fús­son for­seti Alþingis og þing­maður Vinstri grænna, svar­aði fyr­ir­spurn Kjarn­ans með þeim hætti að hann hafi senni­lega öll þessi ár sem hann hafi setið á þingi fengið lít­ils­háttar end­ur­greiðslur vegna akst­urs á eigin bíl. Það heyri þó orðið til algerra und­an­tekn­inga að hann noti eigin bíl. Hann telur árlegan kíló­metra­fjölda síð­ast­liðin ár hafa verið í kringum 1.500 til 3.000 kíló­metra. „Ein tvær ferðir í kjör­dæmið þegar ég hef verið í lengri ferðum og viljað vera á eigin bíl og stundum kannski ein ferð í önnur kjör­dæmi þegar ég hef lagt til bíl í sam­eig­in­legar ferðir þing­flokks­ins eða svo­leið­is. En, að uppi­stöðu til nota ég flug til ferða til og frá kjör­dæm­inu og svo stundum bíla­leigu­bíl í einn tvo  þrjá daga í tengslum við það,“ segir Stein­grím­ur.

Kjarn­inn sendi hon­um, sem for­seta þings­ins, ósk um nákvæmar upp­lýs­ingar um hversu háar greiðslur hver og einn þing­maður hefur fengið í end­ur­greiðslu fyrir útlagðan kostnað vegna akst­urs. „Þess er óskað að nöfn við­kom­andi þing­manna séu upp­gefin í svar­inu og þar sé, auk kostn­að­ar, til­greint hversu marga kíló­metra þeir keyrðu á hverju ári fyrir sig. Þess er óskað að ofan­greindar upp­lýs­ingar verði veittar fyrir árin 2013-2017.“

Í beiðni Kjarn­ans um upp­lýs­ingar frá for­seta þings­ins sagði enn­frem­ur: „Aug­ljóst er að fjöl­miðlar geta ekki sinnt aðhalds­hlut­verki sínu ef umræddar upp­lýs­ingar fást ekki afhent­ar. Ótækt er að beita fyrir sig þeim rökum að rík­ari hags­munir séu fólgnir í því að veita ekki per­sónu­grein­an­legar upp­lýs­ingar og láta sem að sá frið­helg­is­réttur ein­stakra þing­manna sé rík­ari en réttur almenn­ings, vinnu­veit­anda þing­manna, til þess að fá upp­lýs­ingar um með­ferð á opin­beru fé.

Til við­bótar er þess óskað að fá tæm­andi upp­lýs­ingar um hvernig eft­ir­liti með akst­urs­kostn­aði þing­manna sé hátt­að? Er kannað með ein­hverjum hætti hvort að kröfur þeirra um end­ur­greiðslu fyrir útlagðan kostnað séu rétt­ar? Hver sinnir því eft­ir­liti?

Í ljósi þess að ofan­greind fyr­ir­spurn snýr að máli sem er mjög í umræð­unni nú er þess óskað að lögð verði áhersla á skjót svör. Ef með þarf er þess óskað að umrædd fyr­ir­spurn verði tekin fyrir á næsta fundi for­sætis­nefndar og að afstöðu nefnd­ar­innar verði komið á fram­færi við fyr­ir­spyrj­anda strax og hún liggi fyr­ir.“

Í svari Stein­grím segir að þetta verði tekið fyrir ásamt öðrum tengdum erindum í for­sætis­nefnd á næst­unni, við fyrsta hent­ug­leika. Hann vís­aði enn­fremur í til­kynn­ingu sína frá því á þriðju­dag sem send var fjöl­miðlum þar sem fram kom að Alþing­is­mönnum hafi síð­ustu daga borist marg­vís­legar fyr­ir­spurnir um greiðslur tengdar starfi þeirra á Alþingi. „Af því til­efni vill for­seti Alþingis koma því á fram­færi að til skoð­unar hefur verið á und­an­förnum mán­uð­um, og rætt m.a. í for­sætis­nefnd Alþing­is, að auka upp­lýs­inga­gjöf um kjör og starfs­kostn­að­ar­greiðslur alþing­is­manna þannig að aðgangur að þeim verði öllum auð­veldur og þær birtar á vef þings­ins. Fyrir hafa legið í drögum reglur um fyr­ir­komu­lagið og hefur í þeim efnum verið horft til þess hvernig önnur þing haga upp­lýs­ingum um þessi mál. Mark­miðið er að engin leynd sé yfir neinu sem varðar almenn kjör og greiðslur til þing­manna og full­komið gagnsæi ríki. – Þing­mönnum er að auð­vitað í sjálfs­vald sett hvaða upp­lýs­ingum þeir koma sjálfir á fram­færi um sín kjör, eins og verið hef­ur. Alþingi hefur með mark­vissum hætti reynt að skapa góða umgjörð störf og kjör þing­manna, þar á meðal með siða­reglum og reglum um hags­muna­skrán­ingu þing­manna sem eru á vef þings­ins. Sú aukna upp­lýs­inga­gjöf sem í vændum er mun bæt­ast þar við,“ sagði í til­kynn­ingu for­seta þings­ins.

Í sam­tali við Morg­un­út­varp Rásar 2 í morgun sagð­ist Stein­grímur vilja setja upp­lýs­ingar um akstur og fastar greiðslur til þing­manna á vef Alþing­is. Eins og regl­urnar séu núna fylgist eng­inn með akstri þing­manna.  „Auð­vitað er það þannig að það er tals­vert í höndum þing­manns­ins að til­greina akst­ur­s­er­indið og við verðum rétt að treysta því að menn geri það sam­kvæmt bestu sam­visku,“ sagði Stein­grím­ur.

Birtir allan sinn ferða­kostnað

Andrés Ingi Jóns­son þing­maður Vinstri grænna í Reykja­vík birti í gær yfir­lit yfir þann ferða­kostnað sem hann hefur fengið end­ur­greiddan síð­ast­liðið ár, sem var fyrsta árið hans sem þing­mað­ur. Alls fékk hann end­ur­greiddar 292.197 krón­ur. Í stöðu­upp­færslu á Face­book segir Andrés að umræðan um starfs­kostnað þing­manna und­an­farna daga sé af hinu góða. „Ef þing­menn eiga að sinna starf­inu af þeim metn­aði sem það á skil­ið, þá kostar það pen­ing. Við eigum að sinna land­inu öllu, hitta fólk á ólíkum stöð­um, þiggja boð á ráð­stefnur og halda opna fundi. En á móti er sjálf­sagt að þau útgjöld séu birt opin­ber­lega og von­andi að fundin verði sam­ræmd leið til þess á vegum Alþingis sem fyrst.“

Umræðan um starfs­kostnað þing­manna und­an­farna daga er af hinu góða. Ef þing­menn eiga að sinna starf­inu af þeim metnaði...

Posted by Andrés Ingi á þingi on Thurs­day, Febru­ary 15, 2018


Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar