Mynd: Samsett Dagur og Eyþór
Mynd: Samsett

Gamla Reykjavík gegn úthverfunum

Sitjandi meirihluti í borginni ásamt Viðreisn nýtur fylgis um 60 prósent kjósenda og sækir miklu meira fylgi í gömlu hverfi borgarinnar en til þeirra nýju. Flokkarnir í minnihluta og aðrir með sambærilegar áherslur mælast með tæplega 40 prósent fylgi og njóta mest stuðnings í efri byggðunum.

Sitj­andi meiri­hluti í borg­inni ásamt Við­reisn nýtur fylgis um 60 pró­sent kjós­enda og sækir miklu meira fylgi í gömlu hverfi borg­ar­innar en til þeirra nýju. Flokk­arnir í minni­hluta og aðrir með sam­bæri­legar áherslur mæl­ast með tæp­lega 40 pró­sent fylgi og njóta mest stuðn­ings í efri byggð­un­um.

Ný skoð­ana­könnun sem Félags­vís­inda­stofnun vann fyrir Morg­un­blaðið um fylgi flokka í Reykja­vík fyrir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingar stað­festir mjög skýra víg­línu sem dreg­ist hefur upp í höf­uð­borg­inni. Og hefur verið nær óhreyfð til staðar frá því í kosn­ing­unum 2014. Sú víg­lína er dregin á milli úthverfa borg­ar­inn­ar, hinna svoköll­uðu efri byggða, og þétt­ari hluta henn­ar, því sem kalla má eldri hverfi Reykja­vík­ur­borg­ar. Tvær fylk­ingar stjórn­mála­flokka hafa orðið til sem sækja aðal­lega fylgi sitt til sitt hvorar hliðar þeirrar víg­línu.

Fylgið fær­ist á milli flokka sem til­heyra fylk­ingum með sam­bæri­legar áherslur í borg­ar­málum en lítið sem engin færsla er á fylgi milli fylk­inga. Þannig er Sam­fylk­ing nú orðin stærsti flokk­ur­inn í Reykja­vík og mælist með nán­ast sama fylgi og hún fékk í kosn­ing­unum 2014, eða 31,7 pró­sent. Það við­bót­ar­fylgi virð­ist vera að færa sig frá þeim flokkum sem sitja með Sam­fylk­ing­unni í meiri­hluta í borg­inni í dag. Hún hefur til að mynda tekið til sín um helm­ing þeirra sem kusu Bjarta fram­tíð fyrir fjórum árum, þegar sá flokkur fékk 15,6 pró­sent atkvæða, og fylgi sem verið hefur hjá Vinstri grænum und­an­farin miss­eri.

Í hinni fylk­ing­unni er turn­inn Sjálf­stæð­is­flokk­ur. Hann mælist með 27,4 pró­sent fylgi og sam­kvæmt könnun Félags­vís­inda­stofn­unar er ein­fald­lega um kjarna­fylgi flokks­ins að ræða. Hann missir lít­inn hluta kjós­enda frá síð­ustu kosn­ingum yfir til Við­reisnar ann­ars vegar og Mið­flokks­ins hins vegar en að öðru leyti virð­ast flestir sem kusu Sjálf­stæð­is­flokk­inn 2014 ætla að gera það aft­ur.

Und­an­farin fjögur ár hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn verið í minni­hluta með Fram­sókn­ar­flokknum sem bætti óvænt við sig tölu­verðu fylgi á loka­metrum síð­ustu kosn­inga og náði inn tveimur borg­ar­full­trú­um. Sam­kvæmt könn­unum nú bendir fátt til þess að Fram­sókn nái inn manni og að þeir sem kusu flokk­inn síð­ast munu að mestu kjósa Mið­flokk­inn eða Sjálf­stæð­is­flokk­inn í kom­andi kosn­ing­um.

Þá er ljóst að langstærstur hluti kjós­enda vill fá annan hvorn leið­toga turn­anna tveggja í Reykja­vík, Sam­fylk­ingar eða Sjálf­stæð­is­flokks, sem næsta borg­ar­stjóra. Í könnun Félags­vís­inda­stofn­unar kom fram að 464 pró­sent aðspurðra sem tók afstöðu vildu Dag. B. Egg­erts­son áfram í emb­ætti borg­ar­stjóra en tæp­lega 29,5 pró­sent aðspurðra vildu Eyþór Arn­alds í borg­ar­stjóra­stól­inn. Næsti odd­viti á lista var Vig­dís Hauks­dótt­ir, sem leiðir Mið­flokk­inn, með 7,1 pró­sent stuðn­ing í emb­ætt­ið.

Snjó­kornin bæta við sig

Líkt og kom fram í frétta­skýr­ingu Kjarn­ans í febr­úar þá má segja að önnur fylk­ing­in, sú sem er nú við völd, sam­an­standi af flokkum sem skil­greina sig annað hvort sem frjáls­lynda eða til vinstri. Þeir hafa lagt hafa áherslu á þétt­ingu byggð­ar, auknar almenn­ings­sam­göngur á borð við Borg­ar­línu og greið­ari umferð fyrir hjólandi veg­far­end­ur, jafnt út frá lífs­gæða­sjón­ar­miðum sem umhverf­is­leg­um. Innan þessa hóps er það nokkuð almenn skoðun að Reykja­vík­ur­flug­völlur eigi að víkja úr Vatns­mýr­inni fyrir byggð. Fylk­ingin er með sterkar félags­legar áherslur sem end­ur­spegl­ast meðal ann­ars í útþenslu stjórn­kerf­is­ins og upp­kaupum á félags­legu hús­næði langt umfram það sem þekk­ist í nágranna­sveita­fé­lög­un­um.

Lif Magneudóttir er oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Mynd: Vinstri græn

Þessi fylk­ing sam­anstendur nú af Sam­fylk­ingu, Vinstri græn­um, Pírötum og Við­reisn, sem hefur fyllt inn að hluta í það tóma­rúm sem Björt fram­tíð skildi eftir sig. Þannig segj­ast 23,5 pró­sent þeirra sem kusu Bjarta fram­tíð síð­ast nú ætla að kjósa Við­reisn en ein­ungis 5,2 pró­sent þeirra sem kusu Sjálf­stæð­is­flokk­inn 2014 ætla að kjósa Við­reisn, þrátt fyrir að um klofn­ings­fram­boð úr Sjálf­stæð­is­flokknum sé að ræða. Það sýnir að áherslur Við­reisnar eru að höfða mun betur til ann­arra en þeirra sem hafa kosið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í Reykja­vík.

Þegar póli­tískir and­stæð­ingar þessa hóps vilja alhæfa um hann þá kalla þeir hann „góða fólk­ið“. Í Banda­ríkj­unum er sami hópur ítrekað kall­aður „snjó­korn“ (e. snowfla­kes) vegna meintrar við­kvæmni hans. Orða­til­tækið er tekið úr skáld­­sög­unni Fight Club eftir Chuck Pala­hniuk og er notað á niðr­andi hátt um þá sem móðg­­ast fyrir hönd ann­­arra, telja sig sér­­stak­­ari en aðrir og eru ekki jafn harð­­gerir og fyrri kyn­slóð­­ir.

Í könnun Félags­vís­inda­stofn­unar sem birt var fyrir helgi mælist sam­an­lagt fylgi „snjó­korna-­flokk­anna“ 59,5 pró­sent. Það er nán­ast saman fylgi og þeir flokkar sem nú mynda meiri­hluta í Reykja­vík: Sam­fylk­ing, Pírat­ar, Björt fram­tíð og Vinstri græn, fengu í síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingum árið 2014. Þá fengu þeir flokkar 61,7 pró­sent atkvæða.

Ef gert er ráð fyrir því að Við­reisn muni taka stöðu Bjartrar fram­tíðar í stjórn­mála­mynstri borg­ar­inn­ar, sem verður að telj­ast lík­legt í ljósi líkra póli­tískra áherslna flokk­anna tveggja og þeirri stað­reynd að fólk sem áður bauð fram undir merkjum Bjartrar fram­tíðar er nú á fram­boðs­lista Við­reisn­ar, þá virð­ist því mik­ill stöð­ug­leiki í fylg­inu. Í könnun sem Gallup gerði fyrir Við­skipta­blaðið gerði sum­arið 2017 mæld­ist það 61,4 pró­sent. Í könnun sem Gallup gerði fyrir sama miðil í byrjun febr­úar 2018 mæld­ist fylgið 61,1 pró­sent. Í mars var það 59,9 pró­sent Og nú, líkt og áður sagði, tæp­lega 59,5 pró­sent.

Vigdís Hauksdóttir ætlar sér að verða næsti borgarstjóri. Af þeim sem tóku afstöðu í könnun Félagsvísindastofnunnar vildu 7,1 prósent fá hana í starfið.
Mynd: Facebook-síða Vigdísar Hauksdóttur.

Í dag er sitj­andi meiri­hluti í Reykja­vík­ur­borg með níu af 15 borg­ar­full­trú­um. Þeim verður fjölgað í 23 eftir næstu kosn­ingar og sam­kvæmt könnun Félags­vís­inda­stofn­unar munu Sam­fylk­ing­in, Vinstri græn, Píratar og Við­reisn fá 15 þeirra. Raunar er staðan þannig að Sam­fylk­ing gæti myndað þriggja flokka meiri­hluta með ein­hverjum hinna tveggja flokk­anna ef vilji væri fyrir því.

Fylk­ing föst með undir 40 pró­sent fylgi

Hin fylk­ing­in, sem sam­anstendur af íhalds­sam­ari flokkum og nýjum flokkum sem náðu inn á þing í síð­ustu þing­kosn­ing­um, hefur lagt meg­in­á­herslu á betra umferð­ar­flæði þar sem einka­bíll­inn er í fyr­ir­rúmi, bygg­ingu stór­tækra umferð­ar­mann­virkja á borð við mis­læg gatna­mót, frek­ari upp­bygg­ingu hús­næðis í útjaðri borg­ar­inn­ar, straum­línu­lögun rekstr­ar, lækkun skulda og skatta. Þar er nokkuð almenn and­staða við það að Reykja­vík­ur­flug­völlur víki og Borg­ar­línu­verk­efnið er veru­lega tor­tryggt. Henni finnst að meg­in­á­herslan eigi að vera á að bæta grunn­þjón­ustu á borð við dag­vistun barna og betri umhirðu í borg­ar­land­inu.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er óum­deil­an­lega stóra stoðin í þess­ari fylk­ingu. Henni til­heyra þó líka Mið­flokk­ur­inn, Flokkur fólks­ins og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn. Sam­an­lagt fylgi þeirra flokka úr þessu mengi sem náðu inn manni í kosn­ing­unum 2014 var 36,4 pró­sent. Í könnun Gallup fyrir Við­skipta­blaðið í mars mæld­ist það 39 pró­sent og í könnun Félags­vís­inda­stofn­unar fyrir Morg­un­blaðið sem birt var fyrir helgi mæld­ist það 38,2 pró­sent.

Það að flokk­arnir sem skipta á milli sín fylg­inu séu nú fjórir í stað tveggja, og að nær algjör end­ur­nýjun hafi orðið á lista Sjálf­stæð­is­flokks með kjöri m.a. Eyþórs Arn­alds sem leið­toga og upp­still­ingu Hildar Björns­dóttur í annað sæti list­ans, hefur litlu sem engu breytt um hverju flokk­arnir sópa til sín. Fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins mælist t.d. nú 27,4 pró­sent sem er 1,7 pró­sentu­stigi meira en hann fékk í kosn­ing­unum 2014.

Sam­tals mælist þessi fylk­ing með átta borg­ar­full­trúa í könnun Félags­vís­inda­stofn­un­ar. Þar af myndi Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fá sjö en Mið­flokk­ur­inn, með Vig­dísi Hauks­dóttur í broddi fylk­ing­ar, einn. Hvorki Fram­sókn né Flokkur fólks­ins næði inn full­trúa.

Vert er að taka fram að þegar hefur verið til­kynnt um fram­boð sem eru ekki farin að mæl­ast í könn­unum sem neinu skipt­ir. Það gæti þó breyst þegar líður að kosn­ing­um. Annað þeirra er fram­boð Sós­í­alista­flokks Íslands, sem verður að telj­ast lík­legt að muni taka fylgi fram vinstri­flokkum ef vel geng­ur, og hitt er Höf­uð­borg­ar­list­ann sem til­kynnti um fram­boð seint í mars og erf­ið­ara er að stað­setja innan fylk­inga.

Mik­ill munur milli aust­urs og vest­urs

Könnun Félags­vís­inda­stofn­unar stað­festir einnig til­finn­ingu sem hefur verið mjög sterk á meðal þeirra sem rýna í borg­ar­mál­in: að fylk­ing frjáls­lyndu miðju­flokk­anna og vinstri­flokka sæki fylgi sitt í „gömlu Reykja­vík“ en að íhalds­sam­ari flokkar njóti mun meiri stuðn­ings í úthverf­un­um.

Í könn­un­inni kemur til að mynda fram að Sam­fylk­ingin njóti stuðn­ings 36-42,6 pró­sent kjós­enda í Vest­ur­bæ, Hlíð­ar­hverfi, Laug­ar­dal og Mið­borg. Í Graf­ar­holti, Úlf­arsár­dal og Kjal­ar­nes mælist stuðn­ingur við flokk­inn hins vegar 20- 22,3 pró­sent.

Að sama skapi nýtur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn yfir­burð­ar­stuðn­ings á meðal íbúa í Graf­ar­vogi, Graf­ar­holti, Úlf­arsár­dal, Kjal­ar­nesi og Árbæ. Þar segj­ast 36-42,1 pró­sent ætla að kjósa flokk­inn. Í Vest­urbæ ætla hins vegar ein­ungis 12,1 pró­sent að kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn og 17,9 pró­sent í Hlíð­ar­hverfi.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Mið­flokk­ur­inn mælist líka með mun meiri stuðn­ing í efri byggð­unum en í þétt­ari byggðum borg­ar­inn­ar. Sem dæmi segj­ast 1,1 pró­sent íbúa Mið­borg­ar­innar ætla að kjósa Fram­sókn og 3,4 pró­sent Mið­flokk­inn. Í Graf­ar­holti, Úlf­arsár­dal og á Kjal­ar­nesi er fylgi Fram­sóknar hins vegar 6,8 pró­sent og Mið­flokks­ins 9,5 pró­sent.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar