Laun og þóknanir stjórnar og stjórnenda Isavia hækkuðu um tæp 15 prósent

Eitt stærsta fyrirtækið sem er í eigu ríkisins, Isavia, birti ársreikning sinn í gær. Þar kemur fram að heildarlaun og þóknanir stjórna og stjórnenda samstæðunnar hafi verið 351 milljón króna í fyrra.

Björn Óli Hauksson er forstjóri Isavia
Björn Óli Hauksson er forstjóri Isavia
Auglýsing

Heild­ar­laun og þókn­anir til stjórna þeirra félaga sem heyra undir Isa­via, for­stjóra sam­stæð­unn­ar, fram­kvæmda­stjóra dótt­ur­fé­laga og fram­kvæmda­ráðs félags­ins voru 351 millj­ónir króna í fyrra. Árið 2016 voru laun og þókn­anir sama hóps 306,2 millj­ónir króna. Þau hækk­uðu því um tæp­lega 14,6 pró­sent á milli ára. Inni­falið í þeirri hækkun eru launa­hækkun fram­kvæmda­stjóra Frí­hafn­ar­innar vegna árs­ins 2016, sem var gjald­færð á árinu 2017. 

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Isa­via sem birtur var í gær. Isa­via er opin­bert hluta­fé­lag og að öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins. Félagið ann­ars rekstur og upp­bygg­ingu allra flug­valla á Íslandi auk þess sem það stýrir flug­um­ferð á íslenska flug­stjórn­ar­svæð­inu. Isa­via á fjögur dótt­ur­fé­lög. Þau eru Frí­höfnin ehf., Tern Systems ehf., Dom­a­via ehf. og Suluk APS. Sam­stæðan velti 38 millj­örðum króna í fyrra og skil­aði tæp­lega fjög­urra millj­arða króna hagn­aði.

Launa­kjör æðstu stjórn­enda og stjórnar eru ekki sund­ur­liðuð í árs­reikn­ingn­um. Kjarn­inn hefur óskað eftir slíkri sund­ur­liðun hjá Isa­via og er svara að vænta öðru hvoru megin við helgi.

Allir rík­is­for­stjór­arnir að hækka umtals­vert

Kjarn­inn hefur á und­an­förnum vikum greint frá þeim launa­hækk­unum sem for­stjórar fyr­ir­tækja í opin­berri eigu fengu í fyrra eftir að ákvörð­un­ar­vald yfir kjörum þeirra var fært frá kjara­ráði og til stjórna fyr­ir­tækj­anna um mitt ár í fyrra. Til­gangur þeirra breyt­inga sem gerðar voru á lögum um kjara­ráð í lok árs 2016, og tóku gildi 1. júlí 2017, var að fækka veru­­­lega þeim sem kjara­ráð ákveður laun og önnur starfs­­­kjör og færa ákvarð­­­anir um slíkt ann­að. Á meðal þeirra sem flutt­ust þá undan kjara­ráði voru fjöl­margir for­­­stjórar fyr­ir­tækja í opin­berri eigu.

Í síð­ustu viku greindi Kjarn­inn frá því að laun Magn­úsar Geirs Þórð­ar­sonar útvarps­stjóra hafi verið hækkuð um 16 pró­sent milli áranna 2016 og 2017. Eftir hækk­un­ina voru mán­að­ar­laun hans 1,8 millj­ónir króna.

Auglýsing
Áður hafði verið sagt frá því að Hörður Arn­­­ar­­­son, for­­­stjóri Lands­virkj­un­ar, hafi fengið 32 pró­­­senta launa­hækkun á síð­­­asta ári þegar leið­rétt hefur verið fyrir geng­is­­­sveifl­um, en reikn­ingar Lands­­­virkj­unar eru gerðir upp í Banda­­­ríkja­dölum þótt laun séu greidd í krón­­­um. Án slíkrar leið­rétt­ingar nam hækk­­­unin 45 pró­­­sent. Mán­að­­­ar­­­laun hans fóru úr tveimur millj­ónum króna á mán­uði í 2,7 millj­­­ónir króna. Lands­­­virkjun segir að þetta vegna þess að laun for­­­stjór­ans hafi verið lækkuð svo mikið árið 2012.

Ing­i­­­mundur Sig­­­ur­páls­­­son, for­­­stjóri Íslands­­­­­pósts, hefur einnig notið góðs af þessum breyt­ing­­­um. Laun hans hækk­­­uðu um 17,6 pró­­­sent á síð­­­asta ári og mán­að­­­ar­­­laun hans eru nú 1,7 millj­­­ónir króna.  

Annar for­­­stjóri sem færð­ist undan kjara­ráði í fyrra er Guð­­­mundur Ingi Ásmunds­­­son, for­­­stjóri Lands­­­nets. Laun hans hækk­­­uðu um tvær millj­­­ónir króna í fyrra og námu heild­­­ar­­­laun hans á árs­grund­velli 21,7 millj­­­ónum króna, eða um 1,8 millj­­­ónum króna á mán­uði. Það er hækkun um rúm tíu pró­­­sent milli ára.

Ráðu­neytið bað um var­kárni

Ljóst er að stjórn­völd ótt­uð­ust launa­skrið hjá æðstu stjórn­endum fyr­ir­tækja í opin­berri eigu í kjöl­far þess að ákvörð­un­ar­vald yfir launum þeirra var fært frá kjara­ráði. Í bréfi sem fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráðu­­­neytið sendi stjórnum fyr­ir­tækja í rík­­­i­s­eigu og Banka­­­sýslu rík­­­is­ins í jan­úar 2017 var þeim til­­­­­mælum beint til þeirra að stilla öllum launa­hækk­­­unum for­­­stjóra í hóf eftir að ákvarð­­­anir um laun þeirra færð­ust undan kjara­ráði um mitt ár í fyrra. Þar stendur að ástæða hafi verið til þess að „vekja sér­­­staka athygli á mik­il­vægi þess að stjórnir hafi í huga áhrif launa­á­kvarð­ana á stöð­ug­­­leika á vinn­u­­­mark­aði og ábyrgð félag­anna í því sam­­­bandi. Æski­­­legt er að launa­á­kvarð­­­anir séu var­kár­­­ar, að forð­­­ast sé að ákvarða miklar launa­breyt­ingar á stuttu tíma­bili en þess í stað gætt að laun séu hækkuð með reglu­bundnum hætti til sam­ræmis við almenna launa­­­þró­un.“

Af­­rit af bréf­inu var sent til allra stjórn­­­anna dag­inn áður en að ný lög um kjara­ráð, sem færðu launa­á­kvörð­un­­­ar­­­vald frá ráð­inu til stjórna opin­beru fyr­ir­tækj­anna, tóku gildi í byrjun júlí 2017. Þá fund­aði Bene­dikt Jóhann­es­­son, þáver­andi fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, með for­­mönnum stjórna stærri félaga þann 10. ágúst  2017 og var þar farið yfir efni bréfs­ins.

Stjórnir flesta stærstu fyr­ir­tækj­anna í rík­­­i­s­eigu huns­uðu til­­­­­mælin og hækk­­­uðu laun for­­­stjóra sinna langt umfram almenna launa­­­þró­un. Kjarn­inn hefur fengið umrætt bréf afhent frá fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráðu­­­neyt­inu.

Hægt er að lesa það hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar