Mikið falið virði í Arion banka og afsláttur í boði

Þrjú dótturfélög Arion banka: greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor, tryggingfélagið Vörður og sjóðstýringarfyrirtækið Stefnir, eru öll metin á undirverði í bókum Arion banka. Þeir sem kaupa hlut í bankanum á meðan svo er fá því „afslátt“ á þessum þremur félögum.

Mikið falið virði er í Arion banka, sér­stak­lega í dótt­ur­fé­lög­unum Valitor, Verði og Stefni. Virði allra þeirra er bók­fært tölu­vert undir raun­veru­legu virði þeirra í bókum bank­ans. Því fá þeir sem kaupa hlut í Arion banka nú „af­slátt“ þar sem álykta megi að virði ofan­greindra félaga sé mun meira en skrað virði þeirra í bókum Arion banka.

Þetta kemur í kynn­ingu sem ráð­gjafar frá Kviku banka héldu fyrir íslenska líf­eyr­is­sjóði í jan­úar síð­ast­liðn­um. Kjarn­inn hefur kynn­ing­una undir hönd­um.

Háar arð­greiðslur og of mikið eigið fé

Kvika banki var ráð­inn til að aðstoða við söl­una á Arion banka – stærstu eft­ir­stand­andi eign Kaup­þings – í des­em­ber síð­­ast­liðn­­­um. Sú sala þarf að klár­ast fyrir árs­lok.

Á meðal þess sem ráð­gjafar bank­ans reyndu að gera var að sann­færa full­trúa stærstu líf­eyr­is­sjóða lands­ins um að kaupa um fimm pró­sent hlut í Arion banka.

Flestir sem með hafa fylgst vita að ekk­ert varð að fjár­fest­ingu líf­eyr­is­sjóð­anna. Þeim fannst of mikil áhætta að kaupa lít­inn hlut í banka sem ekki var hægt að full­vissa þá um að yrði skráður á markað innan þess tímara­mma sem lofað var, en stefnt er að því að skrán­ingin fari fram í apríl næst­kom­andi.

Þá var aug­ljóst að sumum þeirra sem fengu kynn­ingu frá Kviku, og Kjarn­inn hefur rætt við, þótti „snún­ings­lykt“ af ferl­inu öllu. Áferðin á söl­unni var með þeim hætti að hún gæti skaðað bæði bank­ann og vænt­an­lega kaup­endur í opin­berri umræðu, þótt bæði kaup­endur og selj­endur myndu hafa mögu­legan fjár­hags­legan hag af henni.

Mikið hefur verið tek­ist á um hvort að slíkt sé mögu­legt á hinum póli­tíska vett­vangi á und­an­förnum dög­um, sér­stak­lega í ljósi þess að aðr­ir, erlendur vog­un­ar­sjóður og fjár­fest­inga­banki og sjóðir í stýr­ingu stærstu banka á Íslandi, keyptu á end­anum hlut­inn sem líf­eyr­is­sjóð­unum bauð­st, en vildu ekki kaupa. Sala á þeim hlut var enda for­senda þess að hægt var að ráð­ast í umtals­verða arð­greiðslu hjá Arion banka, sem til­kynnt var um sam­hliða því að upp­gjör bank­ans var birt opin­ber­lega. Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um væntar arð­greiðslur úr Arion banka og umfram eigið fé bank­ans í frétta­skýr­ingu sem birt­ist fyrr í dag. Þær voru eitt helsta áherslu­at­riðið í kynn­ingu Kviku fyrir full­trúum líf­eyr­is­sjóð­anna.

Valitor stærsti bit­inn

Annað megin áherslu­at­riði var að eign­ar­hlutir í dótt­ur­fé­lögum Arion: Valitor, Verði og Stefni, væri veru­lega van­metið í bókum Arion banka. Að í þessum þremur félög­um, sem eru öll 100 pró­sent í eigu Arion banka, sé „mögu­legt falið virð­i“.

Fyrst skal nefna greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tækið Valitor. Í árs­reikn­ingi Valitor segir að það stefni að því að verða á meðal 25 stærstu færslu­hirða í Evr­ópu árið 2018. Valitor hefur vaxið mikið á und­an­förnum árum með því að kaupa erlend félög. Þannig rúm­lega tvö­fald­aði félagið erlenda veltu sína í færslu­hirð­ingu milli 2015 og 2016 og erlenda tekjur þess juk­ust um 50 pró­sent á tíma­bil­inu. Þær eru um 60 pró­sent af heild­ar­tekjum Valitor.

Eigið fé Valitor er bók­fært á um 16,3 millj­arða króna í bókum Arion banka, sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem veittar voru á kynn­ing­ar­fund­un­um. Í kynn­ing­unni segir að ef hlutur í Arion banka sé keyptur á verði sem er undir einni krónu fyrir hverja krónu af bók­færðu eigin fé megi álykta að „af­sláttur hafi feng­ist á bók­færðu virði Valitor hjá Arion“. Sé litið á þá marg­fald­ara sem settir eru á eigið fé sam­an­burð­ar­fé­laga Valitor í Evr­ópu og Banda­ríkj­unum til að finna út mark­aðs­verð þeirra þá megi „ álykta sem svo að verð­mæti félags­ins gæti verið hærra en skráð virði Valitor í bókum Arion“. Í kynn­ing­unni er settur fram svo­kall­aður afleiddur yfir­töku­marg­fald­ari á eigin fjár Valitor og hann sagður vera 3,1. Miðað við það ætti virði Valitor að vera yfir 50 millj­arðar króna.

Virði Varðar og Stefnis hærra en bókin segir til um

Um trygg­inga­fé­lagið Vörð segir svipað í kynn­ing­unni. Mark­aðsvirði þeirra þriggja trygg­inga­fé­laga sem skráð eru í kaup­höll hér­lendis (VÍS, Sjóvá og ™) er á bil­inu 1,6-1,7 sinnum eigin fé þeirra. Í kynn­ingu Kviku segir að sé horft til þeirra sam­an­burða­fé­laga á íslenska hluta­bréfa­mark­aðnum gæti virði Varðar „verið hærra heldur en er bók­fært hjá Arion banka“ og þar af leið­andi sé inn­byggður „af­slátt­ur“ á bók­færðu verði Varðar hjá Arion banka ef keypt yrði á því verði sem verið var að bjóða hluti í Arion banka á.

Miklar sviptingar eru í kringum eignarhaldið á Arion banka um þessar mundir. Meðal annars var hlutur ríkisins keyptur á 23,4 milljarða króna með virkjun kaupréttar.
Mynd: Arion banki

Sömu sög­una er að segja um Stefni, stærsta sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki lands­ins. Í kynn­ing­unni segir að sé litið á sam­an­burð­ar­fé­lög í Banda­ríkj­unum og Evr­ópu mætti álykta að verð­mæti félags­ins gæti verið hærra en skráð virði Stefnis í bókum Arion banka. Ef Arion banki yrði keyptur á verði sem væri lægra en ein greidd króna á hverja krónu af eigin fé bank­ans mætti „álykta að afsláttur hafi fengið af bók­færðu virði Stefn­is“. Í kynn­ing­unni segir að afleiddur yfir­töku­marg­fald­ari fyrir Stefni geti verið 2,4 og ef miðað sé við að bók­fært virði eigin fjár Stefnis sé 2,2 millj­arðar króna ætti mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins að vera um 5,3 millj­arðar króna.  

Eiga kaup­rétt á hlut í Valitor

Þótt það hafi verið mat ráð­gjaf­anna frá Kviku að öll þrjú félögin væru van­metin í bókum Arion banka þá sker Valitor sig úr að ýmsu leyti. Í fyrsta lagi er félagið með umtals­verða erlenda starf­semi og því hefur það mikla vaxt­ar­mögu­leika. Í öðru lagi er það talið vera mun verð­mæt­ara en hin tvö félögin nú þeg­ar. Og í þriðja lagi er þegar til staðar kaup­réttur á 21,4 pró­sent hlut í félag­inu.

Fléttan sem hefur verið ofin í kringum eign­ar­hald Arion banka er flók­in. Fyrsta skrefið í henni var stigið í fyrra þegar þrír vog­un­ar­sjóðir og fjár­fest­inga­bank­inn Gold­man Sachs keyptu tæp­lega 30 pró­sent hlut í bank­anum af Kaup­þingi, sem sömu aðilar eiga stærstan hlut í. Þeir voru því að kaupa af sjálfum sér. Sam­hliða var þessum fjórum aðilum veittur tvenns konar kaup­rétt­ur. Ann­ars vegar til að kaupa stærri hlut í Arion banka, sem ein­ungis sjóð­ur­inn Attestor Capi­tal nýtti sér, og hins vegar til að kaupa hluti í dótt­ur­fé­lagi bank­ans, Valitor.

Í kynn­ingu Kviku segir að kaup­réttur fjár­fest­anna „á hluta­bréfum í Valitor af Kaup­skilum [dótt­ur­fé­lagi Kaup­þings] virkj­ast aðeins komi til þess að hluta­bréfin í Valitor greið­ist til hluta­hafa Arion í formi arð­greiðslu eða með öðrum sam­bæri­legum hætti. Kaup­rétt­ur­inn, sem er enn í gildi, er á 21,4% af útgefnu hlutafé í Valitor á verði sem er hærra en bók­fært virði Valitor í bók­um Arion“.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er það verð 1,2 sinnum bók­fært virði Valitor. Og þar af leið­andi mun lægra en vænt mark­aðsvirði félags­ins, miðað við það verð­mat sem ráð­gjafar Kviku kynntu fyrir íslensku líf­eyr­is­sjóð­un­um.

Vilji vog­un­ar­sjóð­anna og Gold­man Sachs til að aðgreina Valitor frá Arion banka hefur vakið úlfúð víða. Einn þeirra sem setti sig upp á móti því var ­full­trúi Banka­sýslu rík­is­ins í stjórn Arion banka, Kirstín Þ. Flygenring. Hún vildi frekar að Valitor yrði selt í opnu sölu­ferli.

Kirstin verður þó ekki fyr­ir­staðan mikið leng­ur. Eftir að Kaup­þing keypti 13 pró­sent hlut í Arion banka af rík­inu með nýt­ingu kaup­réttar nýverið mun hún hverfa úr stjórn bank­ans. Þá geta sjóð­irnir aðgreint Valitor frá Kaup­þingi áður en skrán­ing á mark­að, sem er fyr­ir­huguð í apr­íl, fer fram. Og þeir sem eiga kaup­rétt á rúm­lega fimmt­ungs­hlut í Valitor nýtt sér hann.

Breytt aðferð minnkar áhættu­grunn

Það eru ekki bara dótt­ur­fé­lögin sem ráð­gjafar Kviku töldu til þegar þeir reyndu að sann­færa íslensku líf­eyr­is­sjóð­ina um hið mikla mögu­lega „falda virði“ sem á að vera til staðar í Arion banka, en sést ekki í bókum bank­ans.

Til við­bótar gæti einnig verið falið virði í hlut­deild­ar­eignum auk þess sem að staf­rænar lausnir sem Arion banki hefur verið að vinna að, og hefur náð for­skoti með inn­leið­ingu á hér­lend­is, gæti skapað umtals­verðan kostn­að­ar­sparnað til fram­tíð­ar.

Þá séu miklir mögu­leika til frek­ari virð­is­aukn­ingar hag­ræð­ingu á fjár­magns­skipan til auknar á arð­semi eigin fjár, svig­rúmi til greiðslu á umfram eigin fé og lækkun rekstr­ar­kostn­að­ar.

Auk þess er sér­stakur kafli í kynn­ing­unni sem fjallar um hag­kvæm­ari fjár­magns­skip­an. Í þeirri hag­kvæmni á að fel­ast tæki­færi til að minnka áhættu­grunn og draga þar með úr eig­in­fjár­bind­ingu. Á manna­máli þýðir það að hægt verði að greiða enn hærri upp­hæðir út úr Arion banka í formi arðs eða með upp­kaupum bank­ans á eigin bréf­um. 

Þetta sé hægt að gera með því að skipta ein­fald­lega um aðferð við að mæla áhættu­grunn bank­ans. Þ.e. að nota svo­kall­aða „Internal Rat­ing Based“ (IRB) aðferð til að mæla hann í stað þess að not­ast við „Stand­ar­dised App­roach“ (SA). Þetta myndi þýða að í stað þess að nota staðl­aðar áhættu­vogir við að mæla áhættu eigna mætti Arion banki nota eigin innri líkön til að meta hana. Í kynn­ing­unni segir að þessi breyt­ing sé „háð sam­þykki FME með því að mæta ákveðnum kvöðum sem Arion ætti að geta upp­fyllt en lík­legt að inn­leið­ing­ar­ferli taki um þrjú ár“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar