Fílaeigendur í fýlu

Fyrir nokkrum dögum náðu dönsku stjórnarflokkarnir ásamt Sósíaldemókrötum og Danska þjóðarflokknum samkomulagi um að fílar, sæljón og sebrahestar verði bönnuð í dönskum fjölleikahúsum. Fjórir fílar sem tvö fjölleikahús eiga fá þó tímabundið „starfsleyfi“.

Fílar í sirkús Mynd: Wiki Commons
Auglýsing

Upp­haf sirku­s­anna er rakið til þess að árið 1768 aug­lýsti breski reið­skóla­kenn­ar­inn Philip Astley sýn­ingu sem hann kall­aði „Kúnstir á hest­baki“. Philip Astley var fyrr­ver­andi her­maður og þekkti vel til hesta. Sýn­ing­arnar fóru fram í suð­ur­hluta Lund­úna. Astley hafði reiknað út að heppi­leg­ast væri að hafa svæðið hring­laga, um það bil þrettán metra í þver­mál. 

Þegar hest­arnir væru látnir hlaupa í hring nýtt­ist mið­flótta­aflið knap­anum best til að sýna „kúnst­irn­ar“. Astley kall­aði sýn­ing­ar­svæðið Amp­hitheatre en Charles Hug­hes, keppi­nautur hans í sýn­ing­ar­hald­inu, nefndi sitt svæði, sem hann opn­aði 1782, Royal Circus, með til­vísun í hinn forna leik­vang í Róm, Circus Max­imus (Circo Massimo). 

Orðið circus (á dönsku cirkus, sirkus eða fjöl­leika­hús á íslensku) fest­ist fljótt í sessi. Sýn­ingar Astley og síðar Hug­hes og ann­arra urðu mjög vin­sælar og ein­skorð­uð­ust ekki við „kúnstir á hest­baki“. Hund­ar, fugl­ar, fíl­ar, sæljón, ljón og tígris­dýr, áður­nefndir hestar og fleiri dýra­teg­undir (ekki þó kettir sem láta lítt að stjórn) hafa lengstum þótt ómissandi hluti sýn­ing­anna ásamt fim­leika­fólki, töfra­mönnum og trúð­um.

Auglýsing

Fyrstu sirkus­sýn­ingar í Dan­mörku

Ekki eru til nákvæmar upp­lýs­ingar um fyrstu sirkus­sýn­ingar í Dan­mörku en vitað er að árið 1799 kom þangað breskur sirkus­flokkur og sýndi listir sín­ar. Tívolíið í Kaup­manna­höfn var opnað árið 1843 og tólf árum síðar var reist þar „sirku­stjald“. Nokkru fyrr hófust sirkus­sýn­ingar á Dyrehavs­bakken (Bakk­en) sem er elsti skemmti­garður í heimi, opn­aður 1583. Danir hafa lengstum verið miklir áhuga­menn um sirkus og Sirkus­bygg­ingin í Kaup­manna­höfn er sögð sú elsta í heimi, byggð 1886 en síðar end­ur­byggð eftir bruna. Bygg­ingin er frið­uð, var lengst af ein­göngu notuð til sirkus­sýn­inga en er í dag notuð til margs konar sýn­inga- og skemmt­ana­halds.

Dyrehavsbakken sirka árið 1825.

Sirkusum fækkar

Á nítj­ándu öld og langt fram eftir þeirri tutt­ug­ustu nutu sirkusar mik­illa vin­sælda víða um heim. Sirkus­flokka, sem ferð­uð­ust um, var beðið með spenn­ingi enda úrval afþrey­ing­ar­efnis minna en síðar varð. Á allra síð­ustu ára­tugum hefur sirkus­flokkum í flestum löndum fækk­að, nokkrir af elstu og þekkt­ustu sirkusum í Dan­mörku hafa lagt upp laupana, Cirkus Benn­eweis þeirra þekkt­ast­ur. 

Ástæður þess að sirkusum hefur fækkað eru fyrst og fremst þær að allur til­kostn­aður hefur auk­ist mjög en aðsóknin á sama tíma dal­að. Aðdrátt­ar­aflið er ekki það sama og áður var. Í dag eru sex sirkusar í Dan­mörku, þeir eiga það sam­eig­in­legt að starfa ein­ungis á sumrin og ferð­ast þá um landið þvert og endi­langt. Cirkus Arena er langstærst­ur, hefur sæti fyrir 1750 áhorf­endur í tjald­inu.

Breytt við­horf gagn­vart dýr­unum

Ára­tugum saman voru dýrin eitt helsta aðdrátt­ar­afl sirku­s­anna. Að sjá tígris­dýr stökkva gegnum log­andi hring, sæljónin dansa með stóran bolta á trýn­inu, fíl­ana leika þung­lama­legar listir sínar og hundana með sínar hunda­kúnst­ir. Allt þetta og margt fleira var það sem mörg­um, einkum yngri kyn­slóð­inni þótti mest spenn­andi við sirkus­heim­sókn­ina. Lengi vel veltu fáir fyrir sér hlut­skipti dýr­anna sem máttu búa við ófrelsi og oft á tíðum lakar aðstæð­ur, allt þeirra líf langt frá því sem eðli­legt gæti talist. 

Um og upp úr miðri síð­ustu öld óx dýra­vernd­ar­sam­tökum víða um heim fiskur um hrygg og þau beindu sjónum sínum meðal ann­ars að sirkus­um. Árið 1962 tóku gildi breyt­ingar á dönskum dýra­vernd­ar­lög­um, með þeim var lagt bann við að rán­dýr og flest villt dýr skyldu bönnuð í sirkus­um. Fílar voru und­an­skildir og sömu­leiðis sæljón og sebra­hest­ar. Þetta hafði í för með sér miklar breyt­ingar á starf­semi sirku­s­anna sem nú lögðu æ meiri áherslu á skemmti­at­riði þar sem dýr komu ekki við sögu.

Sebrahestar í sirkús Mynd: Wiki Commons

Hús­dýr áfram leyfð og fjórir fílar á und­an­þágu

Sam­kvæmt sam­komu­lagi danskra þing­manna, og minnst var á í upp­hafi þessa pistils verða dýr, önnur en hús­dýr nú bönnuð í sirkusum í Dan­mörku. Þetta kom sirkus­höld­urum ekki bein­línis á óvart, hafði legið í loft­inu. Tveir danskir sirkusar eru með fíla sem taka þátt í sýn­ing­un­um, þeir fá ótíma­bundna und­an­þágu til ,,starfa“. Cirkus Arena er með þrjá fíla, allt kýr. Þær heita Djungla, Jenny og Lara og eru í kringum þrí­tugt en fílar geta náð að minnsta kosti 70 ára aldri. Fjórði sirkus­fíll­inn í Dan­mörku er í eigu Cirkuz Tra­pez. Það er líka kýr, hún er 35 ára gömul og heitir Ram­boline, skírð eftir kvik­mynda­per­són­unni Rambo sem, eins og margir vita, var leik­inn af Sylv­ester Stallone. Þótt þessar fjórar fíla­frúr eigi, ef allt verður með felldu, enn langt líf fyrir höndum er ekki þar með sagt að þær verði áfram um ára­tuga­skeið í „sirkus­brans­an­um“.

Tals­maður Cirkus Arena sagði í blaða­við­tali að þær Djungla, Jenny og Lara ættu ekki mörg ár eftir í sirku­snum „kannski fimm til sex“. Þær hafa yfir vetr­ar­mán­uð­ina verið leigðar til sirkuss á Ítalíu og eru því „í vinnu“ allt árið. Þegar Cirkus Arena fékk und­an­þág­una til að hafa fíl­ana áfram fylgdu því skil­yrði um betri umhirðu og aðbúnað og tals­maður sirkuss­ins sagði blaða­mönnum að þeir Arena menn væru fúlir yfir þess­ari aðfinnslu, fíl­arnir hefðu það gott „fyrir hönd fíl­anna erum við í fýlu“. 

Ram­boline hjá Cirkus Tra­pez er hins­vegar í fríi allan vet­ur­inn, þá dvelur hún á bænda­býli við Sommer­sted á Jót­landi þar sem hún unir sér vel og eig­endur sirkuss­ins sjá um að hún stundi nauð­syn­lega lík­ams­rækt, haldi sér í formi. Ram­boline sjálf hefur tak­mark­aðan áhuga á rækt­inni en veit að alltaf leggst líkn með þraut, eftir rækt­ina fær hún nefni­lega stórt ban­anaknippi. Hún hefur verið í sirkus í þrjá ára­tugi. Eig­and­inn, Bern­hard Kaselow­sky segir að þegar dag­inn fari að lengja á vorin og fugla­söng­ur­inn eykst viti Ram­boline að nú fari „ver­tíð­in“ að byrj­a. 

Að þessu sinni verður fyrsta sýn­ing Cirkus Tra­pez 12. apr­íl.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Skuldir fyrirtækja hafa dregist umtalsvert saman en skuldir heimila aukist skarpt
Rúmur þriðjungur skulda íslenskra fyrirtækja er í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum. Styrking hennar gerði það að verkum að skuldir þeirra drógust verulega saman á síðastliðnu ári.
Kjarninn 9. desember 2021
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar